Morgunblaðið - 25.07.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1985
49
19 8 5
bjartur og sá fyrsti. Dimm ský dreif
að öðru hverju og hann rétt aðeins
náði að hanga þurr. Leiðinda
strekkingur var, en uppúr 4, rétt áð-
ur en Nina Hagen átti að byrja, birti
til og lægði. Ofsa „næs“. Klukkan
hálffimm gengu liðsmenn Hagen
inná sviðið, fjórir leðurklæddir
menn og músíkin hófst. Þá birtist
Nina Hagen sjálf og steig uppá pall
í eldrauðu pilsi og með rauða hár-
kollu og hóf að syngja Mme Butter-
fly á einkar Hagenskan máta. Hvert
lagið dreif svo af öðru, New York,
African Reggae og guð má vita hvað
ðll þessi lög hennar heita. Hún gerði
sér lítið fyrir og steppaði í byrjun
New York, New York, en annars var
manneskjan algerlega óstöðvandi.
Hún skipti um föt og hárkollu eftir
hvert lag og tók svo kannski af sér
pils í miðju lagi og dansaði um á
svörtum eða hvítum sokkabuxum.
Hún blaðraði reiðinnar býsn t.d. um
það þegar hún sat í kjöltu Gorbach-
evs og sagðist hafa samið lag handa
honum. Hljóðblöndunin á hljóm-
sveitinni var lélég. En númer eitt þá
var söngurinn stórkostlegur og
röddin komst mjög vel til skila. Hún
fór neðar en Ivan Rebroff og alveg
uppá háa C-ið eins og ekkert væri.
Röddin annaðhvort tandurhrein eða
þá einsog hún hefði gleypt sand-
pappír af grófustu gerð. Hún er
ótrúleg og áheyrendurnir voru mjög
hrifnir og létu það óspart í ljós.
Eftir Ninu varð maður að fara
niður í 3. Verden og slaka á. Sviðið
þar var autt, en allt í einu heyrum
við músík og inná sviðið ganga sex
léttleikandi Suður-Ameríkanar.
Þeir spiluðu og sungu suður-amer-
íska tónlist og dönsuðu suður-
ameríska dansa og náðu upp frá-
bærri stemmningu. En um hálfátta
löbbuðum við yfir að Canopy á ný,
þar sem sá danski Sebastian var
mættur ásamt hljómsveit. Skv. upp-
lýsingum sem ég fiskaði, þá hefur
hann verið með á nótunum í 12—15
ár, en virkilega vinsæll varð hann
fyrst fyrir um 5—6 árum. Ekki fór á
milli mála, að Danirnir kunnu vel að
meta Sebastian. Músíkin ljúft og
melódískt popp, vel útsett með
hnyttnum og oft góðum texta. Dan-
irnir umhverfis okkur kunnu öll lög-
in og textana og sungu hástöfum
með í viðlögunum. En við yfirgáfum
Sebastian um hálfniu, því stóra
stund okkar íslendinganna var að
renna upp. íslensk hljómsveit í
fyrsta sinn í Hróarskeldu. Kukl.
Hún átti að byrja klukkan níu á
Rytme. Þegar okkur dreif að, var
svo að segja orðið fullt undir tjaldh-
imninum. Á slaginu níu lét svo
Tryggur trommari fyrsta slagið
falla. Kuklið var hafið. í klukkutíma
og korter dældi Kuklið í áheyrendur
kraftmestu músíkinni á hátíðinni.
Einsog Einar Örn söngvari sagði
eftir tónleikana, þá vissi meirihluti
áheyrenda ekki hvaðan á sig stóð
veðrið, þegar hin óvenjulega músík
sem Kuklið flytur fyllti hlustir
þeirra. En um 1000 áheyrendur fyrir
framan sviðið voru með á nótunum.
Fólkið dansaði, hrópaði og klappaði
allan tímann. Hið sérkennilega
framúrstefnurokk Kuklaranna —
músík hlaðin spennu og sem einsog
sprettur uppúr djúpi einhverrar
mystíkur, drundi um svæðið. Kukl:
Björk, Birgir, Melax, Tryggur, Einar
Örn og God Krist., svartklædd að
mestu, voru góð á sviðinu. Einar
Örn og Björk í fremstu víglínu voru
mjög lífleg og samtvinnuð og náðu
greinilega sterku sambandi við
áheyrendur. Einar kom ákaflega
mikilvægum skilaboðum til áheyr-
enda á undan einu laginu þegar
hann sagði: „Nú skal jeg tale litt
skandinavisk. Vi skal tænke at vi
alle er Gron Tuborg. Vi er ikki
mennesker, Vi er Gron Tuborg.“
Annars var hljóðblöndunin í furðu-
lega öruggum höndum Kjartans
Kjartanssonar og klukkan korter
yfir tíu lauk mjög vel heppnuðum
konsert Kuklaranna. Baksviðs á eft-
ir voru þau öll hress með tónleikana.
Björk sagði að fyrri parturinn hefði
verið frekar stirður, en seinni part-
urinn frábær og heildin mikiu betri
en hún hafði búist við, og þau voru
öll ánægð með þá svörun sem þau
fengu frá áheyrendum.
En okkur var ekki til setunnar
boðið, því Clash voru að byrja á
Canopy. Þetta var einskonar endur-
komukonsert hjá þeim, því aðeins
tveir eru eftir af upprunalegu Clöss-
urunum og þrír nýir komnir inn.
Konsertinn olli talsverðum von-
brigðum. Þeir spiluðu aðallega göm-
ul lög og krafturinn var ekki einsog
maður kannski bjóst við. En skoðan-
ir voru skiptar um þetta einsog ann-
að og margir virtust vera mjög
ánægðir.
Eftir Clash röltum við niður í 3.
Verden. Þar beið okkar enn einn
glaðningurinn sem var Copenhagen
Steel Band. Átta slagverksleikarar á
stáltrommum. Þær eru eins og hálf-
ar öskutunnur með botninn barðan
niður svo hann myndar skál og þar
er kjuðunum slegið á ýmsa staði og
tónar þannig framleiddir. Fróður
piltur tjáði mér að það tæki langan
tíma að búa til svona trommur, allt
uppí eitt ár. En þarna voru sem sagt
átta snillingar á ferð og við hlýdd-
um á þá til að verða tvö. Þá gengum
við yfir svæðið í áttina að Rytme.
Stemmningin í loftinu var seið-
mögnuð. Fólk hafði kveikt varðelda
hér og þar og sat í kringum þá í
stórum hópum og músík stanslaust
suðandi í loftinu. Mannverurnar um
allt borðandi, reykjandi, drekkandi
eplasafa og slíkt. Eftir að hafa
rennt niður bæði ljúffengum pönnu-
kökum og frikadellum fór ekki milli
mála að við enduðum í Rytme. Þar
voru sá danski Lars Hug og City-
slang að hefja leik. Lars var áður í
þekktri hljómsveit, Cliché, en gaf
síðan út eina sólóplötu sem varð
vinsæl. Músíkin er ansi sérkennilegt
nýtt rokk og mjög vel þess virði að
gefa því gaum. Tónleikar herra Hug
og félaga urðu litskrúðugir. Þeir
hófust með því að svart-hvít kvik-
mynd var sýnd á tjaldi. Strákarnir
löbbuðu inná sviðið í hvítum kuflum
með grímur fyrir andlitinu og
hreyfðu sig á undarlegan hátt með-
an leikið var með birtu, liti, hljóð og
Cityslang-músíkin spiluð undir af
segulbandi. En síðan sviptu þeir af
sér grímunum og kuflunum og
dembdu sér útí lifandi tónlist. Mjög
vel heppnað og áheyrendur flestir
geysilega hrifnir. Þetta var það síð-
asta sem hlýtt var á þennan daginn
og sú lukka varð á vegi okkar að fá
að sofa i íslensku tjaldi þessa mildu
sumarnótt.
Og viti menn. Sunnudagurinn
rann upp með sól og fuglasöng, síð-
asti dagur hátíðarinnar. Liðið á
staðnum var farið að róast heilmik-
ið, sat í hópum spjallandi eða mók-
andi í hitanum. Eplasafinn var viö
höndina á flestum, a.m.k. fram yfir
hádegið að því er best varð séð. Eng-
in uppgjöf var í músíkinni sem dun-
aði frá hádegi úr hverju horni. Sult-
urinn sagði til sín og öll matsölu-
tjöldin voru pökkuð af glorsoltnu
fólki. Við röltum um í þessari mús-
íknýlendu, hlustandi og horfandi og
soguðumst með hverri sekúndu nær
aðdráttarafli dagsins, Paul Young.
Og sú stund rann upp kl. 4 aö Palli
og hljómsveit hans, The Royal Fam-
ily, lölluðu sér inná sviðið. I stuttu
máli sagt var konsert hans mjög vel
heppnaður og kom skemmtilega á
óvart. Paul var í einstaklega góðu
formi og söng óaðfinnanlega með
sinni sérstöku rödd, jafnt uppá
hátalarastöflunum á sviðinu sem
liggjandi flatur á því. Öll þessi
frægu lög hans og mörg önnur
runnu í gegn af krafti og einbeitni,
svo maður gat ekki annaö en dáðst
að „atvinnumennskunni". En þess-
um vel heppnaða konsert unglings-
ins ber ekki síst að þakka frábærri
hljómsveit hans. Bassaleikur Tonys
var óaðfinnanlegur. Þrír baksöngv-
arar voru mjög góðir og fengu að
njóta sín öðru hverju í stuttum sóló-
atriðum. Gítar, trommur og hljóm-
borð hreint til fyrirmyndar og út-
setningarnar á lögunum eins góðar
og þær geta orðið í léttu poppi.
Þetta var sem sagt ágætt hjá þeim
og undirtektir frábærar.
Eftir þetta, um sexleytið, var
svefnpokinn axlaður. Að vísu var
eitt athyglisvert númer eftir, Ram-
ones frá Bandaríkjunum, en þeir
voru það seint á ferð að létt þreytan
náði yfirhöndinni. 14. Hróarskeldu-
hátíðin var svo til á enda, svo á ný
flutum við með straumnum, nú í átt
að lestarstöðinni, ánægðir með vel
heppnaða og vel skipulagða tónlist-
arhátíð.
— JEB
Afmæliskveðja:
Valgerður Sigur
þórsdóttir
Heiðurskonan Valgerður Sigur-
þórsdóttir frá Lambhaga verður
níræð í dag, 25. júlí. Hún er fædd
1895 á Ráðagerði í Ásahreppi.
Valgerður giftist 17. október
1925, Gísla Nikulássyni bónda í
Lambhaga á Rangárvöllum. Gísli
var þá ekkjumaður með fjögur
börn. Valgerður gekk þeim í móð-
urstað, Helgu og Ólafi en Böðvar
ólst upp á Butru í Fljótshlíð.
Gísli og Valgerður eignuðust
tvær dætur, Ingileif og Þóru.
Seinna tóku þau í fóstur dreng,
Ingvar Ingvarsson. Ótalin eru öll
þau börn sem Valgerði var trúað
fyrir og komu að Lambhaga sem
sumarbörn. Öllum leið vel hjá
henni.
Valgerður missti mann sinn
1957 hann hafði þá lengi verið
heilsulítill. Mikill var sá kærleikur
og umhyggja sem hún sýndi hon-
um í veikindunum. Valgerður bjó
áfram á Lambhaga sem húsmóðir
með Nikulási stjúpsyni sínum sem
tók við jörðinni að föður sínum
látnum. Þá gekk Valgerður enn til
allra verka. Hún elskar dýr og um-
hyggja hennar er fyrir öllu sem
lifir. Valgerður hefur alla tið unn-
ið mikið og allt var unnið heima.
Oft hefur mig undrað öll þau af-
köst sem hún hefur látið frá sér
fara. Þau bjuggu að Lambhaga til
1970 en fluttu þá til Kópavogs.
í þau þrjátíu og sex ár sem ég
hef þekkt Valgerði hef ég alltaf
farið fróðari af hennar fundi. Oft
hef ég hugsað um hvað kennara-
hlutverkið hefði hæft henni vel.
Hún er hafsjór fróðleiks, enn í dag
fylgist hún með öllu og man svo
ótrúlega vel alla hluti.
Síðustu tíu árin hefur Valgerður
verið í skjóli dóttur sinnar Þóru.
Þar hefur verið hugsað vel um
hana, eins vel og tök eru á. Heilsu
Valgerðar hefur hrakað seinni ár-
in en aldrei kvartar hún, allt er
gott sem fyrir hana er gert.
Eina ósk á Valgerður um af-
mælisdaginn, að komast austur á
Rangárvelli, og verður hún á ferð
um hreppinn sinn í dag.
Ég og fjölskylda mín óskum
Valgerði innilega til hamingju
með daginn og óskum henni allra
heilla á ókomnum ævidögum.
E. Pálsdóttir
Ferðafélagið stofnar
Landverndarsjóð
FERÐAFÉLAG Islands hefur og fegra sæluhús þess. Stofnfé
stofnað sjóð, sem heitir Land- sjóðsins er 5000, en tekna verður
verndarsjóður Ferðafélags Is- aflað með minningargjöfum um
lands. Eins og segir í skipu- látna félaga og öðrum framlögum.
lagsskránni er tilgangur sjóðsins Prentuð verða minningarkort sem
að vernda og bæta gróður í ná- verða til sölu.
grenni sæluhúsa Ferðafélagsins
m . ■■
I
V/UCIm I \i
mkkmmi
HHHHHMHI
hmi
SBHHMHI
mm.
Polér-Tork er mjúkur og sterkur klútur,
sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hjá bílaeigendum.
Þú losnar við tvistinn, tuskurnar, ló og trefjar - og bónar bílinn
þinn á hreinlegan og snyrtilegan hátt.
Með Polér-Tork bónarðu bílinn, strýkur óhreinindi
af skónum, fægir silfrið og snýtir þér. Polér-Tork færðu
í handhægri, 32 metra rúllu, sem samsvara u.þ.b.
því magni af tvisti, sem sést á myndinni
Polér-Tork fæst í öllum betri verslunum og á bensínstöðvum.
*