Morgunblaðið - 25.07.1985, Side 41

Morgunblaðið - 25.07.1985, Side 41
FIMMTUDAGW 25- JÚl4 l9S5 Þorsteinn Benedikt Helgason - Minning Fsddur 2. maí 1911 Dáinn 19. júlí 1985 Mig langar aö minnast frænda míns, Þorsteins B. Helgasonar, nokkrum orðum. Þorsteinn var fæddur 2. maí 1911 á Herríðarhóli í Holtum, Rangárvallasýslu, sonur hjónanna Ingveldar Andrésdóttur og Helga Skúlasonar, cand. phil. og bónda. Hann var næstyngstur sjö systk- ina. Systur hans, sem allar eru á lífi nema sú elsta, Pálfríður, sem lést 1976 eru: Guðrún, Elín, Andrea, Sigríður og Anna María. Þorsteinn átti heima á Herríð- arhóli til 13 ára aldurs, en fluttist þá til Reykjavíkur með foreldrum sínum og systrum. Hann byrjaði snemma að vinna í Pípuverk- smiðjunni og vann þar í allmörg ár. Síðan réðist hann til P. Stefánssonar í kringum 1938, og síðar Heklu hf. og vann þar uns hann lét af störfum sökum las- leika 1979. Hann bjó allan sinn aldur í Reykjavík á heimili foreldra sinna, lengst af á Grettisgötu 6a, ásamt systrum sínum, þeim Elínu, Sigríði og Andreu, sem hjúkruðu honum frábærlega vel í veikindum hans. Áberandi þættir í skapgerð Þorsteins voru áreiðanleiki og samviskusemi, hann var maður, sem ekki mátti vamm sitt vita. Við systurdætur hans eigum góðar minningar um hann. Guð blessi hann að eilífu. Asta Konráðsdóttir í dag fer fram útför frænda míns og vinar, drengskapar- mannsins Þorsteins Benedikts Helgasonar, sem andaðist á sjötugasta og fimmta aldursári á Landakotsspítala 19. þessa mán- aðar eftir langvarandi veikindi. Þorsteinn var sonur hjónanna Ingveldar Andrésdóttur, Ás- grímssonar verslunarmanns á Eyrarbakka og Helga Skúlasonar, Gíslasonar prófasts á Breiða- bólsstað í Fljótshlíð. Þorsteinn, eða Steini eins og hann var kallaður af vinum sín- um, var fæddur á Herríðarhóli í Holtum og ólst þar upp til þrettán ára aldurs ásamt systrum sínum sex, en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Þegar Steini var enn ungur að árum réðst hann til starfa hjá Pípugeröinni við Rauðarárstíg í Reykjavík, en árið 1936 hóf hann að vinna við afgreiðslustörf hjá Páli Stefánssyni frá Þverá, en Páll var þá umboðsmaður fyrir Ford bifreiðar og rak jafnframt bif- reiðaverkstæði í Hafnarstræti, þar sem nú er hluti Útvegsbank- ans við Lækjartorg, en fluttist síð- an að Hverfisgötu 103. Þegar Páll var orðinn háaldraður seldi hann fyrirtæki sitt, en Steini hélt áfram starfi sínu hjá fyrirtækinu P. Stefánsson og svo einnig hjá fyrir- tækinu eftir að það var selt í ann- að sinn og þá fyrirtækinu Heklu hf. og sýnir það hversu vel Steini var liðinn hjá húsbændum sínum. Ég held að allir sem kynntust Steina hafi dáðst að áreiðanleika, tryggð og drengskap hans. Steini var vel greindur maður, hæglátur, fastur fyrir í skoðunum, átti auð- velt með að sjá skoplegu hliðar lífsins og jafnframt vel hagmælt- ur. Nú þegar Steini er horfinn yfir móðuna miklu er margs að minn- ast sem of langt yrði upp að telja, en ég og fjölskylda mín viljum þakka Steina fyrir margar og góð- ar samverustundir. Við biðjum Guð að blessa eftirlifandi systur hans, en það verður eflaust tóm- legt að Grettisgötu 6a, nú þegar Steina nýtur ekki lengur við. Minningin um góðan dreng mun lengi lifa. Bjami Pálmarsson Minning: Bjarni Jónsson frá Dalsmynni Fæddur 27. nóvember 1892 Dáinn 16. júlí 1985 Þegar okkur barst fréttin um að Bjarni væri dáinn urðum við undrandi þrátt fyrir að hann væri á nítugasta og þriðja aldursári þegar hann lést þann 16. júlí, eftir skamma sjúkrahúslegu. Það var næstum eins og okkur fyndist að hann yrði eilífur. Hann var eins og klettur sem alltaf er á sama stað, ávallt traustur og fastur fyrir og sagði aldrei neitt vanhugsað og ef eitthvað hafði fallið í gleymsku frá liðnum árum gat Bjarni ávallt rifjað það upp. Hann fylgdist það vel með öllu að manni fannst aldr- ei vera hægt að koma honum á óvart og óhætt er að fullyrða að hans andlega atgervi brást aldrei þótt heyrnin væri farin að dofna undir það síðasta. Við systkinin ætlum ekki að fjölyrða um uppvaxtarár eða ævi- feril Bjarna, það myndu aðrir eiga auðveldara með en við, enda sá ferill það mikill að vöxtum að efni væri í veglega bók. Við erum börn síðari konu Bjarna, sem er Jensía Guðlaugsdóttir frá Steinstúni við Norðurfjörð. Við áttum hluta okkar bernskuára sem fósturbörn Bjarna og viljum með þessum skrifum þakka honum fyrir þá góðu og traustu handleiðslu, sem hann 'veitti okkur. Það er skemmtilegt að hugsa til baka þegar við komum í Dalsmynni 1952, þá eru tímamót í búskapar- háttum, ennþá er hesturinn við völd í sambandi við heyvinnu, en skömmu seinna leysti dráttarvélin hestana af hólmi að mestu. Eftir á að hyggja finnur maður hve þroskandi tími þetta var, maður kynntist hestinum í vinnu og leik og var Bjarni ólatur að veita manni tilsögn um hestinn og bera virðingu fyrir honum. Nú líður tíminn og við sjálf eld- umst og eignumst börn og minni tími gefst til samfunda. Það var því notalegt að koma á heimili fóstra og móður okkar með börnin og rifja upp gamlar minningar. Enda reyndist hann þeim góður afi. Þó þessi skrif séu fátækleg eru minningarnar það ekki og er okkur ljúft að eiga þær. Á sólríkum júlídegi var Bjarni lagður til hinstu hvílu í Saurbæj- arkirkjugarði, þá skartaði Kjal- arnesið sínu fegursta. Við og fjölskyldur okkar minn- umst hans með hlýhug, samúð- arkveðjur til aðstandenda. Hilmar Hjartarson, Sigríður Matthíasdóttir. Húsbyggjandinn ’85 HÚSBYGGJANDINN ’85 — árleg handbók húsbyggjenda — er komin ÚL Húsbyggjandinn er nú stærri og viðameiri en fyrr eða 218 blaðsíður, að miklu leyti í lit Upplag ritsins er tíu þúsund eintök. Húsbyggjandan- um ’85 er dreift ókeypis til allra, sem fengið hafa úthlutað lóð undanfarin þrjú ár. Ritið er einnig sent á teikni stofur og til fyrirtækja, sem tengjast ðyggingariðnaðinum. Efni þessa árgangs er fjöl- breytt. Má til dæmis nefna grein- ar, þar sem sérfróðir menn fjalla ítarlega um fjármál í sambandi við húsbyggingar og fasteigna- markað. Margar greinar eru í blaðinu um ýmis konar nýjungar, rækilega er fjallað um margvísleg atriði í sambandi við lóðir, skipu- lag þeirra og ýmislegt sem að þvi lýtur; eldhús, gufuböð; glugga- tjöld; húsnæði handa öldruðum og fötluðum; nýjungar í orkusparnaði við lýsingu og verndun viðar gegn veðrun og fúa — svo að nokkuð sé nefnt. Útgefandi Húsbyggjandans ’85 er Húsbyggjandinn sf. Bolholti 6 í Reykjavík. Ritstjóri og ábyrgðar- maður er Gísli G. Gunnarsson. t Konan mín, HALLA MAGNÚSDÓTTIR, Sólvangi, áður Hverfisgötu 21b, Hafnarfirói, veröur jarösungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 26. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna Jón Helgason. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, MARTA PÉTURSDÓTTIR, Eskihliö 18, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. júlí kl. 10.30. Jóhann Pótur Sigurösson, Jón Ármann Sigurösson, Ingibjörg Ölvisdóttir og barnabörn. t Minningarathöfn og útför konu minnar, ÁSDÍSAR ásmundsdóttur, Vesturgötu 43, Akranesi, fer fram í Akraneskirkju á morgun, föstudag, kl. 11.15. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á sjúkrahús Akraness og Krabbameinsfélag islands. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Július Þóröarson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, GUDMUNDUR GARÐAR HAFLIÐASON, írabakka 2, er lést 17. júli veröur jarösunginn föstudaginn 26. júlí kl. 1.30 frá Fossvogsklrkju. Sigríöur Sólveig Ágústsdóttir og börn. t Minningarathöfn um móöir okkar og fóstru, SIGRÍÐIGUÐJÓNSDÓTTUR . frá Bæ, veröur í Langholtskirkju föstudaginn 26. júlí kl. 10.30 fyrir hádegi. Jarösett veröur aö Reykhólum laugardaginn 27. júlí kl. 14.00. Ólafur Magnússon, Gunnlaugur Magnússon og fósturbörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, HERVAR SIGURVIN ÞÓRÐARSON frá Súöavík, Suöurgötu 122, Akranosi, veröur jarösunginn frá Akraneskírkju föstudaginn 26. júlí kl. 14.30. Guömunda Eirfksdóttir, böm og tengdabörn. t Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, SIGTRYGGUR EIRÍKSSON, Eskihlíö 5. Reykjavlk, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. júlí kl. 3 siödegis. Jarösett veröur i Gufuneskirkjugaröi. Vilhelmfna Þórdís Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Sigtryggsson, Herdfs Guömundsdóttir, Halla Sigtryggsdóttir, Baldur Bjarnasen, Þórdís Sigtryggsdóttir, Höröur Halldórsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför REYNIS BREIÐFJÖRD VIGFÚSSONAR frá Flatey á Breíóafiröi. Guölaug Hulda Valdimarsdóttir, Bára Reynisdóttir, Smári Einarsson, Þórunn Ingibjörg Reynisdóttir, Gisli Magnússon, Eysteinn H. Nikulásson, Laufey Jónsdóttir, barnabörn og aörir aöstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.