Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 7 100 ár frá fæðingu Sigur- björns í Vísi HUNDRAÐ ár eru á morgun, 25. ágúst, liðin frá fæðingu Sigurbjörns l>orkelssonar í Vísi. Verður afmælis- ins sérstaklega minnst á samkomu hjá KFUM og KFUK að Amtmanns- stíg 2b annað kvöld kl. 20.30. Sigurbjörn í Vísi tók í sinni tíð virkan þátt í félagsmálum í Reykjavík. Hann var einn af stofnfélögum KFUM, sat í stjórn félagsins um langt árabii og var kjörinn heiðursfélagi KFUM. Á samkomunni í kvöld flytur Sigurður Pálsson, formaður KFUM,ávarp, lesið verður úr ævisögu Sigurbjörns í Vísi, sr. Jónas Gíslason predikar og frú Jó- Sigurbjörn Þorkelsson hanna Möller syngur einsöng. Samkomunni stjórnar sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. (Krétutilkynning) Samdráttur í sölu hjá einingahúsaframleiðendum: „Engin sala til ein- staklinga frá því í vetur" — segir Konráð Andrésson hjá Loftorku í Borgarnesi LÍTIL sala hefur verið undanfarna mánuði á einingahúsum til einstaklinga. „I>að var eins og skrúfað væri fyrir söluna seinni hluta síðasta vetrar. Síðan höfum við aöeins selt einum einstaklingi íbúðarhús," sagði Konráð Andrés- son, forstjóri Loftorku sf. í Borgarnesi, sem framleiðir steinsteypt eininga- hús. Konráð sagði að samningavið- ræður stæðu yfir við nokkra ein- staklinga en ekki hefði orðið af samningum enn. í mörgum tilvik- um strandaði á því að viðkomandi gætu ekki selt íbúðir sínar og hefði fólkið því ekki möguleika á að fjármagna kaupin. Loftorka getur framleitt einingar í 45 íbúð- arhús á ári. Sagði Konráð að þrátt fyrir þennan samdrátt væri nóg að gera í einingaframleiðslunni. Bæði væri verið að afgreiða sam- kvæmt gömlum samningum og svo væri verið að byggja talsvert af húsum fyrir atvinnustarfsemi og einnig dvalarheimili og verka- mannabústaði. Taldi hann að nóg yrði að gera hjá sér að minnsta kosti fram í mars eða apríl. Kvikmyndin Hyper Sapien: Engir íslend- ingar valdir í hlutverk í BYRJUN þessa mánaðar var auglýst í Morgunblaðinu eftir tveimur íslenskum ungmennum í hlutverk í ensk-amerískri mynd að nafni „Hyper Sapien" sem hefja á tökur á í Kanada 9. september. 317 ungmenni sýndu hlutverkunum áhuga og mörg þeirra þóttu sýna mjög mikla hæfileika. Samt sem áður hefur verið ákveðið að velja ekki íslensk ungmenni í hlut- verkin. Auglýst var eftir ensku- mælandi stúlku, 14—15 ára, ljóshærðri og mjög stráks- legri og 7—8 ára enskumæl- andi strák, bróður hennar, sem átti að vera kvenlegur. Við hjá VÓK-Film, sem höfð- um milligöngu um auglýsing- una, sendum 96 myndbönd af umsækjendum til London ásamt Ijósmyndum og upplýs- ingum um þá. Sem fyrr segir var ákveðið að velja ekki fs- lendinga í hlutverkin, en ekki er hægt að skýra frá því að svo stöddu hvaða krakkar voru valin í hlutverkin. (KrétUtilkjnning) Mikil aukn- ing umferðar- slysa í ár TALA látinna í umferðarslysum hér á landi er 13 það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra höfðu níu látist af völdum umferðarslysa. Alls hafa 549 manns slasast í umferðinni það sem af er árinu — 362 karlar og 187 konur. Fyrstu sex mánuði fyrra árs höfðu 396 manns slasast í umferðinni — 254 karlar og 142 konur. Flestir þeirra sem slösuðust í umferðinni í ár voru farþegar, eða alls 213. Slas- aðir ökumenn bifreiða voru einum færri, eða 212 manns. 65 fótgang- andi slösuðust, 21 voru á reiðhjól- um, 20 voru ökumenn bifhjóla, 13 ökumenn vélhjóla og fimm slösuð- ust á annan hátt. í flestum tilvikum í ár var ekið út af vegi, eða alls 143 sinnum. Árekstrar voru 142 talsins. Ekið var á gangandi 64 sinnum og átta sinnum var ekið á dýr eða hluti, samkvæmt skýrslu Umferðarráðs. Tæplega helmingi fleiri slys með meiðslum urðu í þéttbýli mið- að við dreifbýlið í ár. í þéttbýli urðu 236 slys með meiðslum en 121 i dreifbýli. í fyrra voru þau 198 talsins í þéttbýli á meðan 84 slys með meiðslum urðu í dreifbýli á fyrstu sex mánuðum ársins. asia laginn! Oúkalandler nv0 «ka(and ge,ur heimsrnarka ■ veröl a ■ OAVOR )i0 — kynn10 ykkur ibago ___ sem eru attar 'i ast og eignas líst mánudaginn 2b kaupiö. hátísku a i þessum Extra 200 > mikiu litaúrvali, — sem hefur Jolfdukur í lilisgólfdúkur Itóran hluta markaöarins undir stg.l— 0,35 mm þykkt vinylsliteg er aðals- merki Extra 200 — oþ verðiö er Atrii|pga ijnii min m i iíTgæðin.J Íður497.- NÚ 397,- Rondo er léttur heimilisgólfdúkur í nýtísku mynstrum og fallegum litum. Dúkur unga fólksins. Verð áöur 379,- NU 299 Verde Vesta og Sumie — skífa. Gæðagólf úr skífu — sígilt — fallegt gólfefni sem fer aldrei úr tísku. Hentar vel á ganga, anddyri, hol og á heila sali, jafnt úti sem inni. Stærð: 30 x 60 cm. Verð áður NÚ Verde Vesta 1620.- 1480,- Sumie 1752,- 1599,- Úrvals parkett — Parla — frá Finnlandi. Krosslímt 1. flokks park- ett í nokkrum viðartegundum. Full- lakkað 14 mm þykkt 13 cm breidd 240 cm langar fjalir. Dæmi: Eik: Verð áður: 1299.- NU 1159 D0MIN0 Svartar og hvítar dúkflísar Svartar og glansandi — ítalskar keramikflísar. Eigum tekmarkað magn í glæsi- legum Wolsvörtum kerg Tískulitun- sgfh kemur frábær- lega út á veggjum og gólfi t.d. með hvítri fúgu. Italinn er alltaf á undan í flísum. Verð áður 1656.- NU 1399 Bjóðum á kynningarveröi einstakt úrval af portúgölskum gólf- og veggflísum, sem sannarlega hafa slegið i gegn hérlendis, enda gæöaflísar á góðu verði. fullt verð NÚ 10 x 20 cm 20 x 20 cm 33 x 33 cm 1112,- 1242,- 1369.- Einnig fallegur marmari **k 1259,- 1056,- 1180,- 1299,- nr. Vinyl — korkflísar 2. gæðaflokkur Verö kr. 794, Linoleumdúkur Rýmum fyrir nýjum litum og bjóö- um því 2,5 mm þykkan linoleumdúk á aöeins: Á Æ verð áöur 776.- Kjörinn dúkur á staöi sem krefjast mikils slitþols vegna áníðslu. i\j VERP'' Norament — gúmmítakkadúk Þessi „klassavara|‘ er boö- in meö 10% arelælll ""a meöan á útsölu stendur. Tilboðiö miöast' viö þær birgöir sem til eru. Verö áöur 1867.- Nú 1690,- Fagmenn — fagmenn Við bjóöum allt til dúk-, — teppa- og flísalagna jafnt fyrir múrara sem dúklagningamenn. Pajarito-verkfæri — vinnugall- ar — og öll hjálpartæki. UZIN — sparsl — lím og grunnar — fúguefni og sílikon. Ræstivörur Dúkaland býður frábær hreinsi- og ræstiefni fyrir alls konar gólf og veggefni. Vestur-þýsk og amerísk gæða efni sem fyrir löngu hafa sannaö gildi sitt. Á útsölunni er stór-afsláttur af öll- um ræstiefnum. Hiö sívinsæla GAF-STAR bón aðeins kr. 340,- BUZIL-bónleysir kr. 199,- Dúkaland og Teppaland eru tvær greinar á sama meiði. Sláið tvær flugur í einu höggi kaupið öll gólfefnin í einni ferð. VELKOMIN í DÚKALAND Dúkaland GRENSASVEGI 13, SIMI 83430

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.