Morgunblaðið - 25.07.1985, Page 30

Morgunblaðið - 25.07.1985, Page 30
30 MORGUNBLAÖIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ1985 „Friðar- og frelsissigling“ um Eystrasalt: Minnast innlimun- ar Eystrasaltsland- anna í Sovétríkin AP/Símamynd Flotaœfingum að Ijúka Hinum viðamiklu flotaæfíngum sovéska hersins í Norður-Atlantshafi og Noregshafi er nú að mestu lokið, að því er formælendur Atlantshafsbandalags- ins í Nortowood á Englandi telja, en skip og flugvél- ar NATO hafa fylgst gaumgæfílega með æfíngunum. Norðurfíoti Sovétmanna er nú á leið til heimahafna á Kólaskaga, en hluti Eystrasaltsflotans siglir einnig í norðausturátt og er talið að hugmyndin sé sú að æfa landgöngu í Motovskiy-flóa, skammt frá Mur- mansk. Fleiri en 100 skip og kafbátar hafa tekið þátt í æfíngunum og er myndin af sovéskum kafbáti af Foxtrot-gerð, sem þar kom við sögu. Deilt um launahækkun breskra embættismanna: Stjórn Thatchers varð fyrir áfalli í Neðri málstofunni Moskvu, Stokkhólmi, 24. júlí. AP. SOVÉSKA fréttastofan TASS árétt- aði í gær gagnrýni á vitnaleiðslur þær um ástand mannréttinda í Sov- étríkjunum, sem nú eru hafnar í Kaupmannahöfn. Sagði fréttastofan, sem túlkar sjónarmið Sovétstjórnar- innar, að þær væru and-sovéskur sjónleikur, sem bandaríska leyni- þjónustan hefði sett á svið. TASS sagði, að hugmyndin væri sú að sverta Sovétríkin og stefnu stjórnvalda þar á sama tima og tólfta „Heimsmót æskunnar" færi fram í Moskvu og þess væri minnst að áratugur er liðinn frá Réttarhöld yfir herforingjum: Fangar störfuðu við skjalafals í Argentínu Buenos Aires, 24. júlí. AP. VITNI við réttarhöldin yfír herfor- ingjunum, sem á sínum tíma fóru með völd í Argentínu, segja að sjó- her landsins hafí rekið Tólsunarstofu í illræmdri pyntingarstöð. Þar hafí m.a. verið falsað vegabréf fyrir Licio Gelli, ítalska fjármálamanninn úr P-2-leynistúkunni. Herforingjarnir eru sakaðir um stórfellt skjalafals, auk þess sem þeir hafa verið kærðir fyrir morð, pyntingar og mannrán í sambandi við herferð gegn vinstrimönnum í kjölfar valdatöku hersins. Victor Basterra, herskár vinstrimaður úr flokki Perónista, bar vitni í gær og lýsti handtöku sinni, eiginkonu og tveggja mán- aða gamallar dóttur þeirra í ágúst 1979. Voru þau flutt í vélskóla sjó- hersins, en þar voru þúsundir manna pyntaðar eða líflátnar í tíð herforingjastjórnanna, að sögn mannréttindasamtaka. Basterra segir þau hjónin hafa sætt illri meðferð og verið pyntuð með rafmagni. Konan og dóttirin voru látnar lausar eftir fjóra daga, en Basterra haldið þar til í nóvember 1983 er þjóðkjörin stjórn tók við af herforingjunum. Um síðir var Basterra settur til starfa í fölsunardeildinni. Þar vann hann að fölsun vegabréfa, persónuskilríkja, ökuskírteina og bílnúmera. Kveðst hann hafa m.a. falsað vegabréf fyrir Gelli, italska leynistúkumanninn sem flýði úr fangelsi í Sviss 1983, en hann er eftirlýstur fyrir fjársvik. Fjöldi yfirmanna i Argentínuher reynd- ust félagar í P2-stúkunni eða tengdir henni á einn eða annan hátt. því Helsinki-sáttmálinn var und- irritaður. Skipuleggjendur svonefndrar „Friðar- og frelsissiglingar" um Eystrasalt, sem hefst á föstudag, vísuðu í gær á bug þeim ásökunum TASS í vikunni sem ieið, að sigl- ingin væri á vegum bandarisku leyniþjónustunnar. Juris Kaza, formælandi flótta- manna þeirra frá Eystrasaltsríkj- unum, sem standa á bak við „Frið- ar- og frelsissiglinguna", sagði að augljóslega væru Sovétmenn ugg- andi vegna hennar. Hann sagði að siglingin, sem standa á í þrjá daga, væri til þess að minnast þess að fjörutíu ár eru liðin frá því að Sovétmenn innlimuðu Eystra- saltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Hann sagði að 360 fyrrum íbúar þaðan tækju þátt í siglingunni. Kaza sagði, að nefndin sem und- irbýr siglinguna væri að íhuga hvort ástæða væri til að stefna TASS-fréttastofunni fyrir æru- meiðandi ummæli. London, 24. júlí. AP. MARGIR flokksbræður Margrétar Thatcher á breska þinginu létu í gær í Ijós andúö sína á ákvörðun hennar, að hækka verulega laun nokkurra háttsettra embættismanna, með því að greiða atkvæði gegn launahækk- un forseta lávarðadeildarinnar til handa eða með því að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Stjórnin lagði til, að laun Hails- ham lávarðar yrðu hækkuð um 11 þúsund pund á ári og yrðu 77 þús- und pund (jafnvirði tæplega 4,5 millj. ísl. króna). Ákvörðun um hina umdeildu launahækkun til embættismanna í vikunni sem leið þurfti ekki að bera undir þingið, en litið er svo á að með afstöðu sinni til tillögunnar um launa- hækkun forseta lávarðadeildar- innar hafi þingmenn verið að lýsa skoðun sinni á hækkun þeirri sem embættismennirnir fengu. Tillag- an var samþykkt naumlega með 17 atkvæða meirihluta (249:232). 48 íhaldsþingmenn greiddu atkvæði gegn henni og 50 sátu hjá. íhalds- flokkurinn hefur 140 þingsæta meirihluta í Neðri málstofunni, þar sem sitja 650 þingmenn. Ríkisstjórn Thatchers hefur réttlætt launahækkanir til hátt- settra embættismanna, sem nema allt að 46%, með þeim orðum, að hætta sé á að hæfileikamenn fáist ekki til starfa fyrir ríkið ef laun þar eru lægri en á frjálsum mark- aði. Frækilegt afrek: Tveir Frakkar sigldu á seglbretti yfir Atlantshaf Palmouth, Englandi, 24. júlí. AP. TVEIR Fransarar sigldu á seglbretti í nótt til hafnar á suövesturströnd Englands eftir 41 dags siglingu frá New York. Urðu þeir þar með fyrstir til að sigla á seglbretti yfír Atl- antshafíð. Frakkarnir kváðust þreyttir en glaðir í lok ferðarinnar. Þeir heita Frederick Beauchene og Thierry Caroni. Nöfn þeirra verða skráð í metabók Guinness. Voru þeir 11 dögum lengur en upphaflega var ætlað, en vegalengdin, sem þeir sigldu, er um 5.000 kílómetrar. Seglbrettið var sérsmíðað til siglingarinnar. Er það 6,7 metrar á lengd og 1,9 á breidd, tvímastra. Á því var komið fyrir lítilli káetu, þar sem sæfararnir hvíldust til skiptis. Fransararnir fengu oft illviðri, en einnig koppalogn svo þeir tommuðu ekki. Farkosti þeirra hvolfdi nokkrum sinnum. Komust þeir eitt sinn í hann krappann er annar þeirra féll fyrir borð meðan hinn steinsvaf í káetunni. Enginn fylgdarbátur fylgdi Frönsurunum eftir og vissi enginn um afdrif þeirra fyrr en til þeirra sást und- an Englandsströndum. Brjota allt upp? Nei, það vill enginn eiga yíir höfði sér þegar búið er að leggja snjóbrœðslurör í bílastœðið, heimkeyrsluna eða gangstéttina. '#B0RKUR hf. I ®HJALLAHRAUNI 2 SÍMI 53755 PÓSTHÓLF 2Í Þess vegna notar þú PB snjóbrœðslurör. t- 1 je i 1 i W—— Þau bregðast ekki. 239 220 HAFNARFIRÐI f >>

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.