Morgunblaðið - 24.08.1985, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.08.1985, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 17 MorKunblaðið/J.S. Fágæt en ánægjuleg sjón en hafnaraðstaóan mætti vera betri. Blönduós: Vaxandi útgerð um nokkurra ára skeið varafor- maður sóknarnefndar Hafnar- fjarðarkirkju. Hér að framan hefur verið minnst á helstu atriði í lífshlaupi Guðmundar og er þá fátt eitt talið svo sem áhugi hans áýmsum þjóð- þrifa- og menningarmálum, sem hann hefur skrifað um á undan- förnum árum og ber þar hæst skrif hans og ábendingar um krikjunnar mál. Guðmundi er þannig farið að honum finnst, að orð skuli standa og að skilvísi og áreiðanleiki eigi ekki að vera dyggð einstakra manna, heldur sjálfsagður hluti af persónu hvers og eins. Því er fyrir mann, sem hefur lifað jafn miklar þjóðfélagsbreytingar og hafið sig upp úr fátækt með dugnaði og elju, sárt að sjá, að það, sem mót- aði uppeldi kynslóðar hans, skuli ekki lengur vera sá ás, sem öxull- inn veltur á, en við verðum að vona að úr rætist og víst er, að Guðmundur lítur til samferða- manna sinna með sömu hlýju og velvilja og einkennt hefur allt hans starf. Eiginkona Guðmundar er Elín Einarsdóttir, ættuð úr Skagafirði. Eiga þau fjórar dætur, þrjár bú- settar í Hafnarfirði, og eina á Sel- fossi. Hefur Elín verið Guðmundi og dætrum sínum og fjölskyldum þeirra sem sannkallaður hyrn- ingarsteinn. Guðmundur, megum við enn um mörg ókomin ár njóta leiðsagnar þinnar um lífsins torförnu slóðir. Með kveðjum og hamingjuósk- um með daginn. Guðmundur verður að heiman í dag. Tengdasynir. Blönduósi 20. ágÚNt. ÞAÐ var heldur fágæt sjón sem blasti vió þeim sem leið áttu um bryggjuna á Blönduósi sl. þriðjudag. Þrír úthafsrækjubátar lágu bundnir við bryggjuna vegna brælu á miðun- um. 1 venjulegum útgerðarbæ þykir þetta ekkert tiltökumál. En á Blönduósi þar sem atvinna íbú- anna byggist að mestu leyti á verslun og iðnaði og hafnaraðstað- an ekki upp á það besta, þykja slíkir atburðir tíðindum sæta. Þetta atvik er talandi dæmi um þá grósku sem er í útgerð á staðnum og sem fer vaxandi. Útgerðarfyr- irtækið Særún hf. hefur nýlega tekið í notkun viðbótarhúsnæði sem bætir alla aðstöðu við rækju- og skelfiskvinnsluna. Rækjuveið- arnar hafa gengið allsæmilega í sumar og um síðustu helgi tók Særún hf. á móti 20 tonnum af úthafsrækju. J.S. TUMBLEMOSS er sannkallað undraefni. Þaö ... ... eyðir mosa á stuttum tíma, án þess að skaða annan gróður. ... hamlar vexti mosans svo mánuðum skiptir, jafnvel í eitt ár. Á haustin og vorin ber úðunin bestan árangur. Úðun að hausti sparar þér vinnu að vori. Láttu nú til skara skríða með TUMBLEMOSS. TUMBLEMOSS mosaeyðirinn fæst á öllum bensín- stöðvum ESSO. íslenskar leiðbeiningar. (fsso) OlíufélagiÖ hf Fyrsti maraþon* hlauparinn flutti góðar fréttir og það gerum við líka: Þeir sem koma á undan Lesley Watson í mark í Reykjavíkur maraþoni fá glas af Gericompiex að gjöf Flestir þekkja söguna um fyrsta maraþonhlaupið. Vegalengdin sem hlaupin er enn í dag er sú sama og sendiboðinn hljóp frá vígvellinum á Maraþon til Aþenu. Engin kona hefur náð eins góðum árangri í langhlaupi og Lesley Watson. Hún hefur gert Gericomplex að órjúfanlegum þætti í þjálfun sinni. Við í Heilsuhúsinu fylgjumst spennt með árangri hennar í Reykja- víkur maraþoninu, og tökum á móti þeim fyrstu í mark með lítilli gjöf: glasi af Gericomplex. Éh Eilsuhúsið Skólavörðustig 1 Sími: 22966 101 Reykjavik. Reykjavíkur maraþon sunnudaginn 25. ágúst 1984

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.