Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 11 Æskulýðsmót heima á Hólum /ESKULÝÐSMÓT verður haldið að Hólum í Hjaltadal á vegum /Eskulýða- starfs l>jóðkirkjunnar dagana 30. ágúst til 1. september nk. Er þetta níunda árið í röð sem æskulýðsleiðtogar safnaðanna koma saman að hausti. Þessu móti er einkum ætlað að vekja áhuga ungs fólks á að starfa í sínum söfnuði. Yfirskrift mótsins er val- in í samræmi við það, „Ég vil starfa fyrir hann“. Innritun fer fram á skrifstofu æskulýðsstarfs- ins í Reykjavík, Suðurgötu 22. Ung Nordisk Musik: Tónleikar í dag í Norræna húsinu UNM, Ung Nordisk Musik- samtökin á íslandi, halda tónleika með nýrri tónlist í dag, laugardag, klukkan 17.00 í Norræna húsinu. Norrænt æskufólk heldur árlega tóniistarhátíð sína í Helsinki í haust og eru fyrrnefndir tónleikar í kynn- ingar- og fjáröflunarskyni fyrir ferð íslensku þátttakendanna. Ætlunin er að senda fjórtán tónskáld og hljóðfæraleikara á há- tíðina, en til þess þarf að leita allra ráða til fjáröflunar, segir í fréttatilkynningu. Á efnisskránni í dag verða rafhljóðverk eftir Lárus H. Grímsson, Kjartan Ólafsson, Sig- urð H. Sigurðsson og Helga Pét- ursson. Þá mun Guðni Franzson leika Músík Hróðmars Sigur- björnssonar fyrir klarinett, en verkið vakti athygli á síðustu UNM-hátíð í Málmey. Loks eru tvö söngverk á efnisskránni. And- ers Torsten Josephsson syngur með gítarleik Páls Eyjólfssonar í Danslagi eftir Mist Þorkelsdóttur, og Andrea Gylfadóttir syngur þrjú lög eftir Báru Grímsdóttur. Með Andreu leika Helga Laufey Finnbogadóttir á píanó og Kol- beinn Bjarnason á flautu. Aðstandendur fatlaðra velkomnir í Safír-hópinn Safír-hópurinn, hinn óformlegi starfshópur aðstandenda fatlaðra, byrjar á næstunni þriðja starfsár sitt. Starfshópurinn vinnur á þann hátt að mánaðarlega koma með- limir hans saman til skrafs og ráðagerða. Engar kvaðir eru á fé- lagsmönnum né gjöld. Markmið hópsins er fyrst og fremst sam- vera félaganna. Aðstandendur fatlaðra koma saman til að ræða á óformlegan hátt um þau verkefni sem fylgja því að vera aðstand- andi fatlaðs einstaklings. Safír-hópurinn hafði sl. vetur aðstöðu til samveru í félagsein- ingu verndaða vinnustaðarins Örva í húsakynnum Sunnuhlíðar I Kópavogi og fær aðstöðu þar næsta vetur. Ef aðstandendur fatlaðra hafa áhuga á að kynnast þessari starf- semi fyrir veturinn, nægir að senda nafn, heimilisfang og síma til Safír-hópsins, Digranesvegi 12, 200 Kópavogi, og fá þeir þá bréf um starfsemina þegar hún hefst i haust. Á sl. ári hélt hópurinn 13 fundi, þar af einn skemmtifund og farið var í eitt fjölskylduferðalag. * Hundaræktunarfélag Islands: Seinni hluti sýningar í dag SEINNI hluti árlegrar sýningar Hundaræktunarfélags íslands verð- ur haldinn í dag klukkan 13.00 í félagsmiðstöð gagnfræðaskólans í Garðabæ. Þá verða dæmdir íslenski fjár- hundurinn og Poodle-hundar. Dómari verður Diane T. Anderson frá Noregi. Á sunnudag klukkan 20.00 flytur Anderson síðan fyrir- lestur og heldur sýnikennslu í fé- lagsmiðstöðinni um hvernig best sé að undirbúa hund fyrir sýningu, en þar kemur margt til greina, allt eftir hundategundum, einnig hvernig sýna á hund í dómhring. Þetta er fyrsti fyrirlestur sinnar tegundar á íslandi. Ráðstefna: íslensk skólastefna BANDALAG kennarafélaga og Kennaraháskóli íslands gangast laugardaginn 31. ágúst sameiginlega fyrir ráðstefnu sem ber yfirskriftina „Káðstefna um íslenska skóla- stefnu“. Ráðstefnan verður haldin í Borgartúni 6 og hefst kl. 9. Fjögur erindi verða flutt á ráðstefnunni. Flytjendur eru Jón- as Pálsson, rektor KÍ, Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri í Menntamálaráðuneyti, Svanhild- ur Kaaber, formaður Bandalags kennarafélaga og dr. Wolfgang Edelstein, prófessor við Max Planck-rannsóknarstofnunina í Vestur-Berlín. Auk erindanna verða flutt af myndbandi svör ýmissa aðila inn- an skólakerfisins og utan þess, við spurningum varðandi efni ráð- stefnunnar. Ráðstefnan er öllum opin. Tilkynning um þátttöku þarf að berast skrifstofu KÍ fyrir 28. ágúst. TREDiA 4WD Árgerd '86 Bíllinn, sem alla hefur dreymt um Veröur kynntur í byrjun september ► Tregðumismunadrif ► Aflstýri ► 14" felgur ► Rafstýrðir útispeglar ► Miðstýrðar hurðalæsingar ► og margt fleira BÍLARNIR, SEM SELJAST MEST,* ERU FRÁ MITSUBISHI. Verö frá kr. 577.000- * Samkv. skýrslu Hagstofu íslands (flr fréttatilkynningu) PRISMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.