Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 48
or^imWaítiít
ETTT KORT ALLS STADAR
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR.
Mættust
KVKDJA þurfti lögregluna á vett-
vang til aö leysa úr ágreiningi
tveggja vörubílstjóra sem mættust í
austurhlióinu í Sundahorg skömmu
eftir hádegi í gær, og neituóu báðir
í hliðinu og hvorugur vildi víkja
að víkja. Stóó í stappi milli þeirra í
rúman hálftíma þegar hliövöróur
ákvaó að kalla á lögregluna til aö
tala um fyrir mönnunum.
Að sögn sjónarvotts tóku lög-
reglumennirnir af yfirvegun á
málinu, og tókst þeim um síðir að
telja bílstjórana á að sá þeirra
sem fjær væri hliðinu skyldi víkja.
Var fjarðlægðin mæld svo ótvíræð
niðurstaða fengist og bakkaði þá
sá sem fjær var. Höfðu vörubíl-
arnir þá tafið umferð um hliðið í
a.m.k. klukkutíma.
vegna verkfalls opinberra starfs-
manna. Reiknað er með að fram-
kvæmdir muni hefjast í byrjun
febrúar og standa í fjóra mánuði.
Arkitektinn sem teiknaði Kjar-
valsstaði, er mótfallinn því að loft-
inu sé breytt og hefur opinberlega
lýst því yfir að hann muni nota öll
tiltæk lögleg ráð til að vernda hug-
verk sitt að sögn Einars.
Lifði af 34 þús-
und volta straum
„ÞAÐ SKILUR enginn hvernig ég fór að því að lifa þetta
af. Menn tala um kraftaverk, en sjálfur hef ég enga skýr-
ingu,“ segir Aðalgeir Gíslason, tvítugur Húsvíkingur, sem
fékk í sig 34 þúsund voita straum úr háspennuvír, m.a. í
viðtali við blaðamann Morgunblaösins, sem birtist á síðu 4
í dag.
Slysið varð þann 8. júlí sl.
þegar Aðalgeir var að störfum
við Laxárvirkjun. Hann er nú
nýútskrifaður af Landspítalan-
um, þar sem hann þurfti að
gangast undir margar erfiðar
aðgerðir. Hann hlaut mikinn og
hættulegan bruna og var vart
hugað líf fyrstu sólarhringana,
m.a. sökum gífurlegs vökvataps,
sem fylgir slíku áfalli. Ekki er
vitað til þess að maður hafi áð-
ur lifað það að fá svo mikinn
rafstraum og má til saman-
burðar nefna að straumur, sem
fólk getur fengið úr venjulegri
heimilisinnstungu er 220 volt.
Morgunblaðiö/Albert Arnarson
Aðalgeir Gíslason og unnusta hans, Bryndís Sigurðardóttir. „Hún sat hjá
mér allan þennan tíma og var minn styrki stafur,“ segir Aðalgeir m.a. í
viðtali við Morgunblaðið.
Sjúkrahúsin á Akureyri og f Kristnesi:
Mikill munur á laun-
um hjúkrunarfólks
— Ekki hægt að ætlast til að fólk geti unað við þetta
misrétti segir framkvæmdastjóri Kristnesspítala
Morjfunbladid/Björn Guömundsson
Nóg að bíta
og brenna
l»eir hafa það greinilega gott
klárarnir á Snæfellsnesinu.
I>essi hross stóðu í kafagrasi,
allt upp í kvið, og ættu því að
hafa nóg að bíta og brenna.
Þessi hestur var sá eini í hópn-
um sem gaf sér tíma til að líta
upp þegar Ijósmyndarinn
smellti af. Síðan hélt hann
áfram að úða í sig grasinu, eins
og ekkert hefði í skorist.
LAUN sjúkraliða á Fjóröungssjúkra-
húsinu á Akureyri (FSA) eru
14—17% hærri en laun sjúkraliða á
Kristnesspítala í Eyjafirði. Hjúkrun-
arfræðingar fá 3% hærri laun hjá
FSA en í Kristnesi og munurinn á
launum Ijósmæðra er 11 —15%.
Hafa sjúkraliðar við hjúkrun aldr-
aðra á Akureyri svipuð laun og
hjúkrunarfræðingar í Kristnesi, og í
einum starfsaldursflokknum, eftir 6
ára starf, hafa sjúkraliðar hærri laun
á Akureyri en hjúkrunarfræðingar í
Kristnesi.
Bjarni Arthúrsson, fram-
kvæmdastjóri Kristnesspítala,
sagði að ástæða þessa launamunar
væri sú að þrátt fyrir að bæði
þessi sjúkrahús þæðu rekstrarfé
sitt af fjárlögunum, kæmist Akur-
eyrarbær upp með að semja fyrir
sjúkrahúsið á Akureyri um hærri
laun við starfsmannafélögin en
fjármálaráðherra gerði fyrir rík-
isspítalana.
Bjarni sagði að þetta misræmi
væri svo hrikalegt að hann hefði
líkt því við aðskilnaðarstefnu og
ekki hægt að ætlast til að fólkið
gæti unað við þetta misrétti. Enda
væri mikil óánægja meðal starfs-
fólksins og nokkrir sjúkraliðar
hefðu þegar sagt upp störfum. Ef
Kristnesspítali fengi ekki nú þeg-
ar að greiða sömu laun og FSA
myndu sjúkraliðarnir hverfa í
stórum stíl frá sjúkrahúsinu.
Flestir sjúkraliðarnir væru bú-
Sjónvarpið:
Lengri dagskrá -
aukið barnaefni
ÚTVARPSRÁÐ hefur gengið
frá vetrardagskrá sjónvarps-
ins. Helsta breytingin verður
sú að dagskráin mun hefjast
kl. 19.00 alla daga og verður
barnaefni sjónvarpað til
klukkan 19.50.
Að sögn Ingu Jónu Þórð-
ardóttur formanns Ut-
varpsráðs verður nú unnið
að því að auka til muna efni
fyrir börn í sjónvarpinu.
Sigríður Ragna Sigurðar-
dóttir hefur verið ráðin um-
sjónarmaður barnaefnis hjá
sjónvarpinu.
settir á Akureyri og væri þeim ek-
ið til og frá vöktum fram hjá
sjúkrahúsinu á Akureyri, þar sem
mun hærri laun væru greidd fyrir
sömu vinnu.
Bjarni sagði að til viðbótar
þessu launamisrétti kæmi það að
miklu meira vinnuálag væri á
Kristnesspítala en á FSA. í
Kristnesi væru 2,47 sjúklingar á
bak við hvern starfsmann við
hjúkrunarstörf en víðast hvar á
hliðstæðum deildum væru 1,1—1,5
sjúklingar á bak við hvern hjúkr-
unarstarfsmann. Þá væru starf-
andi iðjuþjálfar, sjúkraþjálfar, fé-
lagsráðgjafar og fleiri starfsmenn
annars staðar á öldrunardeildum
en ekki á Kristnesspítala.
Fornleifafundurinn
á Dagverðamesi:
Aldurs-
greiningin
stenst
ekki
„ÞAÐ ER Ijóst að rústirnar eru ekki
nærri eins gamlar og við töldum í
fyrstu," sagði Þorvaldur Friðriksson í
samtali við Morgunblaðið í gær. Þor-
valdur vann að uppgreftri í Dagverð-
arnesi í sumar og sendi þá til ald-
ursgreiningar í Noregi birkikol úr
eldstæði sem þarna fannst. Svonefnd
(VI4 aðferð var notuð við greininguna
og voru niðurstöður hennar túlkaðar á
þann veg að líklega væri þarna um aö
ræða rústir frá því um 680. Fleiri sýni
voru síðar send til Þrándheims og er
nú verið að rannsaka þau. Nú þegar
þykir þó Ijóst að þær rannsóknir
hrekja fyrri hugmyndir um aldur rúst-
anna.
„Þó að þar með sé ekkert sem
bendi til að menn hafi búið hér
fyrir 874 kastar þetta engri rýrð á
fornleifarnar sem slíkar. Þær
styðja enn sem fyrr þá kenningu að
á þessu svæði hafi verið mjög öflug
keltnesk menningaráhrif.
Menn hafa löngum viljað skýra
það hversvegna víkingagrafir eru
svo miklu færri þarna en annars
staðar á landinu á þann veg, að
vegagerð hafi verið þar með öðrum
hætti og uppblástur nánast enginn,
en það er vitleysa. Húsarústirnar
sem fundust og steinarnir eru skýr
dæmi um keltnesk áhrif."
Enn eru ekki komnar endanlegar
niðurstöður um aldur fornminj-
anna, en þeirra er að vænta
snemma í september. Skýrslugerð
er ekki lokið heldur. „Það eru því
alls ekki öll kurl komin til grafar
enn og ég vil taka það fram að aldur
rústanna er í sjálfu sér ekki það
sem mestu máli skiptir. Þó vil ég
biðja þá sem hafa sýnt þessum
rannsóknum áhuga og velvilja af-
sökunar á að túlkunin á niðurstöð-
um fyrri aldursgreiningar skuli
hafa reynst röng,“ sagði Þorvaldur
að lokum.
Umboðsmaður Picasso-sýningarinnar:
Loftið á Kjarvals-
stöðum verði falið
UMBOÐSMAÐUR Picasso-sýningar-
innar, sem fyrirhuguð er á Kjarvals-
stöðum í tengslum við Listahátíð í
* mL
UA.
.4»
Reykjavík næsta vor, Gilbert Haas,
hefur ritað framkvæmdastjóra Lista-
hátíðar bréf þar sem þess er óskað,
„að reynt verði að fela loftið á Kjar-
valsstöðum eða því breytt með ein-
hverjum hætti,“ eins og segir orðrétt í
bréfinu. í framhaldi af því hefur Sal-
vör Nordal framkvæmdastjóri Lista-
hátíðar óskað eftir því við stjórn
Kjarvalsstaða að breytingum á loftinu
verði hraöað.
Einar Hákonarson, formaður
stjórnar Kjarvalsstaða, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að
stjórnin hefði fyrir löngu samþykkt
að gera breytingar á loftinu, og
hefðu menn á vegum borgarverk-
fræðings, Steinþór Sigurðsson og
Daði Ágústsson, hannað nýtt loft í
húsið. Var verkið boðið út í fyrra-
haust en framkvæmdir töfðust