Morgunblaðið - 25.07.1985, Side 51

Morgunblaðið - 25.07.1985, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ1985 51 Bömmero Myndbönd Árni Þórarinsson. „Stærsta erótíska kvikmynd aldarinnar" var slagorð auglýs- ingaherferðarinnar fyrir nýjustu mynd hjónanna John og Bo Derek, Bolero. Vafalaust hefur markmið þeirra hjóna einmitt verið að skapa slíkt tímamótaverk. En árangurinn varð einhver mesti bömmer aldarinnar í bíómyndum. Bolero var sýnd hér í Austur- bæjarbíó í prentaraverkfallinu í fyrra og fór því sjálfsagt fram hjá mörgum. Þeim má nú bæta það upp á myndbandi. f Bolero gefst kostur á að sjá englakroppinn á frú Derek frá hinum ýmsu sjónar- hornum, gjarnan í mjúkum slæðu- sveipuðum fókus, hægagangi (slow-motion) og þegar hápunkt- um er náð, frystum myndrömmum (freeze-frame). Allt er það voða intressant, svona álíka merkileg lífsreynsla og að fletta einum ár- gangi af Playboy. Með þessum listrænu samfarastellingum frú- arinnar, er sögð ofurlítil saga, Bo í gufubaði í Bolero skrifuð af herra Derek, um unga enska hefðarfrauku með því heill- andi nafni Ayre McGillivray sem kveður skólann sinn á þann hátt að taka niður um sig fyrir framan kennarana og leggur upp í lang- ferð með Catalínu, vinkonu sinni og þjóninum dygga, Cotton (aum- ingja George Kennedy í mestu niðurlægingu ferils síns), til að missa meydóminn. Fyrst verður á vegi hennar arabískur sheik sem ekki stendur sig sem skyldi, en á Spáni fer hagur meyjarinnar að vænkast í örmum myndarlegs nautabana. Og þar finnur Ayre McGillivray eftir nokkur skakka- föll kynferðislega sælu. Þessa þroskasögu túlkar frú Derek af þeirri dýpt og tilfinningu sem unnt er að ætlast til af vel tálguðu sápustykki. Og hún er kvikmynduð og klippt af herra Derek eins og um uppstillingu fyrir karlatímarit sé að ræða. Það er svo sem við hæfi. Bolero er ekki listræn klám- mynd, heldur aðeins rándýrt heimilisföndur tveggja kjafta- dálkapersóna frá Hollywood sem fengið hafa nokkrar ranghug- myndir um eigið ágæti. Stjörnugjöf: Bolero * Fislétt Myndbönd Árrti Þórarinsson Eitt af því sem tilfinnanlega vantar á myndbandaleigurnar hér lendis eru sýnishorn af eldra Hollywoodgríni af fáguðu sort- inni, myndir leikstjóra eins og Billy Wilder, Frank Capra og leik- ara eins og Cary Grant, James Stewart. Miklu algengara er að slíkar myndir reki á fjörur ís- lenska sjónvarpsins. Þetta er af- slöppuð, fislétt afþreying sem notalegt er að eiga aðgang að. Gamanmyndin That Touch of Mink er af þessu tagi og hún fæst allvíða hér á leigunum. Hún er að vísu ekki í úrvalsdeildinni, gerð 1962 af minni háttar spámanni, Delbert Mann, en er prýdd hnyttnu handriti eftir Stanley Shapiro og Nate Monaster, og um- fram allt sérlega skemmtilegum og þjálfuðum leikhópi, þar sem eru Cary Grant, sá óviðjafnanlegi sjarmör og snillingur í skopleik, Doris Day og í aukahlutverkum Gig Young, Audrey Meadows og John Astin. Grant er forríkur, ókvæntur viðskipajöfur sem einn vondan veðurdag ekur framhjá Day, ungri atvinnulausri stúlku, þar sem hún er á gangstétt og skvettir yfir hana úr stórum rign- ingarpolli. Grant er séntilmaður og býður Day skaðabætur, en fær í staðinn á sig hnapphelduna áður en yfir lýkur og eftir mikinn mis- skilning, mörg ferðalög til Ber- muda, farsakenndar uppákomur, eltingarleik og pilsaþyt. Day og Grant eiga þarna í höggi við teprulegan kynferðismóral og tog- streitu peninga- og tilfinninga- gengis. Leikararnir fara á kostum í dellunni sem er óvenju geindar- lega skrifuð. Sem dæmi má taka þessi ummæli um árangur kven- frelsisbaráttunnar í hnotskurn: „Karlar hafa komið ár sinni vel fyrir borð. { tvö þúsund ár höfum við eldað matinn þeirra, alið upp börnin þeirra, þvegið fötin þeirra og húsakynni. Og hvað höfum við fengið í staðinn? Leyfi til að reykja á almannafæri." That Touch of Mink er því mið- ur ekki markaðssett hér með sér- gaman Grant — millinn Day — atvinnuleysinginn staklega vönduðum hætti. Látum vera þótt myndin heiti Allt fyrir minkinn á umbúðunum, en Líf í loðfeldi á spólunni sjálfri. Verra er að myndgæðin eru lítil, kópían rispuð og slitin, og svokallaðir Eastmanlitir hafa hreinlega vask- ast út í yfirfærslu á myndband. Myndin er því í grá-bleiku. En það er samt gaman að henni. Stjörnugjöf: That Touch of Mink *★ 'A MetsöluHad á hvetjum degi! VÖRULOFTIÐ, Sigtúni 3, sími 83075. z,***X*'* Stór útsala Hummel íþróttagaliar — verð frá 990 kr. Ódýra hornið hefur opnað aftur. Verð frá kr. 10. Heitt kaffi á könnunni VISA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.