Morgunblaðið - 25.07.1985, Page 16

Morgunblaðið - 25.07.1985, Page 16
MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚtf 1985 íslenskur frysti- iðnaður og danskur — eftir Arna Benediktsson Nokkur umræða hefur að und- anförnu orðið um íslenskan frysti- iðnað og hefur þá gjarnan verið gerður samanburður við danskan frystiiðnað. Þessi samanburður hefur gefið mjög skekkta mynd af raunveruleikanum. Þess vegna er ekki úr vegi að fara nokkrum orð- um um þennan mismun. Þær upp- lýsingar, sem hér koma fram, verða þó engan veginn tæmandi. Um nokkurt skeið hefur verið hröð þróun í íslenskum frysti- iðnaði. Lögð hefur verið áhersla á að ná því framleiðslustigi, sem á hverjum tíma gæfi frystihúsunum og þjóðarbúinu í heild mestar tekjur. Það hefur því skipt miklu að velja þá markaðsmöguleika, sem líklegt væri að gæfu mest af sér í bráð, en að halda þó fleiri markaðsmöguleikum opnum, til þess að unnt væri að breyta um áherslur við breyttar aðstæður. En aðstæður eru alltaf að breyt- ast. Jafnframt því að keppt hefur verið að tiltölulega háu fram- leiðslustigi hefur höfuðáhersla verið lögð á nýtingu hráefnis og er engin þjóð á Vesturlöndum komin lengra á því sviði. Til þess að ná þessum markmiðum hefur þurft fleira starfsfólk en ella. Að þessu hefur verið stefnt vísvitandi í þeirri trú að það væri af hinu góða að nýta takmarkaðar auðlindir sem best og að halda uppi háu at- vinnustigi. Á tíu ára tímabiii 1974—1983 fjölgar ársverkum í fiskvinnslu um rúma fimmtíu hundraðshluta og á frystiiðnaðurinn stærstan þátt í þeirri þróun. (Rétt er að taka það fram að tölur ársins 1983 eru bráðabirgðatölur og gætu breyst lítillega, en varla svo að það breyti hlutfallstölum). Tölur liggja ekki fyrir árið 1984 en hjá Sambandsfrystihúsunum varð tíu prósenta aukning á starfsfólki á því ári, skv. bráðabirgðatölum. Áframhaldandi aukning hefur orðið á fyrri hluta ársins 1985. Nú kann það að vera að þróunin í heild hafi orðið önnur árin 1984 og framan af ári 1985. Það sem gæti bent til þess er að fjöldi fólks sem býr sunnan Reykjavíkur hef- ur ekki fengið störf í fiskiðnaði þó að eftir hafi verið leitað. Þetta ætti að nægja til að sýna að það er fráleitt að tala um fólksflótta úr fiskvinnslunni fram að þessu. Því miður er þó ástæða til að ætla að nú sé verið að búa þann flótta til með neikvæðri umræðu. Þróunin í framleiðsiunni hefur löngum verið á undan mannafla- aukningunni, þannig að svo lengi sem sá sem þetta ritar man hefur verið skortur á vinnuafli í fisk- iðnaði. Sá skortur hefur lengstum verið tímabundinn og byggst á því að hráefnisöflunin er mjög mis- jöfn. Hráefnisöflunin hefur jafn- ast, en samt er hún ennþá mis- jafnari en góðu hófi gegnir, en erf- itt er að bæta úr þvi. Sl. janúar voru ekki aðrar fréttir meira áber- andi í fjölmiðlum en að fiskverk- unarfólk skorti atvinnu. Núna ræða sömu fjölmiðlar um að það vanti starfsfólk, eins og það séu alveg ný tíðindi, og næsta vetur snýst þetta aftur við og enn verða allir jafn undrandi. Hráefnisöfl- unin hefur verið misjöfn frá fyrstu tíð og verður það sjálfsagt um langa framtíð. En þó gæti hún orðið jafnari en nú er og mikið hefur áunnist á hálfum öðrum áratug. Sú viðleitni frystihúsanna að ná háu framleiðslustigi verður til þess að á næstu árum þarf ennþá fleira fólk til starfa en nú, og er þá tekið fullt tillit til þeirra tækni- framfara, sem búast má við að verði. Þar að auki standa vonir til að afli fari heldur vaxandi áður en langur tími líður og verður þá þörf fyrir ennþá fleira starfsfólk. Við því verður ekki hægt að bregðast nema á tvennan hátt. Annaðhvort verður að beina starfsfólki í aukn- um mæli að fiskvinnslunni með því að tryggja að fiskvinnslufólk dragist ekki aftur úr öðrum stétt- um í kjörum, eða að lækka verður framleiðslustig frystihúsanna. Danskur frystiiönaður Danskur frystiiðnaður hefur þróast á annan veg en íslenskur. En það er jafnan svo að atvinnu- starfsemi þróast í samræmi við aðstæður og þær aðstæður sem danskur fiskiðnaður býr við hafa að sjálfsögðu mótað hann, sem og þann íslenska. Meginþýðingu hef- ur nálægð Danmerkur við stóran freðfiskmarkað, en það gerir allan samanburð erfiðari. Auðveldast er IO bfleigendur veroa IO þúsund kK ríkarí á morgun 10 ný bílnúmer verða birt á öllum OLÍS stöðvum á landinu í fyrramálið. Er þitt þar á meðal? Komdu við á næstu OLÍS stöð og athugaðu málið. Vertu með, fylgstu með. 10 ný bílnúmer í hverri viku. olís Árni Benediktsson „íslenskur frystiidnaöur stendur á hærra fram- leiöslustigi en danskur. Danskur frystiiðnaöur stendur á hærra tækni- stigi en íslenskur. ís- lenskur frystiiðnaður getur ekki nýtt sér nú- verandi tæknistig dansks frystiiðnaðar nema meö því að lækka framleiöslustigið. ís- lenskur frystiiönaður stefnir aö því að hækka framleiðslustigið en auka jafnframt tækni.“ að gera samanburð við Borgund- arhólm og því verður mset stuðst við upplýsingar þaðan í því sem hér fer á eftir. Þá hafa góðar sam- göngur og þéttbýli veruleg áhrif á hvernig að dönskum fiskiðnaði er staðið. það verður meðal annars til þess að einstök frystihús geta sérhæft sig í einni eða fáum fisk- tegundum. Mér virðist að árið 1984 hafi framleiðsluverðmæti úr hverju kílói af þorksi verið allt að 20% lægra á Borgundarhólmi en á ís- landi. (Miðað við Sambandsfrysti- húsin). Tvennt veldur þessu. Ánn- ars vegar að framleiðslustigið er verulega lægra og hins vegar að ekki er lögð eins mikil áhersla á nýtingu. Tækni er áreiðanlega meiri í dönskum frystihúsum en annars staðar gerist. Það skal þó tekið skýrt fram að tæknilega standa frystihús í Danmörku mjög mis- jafnlega að vígi eins og alls staðar annars staðar, einnig hér á landi. Það hefur ekkert skort á að Is- lendingar gætu fylgst með því sem gerist í tækni í Danmörku og það hefur aldrei verið neitt því til fyrirstöðu að við hagnýttum okkur þá dönsku tækni, sem okkur hent- ar hverju sinni. En okkur hentar ekki allt. Tiltölulega lágt fram- leiðslustig, ein eða fáar fiskteg- undir og ein eða örfáar pakkn- ingar gefa meiri möguleika á að nota alls konar tæki og sjálfvirkni en okkur hentar að svo komnu máli. Ég vil taka eitt dæmi. Þegar unnin er ein vörutegund getur vinnslan farið eftir einni rás þar sem hvert framleiðslustigið tekur við af öðru og auðvelt getur verið að koma við sjálfvirkum flutningi á milli stiga. Þegar unnar eru fleiri tegundir samtímis minnka möguleikarnir til að framleiða í beinni rás og þar með verður sjálfvirkni erfiðari viðfangs, og hagkvæmnin af þeirri sjálfvirkni sem hægt er að beita minnkar einnig. AÖ hverju stefnum við Það hefur komið fram hér að framan að hér á landi er fram- leiðslustig frystihúsanna tiltölu- lega hátt. Og ég held að það sé ekki vafamál að flestir stefni að því að hækka framleiðslustigið enn frekar. Til þess að gera það þurfum við að auka tækni á ýms- um sviðum. En sagt með mikilli virðingu fyrir danskri tækni, við sækjum ekki þá tækni sem við þurfum á að halda til Danmerkur nema að litlu leyti. Ef við ætlum að hækka fram- leiðslustigið og jafnframt að hækka tæknistigið, og það ætlum við vissulega að gera, þá verðum við að byggja upp sjálfir þá tækni sem við þurfum á að halda. Að sjálfsögðu getum við hagnýtt okkur margs konar vélar og tæki, sem aðrir framleiða. Við getum einnig hagnýtt okkur alls konar hugmyndir frá öðrum, en heild- arskipulagningin verður að byggj- ast upp innan frá, út frá reynslu og þekkingu okkar sjálfra og þörf- um okkar sjálfra. Við erum vel á veg komnir með sjálfstæða tækni- lega uppbyggingu og má þar t.d. nefna rafeindaiðnaðinn í þágu fiskvinnslunnar. Niöurstaöa Niðurstaða af því sem hér að framan hefur verið sagt er í stuttu máli þessi. fslenskur frystiiðnaður stendur á hærra framleiðslustigi en danskur. Danskur frystiiðnað- ur stendur á hærra tæknistigi en íslenskur. fslenskur frystiiðnaður getur ekki nýtt sér núverandi tæknistig dansks frystiiðanðar nema með því að lækka fram- leiðslustigið. íslenskur frysti- iðnaður stefnir að því að hækka framleiðslustigið en auka jafn- framt tækni. Að bera bakka Mér þykir við hæfi að minnast á fáein atriði, sem fram hafa komið í umræðunni um íslenskan frysti- iðnað og danskan og menn hafa sérstaklega hent á lofti. Fyrst er þar að nefna að því hefur verið haldið fram að dagurinn í frysti- húsum hér á landi fari í að bera bakka fram og til baka og vigta þá við öll möguleg og ómöguleg tæki- færi. Það hefur þrennan tilgang að láta fiskflök í bakka. 1) Flökin eru lögð í bakka strax að flökun lokinni og ekki hreyfð fyrr en í snyrtingu. Þetta er betri meðferð á fiskinum en að láta hann á færiband og er þáttur í því að ná háu framleiðslustigi. 2) Minni hætta er á að fiskurinn komist í snertingu við gerlameng- aða fleti og hreinsun á bökkum er auðveldari en hreinsun á færi- böndum. Þetta er mikilvægur þáttur í viðleitni okkar að fram- leiða gæðavöru og halda stöðu okkar á mörkuðunum. 3) Vigtun á bökkum er þáttur í því að tryggja góða nýtingu hrá- efnis og er reyndar einnig nauð- synleg til að reikna bónus fslenskur frystiiðnaður stendur á hærra stigi fyrir það að fiskur- inn er fluttur og geymdur í bökk- um. Bakkaburður í best skipu- lögðu frystihúsunum er innan við eitt prósent af heildarvinnunni. Unnið er að sjálfvirkni við bakka- flutninga og bakkaþvott. Afköst Það hefur komið fram að afköst eru miklu meiri í Danmörku en á íslandi. Tekið hefur verið sem dæmi að afköst í 5 pundum séu 20 kg á klst. í Danmörku en einungis 11,4 kg á klst. á íslandi. Þessar tölur geta staðist þó þær geti verið mjög breytilegar frá einum tíma til annars og einnig á milli fyrir- tækja og starfsmanna. En við skulum reyna að nálgast hvernig á þessum mismuni stendur með því að greina hann lið fyrir lið: k8 Afköst á íslandi á greidda klst. 11,4 1) Munur á tímanýtingu 1,7 2) Munur á nýtingu verkþátta 0,9 3) Munur á tæknistigi 0,9 4) Munur á áherslu sem lögð er á nýtingu 1,4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.