Morgunblaðið - 25.07.1985, Page 50

Morgunblaðið - 25.07.1985, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JULI 1985 Jón og séra Jón Nokkur orð til Jóns Aðalsteins Jónssonar — eftirSigurð Þormar Eftir frímerkjasýninguna NORDIA 84 í Laugardalshöll sl. sumar skrifaöir þú í Morgunblaðiö grein um sýninguna. Þar gazt þú þess að ég hafi fengið silfurverð- laun fyrir safn mitt af íslenzkum brúarstimplum. Síðan segir orð- rétt: „Má hann una mjög vel við þann dóm, því að enn er fullmikið af „fílatelískum" hlutum 1 safni hans, þótt það hafi tekið miklum stakkaskiptum frá í fyrra. Hér á ég að sjálfsögðu við auðsæjan til- búning, einvörðungu gerðan til þess að ná í stimpla frá fáförnum stöðum og afskekktum póststöðv- um. Allt um það verður ekki fram hjá því gengið að stimplarnir eru ekta, þ.e. frá réttum tíma. Eins má gjarnan spyrja sjálfan sig: Hvern- ig átti að vera hægt að ná í stimpil frá mjög afskekktri póststöð í fámennri sveit nema bera sig eftir „björginni" sjálfur?" Síðan minn- ist þú á Bíó-Petersen og segir orð- rétt: „Umslög til hans eru nú víða í söfnum manna, enda er örugg- lega oft erfitt að sneiða hjá þeim, þegar sýna þarf fágæta stimpla." Svo mörg voru hin heilögu orð. Þú varst einn af dómurum sýn- ingarinnar, og sem slíkur brauzt þú þær reglur, sem dómurum er skylt að hlýta, þ.e. að óheimilt er að gefa upp álit einstakra dómara. En þér er vorkunn. Safn mitt fékk hæstu verðlaun allra íslenzku safnanna, þrátt fyrir það að þú reyndir í dómnefndinni að fá það lækkað. Þetta heitir á gamalli og góðri íslenzku að hefna þess í hér- aði, sem hallaðist á Alþingi. í safni mínu voru 5 stimplar, sem hvergi eru þekktir nema þar. Þar á meðal 1 frá Reykjavík, ólík- ur öllum öðrum stimplum þaðan. Þetta er útgáfudagsstimplun 14.V.1937. Á fundi í Félagi frímerkjasafn- ara, sem formaður félagsins bauð mér á, og haldinn var í Álftamýr- arskóla eftir sýninguna, kom þessi stimpill til umræðu. Þú lézt þér fátt um finnast. Sagðir að engin fyrstadagsstimplun hafi farið fram þann dag, heldur aðeins þ. 15.5. og að þetta væri augljós föls- un. Ekki fannst þér umtalsvert að stimpillinn var óþekktur. í grein í Morgunblaðinu fyrir ca. 2 árum gazt þú þess, að þér hafi gefizt kostur á að heimsækja frímerkjaklúbbinn Öskju á Húsa- vík. Þú varst með hástemmt lof um framtak þeirra öskjumanna. Þá varst þú á biðilsbuxunum eftir atkvæði þeirra til formannskjörs í Landssambandi ísl. frímerkja- safnara. í sambandi við lands- sambandsþing sl. vetur sýndu þeir Öskjumenn söfn sín í hinu nýja félagsheimili við Síðumúla. Þar var m.a. sýnd Chr.X. blokk stimpl- uð á útgáfudegi 14.5. 1937 með sama Reykjavíkurstimpli og not- aður var við stimplunina 15.5. 1937. Ég benti þér á þetta á staðn- um. Það þarf sérkennilegt ímynd- unarafl til að álíta þessa stimplun fölsun. Nú spyr ég þig. Heldur þú því fram að þarna hafi þessi ágæti Öskjufélagi verið að sýna blokk með falsaðri fyrstadagsstimplun? Ef svo er, þá ráðlegg ég þér að skipta um biðilsbuxur næst þegar þú falast eftir atkvæði þeirra. En kannski eru upplýsingar þínar úr bók þinni um íslenzk frímerki, og þá er þér að vísu nokkur vorkunn. Af því að þú ert nú við vísinda- störf i Danmörku, þá er þér hollt að minnast danska málsháttarins: „Man kan ikke báde blæse og have mel i munden." Dagsetningin 14.V. 1937 er jafngild í mínu safni, þótt ekkert atkvæði fylgi. Á frímerkjasýningunni IS- LANDIA 1973 fékk safn ábyrgð- arbréfa „Frá öllum póststöðvum á landinu" hæstu verðlaun íslenzkra safna. Auk þess sérstök heiðurs- verðlaun frá bandarískum söfnur- um. Að vísu vantaði bréfhirðing- una Ögur, en hún hafði fallið niður fyrir mistök úr skrá pósts- ins árið áður. Viðkomandi verð- launahafi hafði sent sjálfum sér ábyrgðarbréf frá öllum póststöðv- um landsins og notað við það skrá póstsins. öll voru bréfin eins, lítil hvít fyrstadagsumslög með sömu utanáskrift. Mér er ókunnugt um að þú hafir nokkursstaðar skrifað „Það þarf varla að taka það fram, að Hópflug ít- ala, Zeppelin og Sol- berg-bréf eru undan- tekningarlítið tilbúin bréf. Eða til hvers halda menn að sé verið að senda sjálfum sér bréf „post restante“ til fjar- lægra landa, og fái þau síðan send til baka?“ stafkrók um, að „fullmikið hafi þar verið af „fílatelískum" hlut- um“. í maí 1973 lét ég stimpla 10 kr. hátíðarfrímerkið, sem gefið var út í tilefni 100 ára afmælis skild- ingafrímerkjanna, á sérprentuð- um umslögum á útgáfudegi á öll- um póststöðvum landsins. Um- slögin voru án utanáskriftar. Þess vegna voru þau að lokinni stimpl- un send mér í ábyrgðarbréfi. Þeg- ar ég ákvað að sýna stimplasafn mitt á frímerkjasýningu í Hafnar- firði 1983, hitti ég einn dómarann, Hálfdán Helgason, og spurði ég hann, hvort rétt væri að sýna nokkuð af þessum ábyrgðarbréf- um í stimplasafni mínu, þar sem þau væru send mér. Að vísu ætti ég önnur bréf eða frímerki með stimplum frá flestum þessara staða, en sumsstaðar væru stimpl- arnir á þessum bréfum fallegri. Hálfdán taldi sjálfsagt að sýna þau bréf. Þú varst á öðru máli og var safnið lækkað fyrir það. Þú tókst mig tali og bentir mér á, að ég ætti í framtíðinni að gæta þess að láta senda einhverjum öðrum bréfin, þá væri allt í lagi. Ég sagð- ist ekki hafa hugsað mér að sýna tilbúin bréf í safni mínu. Þegar ég svo gekk frá safni mínu fyrir NORDIU 84, þá tók ég þessi bréf út og lét önnur í stað- inn, að undanskildum 4—5 bréf- um, sem að sjálfsögðu eru jafngóð öðrum ábyrgðarbréfum, þótt þau hafi verið send mér. Þar á meðal var Olíustöðin í Hvalfirði sem varla er hægt að kalla „mjög af- skekkta póststöð". Bréf til Bíó- Petersen voru 4. Þrem þeirra fylgdi sami stimpill á lausu frí- merki, en Villingavatnsstimpill- inn var á því fjórða. í safni mínu voru 240 blöð („fullmikið var þar af fílateliskum hlutum"). Á NORDIU 84 voru m.a. 3 söfn með flugpósti, fyrsta flug hingað og þangað, Zeppelin og Solberg- bréf. Það var fróðlegt að bera þessi 3 söfn saman, þar sem þau voru hlið við hlið. Þar voru mjög mörg tilbúin bréf á litlum hvítum umslögum með samskonar frí- merkjum, skrifað utan á til sömu manna (oftast íslenzkra) með sömu ritvél og á sama hátt, t.d. eintómir stórir stafir í öllum nöfn- um. En eigendur tveggja safnanna voru útlendingar. Það þarf varla að taka það fram, að Hópflug ít- ala, Zeppelin og Solberg-bréf eru undantekningarlítið tilbúin bréf. Eða til hvers halda menn að sé verið að senda sjálfum sér bréf „poste restante“ til fjarlægra landa, og fái þau síðan send til baka? Sá útlendinganna sem fékk gyllt silfur fyrir safn sitt er formaður sýningarnefndar á frímerkja- sýningunni AMERIPEX 86, sem haldin verður í Chicago 1986. Um þetta safn segir þú: „Er þetta mjög gott safn, enda var það verð- launað með gylltu silfri.“ Ekki orð um að þar hafi verið „fullmikið af fílateliskum hlutum." En allur er varinn góður. Ekki var búið að skipa í dómarastörfin á AMERI- PEX 86. Nú má ekki skilja orð mín svo, að þetta safn hafi ekki verð- skuldað verðlaunin, öll þrjú söfnin voru góð, en óneitanlega er af- staða þín spaugileg. Það er ekki sama hvor heldur á pennanum, Jón eða séra Jón. Rannsóknir þínar á því hvar þriggja hringa númerastimpill 236 hafi verið notaður eftir 1930 leiddu ekki til neins. En það var auðfundið á skrifum þínum, þegar við Tore Runeborg vorum búnir að finna hvar hann hafði verið notað- ur, að þú áttir erfitt með að viður- kenna það. Hann hafði sem sagt verið notaður á Flögu í Skaftár- tungum, heimaslóðum þínum. Ég hef haft gaman af mörgum þáttum þínum um frímerki í Morgunblaðinu, en ég býst við að blaðið ætlist til, að þar sé skýrt frá málum á hlutlægan hátt, en þínum einkamálum sinnt annars staðar. Ráðlegt er fyrir þig að fara gætilega i öll skrif um íslenzka brúarstimpla, á þeim hefur þú ekki meiri þekkingu en kötturinn á Sjöstjörnunni. Höfundur er verkfrredingur og stimplasafnari. ChHstian X 37 Útgáfustimpillinn 14. v. 1937 ZT ÍS (2E) KRABBASÚPA Sérstaklega vandað hráefni og meistaraleg meðferð, gerir súpurnarað þeirri bragðljúfu gæðafæðu sem er svo eftirsóknarverð á borðum sælkera. Súpurnar njóta sín einnig vel í sjávarréttagratíni og sósum. Þú opnar ora dós og gæðin komaíijós! HUMARSÚPA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.