Morgunblaðið - 25.07.1985, Page 58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ1985
mnmm
M Ég get eicki sctt C99 ofan á
ristOub bfaub- ba& rbllar alLiaf úfaf."
Ég skil ekki orðið til fulln-
ustu en virðist það sé
rassskelling?
HÖGNI HREKKVÍSI
Austurstræti eftir breytinguna.
Umbætur í Austurstræti
Reykvíkingur skrifar:
Ég vil koma á framfæri kæru
þakklæti til borgaryfirvalda í
Reykjavik fyrir þær umbætur sem
nú hafa verið gerðar í Austur-
stræti. Það hafði nefnilega komið
áþreifanlega í ljós að það voru
mistök á sínum tíma að setja þess-
ar upphækkanir með grasinu í
götuna. Bæði var það að þær tóku
mikið pláss frá hinum gangandi
vegfarendum sem fjölmenna í
strætið einkum á góðviðrisdögum
og juku þannig á þrengsli og ör-
tröð. Og í annan stað kom það í
ljós að vegna átroðnings náði
gróður ekki að dafna í þeim og
þær voru bara moldarflag en ekki
gróðurvinjar. Nú hefur verið bætt
úr þessu með því að setja í staðinn
smekklegar hellur. Þetta held ég
að verði til bóta og ýti undir þá
þróun sem stefnt var að, að í Aust-
urstræti megi þrífast skemmtilegt
mannlíf, eins og víða þekkist á
göngugötum erlendis.
Indverji óskar eftir pennavinum
Velvakanda barst fyrir nokkru
bréf frá ungum Indverja sem óskar
eftir að komast í bréfasamband við
Þessir hringdu . . .
Þakkir
fyrir
skilvísi
Bryndís Óskarsdóttir hringdi:
Fyrir nokkrum dögum varð
ég fyrir því að tapa verðlauna-
peningi fyrir ökuleikni, sem
var mér mjög kær. Ég auglýsti
eftir honum og tilkynnti lög-
reglunni hvarf hans en hvort
tveggja án árangurs. Ég óttað-
ist því að hann væri mér glat-
aður. En í fyrradag gerðist það
að lögreglan hafði samband við
mig og sagði að hann væri
kominn fram. Lögreglan sagði
að barn hefði fundið hann og
skilað honum til lögreglunnar.
Lögreglumennirnir sögðu mér
hins vegar ekki nafnið á þessu
barni og ekki heldur hvort það
var strákur eða stelpa. Mér
þykir miður að geta ekki þakk-
að þessum skilvísa finnanda
persónulega fyrir skilvísina og
vil því biðja Velvakanda að
koma á framfæri kæru þakk-
læti til hans fyrir mig. Megi
skilvísi þessarar ungu mann-
eskju verða öðrum til fyrir-
myndar.
íslendinga sem frætt gætu hann um
land og þjóð. Bréfið hljóðar svo í
lauslegri þýðingu:
„Með bréfi þessu sendi ég öllum
fslendingum hlýjar kveðjur, þó ég
búi í fjarlægu landi hef ég fengið
mikinn áhuga á að vita meira um
land ykkar.
Ég er 25 ára og hef lokið prófi í
rafmagnsverkfræði og starfa nú í
rafeindafyrirtæki í eigu indverska
ríkisins. Meðal helstu áhugamála
minna eru ferðalög, Ijósmyndun
og pennavinskapur. f kjölfar leið-
angurs sem Indverjar sendu ný-
lega til Suðurskautslandsins hef
ég fengið mikinn áhuga á heim-
skautasvæðum, þjóðum sem þar
búa, siðum þeirra, lífsháttum
o.s.frv. Vegna þess hversu loftslag,
þjóðfélagshættir og efnahags-
ástand er gjörólíkt erum við Ind-
GIM skrifar:
Þegar forráðamenn listahátiðar
ætla að velja tónlistarmenn á há-
tíðina þá finnst mér að eitthvað
mætti gera fyrir unglingana. Þá
ég ég ekki við 11 til 12 ára krakka
eða fólk um eða yfir tvítugt heldur
u.þ.b. 14 til 16 ára. Siðast þegar
eitthvað almennilegt var gert
fyrir þennan hóp var að mig minn-
ir árið 1982 þegar Human Legue
komu hingað. Það komu alltaf
jassarar og sinfóníu- og óperu-
gaurar, en engin popphljómsveit,
svo okkur finnst kominn tími til
að fá hingað góða og vinsæla
hljómsveit. Varðandi þá hugmynd
af fá Dire Straits til landsins vil
ég segja að þeir eru ekki hljóm-
sveit fyrir unglina. Meirihlutinn
verjar fáfróðir um þessi fjarlægu
lönd.
Vonandi getið þig hjálpað mér
að finna pennavin á íslandi með
því að birta þessa bón mína í blaði
ykkar. Ég er þess albúinn að eiga
bréfaskipti við hvern þann sem
áhuga hefur á að skrifa mér og
segja mér frá einhverju sem hann
eða hún telur frásagnarvert. Með
von um góðar undirtektir,
Yðar einlægur
N.C. Mishra
Fyrir þá sem hafa áhuga á að
svara þessu bréfi, fylgir hér utan-
áskrift Indverjans en hann skrifar
á ensku.
Mr. Naba Kumar Mishra
Engineer (design)
Bharat Heavy Electricals Ltd.
Mysore Road, Bangalore —
560026, India.
af þeim sem hlustar á þá getur
varla flokkast undir það að vera
unglingar. Flestir unglingar reyna
að fylgjast með og hlusta því á
vinsælustu hljómsveitirnar, svo
sem Frankie Goes to Hollywood
og U2. Ef þið viljið unglingunum
vel fáið þá vinsælustu hljómsveit-
irnar.
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Hljómsveit fyrir ungl-
ingana á Listahátíð