Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 Afmæliskveðja: Guðmundur Guðgeirs- son rakarameistari Þann tuttugasta og fjórða þessa mánaðar, þ.e.a.s. í dag, verður einn kunnur borgari Hafnarfjarð- ar sjötugur, Guðmundur Guð- geirsson rakarameistari. Starf hárskerans er með þeim hætti að hann er sífellt í umferðinni í starfi sínu — iðu mannlífsins — og kynnist því ótölulegum fjölda fólks í sínu umhverfi. Guðmundur er fæddur 24. ágúst 1915 í Ólafsvík en flutti með for- eldrum sínum til Hellissands er hann var 5 ára gamall. Foreldrar hans voru hjónin Guðgeir Ögmundsson húsasmiður og Svava Einarsdóttir, sem var dóttir hins þjóðkunna manns Ein- ars Þorkelssonar rithöfundar. Guðmundur ólst upp í stórum systkinahópi en þau voru 8 systk- inin. Á þeim tíma var lífsbaráttan hörð hér á landi. I sjávarþorpun- um var sjósókn og fiskverkun að sjáifsögðu aðalatvinnan. Faðir Guðmundar varð að stunda sjó eins og aðrir í þorpinu því svo lítið var að gera í iðninni á þeim stað að enginn möguleiki var að lifa á því. Snemma segist hann hafa heill- ast af bátunum sem aðrir ungir drengir, þótti tignarleg sjón er þeir komu siglandi að landi með sín hvítu segl. Áhættusöm var sú sjósókn á opnum árabátum og við- sjárverð lending á Sandi. Um það leyti er Guðmundur var 9 ára fórst bátur með 8 mönnum í lendingunni. Líkin náðust öll og voru þau borin í samkomuhús staðarins og geymd þar uns búið var að smíða kistur utan um þau. Það gerði Guðgeir faðir Guð- mundar. Að sjálfsögðu var hinum unga sveini þessi hörmulegi at- burður minnisstæður og sú mikla sorg er ríkti í þorpinu eftir fráfall þessara manna. Sjómaður varð Guðmundur ekki í þeim skilningi að það yrði hans ævistarf þó unnið hafi hann við þann atvinnuveg sem aðrir unglingar á hans aldri. Hann dreymdi um það í æsku að læra einhverja iðngrein sem hann síðar gerði að ævistarfi sínu, en í þá daga eða á hans unglingsárum voru fá tækifæri til að læra slíkt. Snemma byrjaði hann á að klippa menn í þorpinu þó ekki gæfi það peninga í aðra hönd þá náði hann töluverðri leikni í því starfi. Eins og margir drengir sem ólust upp í sjávarþorpum fór Guð- mundur til sumardvalar í sveit. Hefur honum verið sérstaklega hugstæð vera sín hjá sæmdar- hjónunum Jakobínu Jónsdóttur og Páli Þorleifssyni á Hjarðarbóli í Eyrarsveit, þar var hann 4 sumur og minnist þeirra tíma ætíð með hlýju. Þegar hann var 15—16 ára vant- aði hann sumarvinnu en sótti þá um stöðu „kúarektors" þar á Sandi og fékk starfið, passaði hann 30 kýr um sumarið og fór vel á með „rektornum" og hinum mállausu vinum hans sem hann átti að halda í haga á daginn og skila aft- ur að kvöldi. Um tvítugs aldur var Guðmundur staddur í Reykjavík og gekk þá á milli rakarastofanna í bænum en enginn sem hann hitti vildi taka nema. Kunningi hans benti honum þá á rakara sem hann taldi líklegt að tæki nema. Ekki tók sá vel í það en þá segist hann hafa hert upp hugann og sagt honum að hann hefði dálitla æfingu í að klippa og sagði rakar- inn honum þá að ná sér í mann og klippa á stofunni hjá sér og sýna hvað hann gæti. Þetta gerði hann og að því loknu sagði rakarinn „þú kemur mér á óvart sem leikmað- ur“ og þar með komst hann á samning. En í febrúar 1937 byrj- aði hann að læra sitt ævistarf. Ekkert kaup fengu nemar fyrstu 3 mánuðina og kallaðist það reynslutími. Kaupið var sáralítið aðeins 25% af sveinskaupi fyrsta árið og hækkaði örlítið við hvert ár og 45% síðasta árið. { stríðsbyrjun eða 1941 lauk Guðmundur verklegu prófi, hafði hann þá lokið iðnskólaprófi nokkru fyrr en vann sem sveinn í iðngreininni uns hann fékk sitt meistarabréf. Nú var að sjálf- sögðu allt breytt varðandi at- vinnumálin, nóg starf en mikil húsnæðisvandræði í bænum. 3. júlí 1942 giftist Guðmundur Elínu Einarsdóttur frá Höfða- strönd í Skagafjarðarsýslu, hinni mætustu konu og stofnar um það leyti eigið fyrirtæki ásamt öðrum manni. Vel gekk með rekstur stof- unnar en loka verður stofunni vegna húsnæðisvandræða sumarið 1947. Þá um haustið flutti Guð- mundur með sína fjölskyldu til Keflavíkur, setti þar upp eigin rakarastofu og hafði nemendur. Keflavík var þá ört vaxandi út- gerðarbær og var þar nóg að starfa. Þar byggði Guðmundur hús yfir fjölskylduna. Árið 1955 flytja þau hjón til Hafnarfjarðar þar sem þeirra heimili hefir verið síðan og Guðmundur stundaði sina iðn uns heilsan bilaði fyrir nokkrum árum. Guðmundur hefir tekið mikinn þátt í félagsstarfi hárskera m.a. verið í stjórn meist- arafélags þeirra um árabil, setið oft á iðnþingum og var formaður þeirrar nefndar sem vann að und- irbúningi fagskóla hárskera sem stofnaður var 1967 og starfar enn. Það ár efndi iðnaðarmannafé- lagið í Hafnarfirði til hugmynda- samkeppni um félagsmerki fyrir félagið og hlaut tillaga Guðmund- ar viðurkenningu hjá dómnefnd. Þá hefir hann tekið þátt í félags- starfsemi á fleiri sviðum í Hafn- arfirði m.a. verið í framfærslu- nefnd bæjarins og um langt árabil verið í sóknarnefnd þjóðkirkjunn- ar, en hann hefir verið mikill áhugamaður um málefni kirkj- unnar. Þegar endurbætur voru gerðar á kirkjunni fyrir 70 ára afmæli hennar var Guðmundi falið að hafa eftirlit með framkvæmdum og vann hann mikið starf við stjórnun og eftirlit með þeim framkvæmdum þó ekki gengi hann þá lengur heill til skógar. Guðmundur hefir fengið í vöggugjöf hagleik og smekkvísi og ætíð haft gaman af byggingar- framkvæmdum. Eftir að hann flutti til Hafnarfjarðar teiknaði hann nokkur hús að gamni sínu og smíðaði einkar smekkleg líkön. Árið 1964 flutti hann með sína fjölskyldu í nýbyggt hús á Mosa- barði 1. Það hús teiknaði hann sjálfur og vann mjög mikið við byggingu þess. Er mér ekki grunlaust um að þá fasteignaveðlána til einstaklinga Hinn 11. júlí sl. gengu í gildi lög um greiöslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga. Tilgangur þeirra er aö jafna greiðslubyrðina. Greiðslubyrði af greind- um lánum skal ekki þyngjast þótt lánskjaravísitala, byggingarvísitala og/eða raunvextir hækki meira en laun. í greiðslujöfnun felst að hækki laun minna en viðmiðunarvísitala (þ.e. lánskjaravísitala eða byggingarvísitala) er hluta af endurgreiðslu lánsins frestað þartil laun hækka á ný umfram viðmið- unarvísitöluna. Þetta gerist með þeim hætti að mismunur launavísitölu og viðmiðunarvísitölu er færður á sérstakan jöfnunarreikning. Skuld á jöfnunarreikningi telst hluti af höfuðstól lánsins og um hana gilda því sömu kjör og tilgreind eru í lánssamningi. Þessi skuld er síðan endurgreidd hlutfallslega þegar launavísitalan hækkar umfram viðmiðunarvísitölu, eða eftir upphaflegan lánstíma, ef þá er enn skuld á jöfnunarreikningi. Á gjalddaga láns er greiðslumarkið framreiknað miðað við breytingu á launavísitölu, sem Hagstofa íslands reiknar út, og borið saman við þá fjárhæð sem greiða ætti af láninu samkvæmt lánssamningi (afborgun, vextir og verðbætur). Greiðslujöfnunin nær sjálfkrafa til allra sem fá sín lán greidd út eftir gildistöku laganna. Einstaklingar, sem fengið hafa fullverðtryggð lán úr byggingarsjóðunum fyrir gildistöku laganna og eru í greiðsluerfiðleikum, geta sótt um greiðslujöfnun fyrir 1. sept. 1985: 1. Vegna komandi gjalddaga. 2. Vegna fyrri gjalddaga. 3. Vegna komandi og fyrri gjalddaga. Eins og fyrr segir geta einstaklingar, sem eru í greiðsluerfiðleikum, sótt um greiðslujöfnun vegna fyrri gjalddaga. Þeim verður gefinn kostur á að fresta greiðslu, eða hluta af greiðslu, afborgana, vaxta og verðbóta á næsta heila ári hvers láns. Heimilt er að fresta greiðslu á allt að þeirri fjárhæð sem á jöfnunarreikningi stæði, ef ákvæði þessara laga hefðu gilt frá lántöku. Þessi frestun vegna fyrri gjalddaga gildir aðeins einu sinni. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins og bæjar- og sveitarstjórnarskrif- stofum. Umsóknum skal skilað til Húsnæðisstofnunar ríkisins fyrir 1. sept. 1985. Greiðslumarkið er gjaldfallin afborgun auk vaxta, á því verðlagi sem í gildi var 1. mars 1982, hafi lán verið tekið fyrir þann tíma. Hafi lán verið tekið eftir 1. mars 1982 er greiðslumarkið á því verðlagi sem gilti við lántöku. Reykjavík, 24. ágúst 1985. i>oGHú$næði$stofnun ríkisins hafi hann stundum gengið nærri sínu vinnuþreki eftir fullan vinnu- dag á stofunni og svo um helgar. Slíkur var áhugi hans fyrir nýja húsinu sem var að rísa í hverfinu á Hvaleyrarholti. Þetta myndar- lega hús hefir verið heimili þeirra síðan. Þau Elín og Guðmundur eignuðust 4 mannvænlegar dætur sem eru nú allar giftar og eiga börn eins og er lífsins gangur í flestum tilfellum. Við Guðmundur gerðumst landnemar hér á holt- inu, á þessari gróðurlitlu jökul- öldu og námum hér land á nokkuð sama tíma við sömu götuna. Við áttum mörg svipuð áhugamál þó hæst bæri það þó að koma þaki yfir sig eins og sagt er. Vinnan við þessar byggingar var ómæld auka- vinna og vorum við ekki einir með það og þau störf kannski ekki ætíð unnin á hinn auðveldasta eða hag- kvæmasta hátt en takmarkaðist af aðstöðu og tíma hverju sinni. En þessu striti fylgdi sú starfs- gleði landnemans að sjá sitt hús rísa smátt og smátt með eigin vinnu, síðan sjá lóðirnar fyllast gróðri þar sem áður var gróður- laus melur. Báðir áttum við okkar bernsku- spor norðan við Snæfellsjökul, fæddir í sama þorpinu og uppaldir skammt frá fæðingarstað okkar. Guðmundur hefir ritað töluvert í dagblöðin um sín áhugamál og fjölmargar afmælis- og minn- ingargreinar um vini sína og sam- ferðarmenn. Ennfremur mun hann eiga í fór- um sínum skemmtilegar lýsingar frá þorpinu sínu og umhverfi þess og margt frá þeim árum er hann var að vaxa til þroska þó ekki sé þeim minningarbrotum ætlað á „þrykk“ út að ganga en einkennist af frásagnargleði alþýðumannsins skrifað sér til gamans. Ólíklegt má teljast að nokkur kynslóð á þessu landi eigi eftir að lifa jafn miklar breytingar í átt til fram- fara og bætts efnahags sem kyn- slóð okkar Guðmundar hefir lifað. Við höfum lifað hið mikla ævintýr í lífi þessarar þjóðar að stíga úr fátækt kreppuáranna inn í þá stökkbreytingu sem varð á lífs- kjörum hennar sem hófst í byrjun síðari heimsstyrjaldar. Sú kynslóð var þá að verða full- þroska fólk og man því reynslu kreppuáranna og hefir þann sam- anburð á lífskjörum sem voru þá og eins og þau eru nú, þess vegna sjáum við eldra fólkið ástandið nú í nokkuð öðru ljósi, vegna þessarar lífsreynslu. Guð'mundur getur nú litið ánægður yfir gengna ævi- braut, honum tókst það sem hann dreymdi um í æsku að starfa sem sjálfstæður iðnaðarmaður. Eign- aðist góða konu, mannvænleg börn og hóp af efnilegum barnabörnum. Þó heilsan leyfi ekki fyrri störf að neinu ráði, komum við gömlu kunningjarnir enn til hans í rak- arastólinn og er þá spjallað eftir því sem andinn inn gefur um gamla tíma og notið veitinga á þessu myndarlega heimili. Að lok- um þetta: Megi andi þinn ætið vera ungur þó árum fjölgi og ævikvöldið friðsælt. Ólafur Brandsson f dag á einn af þekktari borgur- um Hafnarfjarðar, Guðmundur Guðgeirsson, hárskerameistari, sem hér hefur búið um 30 ára skeið, sjötugsafmæli. Hann er fæddur í Ólafsvík á Snæfellsnesi þann 24. ágúst 1915, sonur hjón- anna Guðgeirs Ögmundssonar, húsasmíðameistara, og Svövu Ein- arsdóttur, sem bæði voru Snæfell- ingar. Um fimm ára gamall flyst hann með foreldrum og systkinum til Hellissands, þar sem hann á heima allt til þess er hann um tvítugt fer suður til Reykjavíkur og hefur nám I hárskeraiðn. Á unglingsárum sínum á Hellissandi vann hann öll algengustu störf til lands og sjávar. Eftir að hann lauk námi vann hann að iðn sinni samfellt í 42 ár, allt þar til hann sökum heilsubrests varð að hætta störfum. Guðmundur hefur starf- að að félagsmálum sinnar stéttar og var meðal annars formaður nefndar þeirrar er undirbjó stofn- un fagskóla hárskera. Þá var hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.