Morgunblaðið - 25.07.1985, Page 37

Morgunblaðið - 25.07.1985, Page 37
Hafbeitartilraunir hófust í fyrrasumar Svíarnir voru mikið með hug- ann við hafbeitina í upphafi, vegna einstæðra aðstæðna hér á landi. Júlíus sagði hins vegar að ekki væri búið að taka ákvarðanir um áframhaidandi eldi eða haf- beit í stórum stíl, en reynt yrði við hafbeitina á tilraunastigi á næstu árum. Silfurlax hefur í samvinnu við aðrar stöðvar verið með hafbeit- artilraunir síðan í fyrrasumar. Keyptu þeir 10 þúsund sjógöngu- seiði í Kollafirði og var þeim sleppt þar eftir ákveðnum reglum sem sænsku ráðgjafarnir lögðu fyrir. Seiðin eru merkt og árangur kemur í ljós í sumar og næsta sumar. Áttu þeir laxar sem endur- heimtast jafnvel að verða vísir að stofni fyrir seiðaeldisstöðina en nýrnaveikin sem kom upp í Kolla- firði í vetur gerir það að verkum að hætt hefur verið við þá fyrir- ætlun. Nýrnaveikin varð einnig til þess að forgörðum fór ein milljón augnhrogna sem Silfurlax keypti i Kollafirði. Þá keyptu þeir í fyrra 4 þúsund sérstaklega stór (120 gr.) sjógönguseiði hjá Eldi hf. í Grindavík og var helmingnum sleppt í hafbeit i Lárósi og helm- ingnum hjá Eldi. „Við erum með þessu að reyna að flýta tilraunum okkar um eitt ár,“ sagði Júlíus. Stefnt að framleiðslu stórlax til kaldreykingar Jón sagði að Silfurlax stefndi að framleiðslu á laxi í 1. gæðaflokki, þ.e. laxi yfir 5 kg að stærð. Ætlun- in væri að kaldreykja hann og flytja þannig á erlenda markaði. Þannig tilreiddur væri hann helm- ingi verðmætari en venjulegur matfiskur, en þetta væri háð þeim annmarka að laxinn yrði að vera stór, þ.e. 2ja ára fiskur í sjó. Júlíus sagði að hafbeitartil- raunirnar miðuðu annars vegar að því að auka endurheimturnar og hins vegar að auka hlutfall þess fisks sem er 2 ár í sjónum. „Þó hafbeitin sé ef til vill ekki hag- kvæm eins og er, þá eru möguleik- arnir til endurbóta þar gífurlega miklir. Sem dæmi má nefna að ef við getum fengið Vb hluta þeirra 90 prósenta sem venjulega skila sér ekki úr hafi, til að skila sér, þá eykst arðsemin um helming. Við þetta myndi hafbeitin verða virki- lega arðsöm. { nýlegum rannsókn- um í Svíþjóð kom í ljós að hægt er að margfalda lífslíkur seiðanna með mismunandi sleppingum. Þetta er þó ekki algilt, frekar en annað, því í Noregi skilaði sams- konar tilraun þveröfugum niður- stöðum,“ sagði Júlíus Birgir. — HBj Sýning á ljósmyndum Strindbergs Sýning á Ijósmyndum eftir sænska skáldið August Strindberg verður opnuð í anddyri Norræna hússins fímmtudaginn 25. júlí kl. 17:30. { fréttatilkynningu frá Norræna húsinu segir að þó svo Strindberg hafi verið öllu þekktari sem rithöf- undur en ljósmyndari, liggi engu að síður einnig eftir hann myndverk, bæði ljósmyndir og málverk. Dr. Göran Söderström, sérfræð- ingur um myndlist Strindbergs, kom hingað frá Strindbergsafninu í Stokkhólmi og setti sýninguna í Norræna húsinu upp. Hann mun einnig flyta erindi um Strindberg og myndlist hans og sýna lit- skyggnur af málverkum hans í Norræna húsinu kl. 20:30 sunnu- dagskvöldið 28. júlí. Eins og fyrr segir verður sýning- in opnuð kl. 17:30 fimmtudaginn 25. júlí. Verður hún síðan opin á venju- legum opnunartíma Norræna húss- ins fram til 8. ágúst nk. (Úr fréttatilkynningu) MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUK 25. JULl 1985 ----------m--:---------------------- Úr grínmyndinni „Að vera eóa ekki að vera“, sem Nýja Bíó sýnir um þessar mundir. Nýja bíó: ,,Að vera eða ekki að vera“ NÝJA BÍÓ í Reykjavík sýnir um þessar mundir grínmyndina „Að vera eða ekki að vera“ (To Be or Not to Be). í aðalhlutverkum eru Mel Brooks, Anne Bancroft, Tim Matheson, Charles Durning og Jose l'errer. Leikstjóri er Alan Johnson. Handrit sömdu þeir Thomas Meehon og Konny Graham og tónlist er eflir John Morris. Söguþráður myndarinnar snýst úr Hamlet“ á sviðinu. um að Frederick Bornski, yfirmaður Bornski-leikfélagsins í Varsjá, dreymir um að verða þekktur Shake- spear-leikari. Aöalleikkona leikfé- lagsins, Anna, sem jafnframt er eig- inkona Bronski, á sér mikinn að- dáanda, Andre Sobinski, liösforingja, en hann er flugmaður f flugher Pól- verja. Sobinski hittir frú Bronski reglulega i búningsherbergi hennar meðan eiginmaðurinn flytur „Atriði Skyndilega berst frétt um að Hitl- er sé væntanlegur í skyndiheimsókn til Varsjár og er Bronski-leikfélaginu fyrirskipað að setja upp sérstaka sýningu fyrir Foringjann. Bronski og félagar nota sér þá ofurvirðingu, sem Gestapo-menn bera fyrir Foringjan- um og gera heldur djarfa áætlun um að flýja land ásamt nokkrum gyðing- um, sem þeir hafa skotið skjólshúsi yfir. Stuðmenn á Vestfjörðum: Halda Gunnars vöku Þórðarsonar í Hólmavík STUÐMENN halda áfram yfirferð sinni um norðyesturhluta landsins næstu daga. Á fimmtudagskvöld leikur hljómsveitin í Stykkishólmi, þaöan verður haldið á Patreksfjörð á föstudag, þá í Hnífsdal laugar- dagskvöld og loks til Hólmavíkur á sunnudag. Það hefur lengi staðið til hjá hljómsveitinni að heimsækja þann merka bæ, en af því verður nú í fyrsta sinn. Hólmavík er sem kunnugt er fæðingarbær tón- skáldsins Gunnars Þórðarsonar og munu Stuðmenn við þetta tæki- færi flytja sérstaka dagskrá til- einkaða honum. Gunnar, sem nú er staddur á Bermuda, mun verða sérstakur gestur Stuðmanna þetta kvöld og m.a. flytja með þeim nokkur lög. Verður ferli Gunnars síðan lýst í myndum, tali og tón- um. Dagskrá þessi nefnist „Gunn- ars vaka Þórðarsonar" og hefst í félagsheimilinu Sævangi klukkan 21. Gunnar Þórðarson verður heiðurs- gestur á hátíðinni í Hólmavík. Ætiarþú tti útianda í sumar? Einn íslenskra banka býður Búnaðarbankinn Visa ferðatékka í portúgölskum escudos frá Banco Pinto & Sotto Mayor í Portúgal og ferðatékka í ítölskum lírum frá Banco di Roma. Við bjóðum einnig: Visa ferðatékka í Bandaríkjadollurum, sterlingspundum, frönskum frönkum og spönskum pesetum. Ferðatékka í vestur-þýskum mörkum frá Bank of America og ferðatékka í Bandaríkjadollurum frá American Express. VISA greiðslukort til afnota innanlands og utan. Verið velkomin í bankann. Starfsfólk gerir sitt ýtrasta til að veita skjóta og örugga þjónustu í öllum viðskiptum. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.