Morgunblaðið - 25.07.1985, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 25.07.1985, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1985 Minning: Olafur Jafcobsson frá Fagradal Fæddur 3. mars 1895 Dáinn 18. júlí 1985 Að morgni 19. júlí barst mér sú frétt, að einn af öldungum Mýr- dalsins hefði lokið jarðvist sinni í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, kvöldið áður. Þetta var frændi minn og vinur, Ólafur Jakobsson frá Fagradal í Mýrdal. Ekki þurfti lát hans að koma * okkur vinafólki hans mjög að óvörum, þar sem heilsu hans hafði sífellt hrakað síðustu vikur og mánuði, en þó mun flestum okkar svo varið að í fyrstu bregður okkur, þegar vinir ljúka ævidög- um, jafnvel þótt starfsdagarnir séu margir að baki og þrekið að mestu þorrið, sem hvort tveggja mátti segja um frænda minn. Ólafur fæddist í Skammadal í Mýrdal 3. mars 1895. Foreldrar hans voru Sólveig Brynjólfsdóttir frá Suður-Hvammi og Jakob Þorsteinsson frá Skammadal. Ólafur var í Skammadal til vors 1904, er hann fór með föður sínum að Suður-Vík. > Þá höfðu gerst örlagaríkir at- burðir í Skammadal, veturinn áð- ur. Sólveig, kona Jakobs, lést 4. desember 1903 og röskum mánuði síðar, eða 10. janúar lést Jónas, bróðir Jakobs. Þeir bræður höfðu þá búið nokkur ár hvor á sinni jörð í Skammadal og þar var að vaxa úr grasi myndarlegur barna- hópur, átta börn Jónasar og sjö börn Jakobs, en þá höfðu þau hjónin misst fimm börn. það hefur hlotið að vera mikið áfall fyrir Ólaf, níu ára tápmikinn og sérlega glaðværan dreng, að missa fyrst móður sína og síðan að verða fyrir því, að allur þessi leik- félagahópur tvístraðist þegar bæði heimilin leystust upp, þótt það hafi verið honum lítt metan- legt að njóta samvista hins barn- góða og hugulsama föður síns. Árið 1907 fór Ólafur með föður sínum að Fagradal og átti þar heima til 1960. Flutti þá til Víkur og keypti sér þar snoturt hús, þar sem þau hjónin hafa búið síðan. Þótt Ólafur væri fluttur til Vík- ur var hann í hugum okkar allra miðaldra og eldri Mýrdælinga svo fast tengdur hinni fornu land- námsjörð Fagradal, að í umræðu tengdum við ávallt saman nafni hans og jarðarinnar og breyttum því í Ólaf frá Fagradal. Árið 1916 giftist ólafur eftirlif- andi konu sinni, Sigrúnu Guð- mundsdóttur. Fyrstu árin munu þau hafa búið í einhvers konar sambýli við Jakob, föður hans, og síðari konu hans, Guðrúnu Jóns- dóttur, föðursystur Sigrúnar. í bændatali Hvammshrepps er ólafur skráður bóndi í Fagradai 1924 til 1960, fyrst á móti föður sínum en síðan móti hálfbróður sínum, Jónasi, eftir að hann tók við búi föður þeirra. Þótt búin væru tvö varð ég þess aldrei var þótt ég kæmi þangað oft. Mér virtist eitt yfir allt ganga með alla útivinnu og fénaðarhirð- ingu. Sú eina búgreining, sem ég gat greint utanbæjar, voru eyrna- mörkin á sauðfénu, enda hef ég ekki kynnst slíku vináttusam- bandi milli feðga og var milli Jak- obs og Ólafs. Þau hjónin, Ólafur og Sigrún, eignuðust átta börn. Tvo drengi misstu þau, báða á öðru ári er þeir létust. Þeir hétu Kjartan og Jak- ob. Það var þungt áfall fyrir hjón- in að missa þessa tvo ungu drengi, því mjög virtist mér þau unna börnum sínum og leggja sig af al- hug fram um að gera sem mest fyrir þau er þau töldu þeim mega t Móöir okkar, ÓLÖF STEFÁNSDÓTTIR, Áavallagötu 65, andaöist íöldrunardeild Borgarspitalans, Hafnarbúöum, þriöjudag- inn 23. júli. Syatkinin. t Móöir okkar, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Brakku, Ytri-Njarövík, er látin. Jarösett veröur laugardaginn 27. júli kl. 14.00. e.h. frá Innri-Njarövíkurkirkju. Börnin. t Útför bróöur okkar, ÞORSTEINS BENEDIKTS HELGASONGAR, sem lést 19. júlí fer fram í dag, fimmtudag 25. júli, kl. 13.30. Elín Helgadóttir og systur. t Eiginmaöur minn og faöir, GRÉTAR HAFSTEINSSON, Vesturbergi 15, Reykjavík, lést aöfaranótt 23. júli. Ragnheiöur Guönadóttir og börn. til heilla horfa. Enda hefur ætíð haldist mjög kærleiksríkt vináttu- samband milli þeirra og barn- anna. Börn þeirra, sem upp kom- ust eru þessi: Magnús Jón, fæddur 1916, nú útibússtjóri Samvinnu- bankans á Selfossi. Kona ólöf Árnadóttir frá Oddgeirshólum í Árnessýslu. Solveig Sigurlaug, fædd 1918, húsfreyja á Norður- Fossi í Mýrdal, var gift Sigur- sveini Sveinssyni frá Ásum í Skaftártungu. Missti hann fyrir nokkrum árum og hefur síðan búið félagsbúi með elsta syni þeirra ólafi. Guðríður, fædd 1919, maður Pétur Sigurðsson frá Vestmanna- eyjum. Bjuggu þau þar fram að Heymaeyjargosi 1973, síðan á Eyrarbakka. Guðríður lést 21. október 1984. Guðfinna Kjartanía, fædd 1923, fyrri maður Ingi Stef- ánsson en fjórtán árum eftir lát hans giftist hún Erlendi bróður Inga. Þau búa í Vestmannaeyjum. Jakob, fæddur 1928, kona hans er Elsa Pálsdóttir frá Litlu-Heiði í Mýrdal. Þau eiga heima í Vík í Mýrdal. Hann hefur lengi verið smiður í fyrirtækinu „Víkurvagn- ar“. Óskar Hafsteinn, fæddur 1931, kennari á Laugarvatni. Kona hans er Margrét Gunnarsdóttir frá Vatnsskarðshólum í Mýrdal. Afkomendur þeirra hjóna eru 64 á lífi. Það var ekki auðvelt að ala upp þennan barnahóp á kreppuárun- um um og eftir 1930, með ekki meira búi en hægt var að hafa á hálfum Fagradalnum þá, en sem í annan tíma, brást ekki samhjálp og dugnaður þeirra hjónanna og fá voru þau aukavinnutækifærin sem til féllu er Ólafur lét ónotuð og þá ekki spurt um erfiði né lengd vinnudagsins, enda var oft til hans leitað af þeim, sem hann hafði einhverntíma unnið hjá. Á þessum árum fór hann margar vertíðir til Vestmannaeyja. Þann þátt tók hann upp mörgum árum síðar eft- ir að hann hætti landbúnaðar- störfum. Ekki hafði Ólafur verið hár í lofti, þegar það kom í ljós að hann hafði ríkulega erft léttleik og brattgengni Þorsteins afa okkar, þvi klettarnir upp af Skammadal urðu fljótlega hans eftirsóttasti leikvangur svo að sumu eldra fólk- inu þótti nóg um eftirsókn hans í klifur og sprang, enda kom það i ljós, er aldur og þroski óx, að hvorki bagaði hann lofthræðsla né kjarkleysi, ef ná þurfti sauðfé úr lítt gengu fjalllendi eða siga eftir fugli (fýlunga) í hin háu og hrika- legu strandbjörg milli Víkur og Múlakvíslar. Mörg urðu þau sporin, sem ólaf- ur átti um ævina i hinum illgengu gljúfrum fjalllendisins norður af austustu byggð Mýrdalsins, því að i marga áratugi var það föst regla að leita til hans, ef vart varð við fé í ógöngum á þvi svæði og jafnvel víðar. Ekki stóð á honum að koma til hjálpar, ef til hans var leitað, enda var það orðið viðkvæði hjá mönnum að ekki væri hægt að bjarga sauðfé úr þeim ógöngum, sem Ólafur kæmi ekki með það úr. Það segja mér margir, sem með honum fóru í slíkar ferðir, að aldrei hefðu þeir séð Ólaf kátari, en þegar heim var haldið eftir vel- heppnaða ferð og glaðværðin mest, þegar hann var búinn að leggja á sig mest erfiði og áhættu og hlaut að vera örþreyttur eftir. Oft var með Ólafi í slíkum ferðum svo til jafnaldri hans Jónatan Jónatansson á Litlu-Heiði í Mýr- dal og tókst ævilöng vinátta með þeim og svo höguðu örlögin því, að síðustu ævivikur Ólafs voru þeir stofufélagar á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Ég sá Ólaf nokkrum sinnum síga í fuglabjarg, en minnisstæð- ast er mér síðast, þegar ég horfði á hann í einhverju lengsta og erfið- asta siginu í Fagradalshömrum, þegar Vigfús Sigurgeirsson var að taka Skaftfellingakvikmynd sína. Þá mun Ólafur hafa verið kominn hátt að sextugu, en hvað leikni og fimi snerti hefði frekar mátt halda að í vaðnum væri þraut- þjálfaður tvítugur maður. Þessara starfsþátta úr ævi ólafs mun lengi vera minnst hér í sveit. Ólafur var félagslyndur og hafði jafnan eitthvað gott til mála að leggja á félagafundum, léttur og hress í viðkynningu og hafði sérstakt lag á að koma fólki í gott skap á mannfundum. Geysimikil gestakoma var í Fagradal meðan hesturinn eða eigin fætur voru farartækin sem notuð voru til ferða yfir Mýrdalssand. Gestrisni og góð fyrirgreiðsla þar var mjög rómuð og var sama hvort heimilið átti í hlut. Oft hljóta húsmæður þar að hafa gengið þreyttar til hvílu, ef allar hvílur voru þá ekki fullskipaðar næturgestum, en ekki þóttu húsráðendum það annað en sjálfsagður atburður. Sjálfur var Ólafur duglegur og góður ferðamaður og hafði yndi af skemmtilegum ferðalögum. Lagði og oft góðan hlut að til að gleði og góð stemmning settu svip á ferða- lagið. Síðasta ferðin, sem við fór- um saman, var hópferð aldraðra í Eldgjá, 9. september í fyrra sumar í fögru veðri. Þá var hans mikla fjör og lífsgleði þrotin, en þó virt- ist mér hann njóta ferðarinnar á sinn hátt undir sívakandi umönn- un sinnar öldnu og nærgætnu t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, BJÖRN SVEINBJÖRNSSON, verkfræöingur, Sunnuflöt 6, Garöabæ, er látinn. Guölaug Björnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, fósturfaðir og tengdafaöir, ÞORSTEINN JÓHANNSSON frá Búöardal, til heimilis aö Furugeröi 1, Reykjavík, andaöist í Landspítalanum 23. júlí. Guöríöur Guöbrandsdóttir, Gyóa Þorsteinsdóttir, Guðmundur Á. Bjarnason, Siguröur Markússon, Inga Árnadóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Hannes Alfonsson. eiginkonu. Hjónaband Sigrúnar og Ólafs virtist mér ávallt sérlega ánægjulegt. Þau voru samhent og virtu mikið hvort annað. Eftir að heilsa hans bilaði fyrir alvöru annaðist hún hann, þar til hann þurfti meiri hjúkrun, en hægt var að ætlast til að kona komin yfir nírætt gæti annað. Við hjónin á Skammadalshóli sendum ekkju og börnum Ólafs innilegar samúðarkveðjur og biðj- um þeim blessunar í ókominni framtíð. Einar H. Einarsson Kvöldið er fagurt, sól er sezt, og sefur fugl á grein. Við skulum koma vina mín og vera saman ein. Ég þekki fagran lítinn lund, hjá læknum upp við foss. Þar sem að gróa, gullin blóm, þú gefur heitan koss. Þetta fallega ljóð og lag, flaug um huga mér er móðir mín lét mig vita að loksins hefði afi fengið hvíldina. Það er nú einu sinni þannig, að er ástkærir ættingjar hverfa héðan, þá kemur eigingirni okkar í ljós, og við söknum þeirra þrátt fyrir vissuna um að dauðinn er óumflýjanlegur, og stundum kærkominn. Þá streyma minn- ingarnar fram, hver af annarri ljúfar og kærar, en þær tekur eng- inn frá okkur. Það var fyrir u.þ.b. 30 árum að ég heyrði afa syngja þetta fallega ljóð upp úr svefni, með ljómandi tenórrödd. Líklega hefur hann þá verið að koma af spilakvöldi hjá vinum sínum í Vík, en allir sem til hans þekktu vissu hve góður og mikill spilamaður hann var. Þetta fallega kvæði sýn- ir líka að hann var tilfinningarík- ur og rómatískur maður sem unni öllu því sem fagurt var. Þann 16. september árið 1948 giftist móðir mín, Guðfinna, föður mínum, og áttu þau sitt lögheimili í Fagra- dal, en höfðu hug á að flytja til Víkur. Áður en af þeim flutningi varð lézt faðir min.i þ. 14. marz árið 1950 og gekk þá afi mér og nýfæddum bróður mínum í föður stað. Afa og ömmu fannst sjálf- sagt að aðstoða mömmu við upp- eldi okkar systkinanna, þrátt fyrir að þau væru búin að koma upp sínum börnum. Hafi þau þakkir og blessun okkar og mömmu fyrir þá göfugmennsku. Ég minnist afa, sem kenndi mér að þekkja stjörn- urnar, kenndu okkur barnabörn- unum mörgu að þekkja á spilin og síðan að spila á þau. Afa að síga í björg eftir fýl til matar, eða eftir ám er voru þar í svelti. Afa, sem var strangur, en réttlátur og mild- ur sem söng með útvarpsmessunni á sunnudagsmorgnum, og svo margt, margt fleira. Hann var fæddur í Skammadal í Mýrdal, sonur hjónanna Jakobs Þorsteinssonar og Sólveigar Brynjólfsdóttur. Ungur, eða um 9 ára gamall, missti hann móður sína og leystist heimilið þá upp. Fór þá langafi, eða gamli afi eins og við börnin, kölluðum hann, með afa og Agnesi, dóttur sína (nú bú- sett í Ameríku), til Suður-Víkur, en hin börnin 5 fóru til frændfólks og vinafólks víðsvegar um Mýrdal- inn. Tólf ára gamall fer afi svo að Fagradal með föður sínum, sem síðar giftist Guðrúnu Jónsdóttur. í Fagradal hitti hann ömmu mína, Sigrúnu Guðmundsdóttur, og ólust þau þar upp saman. Þau gift- ust síðan þann 9. júlí árið 1916 og hófu búskap með langafa að Fagradal. Börn þeirra urðu átta talsins, en tvo syni misstu þau unga. Ástkær dóttir þeirra lést í fyrra um aldur fram. Alls munu afkomendur afa og ömmu vera um sjötíu talsins. í september 1960 brugðu þau búi og fluttust til Vík- ur að Víkurbraut 30, þar býr amma enn, þrátt fyrir háan aldur og hugsar um heimilið sem hver ung kona gæti verið stolt af. Afi var eins lengi í umsjá hennar og barna þeirra eins og hægt var, þar til hann var fluttur í Sjúkrahús Vestmannaeyja. Þar lést hann að kvöldi 18. þ.m. Guð styrki þig elsku amma mín og blessuð sé minningin um afa. Sigrún Ósk Ingadóttir og fjiil.sk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.