Morgunblaðið - 25.07.1985, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLl 1985
63
VALSMENN yfirspiluðu Þróttara
gjörsamlega þegar liöin mœttust
á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Úr-
slitin uröu 3:0 og heföu allt eins
getaó veriö mun meira skorað í
leíknum en Guðmundur Erlings-
son markvörður Þróttar sá til
þess aö mörkin uróu ekki fleiri.
Þróttarar hafa aöeins fengiö eitt
stig úr síðustu fimm leikjum sín-
um og virðist ástandið nú dökkt
hjá liöinu. Valsmenn skora nú i
fyrsta sinn þrjú mörk í leik síðan í
fjórðu umferð deildarinnar.
Liöin skiptust á um aö sækja
framan af leiknum i gærkvöldi og
Atli Helgason átti tvö þokkaleg
marktækifæri snemma í leiknum
en brást bogalistin í báöum tilvik-
um. Þegar leikiö haföi veriö í rúm-
an stundarfjóröung tóku Valsmenn
öll völd á vellinum og eftir þaö átti
Þróttur ekki möguleika.
Fyrsta markiö skoraöí Heimir
Karlsson á 36. mínútu og var þetta
jafnframt fyrsta mark Heimis með
Val. Allur aödragandi aö markinu
var mjög góöur svo og markið
sjálft. Valur Valsson gaf mjög góöa
sendingu á Guömund Þorbjörns-
son sem lék upp í horniö hægra
megin. Hann gaf góöan bolta fyrir
markiö þar sem Heimir var aleinn
rétt utan markteigs og skallaöi fal-
lega í netið.
Valsmenn áttu nokkur mark-
tækifæri eftir þetta en allt kom
fyrir ekki, inn fyrir línuna vildi
knötturinn alis ekki.
Strax á þriöju mínútu síöari hálf-
leiks skoruðu Valsmenn sitt annaö
mark og var undirbúningur þess
síst lakari en viö fyrsta markiö.
Heimir gaf á Þorgrím Þráinsson
sem hljóp fallega meö knöttinn
upp í horniö hægra megin og gaf
• Heimir Karlsson skallar hór í mark Þróttara. Heimir var aleinn og óvaldaöur eins og myndin ber með sér. Fyrsta mark Heimis með Val.
Yfirburðir Valsmanna
fyrir á fjærstöngina þar sem Ingvar
Guömundsson var illa valdaöur og
skallaöi í hliöarnetiö viö fjær-
stöngina, algjörlega óverjandi fyrir
Guömund í markinu.
Síöasta markiö í leiknum kom
ekki fyrr en rétt undir lokin en í
millitíöinni áttu Valsmenn um þaö
bil tug marktækifæra sem ekki
nýttust sem skildi. Guömundur
markvörður Þróttar varöi mjög vel
í leiknum og einu sinni hreint ótrú-
lega. Þaö var þegar Ingvar fékk
sendingu rétt utan markteigs,
skaut mjög föstu skoti viöstööu-
laust aö marki en Guömundur
kastaöi sér fyrir knöttinn og á
ótrúlegan hátt tókst honum aö
verja í hornspyrnu. Frábær mark-
varsla.
Þaö var síöan á 87. mínútu sem
Guöni Bergsson skoraöi þriöja og
síöasta mark þessa leiks. Boltinn
barst inn í vítateiginn þar sem aö
minnsta kosti þrír Valsmenn
Þróttur — Valur
0:3
reyndu skot en alltaf í varnarmenn.
Loks barst boltinn til Guöna sem
lagöi hann yfirvegaö fyrir fætur séi
og skoraöi meö góöu ckoti í hliö-
arnetiö. Laglega gert hjá Guöna
sem haföi aöeins brugöiö sér i
sóknina.
Eins og áöur segir voru yfirburö-
ir Vals miklir í þessum leik. Liöiö
lék vel en hefði mátt nýta sér þau
fjölmörgu marktækifæri sem þeir
fengu aöeins betur. Guöni Bergs-
son og Guömundur Kjartansson
léku best í gær og allar sóknartil-
raunir Þróttar voru örugglega
brotnar á bak aftur af þeim og
bakvöröunum tveimur, Þorgrími
og Grími. Magni Pétursson skilaöi
hlutverki sínu á miöjunni vel þó svo
hann væri ekki mjög áberandi í
leiknum og þaö sama má segja um
alla leikmenn Vals. Guömundur
Þorbjörnsson þyrfti aö nýta tæki-
færin betur en hann átti þó mikinn
þátt í flestum tækifæra Vals.
Þaö er eitthvað meira en lítiö aö
hjá Þrótturum. Þaö stóð varla
steinn yfir steini í leiknum, nema
fyrstu 15 mínúturnar. Guömundur
var aö vísu mjög góöur í markinu
og nýliöinn Benedikt Sigurösson
skilaöi hlutverki sinu sem hægri
bakvöröur vei. Aörir leikmenn liös-
ins eiga aö geta gert mun betur.
I STUTTU MÁLI:
Laugardalsvöllur 1. deild.
Þróttur — Valur 0:3 (0:1)
MÖRK VALS: Heimir Karlsson á 36. mínútu,
Ingvar Guömundsson á 48. mín. og Guóni
Ðergsson á 87. min.
GUL SPJÖLD: Kristján Jónsson, Þrótti.
DÓMARLBaldur Scheving og komst hann vei
frá hlutverki sinu.
AHORFENDUR: 560
EINKUNNAGJÖFIN:
ÞRÓTTUR: Guómundur Erlingsson 4, Kristján
ÞRÍR leikir voru í 4. deild, F-riöli, í
gærkvöldi. A Djúpavogi skildu
efstu liðin, Neisti og Sindri, jöfn,
bæöi liðin skoruðu eitt mark.
Þorbjörn Björnsson fyrir Neistann
en Þórhallur Jónasson fyrir
Sindra með gullfallegu langskoti.
Höttur tapaöi fyrir Hrafnkatli á
Jónsson 2, Loftur Ólafsson 2, Ársæll Krlst-
jánsson 2. Pétur Arnþórsson 2, Daði Harðar-
son 2, Atli Helgason 2, Sigurjón Kristlnsson 1.
Julius Júlíusson t, Benedlkt Sigurösson 3.
Ásmundur Helgason 2, Theodór Jóhannsson
(vm. á 67. min.) 2.
VALUR: Stefán Arnarson 3, Þorgrimur Þrá-
insson 3, Guðfnundur Kjartansson 4, Guðni
Bergsson 4. Sævar Jónsson 3. Guðmundur
Þorbjörnsson 3, Valur Valsson 3, Ingvar Guð-
mundsson 3. Grímur Sæmundsen 3, Magnl
Pétursson 3. Heimir Karlsson 3.
Egilsstöðum, 2:0, og á Neskaup-
staö tapaöi Egill fyrir Súlunni, 2:1.
Albert Jensson skoraöi annaö
mark Súlunnar, en hitt var sjálfs-
mark heimamanna. Aöalsteinn
Þóröarson skoraöi mark Egils.
Sindri er enn efstur í F-riðlinum,
en Neisti fylgir fast á eftir.
4 deild, F-riðill:
Sindri enn á toppnum
Drengjalandsliðið
fer til Noregs
DRENGJALANDSLIÐ islands,
skipað leikmönnum 15 ára og
yngri, heldur til Noregs laugar-
daginn 27. júlí nk. þar sem þaö
tekur þátt í Noröurlandamótinu
sem hefst 29. júlí og stendur til 3.
ágúst.
Fyrsti leikur liösins veröur gegn
Svíum 29.7, þá Dönum 30.7., þann
31.7. verður leikið gegn Englend-
ingum, sem eru gestir á mótinu,
1.8. gegn gestgjöfunum, Norö-
mönnum, 2.8. verður gefið frí en
3.8. veröur síöasti leikur liösins,
gegn Finnum.
Skömmu eftir leikinn gegn Finn-
um veröur flogiö heim frá Bergen
en þar fer mótiö fram.
Þjálfari liösins, Lárus Loftsson,
hefur nú valiö 16 leikmenn til bátt-
töku í mótinu og skipa þann hóp
eftirtaldir piltar:
Markveröir:
Karl Jónsson, Þrótti R.
Orri Ýrar Smárason, Selfossi
Aðrír leikmenn:
Gísli Björnsson, Selfossi
Haraldur Ingólfsson, ÍA
Tryggvi Tryggvason, ÍA
Bjarni Benediktsson, Stjörnunni
Siguröur Bjarnason, Stjörnunni
Árni Þ. Árnason, Þór Ak.
Páll V. Gíslason, Þór Ak.
Steinar Adolfsson, Víkingi Ól.
Rúnar Kristinsson, KR
Þormóöur Egilsson, KR
Haraldur Haraldsson, Víkingi R.
Egill Örn Einarsson, Þrótti R.
Gunnlaugur Einarsson, Val
Ólafur Viggósson, Þrótti N.
Bjarni Sveinbjörns-
son skorinn upp í
dag við meiðslunum
— sem hann hlaut á Akranesi — Leik-
ur ekki meira með Þórsurum í sumar
• Bjarni Sveinbjörnuon í bar-
áttu viö Jón Sveinsson í Fram.
ÞAÐ ER nú Ijóst aö Bjarni
Sveinbjörnsson, sem verið hef-
ur einn besti maður Þórsliðsins,
mun ekki leika meira með liðinu
í knattspyrnunni í sumar.
Bjarni meiddist í leiknum gegn
ÍA á Akranesi á laugardag. i
fyrstu voru meiösli hans ekki tal-
in mjög alvarieg, en viö rannsókn
kom hiö gagnstæöa í Ijós. Bjarni
veröur skorinn upp í dag vegna
meiösla þeirra er hann hiaut á
hné á Akranesi og er nú Ijóst aö
hann leikur ekki meira á þessu
keppnistímabili. Hann veröur í
gipsi í þrjár vikur eftir uppskurö-
inn. Þaö þarf ekki aö taka fram
hversu mikil blóötaka þaö er fyrir
Þórsliöiö aö missa Bjarna. Hann
er markahæsti leikmaöur liösins í
sumar — haföi skoraö sjö mörk,
og veriö hættulegasti sóknar-
maöur liösins.