Morgunblaðið - 23.07.1985, Síða 48

Morgunblaðið - 23.07.1985, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ1986 Bessi seldi 154 tonn KITT skip seldi í Englandi í gær. Bessi fS seldi í Grimsby Uep 154 tonn, mestmegnis þorsk, fyrir 7 milljónir króna, meðalverð 45,60 krónur. Þá var einnig seldur fiskur úr 24 gámum, samtals 242,2 tonn fyrir 10,6 milljónir, meðalverð krónur 43,93. Annars var verðið fyrir gámana mjög mismunandi. Lægsta meðalverð fyrir fisk úr gám var 30,60 krónur og það hæsta 59,80. Stafaði þessi verð- mismunur af því fyrst og fremst hversu hátt hlutfall kola var í gámunum, en einnig eftir frágangi og hve vel var ísað í gámana. í dag selur Ottó Wathne í Grimsby og Sigurður Þorleifsson GK i Hull. Eldur í gámi við Fischersund ELDUR kom upp í ruslagámi milli tveKRja bárujárnsklæddra timb- urhúsa við Fischersund laust fyrir tíu á sunnudagskvöldið. Siökkvi- liðið var kvatt á vettvang og hafði eldur náð að læsa sig í annað hús- ið þegar slökkviliðsmenn bar að garði. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð tjón lítið, en grunur leikur á að eldur hafi verið borinn að gáminum. Akureyri: Bifreið lenti í Eyjafjarðará Fólksbifreið lenti út í Eyja- fjarðará skammt frá Akureyri laust fyrir miðnætti aðfaranótt mánudags. Þrennt var í bílnum en engan sakaði og að sögn Iögregl- unnar á Akureyri var helgin í ró- legra lagi, utan nokkrir smá- árekstrar. Breytingar hjá sjónvarpinu Þ/ER breytingar hafa verið gerðar á deildaskipan í sjónvarpinu, að báðar dagskrárdeildir þess, frétta- og fræðsludeild og lista- og skemmti- deild, hafa verið lagðar niður. í þeirra stað hafa verið settar upp þrjár deildir, fréttadeild, deild inn- lendrar dagskrárgerðar og inn- kaupa- og markaðsdeild. í frétt frá Ríkisútvarpinu- Sjónvarpi kemur fram að Hinrik Bjarnason, sem áður var dagskrárstjóri lista- og skemmti- deildar, verður nú deildarstjóri innkaupa- og markaðsdeildar. Emil Björnsson, sem verið hefur dagskrárstjóri frétta- og fræðslu- deildar frá upphafi sjónvarpsins, lætur af störfum hinn 1. nóvember næstkomandi vegna aldurs. Hafa því verið auglýstar til umsóknar stöður fréttastjóra og deildar- stjóra innlendrar dagskrárdeildar. NIJ ER lokið opinberri heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur forseta og fylgdarliðs um Austurland. Um hádegisbilið í gær var flogið áleiðis til Reykjavíkur frá Höfn í Horna- firðL „Ég er auðugri að vinum og þá um leið mikilli þekkingu og reynslu ríkari," sagði Vigdís Finnbogadóttir eftir heimsókn- ina. „Það var gott að kynnast Austfirðingum — eins og reynd- ar öllum öðrum traustum og góðum íslendingum." „Minnisstæðast er mér vinnu- semi fólksins, þjóðerniskenndin og síðast en ekki síst börnin. Af- staða barnanna, sem verið er að ala upp til að halda áfram rekstri sameignar okkar, sem er þjóðarbúið allt, segir margt um hvernig við fullorðnir lítum á líf-' ið og hverja stund sem líður, er- um að undirbúa morgundaginn og afkomu okkar um ómælda framtíð. Það sem fyrir er haft, að þessu sinni þjóðarsamkennd eins og svo oft og víðar áður, orkar sterkt á ómótaðan barns- Á Djúpavogi gróðursetti Vigdís birkihríslur í nágrenni við félagsaðstöðuna. Yngri bæjarbúar aðstoðuðu hana dyggilega. „Mikilli þekkingu og reynslu ríkari“ — sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, að lokinni heimsókn sinni til Austfjarða hugann. Börn skynja vel hver við erum og hvert við stefnum." Áfangastaðirnir voru tveir á síðasta heila degi heimsóknar- innar, sunnudaginn. Áður en haldið var til messu í Heydala- kirkju heilsaði hreppsnefnd Breiðdalshrepps og sýslunefnd- armenn forseta og fylgdarliði í sólskini og austangjólu . í guðs- þjónustunni þjónaöi sr. Kristinn Hóseasson prófastur og kór prestakallsins söng. Á höfuðból- inu Heydölum hefur verið kirkja frá fyrstu kristni en hennar er fyrst getið í máldögum árið 1179. Frá Heydölum var haldið til Breiðdalsvíkur þar sem bæj- arbúar tóku á móti gestunum með viðhöfn. Undirbúningur hafði staðið yfir í marga daga og fréttabréf borin í öll hús bæjar- ins þar sem skýrt var í smáatrið- um hvernig heimsóknin færi fram. íbúar Breiðdalsvíkur tala gjarnan um að þaðan sjáist í fal- legasta fjallahring landsins en því miður voru fjöllin hulin skýj- um meðan forseti staldraði við á útsýnisstaðnum Hellum fyrir ofan þorpið. Á leikvellinum að- stoðuðu yngstu Breiðdælingarn- ir við gróðursetningu og hádeg- isverður var snæddur á hótel Bláfelli í boði hreppsins. JAFNINGI í DAGSINS ÖNN I opnu húsi í Staðaborg hélt Guðjón Sveinsson tölu og tíund- aði hvaða kostum forseti íslands skal vera búinn. „Forsetinn þarf að sýna íslenska reisn á erlendri grund en jafnframt vera þannig að öll þjóðin vilji bjóða honum upp á kaffi í eldhúshorninu. Ég efast þó um að nokkur íslending- ur hafi svo sterkan maga að þola kaffidrykkju á 70 þúsund heimil- um landsmanna en Vigdís hefur sýnt að þótt hún drekki ekki kaffið getur þjóðin litið á hana sem jafningja í dagsins önn.“ Að gjöf fékk forsetinn borðfána með merki Breiðdalshrepps. Hann stóð á steini úr jaspis sem hjónin Björgúlfur Jónsson og Valborg Guðmundsdóttir á Tungufelli gáfu. Frá Breiðdalsvík var haldið til Djúpavogs. Á leiðinni var stans- að í Gautavík í Beruneshreppi og buðu íbúar gestina velkomna með hagablómum. Kvenfélag Vigdís tók upphafsspyrnuna að maraþonfótboltaleik sem börn í ung- mennafélaginu Súlunni á Stöðvarfirði léku í sólarhring. hreppsins gaf Vigdísi möppu með örnefnum sveitarinnar utan nokkurra úr Fossárdal sem enn er verið að safna. Á Djúpavogi var bókasafnið skoðað og snædd- ur kvöldverður í boði Búlands-, Berunes- og Geithellnahrepps. Til minningar um komu sína þangað fékk Vigdís forláta vík- ingaskip sem Jón Sigurðsson frá Rjóðri smíðaði. Bæjarbúar heilsuðu forseta á opnu húsi í félagsaðstöðu hreppsins sem er ekki fullbúin og enn óskírð. Aðfaranótt laugardagsins var gist í gömlu símstöðinni á Búð- areyri en haldið þaðan í býtið um morguninn. Á Vattarnesi tóku fulltrúar Fáskrúðsfjarð- arhrepps og Búðahrepps á móti forseta en síðan haldið að Kol- freyjustað, kirkjan þar skoðuð og rakti séra Þorleifur Kjartan Kristmundsson sóknarprestur sögu staðarins. Á Búðum gróð- ursetti Vigdís birkihríslur með aðstoð barnanna í skólagörðum þorpsins en síðan var ekið um bæinn. í FÓTBOLTA Á STÖÐVARFIRÐI Á hreppamörkunum tóku full- trúar hreppsins á móti forseta í sólskini og ekið var til bæjarins sem var fánum prýddur. Þar tóku börn úr ungmennafélaginu Súlunni á móti forseta og fyrir utan grunnskólann voru gróð- ursettar hríslur. Petra Sveins- dóttir, sem að líkindum á stærsta steinasafn á íslandi, sýndi forsetanum safnið. Stein- arnir skipta tugþúsundum og er haganlega komið fyrir í garði Petru ásamt fjölda plantna og inn á heimili hennar. Petra hef- ur safnað steinum í rúm 30 ár og eru þeir flestir ofan úr fjöllunum við Stöðvarfjörð þó einnig sé þar af finna gersemar af öllu land- inu. í kvöldverði í grunnskólanum fékk forseti að gjöf eyrnalokka og hálsmen úr glerhalli sem Petra hafði slípað og smíðað og þótti Vigdísi vænt um að fá að hafa með sér austurlenskt grjót suður til Bessastaða. Síðasti liður heimsóknarinnar til Búða hófst síðla kvölds á íþróttavellinum fyrir framan grunnskólann. Þar ætluðu börn úr ungmennafélaginu að halda maraþonfótboltaleik . Vigdís tók fyrsta sparkið og hóf þar með leikinn sem stóð í sólarhring. — ÁHM. Komið úr messu í Heydalakirkju Frá vinstri: Halldór Reynisson, forsetaritari, Anna Þorsteins- dóttir prestfrú, Herdís Þor- steinsdóttir, aðstoðarkona for- setans, Vigdís Finnbogadóttir, Bogi Nilsson, sýslumaður Suð- ur-Múlasýslu, sr. Kristinn Höseasson, prófastur í Heydöl- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.