Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 29 Dæm i um vei Burknar (venjui.) Burknar (stærri) Yuccaplöntur . - Yuccapiöntur . Yuccapiöntur . Aspas springeri i Aspas springeri Sigurgeir Magnússon, Ólafsfirði: Ummæli ótrúlegu bæjarstjóra lýsa þekkingarleysi Frystihúsin búin til vinnslu nánast allra tegunda sjávarafla Akureyri, 22. á|!Úsl. í VIÐTALI vid Mbl. sl. Tóstudag lét bæjarstjórinn á Olafsfírói, Valtýr Sigurbjörnsson, þau orð falla, að fískvinnslustöðvarnar í bænum hefðu „ekki þau tæki og vélar, sem til þarf við vinnslu annarra tegunda en þorsks“. Sigurgeir Magnússon, annar framkvæmdastjóra Magnúsar Gamalíelssonar hf., var inntur álits á þessum ummælum bæjar- stjóra. „Ég satt að segja skil ekki, hvað maðurinn er að fara með þessum orðum sínum. Þau lýsa ótrúlegu þekkingarleysi á fyrirtækjum þeim, sem segja má þó að haldi uppi byggð hér í Ólafsfirði. Það er kannski ekki von að allt gangi okkur í haginn um þessar mundir, ef þekking ráðamanna almennt hér er eitthvað í líkingu við þetta. Við hjá Magnúsi Gamalíelssyni hf. erum með eitt best búna frysti- hús á landinu og höfum tæki til vinnslu nánast á öllum tegundum sjávarafurða. Ég veit einnig, að Hraðfrystihús ÓÍafsfjarðar hf. er með afar vel búið frystihús. Ég held, að við ólafsfirðingar þurfum þessa dagana á öllu öðru að halda I sambandi við atvinnu- málin en að efna til deilna inn- byrðis um rekstur fyrirtækjanna, og ég vona að bæjarstjóri snúi sér að öðrum verðugri verkefnum en að reyna að koma þeim vandamál- um sem við eigum við að glíma yfir á herðar fiskvinnslustövanna. En fyrst við erum farin að tala um þetta umrædda viðtal við bæjar- stjórann, þá vil ég einnig leiðrétta þau ummæli hans, að aðeins út- gerðaraðilar tveggja togaranna í bænum hafi verið að leita sér viðbótarkvóta, en látið að því liggja að við hefðum ekki verið að því. Við höfum verið að leita eftir viðbótarkvóta til kaups allt frá því snemma á árinu, en því miður hef- ur það bara ekki gengið upp.“ Én hvað hefur Sigurgeir að segja um fundarboð bæjarráðs, þar sem þingmenn og fulltrúar at- vinnulífsins komu saman sl. þriðjudag: „Eg fæ ekki séð að neitt það hafi komið út úr þessum fundi sem leysir vanda okkar á þessu ári. Raunar er furðulegt, að ráðamenn bæjarins skuli fyrst nú vakna upp varðandi atvinnumálin, þegar allt er komið í óefni. Við, sem að út- gerðarmálum og fiskvinnslu störf- um hér, höfum séð hvert stefndi um langt skeið, kvótinn er ein- faldlega of lítill í byggðarlaginu, og þessi svokölluðu ráðamenn okkar eru einfaldlega ekki starfi sínu vaxnir, ef þeir hafa ekki hlustað á aðvaranir okkar í þess- um efnum. Hitt er svo aftur annað mál, að vegna aðgerða opinberra aðila má segja að sjálfstæðir útgerðaraðil- Fyrirlestur í Norræna húsinu FYRIRLESTUR sem nefnist „Bar- átta Pouls Henningsen við rafljósið“ verður haldinn í Norræna húsinu þriðjudaginn 27. ágúst og hefst hann klukkan 17.15. Kurt Nörregaard, arkitekt og forstöðumaður þróunardeildar Louis Poulsen & Co., segir frá þróun PH-lampanna frá upphafi fimmta áratugarins til þessa dags. Áheyrendum gefst kostur á að leggja spurningar fyrir Nörre- gaard um efni fyrirlestursins og annað sem varðar framleiðslu fyrirtækisins. Mörgblöd meó einni áskrift! Sigurgeir Magnússon ar séu vart lengur til á Islandi, samvinnufélög og bæjarfélög hafa yfirtekið mest alla útgerð í land- inu og síðan hefur ríkisvaldið í hendi sér afkomu útgerðanna, með rangri verðlagningu hefur útgerð verið sett upp við vegg varðandi afkomu, allt er miðað við einhvern núllpunkt, sem leiðir af sér að þeir útgerðaraðilar, sem lent hafa í því að endurnýja tæki sín, eiga sér ekki rekstrargrundvöll. Það sjá allir, hvert slíkt stefnir, flotinn drabbast niður og fyrr en varir verður fyrirtækjunum komið yfir á hendur samvinnu- eða bæjarfé- laga, sem yfirtaka reksturinn til þess að bjarga atvinnumálunum á viðkomandi stöðum, frjálsir út- gerðarmenn munu hverfa, þá má reka útgerð með tapi, fólkið borg- ar jú í gegnum sjóði sína. Það er það sem virðist vera í uppsiglingu hér í landi, því miður. Við ætium okkur þó að reyna að klóra í bakkann, og með það fyrir augum fórum við út í að breyta Sigurbjörginni í frystitogara, það sýndist eina leiðin til að útgerð mætti skila hagnaði og þannig byggja sig upp til eðlilegrar endurnýjunar. Hvort það tekst mun koma í Ijós, en ekki verðum við þá sakaðir um að hafa ekki reynt,“ sagði Sigurgeir að lokum. GBerg Málverk eftir Ómar Stefánsson Sýning á verkum Ómars Stefánssonar SÝNING á málverkum Ómars Stefánssonar opnar á Café Gesti með gerningnum „Allt sem börn- um er bannað" sunnudaginn 25. ágúst klukkan 21. Verður gern- ingurinn fluttur af höfundunum, þeim Þorra Jóhannssyni og Ómari Stefánssyni. Á sýningunni verða einnig kynntar tvær bækur, önnur eftir Ómar eingöngu en hin unnin í samvinnu við Björn Roth. Sýningin verður opin í tvær vikur. (Fréttatilkynning) þbttaptönbi Þessahelgise tr interftora 3» Ýmsar aðtar vórur seldar keramikvörup^arðáhöld o.fl. I&majci Gróðurhúsinu við Sigtún: Simar 36770 686340

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.