Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 27 V Minning: Jóhannes Jónsson hakarameistari Fæddur 3. júní 1917 Dáinn 18. ágú.st 1985 Að morgni sunnudagsins 18. ágúst sl. lést á Sjúkrahúsi Akra- ness Jóhannes Jónsson bakara- meistari, 68 ára að aldri. Þannig urðu það óvænt örlög Jóhannesar að fylla þann flokk manna, sem á þessu sólríka sumri hefur kvatt Skagann. Jóhannes var Snæfellingur að ætt og uppruna, fæddur á Syðra- Lágafelli í Miklaholtshreppi þann 3. júní 1917, en þá um vorið hófu þar búskap foreldrar hans, Jón Pétursson og Guðrún Jóhannes- dóttir. Jón var fæddur í Mikla- holtsseli 1895, sonur hjónanna Péturs Daníelssonar og Steinunn- ar Jónsdóttur, en Guðrún var fædd á Hraunsmúla í Staðarsveit 1889, dóttir hjónanna Jóhannesar Jónssonar og Valgerðar Guð- mundsdóttur. Það átti þó ekki fyrir Jóhannesi að liggja að alast upp í fæð- ingarsveit sinni, því vorið 1920 brugðu foreldrar hans búi á Lága- felli og fluttu suður á Akranes með þrjú elstu börn sín, sem þá voru fædd. Settust þau að í Sjó- búð, en þangað höfðu flutt árið áð- ur foreldrar Jóns, Pétur og Stein- unn. í Sjóbúð bjuggu Jón og Guð- rún til ársins 1929, en eftir það í Sandvík á Akranesi (Vesturgötu 77). Jón stundaði sjó, var fisk- matsmaður og verkstjóri, en starf- aði síðast við hafnarviktina á Akranesi. Hann andaðist 9. októ- ber 1963, en Guðrún 30. október 1979. Jóhannes var næstelstur 7 barna Jóns og Guðrúnar, en hin voru: Tómas, skipasmiður á Akra- nesi, Steinunn, Aðalheiður og Val- gerður, allar húsmæður í Reykja- vík, Ársæll trésmiður á Akranesi og yngst Jóna María, sem búsett var í Bandaríkjunum, en er nú lát- in. Strax að loknu skyldunámi réðst Jóhannes til starfa hjá Al- þýðubrauðgerðinni á Akranesi, í fyrstu til snúninga og almennra starfa, en hóf síðan nám í bakara- iðn hjá Reyndal bakara. Mun Jó- hannes hafa verið í hópi hinna fyrstu nemenda, sem útskrifuðust frá Iðnskólanum á Akranesi. Sveinspróf tók hann 1938 og öðlað- ist meistararéttindi árið 1946. Jó- hannes vann síðan nær óslitið í Alþýðubrauðgerðinni meðan hún var starfrækt og síðan í fjölda- mörg ár í Harðarbakaríinu hjá Herði Pálssyni bakarameistara eða allt til ársins 1976. Hafði hann þá unniö við brauðgerð um nálega 45 ára skeið. Árið 1976 réðst Jó- hannes til umsjónarstarfa við hið nýbyggða íþróttahús á staðnum og vann þar þangað til í byrjun þessa árs er hann varð frá að hverfa vegna sjúkleika síns. Hinn 1. júlí 1942 kvæntist Jó- hannes eftirlifandi konu sinni, Guðborgu Elíasdóttur frá Tyrð- ilmýri á Snæfjallaströnd, einka- dóttur hjónanna Elíasar Borg- arssonar og Elísabetar Hregg- viðsdóttur, sem árið 1945 fluttu hingað suður á Akranes. Guðborg og Jóhannes bjuggu fyrstu bú- skaparár sín í Sandvík eða til árs- ins 1945, er þau festu kaup á ein- um hinna þá nýbyggðu verka- mannabústaða á Sunnubraut 24 og áttu þar heima í 30 ár — til ársins 1975, er þau fluttu að Garðabraut 8. Þrátt fyrir stórt heimili og erf- itt starf, var Jóhannes mikilvirkur á sviði félagsmála og kom víða við sögu í starfi félagasamtaka í heimabyggð sinni. Hann var í eðli sínu starfssamur og hafði ríka þörf fyrir það að blanda geði við fólk — var maður hreyfingar og athafna og naut þess að vera þar sem eldurinn brann hverju sinni. Hann vildi láta hlutina ganga fyrir sig, og var ekki að horfa í smáatriðin. Jóhannes var maður nýjunga og tilbreytingar og að minni hyggju óvenju skilningsrík- ur og fordómalaus á hinar marg- breytilegu uppákomur samtíðar- innar, sem einmitt mörgum af hans kynslóð vilja gjarnan verða nokkurt hneykslunarefni. Jóhannes hafði ríka skapgerð, en var glaðvær og sífellt hress í viðmóti. Vegna hans léttu lundar og frjálslegu framkomu sveif ætíð andi afslöppunar og áhyggjuleysis yfir heimili þeirra hjóna. Þar lögðust þau Jóhannes og Guðborg á eitt með að skapa vermireit, sem svo ástsæll hefur verið börnum þeirra og barnabörnum, að ein- stakt má teljast. En þrátt fyrir það að Jóhannes bæri ekki tilfinn- ingar sínar á torg, duldist engum sem þekktu hann vel, að inni fyrir bjó viðkvæm lund og heitt hjarta. Það birtist ekki síst í hjálpfýsi hans og greiðvikni, sem ætíð stóð til boða. Ég ætla mér ekki þá dul, að nefna hér ineð nafni öll þau félög og samtök, sem Jóhannes helgaði krafta sína með einum eða öðrum hætti á lífsleiðinni. Kynni okkar hófust of seint til þess að ég gæti fylgt honum þar eftir. Þó get ég nefnt Rótarýklúbb Akraness, Skátafélag Akraness, Hesta- mannafélagið Dreyra, Leikfélag Akraness og klúbbinn Öruggan akstur. Jóhannes var jafnframt flokksbundinn í Alþýðuflokknum frá unga aldri og átti sæti á fram- boðslistum flokksins í heimahér- aði um árabil og gegndi ótal trún- aðarstörfum á pólitiskum vett- vangi. Vænti é(j þess að einhverjir þeir, sem betur þekkja til, festi á blað þennan þátt í lífsstarfi Jó- hannesar. Jóhannes og Guðborg eignuðust 9 börn, en af þeim dó eitt í bernsku. Önnur börn þeirra eru: Elías, f. 15. júlí 1941, trésmiður á Akranesi, kvæntur Dröfn Einars- dóttur, Pétur Steinar, f. 6. ágúst 1942, múrari og lögregluþjónn á Akranesi, kvæntur Magneu Sig- urðardóttur, Guðrún f. 26. júní 1944, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, gift Jóhanni Frey Ás- geirssyni, Dagbjartur, f. 25. októ- ber 1946, blikksmiður i Reykjavík, býr með Lilju Kristjánsdóttur, Ómar Þór, f. 29. apríl 1948, blikksmiður á Akranesi, kvæntur Önnu Eiríksdóttur, Elísabet, f. 18. mars 1951, fóstra og kennari á Akranesi, gift Gunnlaugi Har- aldssyni, Hafsteinn, f. 31. október 1952, verkamaður á Akranesi, ókvæntur, og Jóhanna Guðborg, f. 17. júlí 1954, húsmóðir á Akranesi, gift Loga Guðjónssyni. Barna- börnin eru 15 og barnabarnabörn- in nú þegar orðin tvö talsins. Á skilnaðarstund leitar hugur- inn víða. Minningar liðinna sam- verustunda sækja að, minningar um ánægjuleg kynni og vináttu góðs tengdaföður í rúman áratug. Slikar myndir er ógerlegt að færa í letur og geymast líka ef til vill best óskráðar. Ég hef þó með fá- tæklegum orðum viljað þakka þessum mæta manni samfylgdina og tryggðina við mig og mína. Þeim þakkarorðum beini ég ekki síður til þín, Bogga mín, sem mest hefur misst. Látum hinar ljúfu minningar Iétta okkur þunga byrði. Gunnlaugur llaraldsson Þeim fækkar ört samferða- mönnunum sem maður hefur átt samfylgd með siðustu 40 til 50 ár- in. Einn slíkur, Jóhannes Jónsson bakarameistari hér á Akranesi, lézt sunnudaginn 18. þessa mánað- ar og var jarðsunginn frá Akra- neskirkju í gær, föstudaginn 23. ágúst. Þegar ég fluttist til Akraness 1941 var Jóhannes einn af þeim mönnum sem ég kynntist fyrst. ^ Hann vann þá að iðn sinni sem ungur maður hjá Alþýðubrauð- gerðinni, sem rak hér brauðgerð í mörg ár. Síðar var hann fram- kvæmdastjóri hennar um margra ára skeið. Það duldist engum, sem sá Jó- hannes vinna, að þar gekk röskur maður að verki og vinnuglaður. Var það cins, hvaða verk sem hann innti af hendi. Mest voru kynni mín við Jó- hannes á sviði ýmissa félagsmála. Hann var félagshyggjumaður j*. mikill í eðli sínu og lágu leiðir okkar saman bæði í samvinnu- hreyfingunni og í störfum fyrir Alþýðuflokkinn. Jóhannes var einlægur jafnað- armaður og starfaði mikið að mál- efnum þeirra. Hann var um árabil í stjórn Alþýðuflokksfélagsins hér, og formaður þess um skeið. Hann átti sæti á þingum flokksins og í kjördæmisráði hans fyrir Vesturland um árabil. Þá hefur hann um mörg ár verið formaður klúbbsins Öruggur akstur hér á Akranesi, og ætíð sótt þing þeirra. Rækti hann þau störf sem önnur af kostgæfni og röggsemi. Hin síðustu ár starfaði Jóhann- _ es sem eftirlitsmaður við íþrótta- húsið og undi vel hag sínum með ungu fólki. Jóhannes ferðaðist nokkuð hin síðustu ár eftir að börnin voru öll uppkomin. Var ég þeim hjónum samferða, bæði á vinabæjamót í Noregi og eins í sólarlandaferðum. Þar kunni Jóhannes vel við sig og var hrókur alls fagnaðar. Hann var skemmtilegur og góður ferða- félagi. Jóhannes hefur nú lagt upp í sína hinstu för, og veit ég að land- takan þar verður honum góð. Ég þakka Jóhannesi góð kynni og gott samstarf að góðum málefnum. Við hjónin þökkum honum og konu hans vináttu og hlýhug á langri samleið. Aðstandendum öllum vottum við samúð okkar. Sveinn Kr. Guðmundsson In memoriam: Systir Fædd 31. maí 1900 Dáin 13. ágúst 1985 Rétt eftir miðjan ágúst bárust hingað þær fréttir að systir Ólöf væri látin. Vinir Karmelsystra, þeirra sem voru í Karmelklaustr- inu í Hafnarfirði frá því eftir síð- ari heimsstyrjöld til ársins 1983, þekktu hana vel, smávaxna konu, hægláta og hógværa, tíðum brosmilda, óvenju vel að sér um íslenskar fornbókmenntir. Hún var ekki af kaþólsku foreldri og áður en hún gekk í klaustrið hét hún Annie C. Kersbergen og var einkadóttir foreldra sinna. Hún fæddist í Ysselmonde í Hollandi 31. maí árið 1900. Barna- skóla- og framhaldsnám stundaði hún í Rotterdam og hélt síðan til Utrecht til háskólanáms. Hún lagði fyrir sig íslenskar fornbók- menntir og varði árið 1927 dokt- orsritgerð sína um Njáls sögu. í þá ritgerð vitnar dr. Einar 01. Sveinsson mikið í doktorsritgerð sinni ,Um Njálu“ (1933) og Her- mann Pálsson getur hennar í bók sinni „Uppruni Njálu og hug- myndir" sem út kom á sl. ári. Nám sitt í hinum íslensku fræðum stundaði hún m.a. í Kaupmanna- höfn og Háskóla íslands. Hún fékk starf sem skjalavörður við skjala- safnið í Rotterdam 1930 og gegndi því til 1953. Kringum 1930 þýddi hún „Þátt af Neshólabræðrum" eftir Guð- mund G. Hagalín á hollensku og tók hann á móti henni og vinkonu hennar á ísafirði nokkru síðar og tókst með þeim góð vinátta. Hann lýsir henni svo í bók sinni „Þeir vita það fyrir vestan", að hún hafi verið „frekar lág vexti og grönn að sama skapi, ljóshærð, björt yfir- litum og augun gráblá." Dr. Kersbergen tók kaþólska trú 1942. Foreldrar hennar voru lítt hrifnir af því en létu kyrrt liggja, enda prúðmenni og göfug í hjarta. Hún hafði hrifist mjög af ritum hl. Teresu frá Avila og langaði hana til að ganga í reglu hennar, Karmelregluna, en lét það bíða þangað til 1953, en þá voru báðir foreldrar hennar dánir, móðirin nokkrum árum fyrr. Hún gat ekki hugsað sér að hryggja föður sinn, sem unni henni mjög heitt, og þess vegna beið hún þetta lengi að gera þrá sína að veruleika. Hún kom í Karmelklaustrið í Hafnarfirði 7. júní 1953 og tók sér nafnið Ólöf Hinriksdóttir. Fyrstu klausturheit sín vann hún 11. janúar 1955 og lokaheit sín 1958. Draumur hennar hafði ræst, að fá að þjóna Drottni í bæn og hug- leiðslu, í reglunni sem hl. Teresa endurreisti á sömu öld og Jón biskup Arason hlaut að missa höf- uð sitt fyrir böðulsöxinni. Gefum príorinnu hennar, systur Mirjam, orðið: „Hún var ævinlega mjög þakklát fyrir allt og þegar læknirinn sagði henni, rétt fyrir andlátið, að nú væri heilsu hennar farið að hraka alvarlega og hún ætti ekki langt eftir ólifað, sagði hún: „Samt á ég ennþá nóg eftir til að vera þakklát fyrir það.“.“ Hún hafði veikst af lungnabólgu í febrúar síðastliðhum og fór hjartað brátt að veiklast. Hún náði sér að nokkru en heilsu henn- ar fór engu að síður síhnignandi síðasta hálfa árið. Og systir Mirj- am segir áfram: „Við fórum frá íslandi 10. júní 1983, aftur til Hollands, en hjörtu okkar héldu áfram að vera á ís- landi. Fyrir nokkrum mánuðum sagði ég henni (systur Ólöfu) að brátt mundi hún halda til himna og þar mundi hún njóta sælu að eilífu. Og þá sagði hún með sömu gamanseminni og henni var svo töm: „Það hlýtur að vera mjög fal- legt á himni, en ætli það verði fal- legra en á íslandi?“ Hún var alltaf söm við sig,“ heldur systir Mirjam áfram, „þakklát, gagntekin friði og gaf sig algerlega Drottni á vald. Hann var henni ævinlega góður og gaf henni það sem hún þráði. Hún fór að eiga erfitt með andardrátt en hún kvartaði ekki. Sjónin var bil- uð og rödd hennar lágvær svo við heyrðum stundum ekki það sem hún sagði við okkur. Og að lokum tók Drottinn hana til sín til himna. Við vorum allar mjög þakklátar fyrir að við feng- um að hafa hana svona lengi hjá okkur í Karmelklaustrinu. Hún var okkur öllum dýrmæt gjöf. Og nú verður hún máttugur talsmað- ur íslands og allra vina sinna þar á himnum, einnig okkar systra hennar í Karmelreglunni og allrar kirkjunnar, því ein af hjartfólgn- ustu hugsjónum hennar var eining allra kristinna manna, enda var það síðasta bæn Drottins vors Jesú Krists: „Megi þeir allir verða eitt til þess að heimurinn trúi.“ Hún skildi við um áttaleytið að kvöldi hins 13. ágúst. Við vorum allar hjá henni og stóðum kring- um rúmið hennar. Og hún dó eins og hún hafði lifað, friðsæl, þakklát og elskandi Guð og okkur allar. Megi hún hvíla í friði og njóta ei- lífrar sælu og fagnaðar. Hún hafði kosið líf í leyndum, helgað Guði í bæn og fórn. Við trúum og þökk- um Guði fyrir hana.“ Þannig mælir sú systir sem var yfirmanneskja hennar í klaustr- inu síðustu árin og þekkti hana manna best. Við orð hennar er engu að bæta. En ég held að orð systranna séu sönn, þessi orð sem við litum kannski á sem kurteisi á skilnaðarstund, að hjörtu þeirra systranna hafi orðið eftir á fslandi — líkiega nær hjörtum okkar en við gerðum okkur ljóst í fyrstu. Drottinn, veittu henni þinn frið og hið eilífa ljós lýsi henni. Torfi Ólafsson Leiðrétting NAFN greinarhöfundar undir kveðjuorð vegna fráfalls Einar G. Kvaran framkvæmdastjóra hér í blaðinu í gær, misritaðist. Undir þessum minningarorðum stendur María Jóhanna Jensdóttir. Grein- arhöfundur er María Jóhanna Lár- usdóttir. Er hlutaðeigandi beðinn velvirðingar á mistökunum. Fæð- ingardagur hins látna var 30. nóv- ember en ekki 31. nóvember. Leið- réttist það einnig. ATHYGLl skal vakin i því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast i í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hidegi i minudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn litni ekki ivarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn litna eru ekki birt i minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Legsteinar granít — marmari Op«ð ália daga, •iruiig kvMd og hoigar.. fianit xf. Unnarbraut 19, 8elt|anwrnMi, aímar 620809 og 72818.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.