Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR11. ÁGÚST 1985 Morgunblaðið/Júlíus Það þarf lagni til að komast upp og niður gangstéttarbrúnir en Viðar segir að í þessu sem öðru skapi æfingin meistarann. FEGINN AÐ ENGINN BAUÐ MER FAR — segir Viðar H. Guönason sem fer allra sinna ferða í hjólastól VIÐAR H. Guðnason, sem starfar hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra lagði af stað til læknis á mið- vikudaginn. Flestir fara einhvern tíma til læknis en líklega velja fæstir sama ferðamáta og Viðar. Hann hefur verið fatlaður frá 16 ára aldri og fer ferða sinna í hjólastól. Þannig hélt hann af stað frá heimili sínu á Kópa- vogsbrautinni, upp Urðarbraut- ina, síðan Kársnesbraut, Kringlumýrarbraut og Sléttuveg til Borgarspítalans. „Mér datt í hug að reyna þennan ferðamáta og þetta gekk mjög vel,“ sagði Viðar í samtali við Morgunblað- ið. „Á leiðinni upp á spítalann hafði ég austangjóluna í fangið og var þess vegna svolítið dasað- ur. Ferðin tók 35 mínútur og all- ir í umferðinni voru mjög til- litssamir. Sem betur fór bauð mér enginn far því ég vildi Viðar fór i BorgarspíUlann til að láU líU á eyrað og tók Einar Thoroddsen læknir á móti honum. kanna hvort ég gæti þetta en ég er handviss um að hefði ég látið sem ég vildi far hefði ekki staðið á liðveislu ökumannanna. Viðar sagðist fara víða á hjólastólnum en hann mundi ekki eftir að hafa farið þessa vegalengd áður. „Ég hef keppt fjórum sinnum á heimsmeist- arakeppni fatlaðra og þar kynnt- ist ég því hvernig hægt er að bjarga sér þótt maður sé bund- inn í hjólastól. Ég get nefnt sem dæmi að á keppninni sem haldin var í Stoke Mandeville í Bret- landi árið 1977 ætlaði ég að skreppa með nokkrum kanadísk- um félögum mínum sem einnig voru í hjólastólum niður í bæ að kaupa mér samloku. Þegar við vorum komnir dágóðan spöl spurði ég hvort við værum ekki að komast á leiðarenda. Þá kom í ljós að ég þurfti að ferðast sex mílur til að kaupa samlokuna! Ég vildi frekar fá mér brauð- sneið á keppnisstaðnum og snéri við en þessi saga sýnir vel að það er hægt að komast allt ef viljinn og æfingin er fyrir hendi. Samvinna norrænna hjúkrunarfræðinga: /T Arlegur fundur haldinn á íslandi Fulltrúafundur Samvinnu nor- rænna hjúkrunarfræðinga (SSN) verður haldinn hér á landi 10. 11. og 12. september nk., en slíkir fundir eru haldnir einu sinni á ári, til skipt- is á Norðurlöndunum. Rætt verður um menntun hjúkrunarfræðinga, stöðu og ábyrgð með tilliti til þróunar heil- brigðismála á Norðurlöndum, en kröfur varðandi menntun hjúkr- unarfræðinga eru nokkuð mis- jafnar í löndunum. Ákveðnum aðila er falið að ann- ast undirbúning þess efnis sem lagt er til grundvallar umræðun- um og er það danskur hjúkrunar- fræðingur, sem annast efnisöflun að þessu sinni og hlaut hún til þess styrk SSN, 10.000 krónur norskar, sem úthlutað er árlega. Fundinn munu sækja um 100 manns. Samvinna norrænna hjúkrunar- fræðinga (SSN) var stofnað árið 1920. Félagsmenn eru um 200.000 hjúkrunarfræðingar. Stjórn sam- takanna skipa formenn hlutaðeig- andi hjúkrunarfélaga. Formaður Hjúkrunarfélags íslands er Sig- þrúður Ingimundardóttir. Húsin verða tilbúin 30. nóvember. Húsavík: Sjö sjálfseignarhús í byggingu fyrir aldraða SJÖ sjálfseignarhús eru í byggingu á vegura Hvamms, dvalarbeimilis aldraðra á Húsavík, og á að afhenda þau tilbúin 30. nóvember nk. Hvert hús er 88 fermetrar að stærð, þriggja herbergja. Aðalpósthúsið, R-l: Ný pósthólf tekin í notkun NÝ PÓSTHÓLF hafa verið tekin í notkun í pósthúsinu R-1 í Pósthús- stræti 5 í Reykjavík. Pósthólfin eru í kjallara hússins, en gömlu hólfin á fyrstu hæðinni, sem gegnt hafa hlut- verki sínu frá árinu 1958, verða nú senn rifin. í fréttatilkynningu frá Póst- og símamálastofnuninni segir að pósthólf hafi fyrst verið tekin í notkun í Reykjavík skömmu fyrir aldamót, í tíð Sigurðar Briem póstmeistara, sem sjálfur fjár- magnaði framtakið. Hin nýja pósthólfadeild er hönnuð af Jósef. S. Reynis, arkitekt, og eru hólfin gerð fyrir blöð af stærðinni A4. Einnig verða leigð hólf, sem eru þrefalt stærri og henta vel stórum fyrirtækjum og stofnunum. Fljót- lega er ætlunin að afhending krossbands- og ábyrgðasendinga með pósthólfsáritunum fari einnig fram í pósthólfadeildinni. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fengust hjá Jóhanni Hjálm- arssyni, blaðafulltrúa stofnunar- innar, bætast nú við 448 hólf, verða þau 1.785 talsins í stað 1.337 áður. „Leigunni hefur verið stillt mjög í hóf“ sagði Jóhann, „en árs- leiga er nú 230 krónur fyrir minni hólfin, en 280 krónur fyrir þau stærri." Einnig vildi Jóhann Séð yfir pósthólfasalinn. benda á að því miður væru brögð að því að fólk merkti ekki póst- sendingar sínar nægilega vel. „Nauðsynlegt er að árita póst- sendingar með fullri póstáritun,“ sagði hann. „Sending sem á að fara í pósthólf i pósthúsinu R-l, þarf að vera merkt með númeri hólfsins og 121 Reykjavík, en ekki 101 Reykjavík, eins og oft vill verða,“ bætti hann við. „Röng árit- un getur seinkað pósti verulega." „Aætlaður kostnaður við heild- arbreytingu þá, sem fram fer á stofnuninni um þessar mundir var áætlaður 13—14 milljónir króna," upplýsti Þorgeir K. Þorgeirsson, forstjóri Umsýsludeildar Póst- og símamálastofnunarinnar, er hann var inntur eftir kostnaðarhlið framkvæmdanna. „Einnig var Björn Björnsson, póstmeistari í Reykjavík, og Garðar Einarsson, úti- bússtjóri á R-l, í hinum nýju húsa- kynnum pósthólfadeildarinnar. áætlað að verkinu lyki í septem- ber, en nú þykir ljóst að það mun dragast fram í október á þessu ári, og getur það aukið útgjöldin eitt- hvað,“ bætti hann við. „Kostn- aðurinn við sjálf pósthólfin, sem eru úr stáli, nam 1,7 milljónum króna.“ í pósthólfadeildinni í pósthús- inu R-1 vinna átta menn á tveimur vöktum og verður opnunartími deildarinnar frá kl. 7:30—20:00 virka daga og á laugardögum frá kl. 7:30-14:00. Innan skamms mun svo af- greiðsla pósthússins R-1 færast í Hafnarhvol við Tryggvagötu, með- an á viðgerð og endurnýjun húss- ins við Pósthússtræti stendur. Ný afgreiðsla verður svo væntanlega opnuð aftur í október, á sínum gamla stað. Að sögn Harðar Arnórssonar, forstöðumanns dvalarheimilisins, eru sex húsanna nú þegar seld og hafa ýmsir verið að velta því sjöunda fyrir sér. Hvert hús kost- ar 2,1 milljón miðað við verðlag í apríl sl. „Á dagskránni er að byggja fjögur svona hús í viðbót seinna meir og síðan kemur til greina að önnur hús, t.d. raðhús, rísi á lóðinni, en ekki er farið að hanna neitt ennþá og verður lík- lega nokkur bið á. Húsin verða af- hent tilbúin að utan sem innan, en með grófjafnaðri lóð. Fólkið, sem keypt hefur húsin, er Húsvíkingar, sem eiga fyrir stærri eignir og vilja losa sig við þau og fara í minna. Einnig njóta eigendur húsanna allrar þeirrar þjónustu sem þeir óska frá dval- arheimilinu, bæði hvað varðar læknisþjónustu svo og með þvott, mat og annað slíkt. Gert er ráð fyrir fjarskiptasambandi frá hús- unum inn á elliheimilið." Hörður sagði að á dvalarheimil- inu sjálfu væru 48 vistmenn, en 80 manns væru á biðlista. „Aldurs- takmörkin hafa verið miðuð við ellilífeyrisaldurinn, en meðalaid- urinn hjá okkur er 81 ár,“ sagði Hörður. Mýyatnssveit: Loksins þurrkur Bjork, MýnlnnKveil, 8. áfpixt. EFTIR nálega þriggja vikna óþurrkakafla brá til betra veðurs í síðustu viku. Voru þá samfelldir þurrkar frá sunnudegi til föstu- dags. Mjög hlýtt var suma dagana, eða milli 15 og 20 stig. Þessa daga náðist inn mikið af heyi á ágætis verkun. Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.