Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 28
* 28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 Áætlunarflug Arnarflugs til Hamborgar: Miðlun semur við blaðamenn um úrklippuþjónustu: Alfred Hitcbcoek „Madurinn sem vissi of mikið“ — síðasta myndin á Hitchcock-hátíð SÝNINGAR á kvikmynd Alfreds Hitchcock „Marturinn sem vissi of mikiiV' (The Man Who Knew Too Much) eru aíi hcfjast í Laugarásbíói og er myndin jafnframt sú síðasta sem sýnd verður í tengslum við und- angengna Hitchcock-hátíð. t aðalhlutverkum eru James Stewart, Doris Day, Daniel Gelin, Bernard Miles, Brenda DeBanzie ásamt fleirum. Söguþráðurinn er á þá leið að þegar Ben McKenna hefur setið læknaþing í París, ákveður hann að skreppa til Marokkó með konu sinni, Jo, fyrrverandi söngstjörnu, og 10 ára syni þeirra Hank. Þau kynnast Frakka, Louis Bernard, á leiðinni. Hann býður þeim hjónum í mat, en hættir þó við á síðustu stundu. Þau Ben snæða í staðinn á veitingahúsi með Drayton og frú, enskum hjónum. Þar er hinsvegar Bernard í mat líka í fylgd fagurr- ar konu. Daginn eftir eru þau á mark- aðstorgi, þegar arabi nokkur er stunginn til bana. Hann hnígur niður við fætur Bens og hvíslar deyjandi að stjórnmálamaður muni brátt myrtur í London. Arabinn reynist vera Bernard. Rokktónleikar ví Keflavík HLJÓMSVEITIN Ofris frá Kefla- vík heldur tónleika í skemmti- staðnum Grófinni í kvöld, laug- ardag, og hefjast þeir klukkan 22.00. Ofris skipa þeir Þröstur Jó- hannesson, gítar og söngur, Helgi Víkingsson, trommur, og Magnús Þór Einarsson, bassi. Verður fyrsta flug- 'ið þann 10. aprfl? „ÉG KR mjög bjartsýnn á jákvæða afgreiðslu málsins eftir fundinn með samgönguráðherra. Það eru eðlilega nokkur atriði sem ráðherra þarf að kanna áður en hann getur endan- lega afgreitt umsóknina, en ef ekk- ert óvænt kemur upp á, vonast ég til að við getum flogið okkar fyrsta áætlunarflug til llamborgar þann 10. apríl næsta vor,“ sagði Magnús Oddsson, framkvæmdastjóri mark- ■^aðssviðs Arnarflugs í samtali við Morgunblaðið á fímmtudag, eftir að hafa rætt við Matthías Bjarnason samgönguráðherra um fyrirhugað áætlunarflug Arnarflugs til Ham- borgar. Flugráð hefur samþykkt samhljóða að mæla með því að leyfið verði veitt, en endanleg ákvörðun er í höndum samgönguráðherra. Magnús sagöi að samgönguráð- herra þyrfti sérstaklega að kynna sér hvort vestur-þýsk stjórnvöld hefðu nokkra ástæðu til að mæla gegn því að að leyfið yrði veitt. „En eftir fund sem ég hef átt með vestur-þýskum flugmálayf- irvöldum nú í ágúst hafa þau stað- fest að ekkert sé í veginum af þeirra hálfu að við hefjum áætlun- arflug til Hamborgar. í ljósi þessa stefnir Arnarflug að fyrsta flugi til Hamborgar 10. apríl, en þann dag verður félagið 10 ára,“ sagði Magnús. Morgunblaðid/Bjarni Árni Zóphaníasson framkvæmdastjóri Miðlunar (til vinstri) og Ómar Valdimarsson formaður Blaðamannafélags íslands ræða nýgerðan samning um einkarétt miðlunar á útgáfu á fjölrituðu efni úr blöðunum. Ráðinn prest- ur íslendinga í Svíþjóð S/ENSKA þjóðkirkjan hefur ráðið séra Hjalta Hugason í Uppsölum sem prest fyrir íslendinga í Svíþjóð. Verður þetta hálft starf í tilrauna- skyni næstu tvö ár. Séra Hjalti mun gegna prestsstörfum fyrir íslendinga eftir því sem aðstæður framast leyfa. Símanúmer séra Hjalta í Upp- sölum er 018-462125 (heima) eða 018-169551 á vinnustað við Nord- iska Ekumeniska Institutet. Sendiráð íslands í Stokkhólmi getur veitt frekari upplýsingar. Leiðrétting 1 FORYSTUGREIN Morgunblaðs- ins í gær var prentvilla, sem getur valdið misskilningi. Þar stóð: „Þá var framleiðsla íslenzks landbún- aðar ekki svo fjölbreytt, að hægt væri að uppfylla þarfir og kröfur varnarliðsins í þeim efnum frekar en landsmenn sjálfir." Þarna átti að sjálfsögðu að standa: „ ... frek- ar en landsmanna sjálfra.** Þetta leiðréttist hér með. David Bowie og forseti Mexíkó fá úrklippur úr íslenskum blöðum Heyjað suður á Breiðabakka, Stórhöfði í baksýn. Morgun blaðiö/Sigu rgei r Vestmannaeyjar: er um ákveðnar persónur, fyrir- tæki/stofnanir eða málefni. Mán- aðarlega sendir Miðlun út nærri fjögur þúsund úrklippur af þessu tagi. Þessi starfsemi heyrir undir út- gáfudeild Miðlunar en einnig eru starfræktar markaðsdeild og upp- lýsingadeild. * Asmundarsalur: 2. einkasýning Rögnu Bjargar RAGNA Björg opnar sýningu í Ásmundarsal kl. 14 í dag, laugar- dag. Á sýningunni eru 28 olíu- og vatnslitamyndir eftir hana. Er þetta 2. einkasýning Rögnu Bjarg- ar og verður hún opin til 1. sept- ember næstkomandi. „Bændur“ ná inn góðum heyjum flokka (t.d. heilbrigðismál, efna- hagsmál, húsnæðismál, umhverf- ismál, dómsmál, sjávarútvegsmál og fleira), klippt niður, merkt, límt upp, fjölfaldað og bundið inn í snyrtilegar bækur. Áskrifendur fá þannig á einum stað yfirlit yfir allt það, sem skrifað hefur verið um áhugamál þeirra eða starfs- svið. Bækurnar eiga að vera komnar í hendur áskrifenda eigi síðar en 10. dag næsta mánaðar á eftir. Áskrifendur að efnisflokk- unum eru nú um tólf hundruð. í annan stað er boðið upp á svokallaða „sérþjónustu" og er efnið þá tínt út eftir skilgreiningu hvers kaupanda, hvort heldur það Vestmannaeyjum, 22. ijíúst. GÓÐ heyskapartíó hefur verið hér í sumar og „bændur“ náð inn mikl- um heyjum og góðum. Hér eru þó engir stórbændur enda landnæði ekki mikið á Heimaey þar sem lífið snýst fyrst og fremst um fiskinn. Þó eru hér margir sem stunda fjár- búskap í smáum stíl sér til ánægju og lífsfyllingar og nokkur hross eru í Eyjum. Hér í Eyjum mun vera gott hálft þúsund fjár sem ýmist gengur á afmörkuðum stöðum á Heimaey eða þá í úteyjum. Tveir þekktir fjárbændur voru við heyskap suður á Breiðabakka í góðviðrinu um daginn þegar Sigurgeir Jónasson Ijósmyndari Mbl. átti þar leið um. Þetta voru þeir Birgir Sigurjónsson lög- regluþjónn og Jón Gunnlaugsson á Gjábakka, starfsmaður á graf- Anægðir fjárbændur eftir að hafa fyllt hlöðuna af góðum heyjum, Birgir Sigurjónsson (t.v.) og Jón Gunnlaugsson. skipinu. Þeir félagar eiga all- margt fjár og hafa það í Litla Höfða. Þeir voru ánægðir og hressir með heyfenginn, búnir að fylla hlöðu sína af ilmandi töðu. Veturinn verður áhyggjulaus hjá þeim bændum hvað varðar fóður fyrir rollurnar. — hkj ROKKSÖNGVARINN David Bowie, trúboðinn Billy Graham og Miguel de la Madrid Hurtado forseti Mexíkó eru meðal þeirra, sem fyrirtækið Miðlun í Reykjavík sendir reglulega allt það, sem um þessa menn er skrifað í íslensk blöð og tímarit. Miðlun er aðili að alþjóðasamtökum um úrklippuþjónustu og fleira af því tagi og getur því boðið blaðaefni um nánast hvað sem er frá flestum löndum heims. Þannig fylgjast til dæmis erlend fyrirtæki með öllu því, sem skrifað er um ísland og íslensk málefni í útlend blöð. Þær úrklippur geta íslenskir aðilar keypt, að því er Árni Zóphaníasson, framkvæmdastjóri Miðlunar, sagði á fundi með fréttamönnum í gær. Samningurinn gerir ráð fyrir að blaðamenn eigi höfundarrétt að 75% þess efnis sem birtist í ís- lenskum blöðum. Hann gildir til ársloka 1978 og veitir Miölun einkarétt á að gefa út íslenskt blaðaefni á þennan hátt. Blaðaefnið er flokkað í 35 efnis- A fundum var kynntur samn- ingur, sem Miðlun hefur nýverið gert við Blaðamannafélag íslands um útgáfu á úrklippum úr islensk- um blöðum og tímaritum enda eru blaðamenn höfundarréttarhafar eigin efnis, sem þannig er notað úr íslenskum blöðum og tímaritum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.