Morgunblaðið - 25.07.1985, Side 23

Morgunblaðið - 25.07.1985, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÍJLÍ 1985 23 Fræðsluþættir Fósturfélags íslands: Orð um uppeldi — eftir Sigríði K. Gísladóttur Margt hefur verið rætt og ritað um uppeldismál, en þvi fer þó fjarri, að þessum undir- stöðuþætti mannlegrar velferð- ar séu gerð viðunandi skil. Þetta á jafnt við um fjölmiðla, sem og almenna umræðu. Fyrir þessu liggja án efa margar ástæður, en sú allra stærsta er ef til vill sprottin úr gamla kyrrstöðuþjóðfélaginu. Þá var uppeldi barna með talsvert öðrum hætti en nú er. Börnin voru alin upp til að feta í fótspor foreldranna og höfðu strax við fæðingu tækifæri til að tileinka sér þekkingu hinna fullorðnu. Vinnan fór að miklu leyti fram á heimilunum og í næsta nágrenni við þau, þannig að börnin voru í beinum tengsl- um við atvinnulífið. Nú er öldin önnur; íslenska þjóðfélagið hefur tekið miklum breytingum, en þrátt fyrir allar þær stórstígu framfarir, sem orðið hafa á tiltölulega skömm- um tíma, hefur ýmislegt orðið útundan. Nægir að taka sem dæmi, að enn í dag er litið á barnauppeldi sem einkamál fjölskyldunnar, þar til börnin fara i skóla. Þetta er að visu ekki alveg einhlítt, en skamm- arlega lítið er gert til að koma til móts við þarfir foreldra í sambandi við aðstoð og leið- beiningu við uppeldið. Uppeldisfrömuðum hefur lit- ið orðið ágengt við að koma kenningum sínum á framfæri, nema til mjög afmarkaðs hóps. Þetta er ef til vill vegna þess, að almenningur gerir sér ekki grein fyrir mikilvægi almennr- ar þekkingar á uppeldisfræði. Auk þess er lítið gert til að ýta undir áhuga og umræður um þessi mál. Uppeldi barna er ábyrgðar- hlutverk, sem við viljum öll að okkur takist að leysa sem best af hendi. Það eru því ótal tilvik á degi hverjum, sem reyna á þolrifin, auk þess að við erum misjafnlega vel upplögð. Þar eru ýmsir þættir sem hafa áhrif, og þá ekki síst óheyrilegt vinnuálag og þreytustress. Undir slíkri pressu stjórnast uppeldið of oft af „skyndi- lausnum"; við ýtum vandanum á undan okkur, við kaupum okk- ur frið með óhóflegri undanláts- semi. Börnin fá að leika lausum hala i orðsins fyllstu merkingu. Svo þegar hegðun þeirra hefur keyrt útyfir öll velsæmismörk sláum við í borðið og krefjumst skilyrðislausrar hlýðni. Þegar við hegðum okkur þannig eins og logn aðra stundina en felli- bylur hina, verður erfitt fyrir barnið að læra hvaða reglur gilda og hvenær! Það gæti fest í því að ganga stanslaust eins langt og það getur; og helst ör- lítið lengra. Öll börn verða að hafa ákveð- in mörk. Þau verða að læra hvað má gera og hvað ekki. Til þess að þetta verði sem auð- veldast er nauðsynlegt að setja ákveðnar reglur. Þannig getum við komist hjá mörgum óþarfa árekstrum og um leið gert sam- skiptin ánægjulegri. Reglur þessar verða að vera fáar og auðskiljanlegar þegar um ung börn er að ræða, bæði til að barn geti greint tilgang þeirra og ekki síður til þess að við hin- ir fullorðnu getum framfylgt þeim. Reglur, sem ekki er farið eftir, eru oft verri en engar. Með skýrum reglum má oft koma í veg fyrir leiðindi, sem vilja verða þegar sífellt er verið að jagast um þætti eins og svefntímat tannburstun, sjón- varpsgláp, tiltekt og fleira. Allt eru þetta þættir í daglegu lífi, sem við höfum átt erfitt með að leysa. Þá er ég komin að stóru spurningunni: Hvernig getum við kennt börnum okkar að fara eftir þessum reglum, þannig að þeim finnist þau ekki ofurliði borin af valdi okkar? Svarið við þessum vangavelt- um felst ekki neinni „Hókus Pókus" aðferð. Slíkt er ekki til hér, fremur en í öðru sem lýtur að uppeldi. Sem betur fer erum við ekki vélmenni, sem hægt er að mata á ákveðnum upplýsing- um í eitt skipti fyrir öll. Hinsv- egar er ýmislegt hægt að gera til að létta róðurinn. Ein leið að settu marki er að við lítum á börn okkar sem sjálfsagða þátttakendur í lífi og starfi hversdagsins, en ekki sem réttl- ausar aðskotaverur. Með þessu gerum við bðrnin smám saman ábyrg fyrir eigin lífi. Til að framkvæma þetta getum við haft börnin með í ráðum þegar umgengnisreglur eru mótaðar. Þetta er hægt um leið og börnin eru 4—6 ára gömul. Hafi þau átt þátt í að setja ákveðna reglu, getum við höfðað til þess aftur, er barnið hefur „gleymt" reglunni. Ef þau axla þannig ábyrgð smám saman er líklegt að barnið læri gildi reglna. Það læri að meta reglur og nota þær, sér og öðrum til hagsbóta. Með þessu móti gerum við börnin hæfari til að lifa og starfa í þjóðfélagi, sem er í stöðugri þróun. Við hinir full- orðnu verðum að vera leiðandi stoð og stytta, ef vel á að far- nast. Höíundur er fósíra í Vesturborg. Glæsilegur Salatbar í Mjóddinni U AÐEINS Drangeyjarlundi ^ ^V,00 glænýr Hamflettur %*/ ^^pr.stk. Spennandi grillpinnar ódýrusw ínttkolm & ibænum - Hamborgarar m/brauði AÐEINS GlæsOeg fiskborð með úrvali af nýjum ferskum fiski. Heitur tilbúinn matur til að taka með sér Glænýr LAX - lækkað verð. Opið til kl.20 í Mjóddinni- en kl.18 í Starmýri og Austurstræti VÍÐIR AUSTURSTRÆTI 17 - STARMÝRI 2 MJÓDDINNI snjóbræðslurör - þar sem írostþolið skiptir öllu móli. BÖRKUR hf. HJALLAHRAUNI 2 SÍMI 53755 PÓSTHÓLF 239 • 220 HAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.