Morgunblaðið - 25.07.1985, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1985
HRÓARSKELDUHÁTÍÐIN
Kraftmesta tónlistin
á hátíðinni
Þegar við félagarnir tveir stigum út úr lestinni í Roskilde
mættum við straumi af fólki á leið til Hróarskelduhátíðarinnar
1985. Þar sem við erum frægir göngugarpar létum við rúturnar
lönd og leið og flutum með straumnum. Mestmegnis ungt fólk
með bakpoka, tjöld, bjór, eplasafa og vínflöskur rölti áleiðis eftir
breiðgötu rétt út fyrir bæinn þar sem hátíðarsvæðið var afgirt. í
þessum hópi sá maður þegar forsmekkinn af því sem koma
skyldi. Ótrúlegur samsöfnuður var mættur. Leðurklædd mót-
orhjólagengi, hálfsnoðaðir pönkarar með hárbroddana í allar
áttir og í öllum litum, gamla hippagengið endurfætt, örfáir sem
nálguðust normallínuna. Allur fatnaður sem hugsast getur nema
jakkaföt. Rifin fót eru í tísku og þykir mjög flott að láta glitta vel
í aðra rasskinnina, annars eru flestir með rifurnar á hnjánum og
lærunum. Og bótatískan var enn við lýði, bót á bót ofan þar til
allur klæðnaðurinn var ekkert nema bætur.
Klukkan rúmlega 5 föstu-
daginn 28. júní komum
við inná svæðið. Það var
geysilega vel skipulagt
með þremur aðalhljómsveitarpöll-
um auk fjölda annarra smærri þar
sem ýmislegt fór fram alla hátíðina.
Þar var t.d. flutt þjóðiagamúsík,
gospel, jazz og Dixieland. Þarna
voru tjöld fyrir ýmsar uppákomur
og látbragðsleiki, listaverkatjald
þar sem kúnstnerar sýndu vinnu-
brögð sín og fólk gat fengið útrás
fyrir sköpunargáfuna. Svo var upp-
lýsingatjald, geymslutjald, sjúkra-
tjald og fleira í þeim dúr til fyrir-
myndar og hæfileg gæsla á svæðinu.
Fyrir utan þetta voru svo sölutjöld
um allt seljandi eplasafa, mat, bjór,
vín, vatn, gos o.s.frv. Mat var hægt
að fá héðan og þaðan úr heiminum
og mig svíður enn í munninn af
chilisósunni sem ég fékk með mexík-
önsku grænmetissamlokunni.
Umhverfis svæðið var endalaust
haf tjalda, bifreiða og mótorhjóla.
Og inná því ægði saman því ótrúlega
litskrúöuga safni unglinga sem þríf-
ast á Norðurlöndunum og víðar, og
um fimmleytið hafa verið um 15.000
manns mættir og fór stöðugt fjölg-
andi. Og til þess að taka ekki of
djúpt í árinni, þá má segja að auk
tónlistarmúsunnar var Bakkus al-
veg í sérstökum hávegum hafður.
Flestir voru sötrandi léttvín eða þá
með opna bjórflösku í annarri hendi
og kassa í hinni. Menn voru vissu-
lega misjafnlega drukknir, en ári
margir ansi hífaðir. Suma hafði
Bakkus slegið snyrtilega í rot, áður
en klukkan varð svo mikið sem sex
og lágu þeir þvers og krus um völl-
inn.
Og inn streymdu klippingar, lita-
dýrð, fatnaður, bætur og göt í stór-
kostlegu úrvali þar til um kvöldið
voru komnar á hátíðina 46.000 per-
sónur. Einsog gefur að skilja lágu
flöskur einsog hráviði um allt svæð-
ið, en litlir strákar og stelpur, vafa-
laust á hraðri uppleið, tíndu þær
upp og seldu í flöskumóttökunni.
Hátíðarsvæðið skiptist í nokkur
hverfi. Rólegast var í kringum þjóð-
lagatjaldið. í matsöluhverfinu var
jafnvægið þokkalegt, en ástandið
dálítið slæmt á sumu fólki á sumum
stöðum í grennd við rokktjöldin tvö,
enda fjölmenni þar langmest. En
allt iðaði af lífi og fjöri og ekki vott-
ur af slagsmálum eða neinu slíku
sjáanlegur. Friðsemdarfólk.
En snúum okkur nú að því sem á
víst að vera aðal þessarar hátíðar;
músfkin, tónlistin, rokkið; „et dron
en drem“ einsog slagorð hátíðarinn-
ar innihélt. Stærsta sviðið nefndist
Canopy, risastórt og með tjaldi yfir.
Hátalarakerfið var ótrúlegt. Sex
arma skrímsli einsog einn ágætur
maður orðaði það. Hátalararnir
hvíldu sem sagt á sex uppistöðum,
þremur vinstra megin og þremur
hægra megin, á ská hver út frá ann-
arri. Þar var þeim staflað upp í box
sem voru um 5 metrar á hæð og 10
m á lengd. Næststærsta sviðið
nefndist Rytme, með gríðarstórum
opnum tjaldhimni yfir, undir hvern
komust a.m.k. 5000 áheyrendur.
Þegar við stormum inná svæðið,
tveir gallvaskir, fráneygðir og mús-
iknæmir fslendingar, heyrum við
ekki betur en opnunarnúmerið,
Anne Linnet og Marquis de Sade,
hafi hafið leikinn. Hún er á fremur
léttrokkaðri línu og ofboðslega vin-
sæl hér. Hún dró að fleiri þúsundir
útá Fem-eren á Amager fyrir viku
og trallaöi Danina alveg uppúr
skónum. En hún hélt ekki athygli
okkar lengi þó þúsundir Dana stæðu
blístrandi, veifandi flöggum og fán-
um framan við Canopy. Músíkin
kliðmjúk, létt og átakalaus. Annaö
var upp á teningnum á Rytme þar
sem Marie Bergmann and The Mag-
ic Body Band frá Svíþjóð léku og
sungu mjög þétt og skemmtilegt
nýtt rokk. Þrælgóðir hljóðfæraleik-
arar, stúlka á bassa, þrir strákar á
hljómborð, gítar og trommur og svo
Marie sem lék á gítar og söng af
krafti og innlifun. Þau hættu leik
sínum um hálfsjöleytið við dynjandi
lófatak og óp áheyrendaskarans.
Klukkan sjö fimmtán átti Leon-
ard Cohen að hefja spilamennsku
með hljómsveit sinni. Við ákváðum
að fórna okkur og standa kyrrir í
heil þrjú korter, þrjá metra frá svið-
inu til að sjá og heyra sem allra
best. Þar sötruðum við volgan bjór
og spjölluðum á sænsk-, ensk-
dönsku við nærstadda Svía. Vett-
vangur áheyrenda hafði svo til
tæmst eftir leik Marie, en þegar tók
að draga að innkomu Cohens, fór
heldur að þéttast í kringum mann.
Klukkan korter yfir var komin góð
pressa á alla kanta og þegar maður
leit aftur, sást að svæðið undir
tjaldinu var troðfulit. Rétt áður en
hann kom inná sviðið hófust bylgju-
hreyfingar í áheyrendaskaranum og
við staddir í sjálfri eldlínunni. Mikið
ofsalega er gaman að rokka hjálpar-
vana til og frá og geta ekkert gert; á
mörkum þess að detta og hálfkafn-
aður úr loftleysi. Mitt í þessu öldu-
róti heyrði ég öskrin og lætin hækka
um helming og gat rétt greint i Co-
hen þar sem hann kom brosandi út-
að eyrum inná sviðið, leit yfir hóp-
inn og sagði meðan stór hluti áheyr-
enda var að farast fyrir augum
hans: Dear friends, it’s so nice to be
here with You.“ En svona til að
halda lífi var ekki um annað að
ræða en að troða sér út sem tókst
eftir geysilegt puð og erfiði. Það var
fínt að setjast í grasið fyrir utan og
hlusta þar á listamanninn kyrja
sína frægustu söngva. Röddin jafn
hás og sjarmerandi sem fyrri dag-
inn og áheyrendur voru mjög
ánægðir með sinn mann. Honum
líkaði ekki síður við áheyrendur, því
milli laga mátti m.a. heyra hann
segja: „It’s so good to be standing in
front of all this energy" og „It’s so
nice to be burnt in the forest of your
Um leið og Leonard var að spila á
Rytme var amerísk sveit, Jason and
the Scorcheres, á Canopy. Við rétt
náðum í lokin á henni og miðað við
þann sjmörþef sem rnaður fékk,
benti það til þess að við hefðum ekki
misst af ýkja miklu, meðal létt-
rokkssveit. Eftir Jason hófst undir-
búningur fyrir Cure-flokkinn sem
átti að byrja klukkan tíu. Uppúr tíu
byrjuðu þeir að spila sína seiðmögn-
uðu, sérstöku músík. Hljómgæðin
voru stórkostleg og lýsingin og
reykbomburnar og allt það vesen á
sviðinu undirstrikaði á flottan hátt
músíkina. Strákarnir fluttu lög sín
á vandaðan hátt og hin hátt-
stemmda, brothætta rödd söngvar-
ans naut sín vel. Stundum náði
hljómsveitin upp slíkum krafti að
aðeins ein önnur á hátíðinni held ég
hafi náð að slá það út. Áheyrenda-
hópurinn var rosalegur. Þegar ég
lyfti mér nettilega uppá blátærnar
einsog þrautþjálfaður ballettdans-
ari, sá ég ekkert nema endalaust haf
áhorfenda í allar áttir. Cure stóð sig
vel, en þeir reyndu kannski einum of
á fíngerðari taugar viðkvæmari
áheyrendanna í lokalagi sínu sem
var um 20 mínútna langt; skemmti
Eftir Cure fórum við niður í ró-
lega hverfið og inní tjald eitt sem
nefndist 3. verden. Þar inni var lítið
og þægiiegt svið og iðulega fremur
fámennt, svo maður gat sest þar við
borð. Þar birtust hljómsveitir sem
spiluðu alla tónlist aðra en rokk, og
kannski var það þar sem maöur
komst í nánustu snertingu við tón-
listina. Andrúmsloftið var afslapp-
að og flytjendur gerðu sér far um að
ná sem bestu sambandi við fólkið.
Þegar við komum þarna var 12
manna dönsk sveit að flytja léttan
djass með sterkum áslætti. En um
hálfeitt um kvöldið lá leiðin út að
Rytme þar sem breska hljómsveitin
The Associates var að spila. Tónlist
hennar er fremur einhæf og hrá.
Þétt hrynjandi bassa, tromma og
gitars mynduðu leiðigjarnan bak-
grunn fyrir sönginn. Sviðsframkom-
an var ágæt, en eftir nokkur lög sem
runnu saman, var maður búinn að
fá nóg, svefn og þreyta tóku að
sækja á mann.
Bjartsýnir og með svefnpokana á
bakinu örkuðum viö um í leit að
svefnstað og lögðumst loks á mjúkt
og notalegt svið í einu tjaldanna.
Allt var í fínasta nema nágranninn
var kannski full hávær. Það var
danska sveitin TV2 á Canopy, ljóm-
andi fjörug 1 léttu rokki og undir
tónaflóði hennar leið maður í svefn.
Akkúrat þá hóf senegalska grúppan
Youssou Ndour — Le Super Étoile
de Dakar að leika á Rytme. Einsog
gefur að skilja missti ég af þvi, en
samkvæmt heimildum Kukl-með-
lima var þarna um að ræða mikla og
góða tónlistarupplifun. Kyngi-
magnað afrískt rokk.
Daginn eftir hófst bransinn kl. 14
með Style Council. Eldhressir hátíð-
argestir örkuðu um með eplasafa,
vín og bjór. Danir sem ekki fara til
Hróarskeldu standa í þeirri mein-
ingu að hátíðin sé ekki síst skandi-
navísk drykkjuhátíð. Hvað sem
svona stóryfirlýsingum líður, þá er
óhætt að segja að þarna var að forn-
um víkingasið ekki drukkið við sleit-
ur. Sú hefð lifir altént ennþá. En hin
enska Style Council var vel tímasett
með sína rómantísku síðdegismúsík.
Ljúfir og indælir léku þeir í langan
tíma, tóku nett bassa-, trommu- og
gítarsóló inná milli og höfðu af-
skaplega gaman af að flytja sína
hunangsmjúku tónlist og áheyrend-
ur svifu um í sælli vímu. Góð eftir-
miðdagsstund með piltunum í SC.
Dagurinn var ekki alveg jafn