Morgunblaðið - 24.08.1985, Síða 36

Morgunblaðið - 24.08.1985, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 félk í fréttum Sýnishorn úr safni Sævars, sem er orðið geysimikið, og gat blaðamaður ekki séð betur en merkin væru orðin nokkur hundruð ef ekki þús- und. Þetta er nú kannski ekki beint „Fólk í fréttum", en svona til gamans birtum við nokkrar mynd- ir af allskonar fuglahræðum. Sagan segir að hugmyndin að þeim hafi kviknað upp úr 1930 þegar Kondrad Lorenz sérfræð- ingur í hegðun dýra benti á að Sævar Jóhannesson hefur um 12 ára skeið safnað bæði lögreglu og hermerkjum. SÆVAR JÓHANNESSON RANNSÓKNARLÖGREGLA Tilviljun að ég fór út í þessa söfnun Eg hugsa að ég haldi áfram að safna á meðan ég dreg and- ann segir Sævar Jóhannesson rannsóknarlögreglumaður sem m.a. safnar lögreglu- og hermerkj- „l'að eru líklega 12 ár síðan ég byrjaði að sanka þessu að mér og fyrir algjöra tilviljun að ég fór ein- mitt út í merkin, en ég hef annars alltaf verið að safna frá því að ég var smástrákur. Þetta byrjaði allt með því að ég fékk bréf frá lögregluþjóni í Kaliforníu sem bað mig um ís- lenskt lögreglumerki og í skipt- um átti ég að fá merki frá hon- um. Ég sendi honum eitt slíkt og þar með var hjólið farið að snú- ast og bréfin tóku að streyma til mín. Ég gat þó ekki endalaust orðið við óskum manna um ís- lensk lögreglumerki því þau er ekki að hafa. En ég fæ semsagt merki í gegnum bréfaskriftir, kaupi eftir verðlistum og versla einnig þeg- ar ég er á ferðalagi erlendis. Frá Bretlandi fékk ég send- ingu þannig að ég sendi breskum steinasafnara hraun úr Heimaey og Surtsey og í staðinn sendi hann mér merki". Það sem ég á frá Frakklandi fékk ég í gegnum myntsafnara og svo mætti lengi telja. Einu sinni var í gangi keðju- bréf meðal lögreglumanna og ég sendi eitt merki í slíkt bréf og fékk það margfalt til baka.“ — Safnarðu fleiru en merkj- unum? „Já ég á nokkrar lögregluhúf- ur, eitthvað af frímerkjum og einu sinni átti ég ágætis safn af vindlahringjum en það lét ég frá mér á einu bretti og fékk í stað- inn merki sem mig vantaði. Ég hef aldrei hent því sem ég hef safnað og það hefur þess- vegna komið að góðum notum þar sem ég hef getað skipt á því og merkjum." — Þegar blaðamaður imprar á því í lokin við Sævar hvort hann geti ekki bent á einhverja sniðuga safnara til að rabba við, brosir hann út í annað og segist eiga hægt um vik hvað það varð- ar, því hann hafi um hríð safnað greinum sem hafi birst um þá. Blóma- drottning í Hveragerði Hinn árlegi blómadansleikur var haldinn í íþróttahúsinu í Hveragerði sl. laugardag. Þar var kjörin blómadrottning fyrir árið 1985. Sex stúlkur tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Hlut- skörpust varð Erna Svala Gunn- arsdóttir. Erna Svala er á sautjánda árinu. elst af þrem systrum, dóttir Hrefnu Sóleyjar Kjartansdóttur og Gunnars Davíð Johns. Erna fæddist í Reykjavík en flutti 9 ára gömul að Reykjakoti í Ölfusi og á þar heima nú. Hún hefur tvö sl. sumur unnið í tsgerðinni Kjörís, en hefur hug á að læra og verða snyrtifræðingur. Áhugamál henn- ar eru hestamennska og djassball- et. Knattspyrnudeild Hveragerðis annaðist alla framkvæmd á þessu blómaballi eins og undanfarin ár. Hljómsveitin Ljósbrá í Hveragerði lék fyrir dansi. Dansleikurinn fór vel fram að sögn samkomugesta. - Sigrún Erna Svala Gunnarsdóttir, blómadrottning 1985. niðurstöður rannsókna sinna hefðu leitt í ljós að fuglar væru hræddir við slík fyrirbæri. Nýlega fann einhver upp plast- vængi á fuglahræðurnar sem hreyfast þá eins og þær séu um það bil að hefja flug og fuglagrey- in eru helmingi hræddari fyrir bragðið. Allavega hér eru nokkur sýnis- horn af því sem fuglunum er boðið upp á. Fugla- hræður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.