Morgunblaðið - 25.07.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.07.1985, Qupperneq 1
72 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 164. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Indland: Samkomulag næst milli stjórn- arinnar og síkha Franski sendiherrann í S-Afríku kvaddur heim Johanpesarborg, 24. júlí. AP. FKAKKAR kölluðu sendiherra sinn í Suður-Afrtku heim í dag og stöðvuðu allar fjárfestingar í landinu til að mótmæla setningu neyðar- laga og fjöldahandtökum þar í landi. Einnig hafa Frakkar farið fram á að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki harðar refsiaðgerðir gegn stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Nýju Delhí, 24. júlí. AP. Forsætisráðherra Indlands, Rajiv Gandhi, og leiðtogi síkha, Harch- and Singh Longowal, tilkynntu í dag að þeir hefðu komist að sam- komulagi, sem myndi binda enda á þriggja ára ófrið í Punjab-ríkinu á Indlandi. Longowal stýrir flokki hóf- samra síkha og hafði hann borið fram margar kröfur um aukin trú- arleg og stjórnmálaleg réttindi síkha í Punjab, en flestar þeirra hlutu ekki náð fyrir augum stjórn- arinnar. OPEC-fundurinn: Enn engar ákvarðanir (H-nf, 24. júlí. AP. FULLTRÚAR aðildaríkja Samtaka olíuútflutningsríkjanna (OPEC), höfðu í kvöld ekki tekið ákvörðun um lækkun olíuverðs, en meirihluti fulltrúanna hefur þó komið sér sam- an um hóflega lækkun á verði olíu í lægri gæðaflokkum. Onefndar heimildir sögðu að meirihlutinn hefði samþykkt að verð á olíu í lægri gæðaflokkum yrði lækkað um 50 bandarísk cent á tunnuna, en slík olía kostar nú 26,50 dollara. Verð á olíu í hæsta gæðaflokki myndi hins vegar ekki breytast. Olíumálaráðherra Nígeríu, Tam David-West, sagði að hann myndi mótmæla verðlækkun á olíu í lægri gæðaflokkum því Afríku- ríkin sem eiga aðild að OPEC framleiða nær einungis olíu í hæsta gæðaflokki og kæmi því lækkunin þeim að engum notum. Hann sagði að til greina kæmi að vilji meirihluta yrði að ráða í þessu máli, því ekki liti út fyrir málamiðlun. Fulltrúarnir ákváðu í gær að fresta öllum ákvörðunum um sam- drátt í framleiðslu til haustsins. Stjórnin neitaði að gefa þeim síkhum upp sakir, sem struku úr hernum þegar árás var gerð á Gullna musterið, bænahús síkha, í fyrra. Einnig neitaði stjórnin að draga til baka herlið sem enn er í Punjab og að leggja niður dóm- stóla sem settir voru á fót þar. Hins vegar samþykkti stjórnin að dómstólarnir skyldu aðeins fjalla um mál flugræningja og föður- landssvikara og að yfirvöld í Punj- ab mættu ekki lengur fyrirskipa húsleit og handtökur án tilskipana yrðu óheimilar. Af öðru sem var samþykkt má nefna loforð stjórnarinnar um að greiða skaðabætur fyrir þá sem hafa látið lífið í óeirðunum í Punj- ab síðan 1982 og bætur til þeirra sem misstu eigur sínar. Talið er ólíklegt að öfgafullir síkhar hefðu samþykkt málamiðl- unina, en þeim var ekki boðið að taka þátt í viðræðunum. P.W. Botha, forseti S-Afríku, sagði að aðgerðir Frakka kæmu sér í opna skjöldu, enda væri stjórnin með neyðarlögunum að koma á friði í landinu. Yfirvöld í Suður-Afríku héldu handtökum áfram i dag og hafa nú 656 manns verið handteknir síðan neyðarlögin voru sett sl. sunnudag. í tilkynningu frá lögreglunni í dag sagði einnig að dregið hefði úr skemmdarverkum og færri særðust í götuóeirðum síðan lög- in voru sett. Félagi í einni andspyrnuhreyf- ingunni í landinu sagði að flestir hinna handteknu hefðu verið fé- lagar í „grasrótarsamtökum" borgara sem ögrað hefðu full- trúum stjórnarinnar í hverfum svartra. Botha sagði að sér kæmi á óvart að stjórn vestræns ríkis, sem léti málefni blökkumanna í Afríku til sín taka, beitti slíkum aðgerðum þegar ríkisstjórnin væri einungis að reyna að koma friði á í landinu og uppræta kommúnískar hreyfingar manna sem dræpu blökkumenn. Utan- ríkisráðherra Suður-Afríku, R.F. Botha, lét ekkert eftir sér hafa um málið í gær. Laurent Fabius, forsætisráð- herra Frakka, tilkynnti stöðvun fjárfestinga í Suður-Afríku og heimkvaðningu sendiherrans í dag, jafnframt því sem hann hvatti aðrar þjóðir til að feta í fótspor Frakka og beita hörðustu refsiaðgerðum gegn stjórninni. Hann sagði að Frakkar hefðu ávallt verið mikil mannréttinda- þjóð og gæti hún ekki staðið að- gerðalaus meðan stjóm hvíta minnihlutans beitti þegna sína „aukinni kúgun“. Öryggisráðið heldur fund á morgun þar sem fjallað verður um tillögu Frakka, en utanríkis- ráðherra Breta, Sir Geoffrey Howe, sagði í dag að Bretar væru ekki hlynntir því að beita efna- hagslegum þvingunum við stjórn- ina í Suður-Afríku, þó að þeir fordæmdu aðgerðir hennar. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, George P. Shultz, for- dæmdi í kvöld aðskilnaðarstefnu stjórnarinnar og síðustu aðgerðir hennar, en gaf í skyn að ekki yrði um stefnubreytingu að ræða af hálfu Bandaríkjamanna. Sjá einnig leiðara á miöopnu. Öryggisráðstafanir vegna raðherrafundar í Helsinki: Tímabundin lög leyfa handtöku án ákæru og húsleit án dómsheimildar Hebinki. 24. júlí. AP. GÍFURLEGAR öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Finnlandi í tengslum við fund utanríkisráðherra 33 ríkja í Helsinki í næstu viku. Fundurinn er haldinn til að minnast þess að tíu ár eru liðin frá því að „Ráðstefnu um öryggi og samvinnu Evrópuríkja" lauk þar og „Helsinki-sáttmálinn“ svonefndi var undirritaður. menn í varðhald í allt að tvær vikur án ákæru; að póstur manna sé opnaður og húsleit gerð á heimilum fólks án sérstaks leyfis dómstóla. Lögin eru sett í því 1 dag tóku gildi í landinu sér- stök „ástandslög“, sem finnska þingið samþykkti fyrir nokkru. Lög þessi heimila lögreglu og ör- yggissveitum hersins að hneppa augnamiði að koma í veg fyrir hryðjuverk á meðan á fundi ráðherranna stendur. Þau verða í gildi þar til tveimur dögum eftir að ráðstefnunni lýkur. Mikill meirihluti finnskra þingmanna greiddi atkvæði með lögunum, en ýmsir hafa þó orðið til að gagnrýna þau harðlega. Hannu Klami, prófessor í lögum við Helsinki-háskóla, segist efast um að lög af þessu tagi svipti Finna mannréttindum, sem þeim eru tryggð í stjórnarskrá lands- ins og alþjóðlegum réttindasam- þykktum. Gagnrýnendur benda ennfrem- ur á, að ekki hafi þótt ástæða til að setja lög af þessu tagi í öðrum löndum þar sem mikilvægar póli- tískar ráðstefnur hafa verið haldnar, s.s. Austurriki, Sviss og Svíþjóð. Morgunblaðið/Sig. Jóns GULLFOSS OVENJU VATNSLITILL Selfossi 24. júlf. AÐ UNDANFÖRNU hefur rennsli í Gullfossi verið mjög lítið og augsýnilega langt fyrir neðan meðallag. Auðséð er að fossinn hefur ekki farið varhluta af þurrkunum sem verið hafa í sumar. Klettar og nibbur sem venjulega sjást ekki þegar vatnsmagn- ið í fossinum er eðlilegt standa nú langt upp úr vatninu. Leiðsögumenn ferðamannahópa sem staddir voru við fossinn í morgun tóku undir það að lítið rennsli væri í fossinum og hann óvenjulega vatnslítill. Þrátt fyrir þetta er fossinn jafn tignar- legur á að líta þó um sinn slaki hann aðeins á kraftinum. Sig Jóns
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.