Morgunblaðið - 24.08.1985, Side 14

Morgunblaðið - 24.08.1985, Side 14
14 MORGUNBLAPID. LAUGARDAGUR 24. ÁGflST 1985 Elliðavellir 5, fegursti garður Keflavíkur í ár. Eigendur eru Bára l'órðar- dóttir Og HalldÓr HjarUrson. Montunblaaið/Einar Falur Sérstaka athygli vakti frágangur við lóð leiguíbúða aldraðra, Suðurgötu 15—17. i>ar eð íbúðirnar eru á vegum bæjarins, var ekki hægt að verðlauna þær. Keflavík: Fallegasti garðurinn að Elliðavöllum 5 Fegurð bæjarins hefur aukist mikið á síöustu árum Keflavík, 22. ágúst. DÓMNEFND um fegurstu skrúð- garða bæjarins hefur birt álit sitt. Verðlaunagarður Keflavíkur í ár er á Elliðavöllum 5, eign hjónanna Báru Þórðardóttur og Halldórs Hjartarsonar. Einnig veitti nefndi ýmsar fleiri viðurkenningar til að- ila sem á einhvern hátt hafa skar- að framúr hvað frágang og snyrti- mennsku á húsum og lóðum snert- ir. Garðurinn að Elliðavöllum 5, sem hlaut fegurðarverðlaunin, fékk einnig verðlaun 1981, þá sem efnilegur ungur garður. Er hann mjög opinn út að götunni og mikið augnayndi, ætíð mjög vel hirtur og snyrtilegur. Lítið skjól er í hverfinu og er því enn aðdáunarverðara hve ræktunin hefur tekist vel því að trjáplönt- ur þrífast mjög illa þarna. Nýbyggingarnar að Suðurgötu 26 og Vesturgötu 14 hlutu viður- kenningu fyrir vandaðan og smekklegan frágang en bygg- ingameistari var Hilmar Haf- steinsson. Húsin voru afhent máluð að utan, bílastæði og girð- ingar steyptar og lóðir þökulagð- ar. Nefndin vakti athygli á fleiri atriðum þótt að ekki hafi hún veitt þeim sérstakar viðurkenn- ingar. Við Kirkjulund hefur inn- gangur verið stórbættur og kom- ið upp skábraut fyrir hjólastóla. Apótekið hefur tekið miklum stakkaskiptum, þar hefur verið málað og sett niður tré. Tré- smiðja Þorvaldar Ólafssonar hefur verið máluð og komið fyrir smekklegum blómakössum við innganginn. Ágætur frágangur er einnig á húsi Dropans og Duus en Keflavíkurverktakar eiga heiðurinn af því. Einna mesta athygli vakti þó frágang- ur á lóð við leiguíbúðir aldraðra á Suðurgötu 15—17. Þar er frá- gangur allur hinn snyrtilegasti og á Jón B. Olsen garðyrkj- ustjóri heiðurinn af því, en hann hefur hannað, teiknað og séð um þessar framkvæmdir svo og önn- ur útivistarsvæði í bænum sem hafa verið endurbætt síðustu ár- in. Þar sem þessar íbúðir eru á vegum bæjarins var ekki hægt að veita þeim viðurkenningu af nefnd sem er á vegum hans. Fegrunarnefndin valdi að þessu sinni enga götu sem þá fegurstu í Keflavík, því þó að hús séu yfirleitt máluð og frágangur góður, þá eru ætíð einhverjir sem mættu bæta um betur. Keflavíkurbær hefur tekið miklum breytingum hin síðari ár. Er hann nú orðinn með snyrtilegustu kaupstöðum á landinu. Þó svo að vissulega megi alltaf finna ýmislegt sem betur mætti fara. EFI Njarðvík: Fegurstu görðunum veitt viðurkenning Keflavík, 22. agúst. NJARÐVÍKURBÆR hefur nýlega veitt viðurkenningu fyrir fallegustu garðana og snyrtilegustu fyrirtækin í byggðarlaginu. Fegursti garðurinn að þessu sinni er að Njarðvíkurbraut 3 í Innri-Njarðvík, eign hjónanna Ein- ars Söring og Svanhvítar Guðmundsdóttur. Garðurinn er mjög skemmtilega hannaður og kemur mjög á óvart. Er hann að mestu á bak við húsið og eiga vegfarandur því örðugt með að koma auga á fegurðina. Einnig fengu hjónin Guðlaug Bárðardóttir og Ólafur Guðmundsson, Borgarvegi 30, viðurkenningu fyrir vel hirtan garð. Sparisjóðurinn í Njarðvík fékk viðurkenningu fyrir myndarlegan frágang á húsi og skemmtilega aðkomu. Einnig taldi Umhverfisnefnd Njarðvíkur að Brynjólfur hf., Hagkaup, Vélsmiðja Njarðvíkur og hafnargarðarnir í Njarðvík væru til mikillar fyrir- myndar. EFI MorgunbU&ió/Einar Kalur Fegursti garður Njarðvíkur að Njarðvíkurbraut 3, eign Svanhvítar Guömundsdóttur og Einars Söring. Sparisjóðurinn í Keflavík fékk viðurkenningu fyrir myndarlegan frágang á húsi og Garðurinn að Borgarvegi 30, sem fékk viðurkenningu fyrir góða hirðu og snyrtingu. Eigendur eru skemmtilega aðkomu. Guðlaug Bárðardóttir og Ólafur Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.