Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LÁUGARDAGUR 24. ÁG0ST 1985 KR-ingar hafa oftast unniö Morgunblaðið/Júlíus • Hólmbert Friðjónsson, þjálfari ÍBK og Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, hafa örugglega í nógu að snúast í bikarleiknum á morgun. Bikarúrslit 1985: Framarar hafa vinninginn — hafa sigrað fjórum sinnum en ÍBK einu sinni KR-ingar hafa oftast sigrað í bikarkeppninni, alls 7 sinnum, en síöan koma Fram, Akranes og Valur en þau hafa hvert um sig sigrað fjórum sinnum. KR-ingar sigruöu t bikar- keppninni í fímm fyrstu skipt- in sem hún var haldín en síð- an þá hafa þeir sigraö tvíveg- is, áriö 1966 og 1967. Vals- menn sigruðu árið 1955 og komu þar með í veg fyrir að KR sigraöi átta sinnum í röö. Sigur í bikarkeppninni hef- ur falliö sem hér segir: KR 7 sinnum Fram 4 sinnum ÍA 4 sinnum Valur 4 sinnum ÍBV 3 sinnum ÍBA 1 sinni ÍBK 1 sinni Víkingur 1 sinni Til úrslita hafa hins vegar leikiö liö sem hér segir: ÍA 12 sinnum Fram 9 sinnum KR 7 sinnum Valur 7 sinnum ÍBV 6 sinnum IBK 3 sinnum Víkingur 2 sinnum ÍBA 1 sinni FH 1 sinnl KR-b 1 sinnl UMB 1 sinni Veröi jafntefli í bikarúrslita- leik skal lengja leikinn um tvisv- ar 15 mínútur og sé þá enn jafnt skal annar leikur fara fram. Þeim leik skal síöan Ijúka meö vítaspyrnukeppni, ef ekki tekst aö fá fram úrslit í þeim leik framlengdum. Aö þessu sinni er líklegt, aö aukaleikur- inn farl fram miövikudaginn 4. september kl. 18.00 á Laugar- dalsvelli. Aöeins einu sinni hef- ur orðið jafntefli í framlengdum úrslitaleik, þaö var áriö 1969 milli ÍBA og íA. STÓRLEIKUR íslenskrar knatt- spyrnu verður á Laugardalsvelli á sunnudaginn, þar mætast Fram og ÍBK í úrslitaleik bikarkeppn- innar. Leikurinn hefst kl. 14 en fyrir leik mun Skólahljómsveit Arbæjar og Breiðholts leika fyrir vallargesti viö innganginn aö vellinum undir stjórn Olafs L. Kristjánssonar. í leikhléi mun Jón Páll Sigmarsson skemmta ásamt félögum sínum en ekki er vitað á þessarí stundu upp á hverju þeir félagar taka aö þessu sinni. Fram sigraði Þór í undanúrslita- leiknum, 3:0 í framlengdum leik en Keflvíkingar sigruöu KA 2:0. Þetta verður 26. bikarúrslitaleikurinn og hafa Keflvíkingar þrívegis áöur leikið til úrsllta en Framarar alls níu sinnum. Aöeins einu sinni hafa lið- ln mæst í bikarúrslitaleik. Þaö var árið 1973 og þá sigraði Fram 2:1. Keflvíkingar hafa einu sinni orð- iö bikarmeistarar en þaö var árið 1975 þegar þeir sigruöu Akurnes- inga 1:0. Tvívegis hafa þeir tapað, áriö 1973 fyrir Fram og 1981 fyrir Skagamönnum. Markatala liöslns úr þessum þremur leikjum er 3:4 andstæðingunum í hag. Fram hefur meiri reynslu í bikar- úrslitum í gegnum tíðina. Þeir hafa níu sinnum leikið til úrslita og fjór- um sinnum hafa þeir hampaö bik- arnum að leikslokum. 1970 unnu þeir ÍBV 2:1 og 1973 unnu þeir Keflvíkinga með sömu markatölu. Valsmenn töpuöu 1:0 fyrir þeim ár- iö 1979 og 1980 voru þaö Vest- manneyjingar sem lagöi voru aö velli 2:1. Fram tapaöi fyrsta bikarúrslita- leiknum fyrir KR áriö 1960 og síö- an hafa þeir tapaö fyrir KR árið 1962, Val 1977, ÍBV 1981 og loks Akurnesingum í fyrra. Markatalan úr þessum níu leikjum er 11:15 andstæöingunum í vil. Sigurður kastaði 87,80 m Holmbert oft í úrslitum bætti fyrri árangur um 3,5 m SIGURÐUR Einarsson, Ármanni náði mjög góðum árangri í spjótkasti er hann kastaði 87,80 metra á frjálsíþróttamóti sem fram fór í Austurríki á fimmtu- dagskvöld. Sigurður varö sigurvegari í spjótkastinu, hann bætti sinn besta árangur um 3,5 metra. Hann átti áöur best 84,30 m sem hann náöi á EOP-mótinu í Reykjavik i vor. Þessi árangur Sigurðar er einn af fimmtán bestu í heiminum í ár. Viö erum þar meö aö eignast ann- an spjótkastara á heimsmæli- kvaröa. Þetta jafngildir fimmta besta árangri á Noröurlöndum í spjótkasti, en Noröurlöndin eiga 7 af 20 bestu spjótkösturum heims. Sigurður hefur veriö á keppnis- og æfingaferö í Evrópu aö undan- förnu. Hann hefur óöum veriö aö ná betri tökum á tækninni meö aö kasta spjótinu og viröist vera kom- inn í góöa æfingu. Sigurður mun keppa á móti í Þýskalandi um helgina, hann haföi til skamms tíma kennt sér meins í olnboga og gat þvi ekki keppt eins og skyldi á siöasta ári. Hann er nú búinn aö ná sér að fullu og hefur honum fariö mikiö fram í sumar og að sögn heimild- armanns á hann eftir aö ná enn lengra er fram líöa stundir. Siguröur hefur lengi veriö í skugga Einars Vilhjálmssonar, hins kunna spjótkastara sem er einnig í Evrópu aö keppa. Viö íslendingar erum því aö eignast tvo spjótkast- ara sem kasta um 90 metra og eru ekki margar þjóöir sem geta stát- aö af því. HÓLMBERT Friðjónsson, þjálfari Keflvíkinga, hefur oft verið í sviðsljósinu þegar um er að ræða bikarúrslitaleik. hann var þjálfari Fram þegar þeir unnu árin 1979 og 1980 og hann var meö lið sitt, Fram, í úrslitum ári seinna, 1981, en tapaöi þá fyrir ÍBV. Svo skemmtilega vill til aö Val- þór Sigþórsson lék þá meö liöi ÍBV og tók þvi bikarinn af Hólmbert. Nú hafa þeir hinsvegar sameinaö krafta sína hjá Keflvíkingum og ætla aö taka bikarinn í samein- ingu. Áriö 1979 léku Fram og Valur til úrslita í bikarkeppninni og lauk þeirri viöureign meö sigri Fram 1:0. Hólmbert var þjálfari Fram þá og sama kvöldiö og bikarúrslita- leikurinn var fæddist honum son- ur. Þetta var 26. ágúst 1979 og mun Hólmbert örugglega muna þann dag lengi. Góður leikur ÞJÁLFARAR Fram og ÍBK, þeir Ásgeir Elíasson og Hólmbert Friðjónsson, voru sammála um að úrslitaleikur liöa þeirra í dag yröi skemmti- legur og spennandi. „Leikurinn leggst vel í mig, Keflvíkingarnir eru meö ungt og frískt liö en viö erum heldur reyndari í svona leikjum og ég tel aö þetta tvennt eigi hvort aö vega upp á móti ööru,“ sagöi Ásgeir þjálfari Fram og bætti síöan viö aö allir í liöi Fram væru heilir og tilbúnir í slaginn. „Ég held aö þetta veröi skemmtilegur leikur. Bæöi liöin hafa leikið opinn bolta í sumar og skoraö mörg mörk og þaö eru snjallir einstakllngar í báö- um liðum þannig aö leikurinn veröur góöur,“ sagöi Hólmbert þjálfari Keflvíkinga. Þegar Hólmbert var spuröur aö því hvort Laugardalsvöllur- inn væri ekki útivöllur fyrir þá, sagöi hann: „Nei ég held að svo sé ekki, þaö þarf að minnsta kosti ekki aö vera svo. Ef áhorf- endur fjölmenna aö sunnan þá veröur þetta enginn útileikur hjá okkur. Viö erum auk þess búnir aö leika svo marga leiki hér í sumar aö þaö er varla hægt aö tala um útivöll í því sambandi." 83 mörk skoruð ALLS hafa veriö leiknir 26 bikar- úrslitaleikir frá því 1960 er fyrst var leikið. Áriö 1969 þurfti auka- úrslitaleik þar sem jafnt var eftir framlengdan leik í fyrra skiptið. Alls hafa verið skoruð 83 mörk í þessum leikjum eða aö meðaltali 3,19 mörk í leik sem verður að teljast nokkuö mikið skor miöað viö hversu mikil spenna er jafnan samfara úrslitaleikjum sem þess- um. Úrslit leikja frá 1960 hafa veriö: 1960 KK:Fram 2K) 1961 KK:ÍA 4:3 1962 KK:Fram 3.-0 1963 KK:lA 3:1 1964 KK:ÍA 4:0 1965 ValurÍA 5:3 1966 KKValur 1:0 1967 KR:Víkingur 3.-0 1968 ÍBV KK b 2:1 1969 ÍBAÍA 3:2 1970 FramÍKV 2:1 1971 VíkingurllBK 1:0 1972 fBV:FH 2H) 1973 Fram:fBK 2:1 1974 ValurÍA 4:1 1975 ÍBK:ÍA 1.-0 1976 ValurÍA 3.*0 1977 ValurFram 2:1 1978 ÍA.Valur l.-O 1979 Fram:Valur l.-O 1980 Fram:fBV 2:1 1981 fBV:Fram 3:2 1982 lA:lBK 2:1 1983 ÍA:ÍBV 2:1 1984 ÍA:Fram 2:1 Firmakeppni knattspyrnudeildar Vals er fyrirhuguð laugardaginn 31. ágúst og sunnudaginn 1. septem- ber, að Hlíðarenda. Um er að ræða riölakeppni, 4 lið í hverjum riðli skipuð 6 útileikmönnum og einum markverði. Leiktími er 2x15 mín. Tvö liö úr hverjum riöli komast síöan áfram í úrslitakeppni. Úrslitaleikir fara fram á grasi. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin á mótinu. Þátttöku ber að tilkynna í síma 11134 fyrir föstudaginn 30. ágúst. KNATTSPYRNUDEILD VALS FIRMAKEPPNI VALS Piquet á 320 km hraða á æfingu ÞAÐ verður harður slagur milli Frakkans Alain Prost á morgun og Michele Alboreto frá ítalíu á Ferrari í Formula 1-kappakstrin- um á Zandvoort-brautinni í Hol- landi á sunnudaginn. Báöir hafa 50 stig til heimsmeistaratitils ökumanna og þar sem aðeins sex keppnir eru eftir skiptir árangur um helgina miklu máli. Prost viröist betur í stakk búinn • til aö ná árangri, hann náöi mun betri æfingatímum en Alboreto. Líklegt er aö Prost veröi því framar í rásröö, en það gæti skipt sköp- um. Besta æfingatíma náöi Brasil- íumaöurinn Nelson Piquet á Brabham, en hann fór brautina meö 215 km meöalhraða, en náöi mest 320 km hraöa á beinasta • kafla brautarinnar. Sló hann met, gamalt brautarmet Prost. Á æfing- um eru allir keppnisbílar búnir sér- stökum vélum, sem eru kraftmeiri en sjálfar keppnisvélarnar og end- ast þær aöeins nokkra hringi. Piquet komst aöeins tvo hringi, þannig aö hraöametiö þarf ekki endilega aö þýöa aö hann sé sigur- stranglegastur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.