Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 8-10 hæða hótel í Nýja mið- bænum — Jón Ragnarsson hyggst reisa bygging- una fyrir 250 milljónir króna í samvinnu við erlenda aðila BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að veita Jóni Ragnarssyni forstjóra forgangsrétt að byggingu 8 tii 10 hæða hótelbyggingar á 10 þús. fermetra lóö í nýja mið- bænum. Forgangsrétturinn gildir til 1. marz á næsta ári. „Hótelið verður byggt í sam- vinnu við erlenda aðila. Sam- kvæmt þeim frumdrögum, sem ég hef látið gera, er gert ráð fyrir milli tvö og þrjúhundruð her- bergjum og hljóðar kostnaðar- áætlunin upp á um 250 milljónir króna,“ sagði Jón. Keppt á kjölbátum ÍSLANDSMÓT á kjölbátum hófst í Fossvogi í gær og var siglt eftir kúnstarinnar reglum til Hafnarfjarðar. Keppnin heldur áfram í dag og henni iýkur á morgun. Eins og sjá má á myndinni er það margt fallegt fleyið, sem þátt tekur í keppninni. „í frumdrögunum er sérstak- lega gert ráð fyrir að hægt verði að halda fjölmennari ráðstefnur en við höfum hingað til ráðið við hér á landi. Þetta eru þær hug- myndir í megindráttum, sem ég kynnti borgarráði. Næst er að er að fá samþykki annarra nefnda borgarinnar. Hvort hugmyndirn- ar í þeirri mynd sem þær eru í dag ná endanlega fram að ganga er of snemmt að segja til um. Ég hef þá trú að hóteirekstur borgi sig í dag. Augu manna bæði hér og erlendis eru að opnast fyrir mikilvægi íslands, sem ferðamanna- og ráðstefnu- lands,“ sagði Jón að lokum. Fulltrúaráö Kennarasambands Islands: Hafnar tíllögu BSRB um nýja atkvæðagreiðslu 2,91 % hækkun á framfærslu- vísitölu SEÐLABANKINN hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir september- mánuð og gildir lánskjaravísitalan 1239. Hækkun lánskjaravísitölu frá mánuðinum á undan varð 2,91%. Umreiknað til árshækkunar hefur breytingin verið sem hér segir: Síðasta mánuð 41,0%, síðustu 3 mánuði 37,6%, síðustu 6 mánuði 32,3%, síðustu 12 mánuði 34,7%. Kennarar ganga úr BSRB 1. janúar FULLTRÚARÁÐ Kennarasambands fslands hafnaði í gær beiðni stjórnar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um að endurtaka allsherjaratkvæða- greiðslu kennara um úrsögn úr BSRB. Allt bcndir því til þess að kennarar gangi úr BSRB um næstu áramót. hafni Fulltrúaráðið því tilmælum stjórnar BSRB þess efnis. Enn- fremur skorar Fulltrúaráð KÍ á stjórn BSRB að viðurkenna úrsögn KÍ úr BSRB, „enda séu engar fé- lagslegar forsendur fyrir áfram- haldandi aðild, eftir jafn ótvíræða viljayfirlýsingu félagsmanna og úrslit atkvæðagreiðslunnar beri með sér.“ Ennfemur var önnur samþykkt gerð á þinginu í gær þar sem Full- trúaráðið óskar eftir því að kjör- stjórn sú sem annaðist allsherjar- atkvæðagreiðsluna á sínum tíma fjalli um niðurstöðu hennar, þann- ig að úrskurður kjörstjórnar liggi fyrir. Að sögn Guðna Jónssonar skrif- stofustjóra Kennarasabands ís- lands, er þetta gert vegna bréfs Forysta BSRB hefur verið ósátt við þá niðurstöðu Fulltrúaráðs BSRB að taka ekki tillit til auðra seðla úr atkvæðagreiðslu Kennara- sambandsins um úrsögn úr banda- laginu, sem fram fór í vor. Ef auðu seðlarnir hefðu verið taldir með, hefði ekki náðst löglegur meirihluti fyrir úrsögninni. Á þingi Fulltrúaráðsins í gær var samþykkt með 21 atkvæði gegn 7 að ítreka fyrri samþykkt ráðsins frá 18. maí, þar sem m.a. kemur fram að úrslit allsherjaratkvæða- greiðslunnar 2. og 3. maí feli í sér úrsögn KÍ úr BSRB og Kennara- sambandið muni frá 1. janúar 1986 starfa utan heildarsamtaka. Segir í samþykktinni að engin haldbær rök mæli með því að endurtaka atkvæðagreiðsluna og Fimm unglingspiltar viðurkenna 19 innbrot stálu og sóuðu á fjórða hundrað þúsund kr. á tæpum tveimur mánuðum FIMM reykvískir piltar á aldrinum 14—16 ára, hafa viöurkennt nærri 20 innbrot og þjófnaöi í Reykjavík og nágrenni í sumar, skv. upplýsingum Rannsóknarlögreglu ríkisins. I'iltarnir stálu rúmlega þrjú hundruð þúsund krónum í peningum auk tóbaks og áfengis. Allt féö er uppuriö enda munu piltarnir hafa lifað hátt, einkum þrír þeirra, allir 16 ára, sem voru foringjar í hópnum. Innbrotin voru framin á tímabil- inu frá í júní og til júlíloka. Þre- menningarnir sextán ára tóku þátt í þeim öllum en tóku hina tvo, 14 og 15 ára, með sér af og til. Fjórir þeirra hafa áður komið við sögu lögreglunnar fyrir þjófnaði og óknytti. Fyrstu innbrotin voru í íbúðar- hús í Suðurhlíðum í Fossvogi. Þar fóru þeir inn í fjórar íbúðir, þar af þrjár þar sem fólk var í fasta- svefni, og stálu 6—8.000 krónum úr veskjum og vösum. Skömmu síðar var farið að næt- urlagi í fjögur einbýlishús í Garða- bæ og stolið þar peningum — þar af eitt þúsund þýskum mörkum úr einu húsanna. I Kópavogi var farið inn í tvö hús og úr öðru þeirra stolið nær 200 þúsund krónum í peningum. Úr benzínsölu Olís við Álfheima stálu þeir 18 þúsund krónum í pen- ingum og afrakstur þriggja inn- brota í verslanamiðstöðina í Suð- sem stjórn Kí barst frá BSRB þann 20. júní, þar sem fram kemur álits- gerð Gests Jónssonar lögfræðings BSRB. Telur Gestur að það sé hlut- verk kjörstjórnar að kveða upp úr- skurði um ágreiningsefni, en geri hún það ekki, sé það hlutverk stjórnar BSRB að taka af skarið. Guðni minnti á það að á sínum tíma hefði kjörstjórn kvatt til fjóra lögfræðinga til að segja álit sitt á hvort taka ætti auða seðla gilda eða ekki, og hefðu tveir talið svo vera en tveir ekki. Þar með taldi kjörstjórn sig vera lausa allra mála. Sagði Guðni Fulltrúaráðið vildi nú fela kjörstjórninni að kveða endanlega upp úr varðandi það hvort auðu seðlarnir teldust með eða ekki. Þingi Fulltrúaráðsins verður fram haidið í dag og m.a. rætt um hugsanlega sameiningu Kennara- sambands íslands og Hins íslenska kennarafélags. urveri var um 130 þúsund krónur. I innbroti í einbýlishús í Skerjafirði náðu piltarnir í áfengi og tvær litl- ar talstöðvar, skiptimynt hirtu þeir á matsölustað á Grensásvegi, skiptimynt og tóbaki stálu þeir í tveimur innbrotum í söluturn á Hlemmi og nokkrum tugum vindl- ingalengja úr verslun í Síðumúla. Tóbakið seldu þeir. Ýmsir hafa haft afskipti af fjór- um piltanna, svo sem lögregla og barnaverndarnefnd borgarinnar, en allar tilraunir til að snúa þeim til betri vegar hafa reynst árang- urslausar til þessa. Þeir gengust hikstalaust við öllum innbrotunum og hafa verið látnir lausir úr vörslu lögreglunnar. Borgarráð úthlutar lóðum til fyrirtækja BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum á fóstudag gær að úthluta átján fyrirtækjum lóöum undir atvinnurckstur víösvcgar um borgina auk þess sem samþykkt var aö gefa tveimur félögum fyrirheit um byggingarrétt á Sigtúnsreit. Lóð við Kringlu 4—6, í nýja miðbænum, sem er samtals 43.750 rúmmetrar, fengu eftir- taldir fimm aðiiar. Nýja Köku- húsið hf. og ísafoldarprent- smiðja hf., sem sóttu um saman og fengu 24.500 rúmmetra undir bakarí, prentsmiðju, skrifstofur og konditorí. Gatnagerðagjaldið er kr. 7.533.015. Landsbankinn fékk 10.500 rúmmetra af lóðinni undir bankastarfsemi og greiðir kr. 3.228.435 í gatnargerðargjöld. Loks fengu Jónas Sveinsson Nóatúni 27 og Gunnar Guð- mundsson Borgartúni 33, 8.750 rúmmetra undir kvikmyndahús og fjölmiðlun. Gatnagerðargjöld, sem komu í þeirra hlut eru kr. 2.690.362. Samþykkt var að úthluta Málningarverksmiðjunni Hörpu hf. 9.300 m2 lóð undir starfsemi sína á svæði milli Stórhöfða og Vesturlandsvegar. Áætlað gatnagerðargjald 5.147.048 mið- að við nýtingu 0,4 og meðalloft- hæð. Gluggasmiðjan hf. fékk út- hlutað lóð milli Stórhöfða og Vesturlandsvegar, sem er 7.300 mz, gegn því að fyrirtækið afsali sér lóð í Grafarvogi, sem það fékk úthlutað 1983. Á sama byggingarreit milli Stórhöfða og Vesturlandsvegar fékk Sandur sf. einnig útlutað 4.700 mz lóð undir starfsemi sína gegn því að afsala sér lóð í Grafarvogi, sem fyrirtækinu var úthlutað 1983. Fjögur fyrirtæki fengu úthlut- un á þremur lóðum við vestan- verðan Lágmúla undir starfsemi sína, Bræðurnir Ormsson hf., Saga film hf., Ólafur H. Jónsson hf. og Snorri hf. sem sóttu um saman. Við Sogamýri austan við Skeifuna fengu fyrirtækin Ryd- enskaffi hf., Víkurbraut sf., Epal hf. og Standberg hf. lóðir undir atvinnuhúsnæði. Á svokölluðum Sigtúnsreit á mótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar fengu þrjú fyrirtæki úthlutað lóðum undir starfsemi sína. Dansstúdíó Sól- eyjar, Ásgeir Einarsson hf. og H.G. Guðjónsson. Auk þess var samþykkt að gefa Kíwanísum- dæminu á íslandi og Breiðfirð- ingafélaginu í Reykjavík fyrir- heit um byggingarrétt á lóðum á Sigtúnsreit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.