Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1986
35
Minning
------•
Kristjana Ebeneser-
dóttir, ísafirði
Fædd 30. júní 1916
Dáin 15. júní 1985
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast mágkonu minnar
Kristjönu Ebenezersdóttur, sem
lést á Landspítalanum 15. júní síð-
astliðinn.
Útför hennar var gerð 22. júní
og var ég þá stödd erlendis við
aðra kirkjulega athöfn, en óneit-
anlega reikaði hugurinn heim til
fjölskyldunnar í litlu kirkjunni á
ísafirði. Kristjana var fædd 30.
júni 1916, dóttir hjónanna Jónu
Vigfúsdóttur og Ebenezers Jóns-
sonar, Tungu Valþjófsdal í Önund-
arfirði. Systkinin voru 6 auk
Kristjönu Vigdís, Jóhanna, Birg-
itta, Vigfús, Kristján og Guðrún,
sem látin er fyrir nokkrum árum.
Kristjana ólst upp í þessum stóra
systkinahópi en fór snemma að
heiman að vinna fyrir sér, en var
þó oft heima í Tungu og rétti for-
eldrum sínum hjálparhönd þegar
með þurfti. Mjög kært var með
þeim systkinum og kom það best í
ljós í hennar erfiðu veikindum.
Heimilið í Tungu var rómað fyrir
snyrtimennsku og myndarbrag en
sérstaklega var til tekið hvað börn
áttu þar gott athvarf. Mörgum
börnum var komið þar til sumar-
dvalar, skyldum jafnt sem óskyld-
um og mörg þeirra hafa æ síðan
haldið tryggð við heimilið í Tungu
og töldu það lán sitt að hafa fengið
að njóta þar dvalar.
Þann 30. október 1954 giftist
Kristjana Jóhannesi Jakobssyni
frá Reykjarfirði í Grunnarvík-
urhreppi og tengdist hún þar mjög
stórri fjölskyldu. Þau stofnuðu
heimili sitt á ísafirði þar sem þau
byggðu sér síðan stórt og mynd-
arlegt hús að Engjavegi 6 og síðan
að Engjavegi 7. Þau Kristjana og
Jóhannes eignuðust tvíbura 21.
ágúst 1955 og man ég enn þann
dag er Jóhannes hringdi heim í
Reykjarfjörð að segja frá fæðingu
þeirra. Það var mikill gleðidagur.
Börnin eru Erla, gift Sigurjóni
Davíðssyni, þau búa á Þórshöfn og
eiga 2 dætur og Þröstur, unnusta
hans er Selma Guðbjartsdóttir,
þau eiga 1 son og búa á ísafirði.
Oft var gestkvæmt og mann-
margt á heimilinu á Engjavegi 6.
Foreldrar Jóhannesar, Matthildur
Benediktsdóttir og Jakob Krist-
jánsson, bjuggu þar með þeim í
mörg ár eftir að þau fluttu úr
Reykjarfirði, eða þar til Jakob var
orðinn svo sjúkur að hann varð að
dvelja á sjúkrahúsi, en oft var
hann mikið veikur heima og kom
það í hlut Kristjönu að annast
hann með móður okkar. Ég átti
því láni að fagna að koma oft að
Engjavegi 6 á þessum árum og var
þá oftast með stóran barnahóp
með mér en aldrei heyrði ég
Kristjönu amast við börnunum
eða kvarta undan því að hafa
gamla manninn.
Á þessum tíma tengdumst við
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast i í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
sterkum böndum og börnin okkar
áttu margar ánægjustundir sam-
an og ekki síst í Reykjarfirði, en
þar dvöldu þau Jóhannes og
Kristjana flest öll sumur, fyrst í
gamla bænum ásamt Ragnari og
Sjöfn en síðan byggðu þau sér fal-
legan sumarbústað ásamt börnum
sinum. Á hverju vori þegar daginn
tók að lengja hugðu þau til norð-
urfarar og í Reykjarfirði var alltaf
nóg að starfa.
Kristjana var ein af þeim hljóð-
látu konum sem unnu heimili sínu
og kvörtuðu ekki, enda sýndi það
sig í hennar erfiðu veikindum.
Sumarið 1983 fór hún að kenna
lasleika og þegar kom í ljós um
hvaða sjúkdóm var að ræða var
brugðið við skjótt og hún flutt á
Landspítalann í Reykjavík en þá
var hún orðin helsjúk. Það var i
byrjun árs 1984. Ég kom til henn-
ar þann dag sem hún fékk úrskurð
frá læknunum. Ekki virtist henni
brugðið, svo mikil var ró hennar. í
vor dvaldi ég um tíma í Reykjavík
og sat á skólabekk og fór ég þá oft
í heimsókn á Landspítalann. Leit
þá gjarnan í námsbækurnar og
las, en það sem ég lærði af Krist-
jönu við kyrrlátan sjúkrabeðinn
var mér ekki minni skóli. En hve-
nær lífið prófar mig í þeim lexíum
veit ég ekki en ég held ég verði
aldrei svo gömul að ég gleymi því
æðruleysi, kjarki, þakklæti og
brosi til allra sem eitthvað reyndu
að gera fyrir hana. Þessari ró hélt
hún til hinstu stundar. Hún barð-
ist í hálft annað ár við erfiðan
sjúkdóm og lét aldrei bugast.
Læknar og hjúkrunarlið gerðu allt
sem í þeirra valdi stóð til að
bjarga lífi hennar og oft var hún
svo langt leidd að engum datt í
hug að hún lifði til morguns en
þrek hennar og trú var mikið
meira en nokkurn gat órað fyrir.
Læknar töldu það undrun sæta
hve sterk hún var. í fyrrasumar
komst hún heim á ísafjörð og
dvaldi hér á sjúkrahúsinu í 3 mán-
uði, en þá varð aftur að flytja
hana á Landspítalann þar sem
hún dvaldi síðan. Þegar ég kvaddi
hana, viku áður en hún lést, bað
hún fyrir kveðju til allra heima og
lyfti hendi í kveðjuskyni þegar ég
gekk út úr dyrunum, en hún var
þá orðin mjög máttfarin.
Henni var það mikill styrkur að
systkini hennar og fjölskyldur
þeirra voru óþreytandi í að heim-
sækja hana og ekki var það síður
styrkur fyrir eiginmann hennar
og börn að vita hennar vitjað þeg-
ar þau voru víðs fjarri í öðrum
landshlutum, en þau gerðu allt
sem í þeirra valdi stóð að létta
henni baráttuna og dvöldu oft
syðra.
En allt það sem Björk systur-
dóttir hennar sýndi henni og
manni hennar í þessum erfiðu
veikindum verður seint full þakk-
að. Að lokum vil ég þakka henni
alla vináttu og tryggð og bið guð
að blessa minningu hennar og alla
þá er veittu henni styrk. Innilegar
samúðarkveðjur frá mér og fjöl-
skyldu minni til eiginmanns henn-
ar og barna.
Valgerður Jakobsdóttir
+ Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi.
ÓSKAR J. SANDHOLT
rennismiöur.
andaöist 22. ágúst í Landspitalanum. Jaröarför auglýst síöar.
Þórdís J. Sandholt,
Þórunn Sandholt, Magnús Hilmarsson,
Geröur Sandholt, ivar Þ. Björnsson,
Guóbjörg Sandholt, Jón R. Sigmundsson,
Jens Sandholt, Elín Lára Edwards,
Jón G. Sandholt, Óskar J. Sandholt Katrín H. Reynisdóttir,
og barnabörn.
+
Eiginkona mín og móðir okkar.
LOVÍSA HELGADÓTTIR,
Drekavogi 6,
Raykjavík,
lést i Landakotsspítala 22. ágúst.
Magnús Pálsson,
Hslgi Þór Magnússon,
El(n Magnúsdóttir,
Þurlóur Magnúsdóttir.
t
Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
SIGURÐUR KR. MAGNÚSSON,
Hólabraut 9,
Hafnarliröi,
veröur jarösunginn mánudaginn 26. ágúst kl. 10.30 frá Hafnarfjarð-
arkirkju.
Ásta Jónsdóttir,
Erla Siguröardóttir, Loftur Magnússon,
Hjólmar Siguröason, Rita Kvaarnö,
Kristín Siguröardóttir, Ómar Agnarsson
og barnabörn.
+
Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og langamma,
ÞORBJÖRG GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR WIUM,
andaöist í Borgarspítalanum föstudaginn 23. ágúst sl.
Fyrir hönd aöstandenda,
Páll H. Wium.
+
Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi,
ÁSGEIR JÓNSSON
frá Tröllatungu,
sem lóst 16. ágúst, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 26. ágúst kl. 13.30.
Simonia Sigurbsrgsdóttir,
Halldór Ásgeirsson, Sigríöur M. Jónadóttir
og sonarsynir.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR ODDNÝJAR HJÖRLEIFSDÓTTUR
frá Hríadal, Miklaholtshreppi.
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Dvalarheimilis aldraöra
Borgarnesi.
Hjörleifur Sigurósson,
Kristján E. Sigurösson,
Sígfús Sigurösson,
Kristjana E. Siguröardóttir,
Áslaug Sigurðardóttir,
Valdimar Sigurösson,
Elín G. Siguróardóttir,
Olga Siguróardóttir,
Magdalena M. Siguröardóttir,
Anna Siguröardóttir,
Ásdís Siguröardóttir,
barnabörn og
Kristín Hansdóttir,
María L. Eövarösdóttir,
Ragnheiöur Ester Einaradóttir,
Vigfús Þráinn Bjarnason,
Sveinbjörn Bjarnason,
Brynhildur Daisy Eggertsdóttir,
Siguröur Ágústsson,
Leopold Jóhannesaon,
Oddur Pátursson,
Þorsteinn Þóröarson,
Sigmundur Sígurgeirsson,
barnabarnabörn.
+
Þökkum samúö og vinarhug viö andlát og útför
ÞÓRDAR ÁGÚSTS ÞÓRDARSONAR,
Grenimel 44.
Aóalheiöur Þorsteinsdóttir,
Heiöar Þóröarson, Hulda Guómundsdóttir,
Guörún J. Þóröardóttir, Ingvar Ásmundsson,
Þorsteinn V. Þóröarson, Kristín Tryggvadóttir,
Hlynur S. Þóróarson.
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröar-
för
SIGRÍDAR SIGURÐARDÓTTUR,
Káraatíg 14.
Fyrir hönd aöstandenda.
Sigurfrur Helgason.
+
Viö þökkkum öllum sem sýndu okkur alúö og kærteika viö andlát
dóttur okkar,
EDDU BJARKAR.
Jón Sigurjónsaon,
Jóhanna Gísladóttir
og daatur.
+
Þökkum samúö viö andlát og útför fööur okkar,
ÞÓRÐAR EIRÍKSSONAR
netageröarmeistara.
Unnur Þóröardóttir,
Eirika Kriatín Þóröardóttir.
+
Hjartans þakkir til ykkar allra fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö
andlát og jaröarför
SIGRÍDAR JÓNSDÓTTUR
frá Drangshlíöardal.
Guö blessi ykkur öll.
Árni Sigurðsson,
Lilja Árnadóttir, Sigurbergur Guónason,
Síguröur Á. Sigurbergsson, Hrefna Guöjónsdóttir,
Guóný Ó. Sigurbergsdóttir, Arnlaugur Bergsson
og barnabarnabörn.