Morgunblaðið - 25.07.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ1985
17
5) Munur á gæðaeftirliti 0,4
6) Munur á starfi við hreinlæti 0,3
7) Gegnumlýsing 3,0
Afköst í Danmörku á
greidda klst. 20,0
1) Tímanýting er betri í Dan-
mörku vegna þess að það fer
minna af greiddum tíma í kaffi-
tíma og matartíma, engar „pásur"
eru á milli mála og unnið er nær
hættutíma. Nýting vinnutíma er
yfirleitt heldur slæm hér á landi.
Þegar kom fram á áttunda áratug-
inn var nýting vinnutíma í frysti-
húsunum orðin býsna góð og betri
en annars staðar í atvinnulífinu.
En nú síðustu árin hefur hún
versnað til muna.
2) Gjarnan er unnið á tveim vökt-
um í Danmörku og við það nýtast
ýmsir verkþættir betur, aðallega í
upphafi vinnutíma og við verka-
lok. Miklu munar að jafnmikil
hreingernig er hvort sem vinnu-
tíminn er lengri eða skemmri.
3) Tæknistig er hærra í Dan-
mörku eins og áður hefur komið
fram. Þar munar þó ekki eins
miklu í 5 punda framleiðslu eins
og t.d. í framleiðslu fyrir smásölu-
markað.
4) Vinnubrögð í snyrtingu eru
öðruvísi hér á landi en í Dan-
mörku, þar sem meiri áhersla er
lögð á nýtingu hráefnis, enda hef-
ur nýting batnað mjög á undan-
förnum árum. Nokkuð starf fer
einnig í að vigta og hafa eftirlit
með nýtingunni, en það starf fær-
ist nú í átt til sjálfvirkni.
5) Að sjálfsögðu er gæðaeftirlit í
Danmörku, en meira er lagt í
gæðaeftirlit hér á landi, ekki síst
vegna fjölbreyttari framleiðslu.
6) Hér á landi er gert meira af því
að þvo bakka og önnur verkfæri
meðan á vinnslu stendur. Þá er
þvottur á fiski áður en hann fer í
vinnslu betri, a.m.k. sums staðar í
Danmörku er fiskur ekki þveginn
áður en hann er tekinn til vinnslu.
Þetta hreinlæti teljum við nauð-
synlegt að viðhafa til þess að
halda stöðu okkar á mörkuðunum.
Rétt er svo að taka það fram að sú
umgengni sem ekki er borgað fyrir
er miklu betri í Danmörku.
7) Hér á landi er gegnumlýsing
nauðsynleg til þess að tryggja að
framleiðslugailar séu í lágmarki.
Sérstaklega er nauðsynlegt að
tryggja að ekki séu sníkjudýr í
framleiðslunni. Ekki kemur til
greina að gera neina breytingu á
þessum þætti vinnslunnar, nema
þá ef kröfurnar verða hertar enn
meira.
Hærri vinnulaun
í Danmörku
Því hefur verið haldið fram að
vinnulaun í fiskiðnaði væru 70%
hærri í Danmörku en hér á landi.
Fleiri tölur hafa verið nefndar og
meiri munur. Erfitt er að bera
saman af nákvæmni hver raun-
verulegur launamunur er vegna
þess hve miklu munar um upp-
byggingu launataxta og hve ólíkt
vinnuskipulagið er.
Sá sem þetta ritar getur því
ekki nefnt neinar tölur, sem hægt
er að fullyrða að séu þær einu
réttu. Hins vegar hefur hann í
höndum einstök dæmi sem benda
til að munurinn sé miklu minni en
almennt er talið. Þau dæmi eru
um 8% hærri laun á virkan vinnu-
tima í Danmörku, 12% og 20%
hærri laun í Danmörku og 5%
lægri laun í Danmörku miðað við
virkan vinnutíma. í öllum þessum
tölum er miðað við alla álags-
greiðslu og launatengd gjöld.
Eðlilegt væri að láta hlutlausa
opinbera stofnun gera eins ná-
kvæman samanburð á þessu og
unnt er, en nákvæmur saman-
burður á launum í mismunandi
löndum verður þó aldrei gerður.
En mér sýnist að margt bendi til
að raunverulegur launamunur
fiskvinnslufólks hér og í Dan-
mörku sé á bilinu 10—15% Dönum
í vil. En að svo komnu máli verður
ekkert um það fullyrt.
Höfundur er framkvæmdastjóri
ráðgjafarfyrirtækisins Framleiðni
sf. og starfsmaður Félags Sam-
bandstískframleiðenda.
NM unglinga f bridge:
Landinn vermdi eitt af botn
sætunum eftir góða byrjun
ÍSLENZKA unglingalandsliðið í
bridge varð að láta sér lynda
7.-8. sætið á Norðurlandamót-
inu sem lauk í Óðinsvéum sl.
föstudag. ísland sendi sveit í
efri aldursflokkinn í mótinu, en
hin Norðurlöndin sendu í báða
flokkana.
íslenzka sveitin spilaði mjög vel
fyrri hluta mótsins en þá var eins
og hendi væri veifað og allir leik-
irnir töpuðust með nokkrum mun
eftir það.
Danska A-sveitin sigraði, hlaut
162 stig. Fast á hæla þeim komu
B-sveit Dana með 157 og Finn-
land-A með 152 stig. ísland hlaut
113 stig.
Leikjaröð og árangur Islands,
fremri talan er stig landans.:
Umferðir: Stigj.
1. ísland yfirseta 18
2. ísland - Svíþjóð A 17-13
3. ísland — Danmörk B 17—13
4. ísland — Noregur A 16—14
5. ísland — Finnland B 17—13
6. ísland — Finnland A 9—21
7. ísland — Noregur B 8—22
8. ísland — Danmörk A 5—25
9. ísland — Svíþjóð B 6—24
Furðuleg umskipti, sérstaklega
þegar borinn er saman árangur
gegn t.d. A-sveitum Noregs og Sví-
þjóðar, sem voru ógnvekjandi á
„pappírunum" og hrun gegn
B-sveitum Noregs og Svíþjóðar
sem vermdu botnsætin.
íslensku sveitina skipuðu: Ant-
on Gunnarsson og Guðmundur
Auðunsson, Karl Logason og
Svavar Björnsson, Ragnar Magn-
ússon og Valgarð Blöndal. Fyrir-
liði og fararstjóri var ólafur Lár-
usson.
(Úr rréttatilkynningu)
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
SVONA EKUR ÞÚ HONUM
SVONA LÍTUR HANN ÚT
HINN NÝI HONDA CIVIC BRÝTUR SVO SANNARL.EGA HEFDBUNPNAR LEIOIR I HÖNNUN. HÉR NÝTIR HONDA FENGNA
REYNSLU I FORMÚLU í KAPPAKSTRI OG ÚTFÆRIR SNERPU OG AKSTURSEIGINLEIKA í ÞENNAN FRÁBÆRA BÍL.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR:
Vél: 4 cyl, OHC, 12 ventla, þverstæð.
Sprengirými: 1500 cc.
Hestöfl: 85 DIN/6000 RPM.
Gírar: 5.
Snerpa 0 — 100 km/k. 9,7 sek.
Sóilúga.
Sport — Bólstruö sæti.
Margstillanleg aftursæti.
Veltistýri.
Litaöar rúöur o.m. fleira.
VERÐ AÐEINS
KR. 422.500.-
2-door Hatchback
SPORT
Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, SlMI 38772, 39460.
Aðeins örfáum bílum
óráöstafaö.