Morgunblaðið - 25.07.1985, Side 1

Morgunblaðið - 25.07.1985, Side 1
72 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 164. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Indland: Samkomulag næst milli stjórn- arinnar og síkha Franski sendiherrann í S-Afríku kvaddur heim Johanpesarborg, 24. júlí. AP. FKAKKAR kölluðu sendiherra sinn í Suður-Afrtku heim í dag og stöðvuðu allar fjárfestingar í landinu til að mótmæla setningu neyðar- laga og fjöldahandtökum þar í landi. Einnig hafa Frakkar farið fram á að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki harðar refsiaðgerðir gegn stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Nýju Delhí, 24. júlí. AP. Forsætisráðherra Indlands, Rajiv Gandhi, og leiðtogi síkha, Harch- and Singh Longowal, tilkynntu í dag að þeir hefðu komist að sam- komulagi, sem myndi binda enda á þriggja ára ófrið í Punjab-ríkinu á Indlandi. Longowal stýrir flokki hóf- samra síkha og hafði hann borið fram margar kröfur um aukin trú- arleg og stjórnmálaleg réttindi síkha í Punjab, en flestar þeirra hlutu ekki náð fyrir augum stjórn- arinnar. OPEC-fundurinn: Enn engar ákvarðanir (H-nf, 24. júlí. AP. FULLTRÚAR aðildaríkja Samtaka olíuútflutningsríkjanna (OPEC), höfðu í kvöld ekki tekið ákvörðun um lækkun olíuverðs, en meirihluti fulltrúanna hefur þó komið sér sam- an um hóflega lækkun á verði olíu í lægri gæðaflokkum. Onefndar heimildir sögðu að meirihlutinn hefði samþykkt að verð á olíu í lægri gæðaflokkum yrði lækkað um 50 bandarísk cent á tunnuna, en slík olía kostar nú 26,50 dollara. Verð á olíu í hæsta gæðaflokki myndi hins vegar ekki breytast. Olíumálaráðherra Nígeríu, Tam David-West, sagði að hann myndi mótmæla verðlækkun á olíu í lægri gæðaflokkum því Afríku- ríkin sem eiga aðild að OPEC framleiða nær einungis olíu í hæsta gæðaflokki og kæmi því lækkunin þeim að engum notum. Hann sagði að til greina kæmi að vilji meirihluta yrði að ráða í þessu máli, því ekki liti út fyrir málamiðlun. Fulltrúarnir ákváðu í gær að fresta öllum ákvörðunum um sam- drátt í framleiðslu til haustsins. Stjórnin neitaði að gefa þeim síkhum upp sakir, sem struku úr hernum þegar árás var gerð á Gullna musterið, bænahús síkha, í fyrra. Einnig neitaði stjórnin að draga til baka herlið sem enn er í Punjab og að leggja niður dóm- stóla sem settir voru á fót þar. Hins vegar samþykkti stjórnin að dómstólarnir skyldu aðeins fjalla um mál flugræningja og föður- landssvikara og að yfirvöld í Punj- ab mættu ekki lengur fyrirskipa húsleit og handtökur án tilskipana yrðu óheimilar. Af öðru sem var samþykkt má nefna loforð stjórnarinnar um að greiða skaðabætur fyrir þá sem hafa látið lífið í óeirðunum í Punj- ab síðan 1982 og bætur til þeirra sem misstu eigur sínar. Talið er ólíklegt að öfgafullir síkhar hefðu samþykkt málamiðl- unina, en þeim var ekki boðið að taka þátt í viðræðunum. P.W. Botha, forseti S-Afríku, sagði að aðgerðir Frakka kæmu sér í opna skjöldu, enda væri stjórnin með neyðarlögunum að koma á friði í landinu. Yfirvöld í Suður-Afríku héldu handtökum áfram i dag og hafa nú 656 manns verið handteknir síðan neyðarlögin voru sett sl. sunnudag. í tilkynningu frá lögreglunni í dag sagði einnig að dregið hefði úr skemmdarverkum og færri særðust í götuóeirðum síðan lög- in voru sett. Félagi í einni andspyrnuhreyf- ingunni í landinu sagði að flestir hinna handteknu hefðu verið fé- lagar í „grasrótarsamtökum" borgara sem ögrað hefðu full- trúum stjórnarinnar í hverfum svartra. Botha sagði að sér kæmi á óvart að stjórn vestræns ríkis, sem léti málefni blökkumanna í Afríku til sín taka, beitti slíkum aðgerðum þegar ríkisstjórnin væri einungis að reyna að koma friði á í landinu og uppræta kommúnískar hreyfingar manna sem dræpu blökkumenn. Utan- ríkisráðherra Suður-Afríku, R.F. Botha, lét ekkert eftir sér hafa um málið í gær. Laurent Fabius, forsætisráð- herra Frakka, tilkynnti stöðvun fjárfestinga í Suður-Afríku og heimkvaðningu sendiherrans í dag, jafnframt því sem hann hvatti aðrar þjóðir til að feta í fótspor Frakka og beita hörðustu refsiaðgerðum gegn stjórninni. Hann sagði að Frakkar hefðu ávallt verið mikil mannréttinda- þjóð og gæti hún ekki staðið að- gerðalaus meðan stjóm hvíta minnihlutans beitti þegna sína „aukinni kúgun“. Öryggisráðið heldur fund á morgun þar sem fjallað verður um tillögu Frakka, en utanríkis- ráðherra Breta, Sir Geoffrey Howe, sagði í dag að Bretar væru ekki hlynntir því að beita efna- hagslegum þvingunum við stjórn- ina í Suður-Afríku, þó að þeir fordæmdu aðgerðir hennar. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, George P. Shultz, for- dæmdi í kvöld aðskilnaðarstefnu stjórnarinnar og síðustu aðgerðir hennar, en gaf í skyn að ekki yrði um stefnubreytingu að ræða af hálfu Bandaríkjamanna. Sjá einnig leiðara á miöopnu. Öryggisráðstafanir vegna raðherrafundar í Helsinki: Tímabundin lög leyfa handtöku án ákæru og húsleit án dómsheimildar Hebinki. 24. júlí. AP. GÍFURLEGAR öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Finnlandi í tengslum við fund utanríkisráðherra 33 ríkja í Helsinki í næstu viku. Fundurinn er haldinn til að minnast þess að tíu ár eru liðin frá því að „Ráðstefnu um öryggi og samvinnu Evrópuríkja" lauk þar og „Helsinki-sáttmálinn“ svonefndi var undirritaður. menn í varðhald í allt að tvær vikur án ákæru; að póstur manna sé opnaður og húsleit gerð á heimilum fólks án sérstaks leyfis dómstóla. Lögin eru sett í því 1 dag tóku gildi í landinu sér- stök „ástandslög“, sem finnska þingið samþykkti fyrir nokkru. Lög þessi heimila lögreglu og ör- yggissveitum hersins að hneppa augnamiði að koma í veg fyrir hryðjuverk á meðan á fundi ráðherranna stendur. Þau verða í gildi þar til tveimur dögum eftir að ráðstefnunni lýkur. Mikill meirihluti finnskra þingmanna greiddi atkvæði með lögunum, en ýmsir hafa þó orðið til að gagnrýna þau harðlega. Hannu Klami, prófessor í lögum við Helsinki-háskóla, segist efast um að lög af þessu tagi svipti Finna mannréttindum, sem þeim eru tryggð í stjórnarskrá lands- ins og alþjóðlegum réttindasam- þykktum. Gagnrýnendur benda ennfrem- ur á, að ekki hafi þótt ástæða til að setja lög af þessu tagi í öðrum löndum þar sem mikilvægar póli- tískar ráðstefnur hafa verið haldnar, s.s. Austurriki, Sviss og Svíþjóð. Morgunblaðið/Sig. Jóns GULLFOSS OVENJU VATNSLITILL Selfossi 24. júlf. AÐ UNDANFÖRNU hefur rennsli í Gullfossi verið mjög lítið og augsýnilega langt fyrir neðan meðallag. Auðséð er að fossinn hefur ekki farið varhluta af þurrkunum sem verið hafa í sumar. Klettar og nibbur sem venjulega sjást ekki þegar vatnsmagn- ið í fossinum er eðlilegt standa nú langt upp úr vatninu. Leiðsögumenn ferðamannahópa sem staddir voru við fossinn í morgun tóku undir það að lítið rennsli væri í fossinum og hann óvenjulega vatnslítill. Þrátt fyrir þetta er fossinn jafn tignar- legur á að líta þó um sinn slaki hann aðeins á kraftinum. Sig Jóns

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.