Morgunblaðið - 25.07.1985, Qupperneq 64
OSKJUHLID
KEILUSALUWIWW
OPIWW 1000-00.30
HlfKKUR í HBMSKEÐJU
FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR.
Geri ráð fyrir að
skila útgerðinni
tvöföldu verði
— segir forstjóri íslenskra matvæla
hf., sem flutti út ópillaða rækju í gær
ÍSLENSK matvæli hf. í Hafnarfirði
eni nú að gera tilraunir með útflutn-
ing á rækju í skel. Sigurður Björns-
son, framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, sagði í samtali við Morgunblað-
ið, að hann hefði flutt út eitt og hálft
tonn af ópillaðri rækju til Svíþjóðar í
gær, miðvikudag, með áætlunarflugi
Flugleiða. „Ég veit ekki til þess að
neinn hérlendis hafi reynt útflutning
á rækju á þennan hátt fyrr og er
þetta algjör tilraunastarfsemi hjá
mér. Ég reikna þó með að geta skil-
að útgerðarfélögunum, sem tilbúin
eru í samvinnu, tvöföldu því verði
sem þau fá með því að leggja hana
upp hér á landi,“ sagði Sigurður.
„Við erum að gera þetta í sam-
vinnu við Húsvíkinga. Við settum
suðupotta um borð í annan togar-
ann þeirra, Júlíus Havsteen, til
þess að sjóða rækjuna. A síðasta
sólarhring veiðiferðar er stærri
rækjan tekin úr og snöggsoðin um
borð og kæld niður. Rækjan kem-
ur í höfn á Húsavík á þriðju-
dagsmorgnum. Þar býður flutn-
ingabíll, sem flytur rækjuna til
Keflavíkur, vel ísaða og í 20 kílóa
pakkningum. Síðan fer hún um
borð í flugvél Flugleiða, sem flýg-
ur beint til Svíþjóðar. Rækjan fer
að mestu til Gautaborgarsvæðis-
ins, væntanlega í kæliborð versl-
ana,“ sagði Sigurður.
Sigurður sagði að mjög stór
rækjumarkaður væri fyrir hendi í
Svíþjóð. „Flestir sænskir frysti-
togarar, sem eru á rækjuveiðum,
frysta rækjuna í skel sinni. Lítið
framboð hefði hins vegar verið á
frosinni rækju svo íslensk mat-
væli væru eingöngu að þessu til að
reyna að fullnægja eftirspurninni
sem til staðar er. Neitandinn fær
rækjuna inn á borð til sín í skel-
inni og sér hann síðan um að
plokka skelina utan af um leið og
hann borðar rækjuna."
Þjóðskrá:
Breyting kostar
tvær milljónir
HAFINN ER undirbúningur að umfangsmiklum skipulagsbreytingum á þjóð-
skrá. Fela þær meðal annars í sér forritun og aukna tölvuvæðingu, breyt-
ingar á meðferð þjóðskrár í vélum og aðrar skipulagsbreytingar á vinnu-
brögðum varðandi þjóðskrárhaldið. Liður í þessum breytingum er að færa
þjóðskrána úr nafnnúmerum í fæðingardagsnúmer. Heildarkostnaður við
þessar skipulagsbreytingar er áætlaður um 2 milljónir króna.
„Það er verið að vinna undir-
búningsvinnu að ýmsum breyting-
um á þjóðskránni, sem nauðsyn-
legar eru áður en hægt verður að
breyta nafnnúmerum í fæðingar-
dagsnúmer", sagði Hallgrímur
Snorrason, Hagstofustjóri, í sam-
tali við Morgunblaðið. Sagði Hall-
grímur að helsta breytingin væri
fólgin í að raða skránni í staf-
rófsröð eftir bókstöfum, en ekki
tölustöfum eins og nafnnúmera-
kerfið fæli í sér og til að sú breyt-
ing gæti orðið þyrfti að lagfæra
nafnritunina sjálfa í skránni.
Skráin hefði byggst upp á löngum
tíma með misjafnri tækni og því
þyrfti að samræma nafnritunina
áður en hægt er að raða skránni í
stafrófsröð eftir bókstöfum. Hall-
grímur sagði að ekki lægi fyrir
hvenær þessari undirbúnings-
vinnu yrði lokið og breytingin úr
nafnnúmerum í fæðingardags-
númer kæmi til framkvæmda. Sú
breyting væri aðeins hluti af
heildarbreytingu á meðferð þjóð-
skrár í vélum og ýmsum skipu-
lagsbreytingum á vinnubrögðum í
sambandi við þjóðskrárhaldið,
meðal annars umfangsmikillar
forritunar. Þær breytingar væru
mjög dýrar, en áætlaður heildar-
kostnaður væri um 2 milljónir
króna.
MorgunblaðiA/Bjarni
Þessi mynd var tekin f gær niður Hvítá ofan brúar og er Hvítár-
skálinn vinstra megin. Handan klapparinnar hægra megin sér f
þakið á Ferjukoti. Kristinn Fjeldsted f Ferjukoti sagði að allar
sandeyrar í ánni væru nú óvenjustórar miðað við árstíma og hann
hefði ekki í fjölda ára séð undirstöðu brúarstólpans jafn vel og sést
á innfelldu myndinni.
Hvftá í Borgarfirði óvenju vatnslítil:
Klappir og eyrar sem ekki hafa
sést í 20 til 30 ár standa upp úr
segir Kristján Fjeldsted, bóndi í Ferjukoti
„ÞAÐ ER óvenju Iftið vatn í ánni
og víða standa upp úr henni klapp-
ir og eyrar sem hafa ekki sést í 20
til 30 ár,“ sagði Kristján Fjeldsted,
bóndi í Ferjukoti í Borgarhreppi,
um ástand Hvítár í Borgarfirði.
Sagði Kristján að þetta stafaði
fyrst og fremst af því að þurrkar
hafa verið miklir að undanförnu og
eins væri lítill snjór í fjöllum eftir
fremur snjóléttan vetur.
„Laxinn hreyfir sig auðvitað
lítið við svona aðstæður og því
hefur stangaveiðin í þveránum
verið léleg," sagði Kristján
ennfremur. „Hins vegar hefur
netaveiðin í Hvítá sjálfri verið
góð að sama skapi. Laxinn held-
ur mest kyrru fyrir í hyljunum
og fer lítið í þverárnar. Þegar
svona lítið er í ánni verður vatn-
ið of heitt og laxinn tregur.
Hérna fyrir framan bæinn er
allt þurrt, en slíkt hefur ekki
sést í háa herrans tíð“ ,sagði
Kristján Fjeldsted.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er svipaða sögu að
segja af öðrum ám á Vestur- og
Suðurlandi, sem eru flestar
óvenju vatnslitlar um þessar
mundir.
Áfengisvarnanefnd Reykjavíkur:
Gegn endurnýjun
v ínv eitingaley fa
Áfengisvarnanefnd Reykjavíkur
hefur lagst gegn endurnýjun vínveit-
ingaleyfa til þriggja veitingahúsa. Á
fundi borgarráðs á þriðjudag var mælt
með endurnýjun, en nefndin hafði
leitað eftir stuðningi borgarráðs um
synjun leyfanna. Til vara leggur
áfengisvarnanefnd til aö sala á bjór-
líki verði bönnuð í veitingahúsunum.
Veitingahúsin sem sækja um
Stærsta seiðaeldisstöðin hér
á landi byggð í Ölfusinu
Stefnt að framleiðslu stórlaxa til kaldreykingar fyrir erlenda markaði
í ÖLFIJSINU er þessa dagana verið
að bora eftir heitu vatni fyrir íslensk-
sænska fiskeldisfyrirtækið Silfurlax
hf. Ef heitt vatn fæst, sem allar líkur
eru taldar á, verður stærsta laxeldis-
stöð landsins byggð í landi Núpa III í
Ölfusi á þessu og næsta ári.
Eigendur Silfurlax eru þrír ís-
lenskir aðilar og þrír Svíar, og er
sænski viðskiptajöfurinn Curt Nic-
olin, stjórnarformaður ASEA AS,
einn þeirra. Að Núpum verður
byggð klak- og seiðaeldisstöð og
verður byrjað á því að byggja
klakhús fyrir haustið og síðan haf-
ist handa við að byggja eldishús,
sem þurfa að vera til á næsta ári til
að taka við seiðum úr klakinu í
haust. f stöðinni verða framleidd
allt að einni milljón sjógönguseiða,
og er stöðin því 5 sinnum stærri en
Kollafjarðarstöðin, sem undanfarin
ár hefur verið stærsta seiðaeldis-
stöð landsins.
Eigendur fyrirtækisins hyggja á
framhaldseldi hluta seiðanna í
strand- og sjókvíum og hafbeit.
Hófu þeir hafbeitartilraunir á síð-
asta ári í samvinnu við þrjár aðrar
laxeldisstöðvar. Er ákveðið stefnt
að framleiðslu stórlaxa til kald-
reykingar fyrir erlenda markaði.
Hafbeitartilraunirnar miða því
að því að auka hlutfall stórlaxins,
þ.e. þess hluta laxins sem dvelur 2
ár í sjó, auk þess sem reynt er að
auka lífslíkur hafbeitarlaxins.
Sjá: „Upphanð rakið til laxveiöi-
ferðar í Norðurá“, á bls. 36.
endurnýjun leyfa og áfengisvarna-
nefnd mælir gegn eru Sælkerinn,
Hellirinn og Við sjávarsíðuna. í
fréttatilkynningu dómsmálaráð-
herra 10. júní síðastliðinn er kveðið
á um, að farið verði að tiilögum
áfengisvarnanefndar um úthlutun
nýrra vínveitingaleyfa. f samtali
við Morgunblaðið eftir fund borg-
arráðs, kvaðst Jón Helgason,
dómsmálaráðherra, ekki hafa tekið
afstöðu til umsóknanna, en lagði
áherslu á að ráðuneytið væri aðeins
bundið af umsögn áfengisvarna-
nefnda um úthlutun nýrra vínveit-
ingaleyfa.
Sex veitingahús sækja um þessar
mundir um endurnýjun vínveit-
ingaleyfa. Auk fyrrtaldra eru það
Bixið á Laugavegi, Góðborgarinn og
óðinsvé. Áfengisvarnanefnd
Reykjavíkur mælti með umsókn
Óðinsvéa á þeim forsendum að veit-
ingasalan sé í tengslum við hótelið.
Fyrir nokkru var umsókn veit-
ingastaðar á Laugavegi hafnað eftir
að áfengisvarnanefnd hafði mælt
gegn henni.