Morgunblaðið - 25.07.1985, Page 47

Morgunblaðið - 25.07.1985, Page 47
47 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1985 Franskur leið- angur á íslandi Hér á landi er staddur franski leiðangurinn „ísland 85“. Þetta er ekki vísindaleidangur í hefð- bundnum stíl, frekar leidangur sem setur sér það mark að flétta saman vísindi og lístir í myndum. Leiðangurinn er skipaður ungu frönsku fólki, sem fékk styrk frá franska ríkissjónvarpinu og m*li- tæki frá rannsóknarmiðstöð franska ríkisins, og einnig tóku franskar ferðaskrifstofur þátt í kostnaði ferðarinnar. Tíu manns eru í hópnum, upp- rennandi landfraeðingar, kvik- myndatökumenn og aðstoðar- menn. Hin vísindalega hlið leiðang- ursins er mest í myndatöku jarðmótunarfyrirbæra á Islandi. Kannanir á jökulrofi, frostverk- un, sapamyndun í sjó og jöklum, strandflötum, sandgræðslu, uppblástri, sjávarrofi og margt fleira. Hópurinn hefur öll til- skyld leyfi til slíkra rannsókna frá rannsóknarráði ríkisins. Leiðangurinn er mjög vel út- búinn, hefur meðal annars létt- vængju, sem nota á við loft- myndatöku m.a. í innrauðu ljósi. Áætlunin er að bera saman loftmyndir við gervitungla- myndir af íslandi. Með þessu hyggjast leiðangursmenn nálg- ast nýja tækni í túlkun gervi- tunglamynda yfirleitt, og er það vissulega stórkostlegt að ísland skuli vera valið til slíkra rann- sókna og tilrauna. íslenska vísindastofnunin fær eintak af öllum myndum. Gerð- ar verða tvær vísindakvik- myndir og ein ævintýramynd. Verða þær kvikmyndir sýndar í franska sjónvarpinu, en sjón- varpsstöðin A2 hefur þegar keypt ævintýramyndina í mjög þekktan og vinsælan sjónvarps- þátt sem nefnist „Les carnets de Laveture". íslensk tónlist verður notuð í kvikmyndirnar, en hvaða tónlist er ennþá óákveðið. Tvímæla- laust verður þetta góð land- kynning fyrir ísland á erlendum vettvangi. Fyrirtækin Álafoss og Sjóklæðagerðin hafa gefið hópnum fatnað til að verjast kulda og rigningu. Þá er ekki annað en að óska þessum franska leiðangurshóp velgengi og vonandi eigum við eftir að heyra frá honum að lokinni ferð. — A.T. Gabriel HÖGGDEYFAR Amerísk úrvalsvara Þú velur þá gerð sem hentar Við eigum allar geröir ★ Venjulega ★ Styrkta ★ Extra styrkta ★ Stillanlega ★ Gasfyllta ★ Stýrisdempara Póstsendum ^ HÁBERGHF. Skcifunnl Sa — Simi 8*47*88 Ungt fólk á aldrinum 2-26 ára fær 65% afslátt af fullu fargjaldi til Norður- landanna og Luxemborgsir, aðra leiðina eða báðar. Bóka má 24 tímum fyrir brottför og greiða verður farseðilinn að fullu um leið og bókað er. Hringdu ísíma 25100 eða komdu við á næstu sölusluifstofu okkar FLUGLEIÐIR jm*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.