Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 ■ I þessum fjölbýlishúsum, sem Reykjavíkurborg er að byggja við Seljahlíð, verða 70 leiguíbúðir fyrir aldraða. Einnig er ráðgert að bakvið fjölbýlishúsin rfsi 9 parhús með samtals 18 íbúðum fyrir eldra fólkið í borginni. 214 nýjar íbúðir fyrir aldraða Reykjavík tilbúnar í árslok 1986 1 í nágrenninu hafi not af þjón- usturýminu, sem mun m.a. hýsa afgreiðslu, matsal, setustofu og aðstöðu til heilsugæslu, tóm- stundastarfs og persónulegrar þjónustu. Sama fyrirkomulag verður haft í fjölbýlishúsi sem Verslun- armannafélag Reykjavíkur er að reisa fyrir aldraða félagsmenn sína í svokallaðri Kringlu í Nýja miðbænum. Þar verða 60 íbúðir og þjónusturými Reykjavíkur- borgar í húsinu verður 710 fer- metrar að stærð. Byggingaframkvæmdir þessar eru afrakstur þess að fyrir u.þ.b. tveimur árum óskuðu borgaryf- irvöld í Reykjavík eftir viðræð- um við aðila, sem hefðu áhuga á að koma upp húsnæði fyrir aldr- aða í samvinnu við Reykjavík- urborg, sem myndi útvega góðar lóðir undir slíkar framkvæmdir. Þá er Reykjavíkurborg að reisa fjölbýlishús við Seljahlíð, sem í verða 70 leiguíbúðir fyrir aldraða, 60 ætlaðar einstakling- um og 10 ætlaðar hjónum. Á bakvið fjölbýlishúsið er síðan ráðgert að rísi 9 parhús með samtals 18 íbúðum. Þær íbúðir verða til sölu, en íbúar þeirra munu geta notið sömu þjónustu og íbúar fjölbýlishússins. MIKI.AR framkvæmdir standa nú yfir í Reykjavík við nýbyggingar ætlaðar öldruðum og verða a.m.k. 214 íbúðir, sem nú eru í byggingu, tilbúnar í lok næsta árs. En þá er stefnt að því að allt húsnæðið verði komið í fulla notkun, þó að sumt af því verði tilbúið mun fyrr. Við Bólstaðarhlíð er risið fjöl- býlishús sem í verða 66 eignar- íbúðir fyrir aldraða. Það eru samtök aldraðra og Ármannsfell sem standa að byggingunni, ásamt Reykjavíkurborg, sem á 10% í húsinu. Eignarhluti borg- arinnar er um 910 fermetrar og verður nýttur sem þjónusturými fyrir íbúa hússins. Einnig er gert ráð fyrir að aðrir aldraðir íbúar ■■ Við BólstaöarhKð eru samtök aldraðra, Armannsfell og Reykjavíkurborg að byggja fjölbýlishús fyrir aldraða þar sem verða 66 íbúðir auk þjónustu- rýmis. Verslunarmannafélag Reykjavflnir er að byggja fyrir aldraða félagsmenn sína í svokallaðri Kringlu í nýja miðbænum, með hlutdeild Reykjavíkur- borgar, sem mun sjá fyrir margþættri þjónustu í húsinu. Fiskmarkaðurinn í Bretlandi: Eigum eftir að sjá stórar tölur í haust — segir Pétur Björnsson, starfsmaður J. Marr and Son í Hull Útflutningur fyrstu 6 mánuði ársins: Sjávarafurðir eru 77,4 % af heildinni 149 % aukning á útfutningi ísaðra og nýrra afurða „ÞAÐ ER Ijóst að við eigum eftir að sjá stórar tölur á fiskmarkaðnum hér í haust. í dag var höggvið nærri meðalverðsmetinu og heildarverðs- metið slegið. Þegar framboð minnk- ar og gæði eru í lagi munu metin falla hvert af öðru,“ sagði Pétur Björnsson, starfsmaður J. Marr and Son í Hull í samtali við Morgunblað- ið á miðvikudag. Aðalsteinn Finnsen, starfsmað- ur Fylkis í Grimsby, umboðsaðila fyrir íslenzk fiskiskip, tók í sama streng og Pétur. Hann sagðist hafa trú á því, að verð á ísfiskin- um að heiman ætti eftir að verða mjög hátt í haust. Fyrirtæki hans sá um sölu á fiskinum úr Guð- björgu ÍS, sem á miðvikudag fékk hæsta heildarverð, sem greitt hef- ur verið fyrir fisk úr einu skipi á mörkuðunum í Englandi. „Ég hef trú á fleiri metum,“ sagði Aðal- steinn. Frár VE seldi í Hull á miðviku- dag 41,1 tonn. Heildarverð var 2.210.000 krónur, meðalverð 53,76. Það er rúmum þremur krónum lægra en hæsta meðalverðið til þessa, 57,01 miðað við gengi í dag, en það fékk togarinn Maí í des- ember síðastliðnum. Þá seldi Sig- urður Ólafsson SF 42,6 tonn í Hull. Heildarverð var 1.982.000 krónur, meðalverð 46,50. Heildarútflutningur á sjávaraf- urðum fyrri helming þessa árs var alls 362.085 tonn að verðmæti rétt tæpir 12 milljarðar króna. Útflutn- ingurinn sama tímabil á síðasta ári nam 268.212 tonnum að verð- mæti tæpir 7,7 milljarðar króna. Á föstu gengi er verðmætið 23% meira en í fyrra. Hlutfall sjávaraf- urða miðað við heildarverðmæti vöruútflutnings landsmanna er þetta tímabil 77,4%, en var á sama tíma í fyrra 71,6%. Lang mest aukning á milli þessara tímabila er í útflutningi ísaðra og nýrra afurða sé miðað við heila afurðaflokka. Á öllum helztu afurðaflokk- um varð aukning bæði í magni og verðmætum. Mest aukning varð á útflutningi ísaðra og nýrra afurða, 149% í magni og 117% í verðmætum. Miðað við magn var mest flutt út til Bret- lands, 92.192 tonn, sem er tæp- lega helmingi meira en í fyrra og verðmætaaukning er rúm- lega tvöföld. Miðað við verð- mæti var mest flutt til Banda- ríkjanna eða fyrir samtals rúma fjóra milljarða króna. Aukning á útflutningi þangað er rúmlega 5.000 tonn að verð- mæti tæpir tveir milljarðar króna. Að magni til var mest flutt út til Færeyja á eftir Bretlandi, 43.663 tonn, til Dan- merkur fóru 27.525 tonn og Vestur-Þýzkalands 24.353 tonn. í þessum tilfellum er um auk- ningu að ræða nema á Vestur- Þýzkaland. Umtalsverð aukning varð ennfremur á útflutningi til Hollands, Frakklands og Port- úgal, en lítils háttar samdráttur til Svíþjóðar, Finnlands, Italíu og Spánar. Af helztu afmörkuðu vöru- flokkum varð samdráttur á út- flutningi frystrar síldar um 3.000 lestir, 50%, og verðmæta- mismunur var 37,6%. Útflutn- ingur á heilfrystum fiski jókst um 47% að magni, úr 5.618 tonnum í 8.260. Samdráttur varð í útflutningi frysts humars og hvalkjöts en 42,9% aukning á útflutningi frysts hörpudisks. Af söltuðum afurðum varð lít- ilsháttar samdráttur í þurrkuð- um saltfiski, en í blautverkuð- um saltfiski varð aukningin 37,2% að magni og 97,3% í verð- mætum. Samdráttur varð í út- flutningi saltsíldar og saltaðra grásleppuhrogna. 43,5% samdráttur varð á út- flutningi kaldhreinsaðs þorska- lýsis, en 55,1% aukning í loðnu- lýsinu. Nú voru fluttar út 1.399 lestir af hvallýsi að verðmæti 18 milljónir króna, en ekkert á síð- asta ári. Útflutningur á ferskum fiski fluttum með flugvélum jókst um 24,4%, á gámafiski um 61,2% og á löndunum fiskiskipa erlendis um 170%. Tölur þessar eru fengnar frá Fiskifélagi íslands og miðast mismunur á verðmætum við verðlag hvors ársins fyrir sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.