Morgunblaðið - 25.07.1985, Page 44

Morgunblaðið - 25.07.1985, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. J0LÍ 1985 Elisabeth Frich, skólastýra „Den Norske Balletthöyskole“: Elisabeth Frich: Dansinn er allt mitt líf. Norræn fímleikahátíð var haldin hér á landi dagana 6.—12. þ.m. Þátttakendur voru 800 talsins, fólk á öílum aldri og frá öllum Norður- landaþjóðunum. í tengslum við mót þetta var stödd hér á landi kona ein norsk, Elisabeth Frich að nafni, skólastýra „Den Norske Ball- etthöyskole“ í Osló með meiru. Er hún ball- ettkennari að mennt og notaði hún dvöl sína hér til námskeiðahalds í jazz-ballett. Aðeins lengra til vinstri — svona já. Morgunblaðid/Þorkell Hópur heitra og svitastorkinna líkama er unaðsleg sjónu Það var mikið um að vera er við litum inn á æfingu hjá henni ekki alls fyrir löngu. Tugir kvenna frá fimmtán ára aldri til fimmtugs hömuðust þar við að hoppa og hrista, sparka og stökkva. Áhuginn skein úr hverju andliti og einbeitnin endurspeglaðist í augum þeirra. Létt var þó yfir hópnum, glað- værðin allsráðandi og inn á milli atriða gerðu þær góðlátlegt grín að eigin klaufaskap. Sjálf stóð Elisabeth á miðju gólfinu og hrópaði hvatningarorð til nem- enda sinna jafnframt því sem hún tók virkan þátt í öllum æf- ingunum. „Eruð þið tilbúnar í huganum," kallaði hún, „því ef hugurinn er ekki reiðubúinn — þá er líkaminn það svo sannar- lega ekki heldur," upplýsti hún. „1, 2, 3, 4“ og hópurinn hentist af stað í takt við dynjandi tónlist- ina. „Ég er fyrst og fremst dans- kennari, sérhæfð í jazz-ballett,“ sagði Elisabeth, er við náðum tali af henni eftir æfinguna. „Jazz-dans er afskaplega flókið fyrirbæri," upplýsti hún. „Dans- arinn verður að hafa góðan und- irbúning í sígildum ballett, suður-amerískum, indverskum og nútímadönsum. Jazzinn er nefnilega sambland af öllu þessu og fleiru til. Þeir verða einnig að kunna öll grundvallaratriði lát- bragðs, söngs og leiklistar, svo það er meira en að segja það, að ætla sér að verða atvinnu- manneskja í ballett jazzíns." Er sú fullyrðing var borin undir Frich, að nauðsynlegt væri að hefja ballettnám mjög ungur að árum, ætti einhver árangur að nást, sagði hún: „Þetta á við um hinn hefðbundna ballett. Þar skiptir aldurinn miklu máli. Hvað jazz-ballettinn snertir, þá er ekki ráðlegt að börn stundi hann að neinu ráði. Hreyf- ingarnar eru allar svo ýktar — svo mikið af skrykkjum og sveigjum — sem geta hreinlega reynst beinabyggingu þeirra hættuleg.“ Sjálf byrjaði Elisabeth að æfa ballett aðeins 5 ára að aldri. „Mamma sendi mig, í von um að ég lærði fallegan og kvenlegan líkamsburð," segir hún og glott- ir. „Hún var sko af þeirri kyn- slóðinni, þú skilur. Ekki er ég nú viss um að ég hafi nokkurn tím- ann haft fagran limaburð, en hitt er víst að dansinn hefur gert líf mitt bæði skemmtilegt og til- breytingaríkt, hann hefur kraf- ist fórna af minni hálfu en gefið mér þó enn meira í staðinn. í tengslum við vinnu mína hef ég ferðast mjög mikið, fengið tæki- færi til að kynnast fjöldanum öllum af ólíku fólki. Til að mynda kom ég hingað beint eftir vikudvöl í Portúgal, þar sem ég var með norskan hóp og héðan mun ég svo halda til Cannes í Frakklandi. Þar mun ég þó ekki kenna heldur aðeins leiðbeina þeim við val á kennurum. Þaðan mun ég svo fara til Finnlands, þar sem ég mun dvelja í hálfan mánuð — svo það er nóg að gera og enginn tími til að láta sér leiðast." Elisabeth hóf nám við skól- ann, sem hún nú stýrir. Síðan hélt hún til Lundúna, nam þar í hálft annað ár áður en hún sneri heim og hóf kennslu. „Hér áður fyrr var ég mun nákvæmari í öll- um vinnubrögðum, krafðist al- gerrar fullkomnunar af nemend- um mínum," sagði Frich. „Nú orðið legg ég hins vegar meira upp úr persónulegri tjáningu hvers og eins. Þar gegnir ímynd- unaraflið mikilvægu hlutverki svo og hæfileiki manna til að lifa sig inn í mismunandi aðstæður. Þá skipta innantóm sporin minna máli,“ sagði hún. „Eitt það unaðslegasta sem ég sé, er hópur heitra og svitastorkinna líkarna, tindrandi áhugasöm augu, sem ég veit að eru að upp- lifa stórkostlegan hlut — upp- götva líkama sína og vald hug- ans yfir honum. Þá finn ég til mikillar vellíðunar, veit að mér hefur tekist að gefa fólki eitt- hvað, opna augu þeirra fyrir nýj- um undrum." Það verður vart hjá því komist að maður hrífist með er maður hlýðir á Elisabeth tala um dans- inn, af fádæma innlifun og áhuga. „Dansinn er ekki bara at- vinna mín og aðaláhugamál. Dansinn er allt mitt líf,“ sagði hún, er hún var innt eftir því hvers virði þessi listgrein væri henni. „Vissulega á ég samt ágæta vini úr öðrum starfsstétt- um — vini, sem flestir eru þeirr- ar skoðunar að ég sé lítillega geggjuð. En ég hristi þá allavega dálítið upp í þeim. Ég er líka opin fyrir öllu fólki, því ólíkara því betra," segir hún og skelli- hlær. Aðspurð kvaðst Frich sjálf semja þá dansa, sem hún kennir. „Stundum þegar ég heyri lag, verð ég fyrir einskonar inn- blæstri, fæturnir fara að tifa og fyrr en varir eru hreyfingar þessar orðnar að dansi. Þeir dansar sem verða til með þess- um hætti eru venjulega mín bestu verk. Eftirminnilegasta dæmið um slíkt er kúrekadans- inn minn, sem notið hefur gífur- legra vinsælda um víða veröld. Hann varð til fyrir algjöra til- viljun. Röng plata var sett á fón- inn í einum tímanna og brjáluð sveitatónlist glumdi um salinn. Ég fann það strax þá að við þessa tóna gæti ég eitthvað gert — og sú varð líka raunin á. Jazz- dans spannar yfir svo ótrúlega breitt svið, enda fjölgar þeim óðum, sem leggja rækt við hann. Lítum á leikfimina t.d. Þar eru jazzhreyfingarnar að ryðja sér til rúms. En það eru bara hreyf- ingarnar — ekki hugmyndirnar að baki þeim, sem eru þó aðal- atriðið. Til þess að dans sé góður verður hann að vera fram- kvæmdur af heilum hug, fullri einbeitni og einlægni. Því er það von mín að leikfimisfrömuðir muni beina athyglinni í auknum mæli að grundvallaratriðum dansins, hleypi meiri tilfinningu inn í greinina, meiri sál,“ sagði Elisabeth og var mikið niðri fyrir. Aðspurð kvað Frich það vissu- lega gaman að fást við svona blandaða hópa, eins og hún gerir hér. „Þó verð ég að viðurkenna að mér finnst auðveldara að eiga við hverja kynslóð fyrir sig. Hver aldurshópur hefur nefni- lega mismunandi þarfir. Þeir eldri koma til að halda sér í þjálfun, vilja taka vel á og missa nokkur aukagrömm. Hinir yngri eru hins vegar áhugasamari um dansana sem slíka. Hóparnir ögra mér allir — hver á sinn hátt. Augljósasti árangurinn er þó meðal unglinganna. Þegar þeir koma eru þeir venjulega fullir minnimáttarkenndar, óör- yggir og leitandi. Að einni önn liðinni er munurinn oft hreint ótrúlegur og sigurtilfinningin, sem fylgir því að sjá þessa krakka spígspora um, fulla stolts og sjálfsvitundar, er ólýsanleg." Því hefur stundum verið fleygt að starfsævi ballettdansara sé styttri en flestra annarra stétta. Elisabeth brosti góðlátlega er hún var innt álits á þessari full- yrðingu og benti á bók eina, sem á borðinu lá. Forsíðu hennar prýddi mynd af manni á besta aldri. „Þessa bók skrifaði ég um einn kennara minn, Matt Mattox og gaf hana út í Noregi, Banda- ríkjunum og Þýskalandi," sagði hún. „Matt er nú orðinn 64 ára gamall og hefur sennilega aldrei verið hressari. Hinn uppáhalds- kennari minn, frú Kirkenær, stendur nú á sextugu, er í mun betri þjálfun en ég, lítur út fyrir að vera 38 og yngist með hverj- um deginum sem líður. Þvi tel ég varasamt að fullyrða nokkuð í þessum efnum. Hugarfar hvers einstaklings er það sem sköpum skiptir. Frú Kirkenær hefur t.d. svo mikla stólpatrú á dansinum sem orkugjafa, að það er fyrst þegar eitthvað bjátar á, þegar hún finnur til einhvers slapp- leika eða veikinda, sem hún hell- ir sér út í dansinn af lífi og sál. Dansinn er hennar læknavísindi og ekki er annað að sjá en að árangurinn skili sér,“ sagði Elisabeth. „Hitt er svo allsendis óvíst hvort ég verð eins langlíf í listinni og fyrirmyndir mínar, enda hef ég líka skólann til að sjá um, svo kennslan vill sitja dálítið á hakanum. Ég er líka blaðamaður," sagði Elisabeth allt í einu upp úr eins manns hljóði, kankvís á svip. „Til að byrja með skrifaði ég ein- göngu dansgagnrýni fyrir „Aft- enposten“, stærsta dagblað Norðmanna. Nú hafa þeir hins vegar farið þess á leit við mig að ég taki einnig viðtöl við fólk, sem tengist þessari listgrein. Svo ég er eiginlega orðin hálfur blaða- maður,“ sagði hún. Sá grunur læðist ósjálfrátt að manni, að Elisabeth hljóti að vera á einhverjum sérkjara- samningi, hafi fleiri klukku- stundir í sólarhring en við hin, eins framtakssöm og hún er. „Það er rétt að ég verð að skipu- leggja tíma minn mjög vel, frá morgni til kvölds," sagði hún. „Hins vegar verð ég að viður- kenna það að undanfarið hef ég færst of mikið í fang og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Það kemur að því að líkaminn gerir uppreisn, neitar að sæta slíkri meðferð lengur. En ég vona að þegar ég fer að vinna sem skólastýra, muni hægjast dálítið um. Þá verð ég þó á ákveðnum vinnustað allan dag- inn, en ekki á þessu eilífa flakki, því það er það sem er langmest lýjandi." Aðspurð kvað Elisabeth þetta vera fyrstu heimsókn sína hingað til Iands. „Enn hef ég ekki haft tíma til að skoða land ykkar að neinu ráði,“ sagði hún „en það litla, sem ég hef séð, heillar mig mjög. Til að mynda hef ég aldrei séð eins fagurgræn- an lit á sjónum og ég sá, kvöldið, sem ég kom hingað. Þetta var nokkuð, sem ég hélt að væri að- eins til í myndskreyttum ævin- týrabókum,“ sagði hún. „Ég er afskaplega þakklát fyrir að mér var boðin þátttaka í þessu skemmtilega norræna móti. Andinn hefur verið góður og allir lagst á eitt við að gera leikana eins skemmtilega og eft- irminnilega og kostur er. Við Norðurlandabúar eigum svo ótal margt sameiginlegt, bæði hvað snertir sögu og skap. Ég fylltist t.d. einhverri undarlegri tilfinn- ingu, einhvers konar Skand- inavíu-stolti, eitt kvöldið, þegar við fórum öll saman út að skemmta okkur og stofnuðum til fjöldasöngs, þar sem hver söng með sínu nefi og á sínu móður- máli — en allir sama lagið. Þetta var fyrir mér tákn samstöðu og sameiginlegrar menningar," sagði Elisabeth Frich að lokum. Tígulegar teygjur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.