Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 188. tbl. 72. árg.__________________________________LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Er gagnnjósnakerfi V-Þjóðverja hrunið? — yfirmaður gagnnjósna sækir um hæli í Austur-Þýskalandi Vestur-Berlín, 23. ágúst AP. AUSTUR-ÞÝSKA fréttastofan ADN tílkvnntí í dag aö háttsettur yfirmað- ur í gagnnjósnadeiid vestur-þýsku leyniþjónustunnar, Heinz Joachim Tiedge, hefði beðið um pólitískt hæli í Austur-Berlín. T.edge stjórnaði gagnnjósnum Vestur-Ujóðverja í Austur-Þýskalandi. Nú er leitað þriggja manna, sem eru grunaðir um njósnir fvrir Austur-Þjóðverja, þar á meðal einkaritara Martins Bangemanns, viðskiptaráðherra, en þremenn- ingarnir hurfu fyrr í þessum mán- uði. Hans Neusel, ritari í innanrík- isráðuneytinu í Bonn, sagði á fréttamannafundi í dag að verið væri að rannsaka hvort Tiedge hefði verið foringi umfangsmikils njósnahrings og bætti við að flótti hans gæti stofnað vestur-þýskum Perú: Yfirmenn ríkis- fyrirtækja reknir Lim«, Perú, 23. ágúst. AP. HINN nýkjörni forseti l’erú, Alan Garcia Perez, tilkynnti ■ gær um að- haldsaðgerðir stjórnar sinnar, þar á meðal uppsagnir þriðjungs háttsettra yfirmanna í ríkisfyrirtækjum. Garcia tilkynnti einnig um sölu á „ónauðsynlegum" bifreiðum í eigu hins opinbera og algera stöðvun mannaráðninga hjá rík- inu. Hinn 36 ára gamli forseti, sem er jafnaðarmaður, sagði, að ráð- stafanir þessar mundu duga til þess að afla ríkissjóði þeirra tekna Sex manns felldir í S-Afríku Jóhaniu'sarhorg, Suóur-Afríku, 23. ágÚNt. Al’. 8EX féllu og 20 særðust í óeirðum, sem urðu í nótt milli svertingja og lögreglumanna í norðanverðri Suð- ur-Afríku. Samtök svartra náma- manna frestuðu í gær fyrirhuguðum verkföllum. Óeirðir voru í nótt við smábæ, sem hvítir menn byggja, og skaut lögreglan jafnt blýkúlum sem gúmmíkúlum á ' fólkið. Kyrrð komst á í dögun en þá lágu sex í valnum og 20 voru særðir. Lög- reglan segir, að svertingjarnir hafi ráðist á bæinn með grjót- og bensínsprengjukasti og því ekki verið um annað að ræða en taka á móti. Samtök svartra námamanna ákváðu í gær að fresta verkfalli, sem boðað hafði verið til á sunnu- dag. Átti verkfallið að ná til 29 gull- og kolanáma en gullgröftur er undirstaða efnahagslífsins í Suður-Afríku. I. júlí sl. ákváðu eigendur námanna að hækka laun- in við námamenn um 14—19% þótt ekki hefði náðst um það for- mlegt samkomulag. Hafa þeir nú boðið 2,8% hækkun að auki og verður tilboðið lagt fyrir náma- menn. Ef þeir sætta sig ekki við það munu verkföllin hefjast 1. september. sem á þyrfti að halda til að skapa ný atvinnutækifæri og efla heil- brigðisþj ónustuna. Hann kvað þegar hafa tekist að spara sem svaraði um tveimur milljónum dollara á því að fækka starfsfólki í sendiráðum landsins um allan heim. í aðhaldsaðgerðum stjórnarinn- ar felst einnig bann við hvers kyns utanferðum opinberra starfs- manna á vegum ríkisins. Alan Garcia, forseti Perú. njósnurum í Austur-Þýskalandi í hættu. Hið útbreidda dagblað Bild Zeitung sagði í dag að tveir mik- ilvægir vestur-þýskir . njósnarar hefðu í dag flúið til Vestur-Berlín- ar, en Tiedge hefði ætlað að fletta ofan af þeim. Kölnarblaðið Express greindi frá því í dag að stjórnin í Bonn hefði þegar kvatt njósnara sína í Austur-Þýskalandi heim og sagði að grunur um njósnir fyrir Aust- ur-Þjóðverja hefði fallið á Tiedge á þriðjudag, en hann hvarf á mánudag. Neusel sagði á fundinum að Ti- edge hefði gegnt mikilvægum embættum hjá vestur-þýsku leyniþjónustunni í nítján ár og að- allega starfað við gagnnjósnir sem beindust gegn Austur-Þjóðverj- um. Kvað Neusel flótta Tiedges hafa vakið menn til alvarlegrar um- hugsunar um öryggismál Vestur- Þýskalands því að búist væri við að hann mundi ljóstra upp ríkis- leyndarmálum fyrir Áustur- Þjóðverja. En Tiedge hefði verið þaulkunnugur starfsaðferðum gagnnjósnadeildarinnar og það gæti tekið tvö ár að bæta skaðann sem yrði af uppljóstrunum hans. AP/Símamynd Konur og börn sitja þröngt á palli vöruflutningabifreiðar á leið frá borgar- hluta Múhameðstrúarmanna í Beirút til hafnarborgarinnar Sídon. Margir hafa flúið Beirút undanfarna daga vegna átakanna. Flugvöllurinn í Beirút opnaður: Hörð átök þrátt fyrir vopnahlé Beirút, 23. ágúst. AP. MIKLIR skotbardagar blossuðu upp í Beirút í dag, en Múham- Noregur: Dulargáfan er illa séð í dómsmálum Osló, 23. ágúst. Krá fréttaritara MorgunblaAsins. KONA, sem að eigin sögn er skyggn, hefur fengið nafn sitt skráð í norska réttarsögu. Var hún kviðdómari ásamt öðrum en þegar hún lýsti því yfir í miðjum klíðum, að hún gæti „séð“ alla atburöarás- ina fyrir sér, var kviðurinn ruddur og konan beðin að koma sér burt. Konan, sem er 36 ára gömul, átti ásamt öðrum kviðdómurum að kveða á um sekt eða sýknu manns, sem sakaður var um ofbeldisverk. í réttarhléi gekk hún til dómarans og sagði hon- um, að hún væri skyggn og gæti því séð fyrir sér allt sem gerðist. Þess vegna vissi hún hver væri sekur. Konan var nú beðin að víkja úr dómnum og ekki bara vegna þess að hún væri gædd yfirnátt- úrulegum hæfileikum, heldur eóstrúarmenn og kristnir menn I gær af stórskotaliðsárásum sem sömdu um vopnahlé. Létu þeir í I staðið hafa undanfarna daga og orðið hafa um 320 borgurum að bana. Flugvöllurinn í Beirút var opnaður aftur í dag, en honum var lokað á miðvikudag þegar sprengja eyðilagði Boeing 727 þotu og skemmdi þrjár aðrar flugvélar. Vopnahléð, sem Sýrlendingar áttu frumkvæðið að, hófst á mið- nætti á fimmtudag. Lögreglan sagði að kristnir þjóðvarðliðar og múhameðstrúarmenn hefðu haldið áfram að skiptast á skot- um og varpa sprengjum yfir’ „grænu línuna" sem skiptir borginni, þrátt fyrir samning fulltrúa beggja aðilja um vopna- hlé. Talið er að 20 borgarar hafi fallið í síðustu rimmunni fyrir vopnahléð og 89 særst. Hefur þá að minnsta kosti 321 látið lífið og 1.100 særst í sprengingum síðan 10. ágúst. einnig af því að hún hafði haft samband við skyggna konu í Sví- þjóð, sem líka hafði opinberast sannleikurinn í málinu. Með því hafði hún rofið þagnareiðinn. Konan segir, að síðastliðin fjög- ur ár hafi hún haft hæfileikann til að „sjá sýnir" eins og þá, sem dómsmálið snerti, en það var um mann sem var stunginn hnífi og sviptur öðru eyranu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.