Morgunblaðið - 24.08.1985, Síða 45

Morgunblaðið - 24.08.1985, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 45 „Ekkert liö sterkara en veikasti hlekkurínn" — segir danski landsliðsþjálfarinn Leif Mikkelsen Hinn kunni danski handknattleiksþjálfari, Leif Mikkelsen, hélt nám- skeið hér í byrjun égúst, námskeiðiö fór fram á vegum handknatt- leiksdeildar Fram. Þátttakendur á námskeiðinu voru fimmtíu og átta talsins og voru forráðamenn Fram nokkuð ánægöir meö það. Þó sögö- ust þeir vera furðu lostnir yfir því hversu fáir 1. deildar þjálfarar mættu, engu líkara en aö þeir þyrftu ekki aö kynna sér nýjungar í íþróttinni. í lok námskeiösins ræddi Morgunblaðið viö Leif og innti hann fyrst eftir því hvaö væri efst á baugi varðandi þjálfun og hvaða nýjungar væru aö líta dagsins Ijós í þjálfun. Eitt aðalatriöi fyrir þjálfara í dag er aö fylgjast vel meö öllu því sem er að ske. Kynna sér lið andstæö- inganna til þrautar og skipuleggja leikinn eftir því hvaöa brögöum þeir ætla aö beita. Koma meö sterka mótleiki og fleira í þeim dúr. Aö sjálfsögöu veröur líka öll grunnþjálfun og líkamsþjálfun aö vera í topplagi." „í nútímahandknattleik er ýmis- legt aö ske. Allir þjálfarar sem vilja ná árangri meö liö sín veröa sífellt aö vera vakandi fyrir nýjungum og sifellt aö vera leitandi. Fylgjast grannt meö öllu sem er að ske. Viö stöndum vel aö vjgi því aö í Evrópu eru bestu handknattleiksþjóöir heims. Þaö sem er lögö höfuðáhersla á i dag er sóknarleikurinn. Lögö er mikil áhersla á tækniatriöi og leikkerfi. Þaö er af sem áöur var aö einn eöa tveir góöir leikmenn og skyttur ættu aö gera út um leikinn. Nú er ekkert liö sterkara en veik- asti hlekkurinn. Lögö er mikil áhersla á sterka liösheild og sam- vinnu allra leikmanna. Þaö er fyrst og fremst liösheildin sem skilar árangri en ekki einstaklingarnir. Þá er geysilega mikilvægt aö mark- veröir séu sterkir. • Hinn 37 ára gamli Laif Mikkelaen landsliðsþjálfari Dana í hand- knattleik segir að minni munur sé á bestu landsliðum í Evrópu og landsliðum Norðurlanda en nokkru sinni fyrr. Hann segir jafnframt aö meira sé byggt upp núna á sterkari liðsheild en áður. Leif náði góðum árangri með lið sitt á Ól-leikunum í Los Angeles en þar var þessi mynd tekin af honum. Hann hefur náö frábærum árangri sem handknatt- leiksþjálfari og er álitinn einn sá besti (allri Evrópu í dag. • Stærsti galli íslenska landsliðsins í handknattleik er óstöðugleiki að mati Leif. Hér hefur íslenska landsliösvörnin misst þýskan leikmann í gegn og hann reynir að skora framhjá Einari markverði. íslenska landsiiöiö tekur þátt í A-keppni HM (Sviss á næsta ári. Nú er heimsmeistarakeppnin framundan í Sviss snemma á næsta ári. Ertu bjartsýnn á góðan árangur hjá danska landsliðinu? „Þaö er nú fullsnemmt aö fara aö ræöa um þaö. HM-keppnin í Sviss verður erfiö. Eins og reyndar öll stórmót. Þó er þaö góös viti aö þaö er minni munur á liðum frá Norðurlöndunum núna og liðum frá Rússlandi og Austur-Evrópu. Liðin eru jafnari aö getu og allt getur gerst. Þetta er í raun aöeins spurning um stemmningu og þá æfingu sem leikmenn eru í ná- kvæmlega á þeim dögum sem leik- iö er. Hitta á réttan punkt á réttu augnabliki. Hvaö danska landsliöiö varöar þá er ég meö átta nýja ieikmenn, ég fæ lítinn tíma fyrir HM-keppnina til aö stilla mína strengi. En aö sjálfsögöu þýðir ekkert annaö en að vera bjartsýnn og vona þaö besta. Okkur hefur tekist aö standa okkur vel í stórmótum fram aö þessu og vonandi veröur engin breyting þar á.“ Hvaða möguleika heldur þú að íslenska landsliðiö hafi? „islenska landsliðið á betri möguleika núna en oftast áöur. Liöiö er sterkt og hefur því fariö fram undir stjórn Bogdans. En það er stór galli á leik íslenska landsliósins. Liðiö er svo sveiflu- kennt i leik sínum. Þaö dettur niður á stórleiki en þess á milli leikur þaö afar illa. þaö vantar jafnvægi i leikmenn. En þaö er engum blööum um þaö að fletta aö landsliö Islands er sterkt og nái þaö sér á strik í HM-keppninni þá getur þaö gert stóra hluti. Allavega er ég alltaf hræddur þegar leikiö er gegn ís- lenska liöinu. Leikmenn eru líkam- lega sterkir og leika oft grófan handknattleik. Þeir eru mjög fastir fyrir. En þeir gætu lent í vandræöum í HM-keppninni ef þeir leika fast. Dómarar taka oröiö mjög strangt á slíkum brotum í dag.“ Hvaöa þjóðir eru sterkastar í heiminum í dag og hverjum spáir þú velgegni í Sviss í HM-keppn- inni? Handknattielkur ___________________________/ • Hér er Guömundur Guö- mundsson að gæta v-þýska“ leikmannsins Wunderlich. Að sögn Leifs var Wunderlich maö- urinn sem kom í veg fyrir þaö aö Danir léku til úrslita um gullið á Ol-leikunum í LA. „Ég reiknaöi alls ekki með því aö hann geröi útslagið í leiknum gegn Dönum. En sú var nú reyndin. Ég iagöi áherslu á allt aðra menn. Wund- erlich var óstöðvandi og skoraði hvert markið af ööru, svona getur það verið,“ sagöi Leif. „Pólverjar eru sterkir i dag og eiga eftir aö koma á óvart í HM i Sviss. Þaö er ég sanntærður um. Nú, þjóöir eins og Russland og A-Þýskaland, Rúmenía og Júgó- slavía veröa allar í efstu sætunum. Þessar þjóöir eru bestar í dag. En eins og ég sagöi áöan þá er minni munur en oftast áöur og landsliö þessara þjóóa eru ekki ósigrandi. Þá hef ég trú á því að Spánverj- ar og V-Þjóðverjar veröi meö góð lið. Handknattleiksíþróttin er á uppleiö i heiminum í dag og á vax- andi vinsældum aö fagna. Þaö er til dæmis skoóun mín aö hand- knattleiksiþróttin sé betri sjón- varpsiþrótt en knattspyrnan. í handknattleik er sífellt veriö aö skora mörk og í leiknum getur ver- iö mikill hraöi og þaö er þaö sem fólk vill sjá.“ Aö lokum. Ertu oröin þreyttur á því að standa í handknattleiks- þjálfun eftir öll þessi ár? „Svo skrýtiö sem þaö er þá hef ég aldrei haft meira gaman aö þvi aö standa í þessu. Þaö er stór- kostlegt aö vinna viö þjálfun á danska landsliðinu i dag. Mér finnst þetta skemmtilegt og ég bý yfir mikilli reynslu. Nei, ég er ekki orðin þreyttur og gæti vel hugsaö mér aö þjálfa danska landsliðið nokkur ár til viöbótar, sagöi Leif Mikkelsen, sérlega geöþekkur þjálfari og einn sá besti í Evrópu um langt árabil. ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.