Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 47 • Said Aouita frá Marokkó setti heimsmet í 1500 m hlaupi í Berlín í gærkvöldi. Heimsmet í 1500 m hlaupi SAID AOUITA frá Marokkó setti í gærkvöldi sitt annaó heimsmset á mánaóar tímabili er hann hljóp 1500 metrana á Grand Prix-mót- inu í Berlín á nýju heimsmeti, 3:29,45 mín. Aouita setti sem kunnugt er heimsmet í 5000 metra hlaupi á Bislett-leikvangin- um í Osló fyrir mánuði. Aouita bætti heimsmet Steve Cram um 22 hundruöustu úr sek- úndu sem var 3:29,67 mín. og sett í Nice í Frakklandi 16. júlí sl. Annar í hlaupinu varö Bandaríkjamaður- inn Sydney Maree á 3:32,90 mín. Þess skal getiö aö Steve Cram var ekki meö í þessu hlaupi. Ekki voru önnur afrek á heims- mælikvaröa unnin á þessu frjáls- íþróttamóti í Berlin. Einar Vil- hjálmsson var ekki einn af sex efstu í spjótkastinu samkvæmt fréttaskeytum frá AP. Reykjavíkurmaraþon: 500 þátttakendur? — hlaupið hefst á morgun, sunnudag, kl. 10.00 Á morgun, sunnnudag, hefst hið alþjóðlega Reykjavíkurmara- þon sem nú er haldið í annað sinn. Er blaðamaöur Morgun- blaðsins hafði samband viö Ferðaskrifstofu Úrvals seinni partinn í gær á síöasta degi skráningar, var allt á fullu og hafði starfsfólkiö varla undan að taka á móti þátttökutilkynning- um. „Ég hef bara aldrei séö annað eins, hér er allt á fullu, nú þegar hafa um 400 látið skrá sig í hlaupiö og kæmi mér ekki á óvart þó fjöld- inn færi upp i 500,“ sagöi ein starfsstúlka ferðaskrifstofunnar um kl. 16.00 í gær. Þetta veröur örugglega fjöl- mennasta götuhlaup sem hefur nokkru sinni farið fram hór á landi. Hlaupiö hefst kl. 10.00 á sunnu- dagsmorgun í Lækjargötu. Keppt veröur í þremur vegalengdum: maraþoniö sjálft sem er 42,195 km, hálfmaraþoni sem er 21 km og svo skemmtiskokkiö sem er 7 km. Reiknaö er meö aö langflestir taki þátt í skemmtiskokkinu sem er innan vesturbæjar Reykjavíkur. Allir geta tekiö þátt í skemmti- skokkinu sem eru eldri en 6 ára. Allir sem ijúka hlaupinu fá verö- launapening frá Morgunblaöinu. Rás 2 mun veita yngsta og elsta þátttakandanum sérstök verðlaun í beinni útsendingu í Efstaleitinu. Þeir sem hafa veg og vanda af hlaupinu eru Feröaskrifstofan Úr- val, Flugleiöir, Reykjavíkurborg og Frjálsíþróttasamband íslands. Verndari hlaupsins er Davíö Oddsson, borgarstjóri. Þaö er Ijóst aö keppendur veröa á öllum aldri, jafnt börn sem kvenmenn og karlmenn. Hlaupið hefst stundvíslega kl. 10.00 í Lækj- argötu en keppendur eru beönir aö mæta klukkustundu fyrr. Drykkjarstöðvar veröa á 5 km fresti. Þar verður boðiö upp á vatn og sérlagaða íþróttadrykki. Læknir og hjúkrunarliö veröur til reiöu á meöan á hlaupinu stendur og veröur einnig til aöstoöar er hlaup- arar koma i mark. Hlaupaleiöin: Hlaupnir eru tveir hringir. Hálf- marþoniö er þó einungis einn hringur. í skemmtiskokkinu er aö- eins hlaupinn fyrsti hluti hringsins. Hlaupiö hefst á Fríkirkjuvegi móts viö Frikirkjuna. Hlaupiö er meö- fram Tjörninni, yfir Tjarnarbrúna, út Suöurgötu og farinn hringur um Vesturbæinn. Leiöin liggur siöan til austurs um gatnamót Elliöavogs og Suöurlandsbrautar og þá beygt aftur til hægri inn Langholtsveg. Hlaupið er Langholtsveg inn aö Laugarnesvegi þar sem beygt er til vinstri. Laugarnesvegur er hlaup- inn inn aö Sundlaugarvegi þar sem beygt er til vinstri og Sundlaugar- vegur hlaupinn inn aö Kringlumýr- arbraut. Síöan liggur leiöin upp Kringlumýrarbraut og þaöan niöur Miklubraut og Hringbraut. Þeir sem hlaupa einungis hálf-mara- þoniö Ijúka hlaupinu viö endamark í Lækjargötu en maraþonhlaupar- arnir hlaupa annan hring. i skemmtiskokkinu er farin sama leiö og i upphafi en eftir aö komiö er út Tryggvagötu er beygt til hægri inn aö Lækjargötu. Hlaupiö er allt á malbikuöum götum. Merkingar veröa á 5 km fresti og’* einnig eftir 10 og 20 mílur Island — Færeyjar 1—0 ÍSLENDINGAR sigruðu Færey- inga 1—0 í knattspyrnulandsleik liða sem skipuð eru leikmönnum yngri en 18 ára, í Þórshöfn í gærkvöldi. Sigurmarkið kom á síðustu mínútu leiksins. Páll Guð- mundsson skoraði þá með viö- stöðulausu þrumuskoti eftir fyrir- gjöf frá Ólafi Kristjánssyni. „Þaö er ekki lengur létt aö koma hingaö til Færeyja til aö leika landsleik í knattspyrnu. Viö áttum í erfiðleikum meö aö vinna þá og gat leikurinn alveg eins endaö meö jafntefli. Viö vorum sterkari í fyrri hálfleik en þeir aftur í seinni,“ sagöi Lárus Loftsson, þjálfari eftir leikinn i gærkvöldi. Bestir í liöi ísiands voru Einar Páll Tómasson, Eiríkur Þorvarö- arson markvöröur og Þórhallur Vikingsson. Heimir þjálfar Reyni HEIMIR Karlsson knattspyrnu- maður og handknattleíksmaöur hefur verið ráöinn handknatt- leiksþjálfari hjá Reyni Sandgeröi á komandi keppnistímabili. Reynir sem leikur í 3. deild hefur gengiö frá ráöningu Heimis og mun hann einnig leika meö liöinu. Heimir lék meö handknattleiksliöi Víkings áöur en hann hélt út í at- vinnumennskuna í knattspyrnu í Hollandi, þar sem hann iék aöeins eitt keppnistímabil. Sandgerðingar stóöu í viöræö- um við Eyjólf Bragason úr Stjörn- unni en ekkert varð úr þvi. Heimir lék meö Víkingum undir stjórn Bogdans landsliösþjálfara og kem- ur þaöan eflaust reynslunni rikari hvaö þjálfun varöar. EVRÓPUFRUMSÝNING í TÓNABfÓ „FRÁBÆR ... SPENNANDI ... ÓGNVEKJANDI ... NÝ AMERÍSK SAKAMÁLAMYND“ „Lík frú Vincent og barnanna fundust i dag í fjölskylduherberginu í kjallara hússins. Læknir lögreglunnar áætlar að þau hafi verið látin i a.m.k. 3 daga. Loftkælitækið var í gangi, augljóslega til að hægja á rotnun líkanna. Enn er ekki vitað hvar Edward Vincent er niðurkominn." Opinber yfirlýsing frá Joe Steiner, lögregluforingja. 7 árum seinna ... Alda fólskulegra líkamsárása í kynferðislegum tilgangi gengur nú yfir borgina. Sama atburðarás og áður endaði með fjöldamorði er nú að koma í Ijós. RICHARD WIDMARK KEITH CARRADINE KATHLEEN QUINLAN MICHAEL BECK -f. -^^00 Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ísl. texti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.