Morgunblaðið - 24.08.1985, Síða 4

Morgunblaðið - 24.08.1985, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGOST 1985 „Skilst að enginn hefði átt að geta lifað þetta af“ — segir Aðalgeir Gíslason, sem fékk í sig 34 þúsund volta straum „ÞETTA var hryllilegt" sagdi Aðalgeir Gíslason, rúmlega tvítugur Hús- víkingur, sem varð fyrir því að fá í sig 34 þúsund volta straum þar sem hann var að störfum við Laxárvirkjun 8. júlí sl. Þykir undrum sæta að nokkur maður skuli hafa getað lifað það af að fá í sig svo mikinn rafstraum og má til samanburðar nefna að raflost, sem menn geta fengið með því að stinga fingri inn í venjulega heimilisinnstungu, nemur 220 voltum og þykir þó ekki þægilegt. Aðalgeir brenndist mjög illa, sérstaklega á baki, og var hætt kominn fyrstu sólarhringana eftir slysið. Hann lá á Landspít- alanum í fimm vikur, fyrst á gjörgæslu- og síðan handlækn- ingadeild, hluta tímans í ein- angrun vegna mikillar sýkingar- hættu og var því nýútskrifaður er Morgunblaðið hafði tal af honum á heimili foreldra hans á bænum Lækjarhvammi í Aðal- dal í S-Þingeyjarsýslu. Hann var hress í bragði og bar sig vel þrátt yfir það sem á undan var gengið. Menn tala um kraftaverk „Ég missti meðvitund um leið og varð ekki var við neitt þegar slysið varð, enda stoppaði hjart- að og þurfti að berja það í gang,“ sagði Aðalgeir, „En svo vaknaði ég fljótlega og man þá eftir öllu. Það skilur enginn hér hvernig ég fór að því að lifa þetta af. Menn tala um kraftaverk, en sjálfur hef ég enga skýringu. Það er helst að straumurinn hafi hlaup- ið svona mikið utan af mér þannig að ég hafi ekki fengið hann allann í mig, annars hefði ég varla þolað þetta," sagði Að- algeir. En hann kvaðst hafa ver- ið í venjulegum vinnuklæðnaði þegar slysið varð, peysu og vinnugalla. Allt verður svart „Þetta gerist þannig að ég ér ásamt bróður mínum að mála vegg á efsta stöðvarhúsinu við Laxárvirkjun úr bílkörfu í u.þ.b. þriggja metra hæð,“ sagði Aðal- geir er hann lýsti tildrögum slyssins. „Okkur hafði verið sagt að háspennuvírinn, sem þarna lá og var, held ég, strengur suður í Mývatnssveit, væri straumlaus og við skyldum mála í kringum hann óhræddir. Síðan gerist það að bróðir minn kemur við vírinn. Hann verður ekki var við neitt, en heldur á álskafti, sem rekst í bakið á mér þar sem ég stend hjá honum og gef jarðsamband að mér er sagt. Straumurinn hleyp- ur eftir bakinu og maganum, upp í handarkrika, út hendina og að lokum í vegginn. Allt verður svart. Mér er komið niður á jörðina og stöðvarstjórinn, Héðinn Stef- ánsson, blæs og hnoðar þangað til hjartað fer í gang og eftir smástund er ég vaknaður. Síðan er ég borinn inn í stöðvarhúsið og kældur og hjúkrunarkonurn- ar tvær á staðnum sprauta mig með einhverju deyfilyfi. Ég get eiginlega ekki lýst því hvernig mér leið þarna fyrst á eftir, en ég gat ekki hreyft hendina og flestir héldu að hún væri alveg búin að vera. En svo kom smá líf í tvo fingur. Sjúkrabíllinn var kominn eftir 45 mínútur og ég var fluttur út á Húsavík, á sjúkrahúsið. Þar vildu þeir ekk- ert gera og það var fengin vél frá Akureyri til að fljúga með mig Suður. Slysið varð klukkan hálf átta um kvöldið og á miðnætti var ég kominn á Landspítalann. Þar tóku við fimm kvalafullar vikur.“ Aðalgeir Gíslason Farinn að geta sofíð núna „Ég er farinn að geta sofið,“ sagði Aðalgeir er hann var spurður hvernig líðan hans væri núna eftir að hann kom heim af spítalanum, þar sem læknar hans voru þeir Knútur Björns- son og Árni Björnsson. „Síðan ég kom heim hef ég getað sofið, en það gat ég ekki fyrstu vikurnar. Það voru gerðar á mér fjórar að- gerðir. í þeirri fyrstu var ég hreinsaður allur upp og skorið burtu það sem var dautt. Næst var grætt skinn af lærunum á bakið og svo á hendina og síðan þurfti að endurtaka aðgerðina á bakinu. Eftir fjórðu aðgerðina var ég látinn liggja á maganum í hálfan mánuð, sem mér þótti mjög erfitt. Ég Iá líka í einangr- un í viku og enginn mátti koma inn til mín nema viðkomandi væri í hlífðarfötum frá hvirfli til ilja. Ég er ekki viss hvernig bruna- stigin skiptust en bruninn náði til sextán prósenta af líkaman- um og á því svæði sást bara inn í kjöt. Mér er sagt að fyrstu tvo sólarhringana hafi ég verið í lífshættu. Það var ekki hægt að stöðva vökvatapið og það var sama hvað ég drakk, vökvinn rann jafnóðum út um sárin. Þetta fór líka í nýrun en þau komu sem betur fer til og öll hin líffærin sluppu. Bakið er hér- umbil allt brunnið og þurfti að græða upp, en höfuðið slapp og bruninn nær sem betur fer ekki nema rétt upp á háls. Fór ekki yfír í annan heim Eftir því sem ég hef heyrt þá á enginn maður að geta lifað svona lagað,“ sagði Aðalgeir, en kvaðst sjálfur ekki hafa neina skýringu á því að hann skyldi lifa þetta óhugnanlega slys af. „Ég fór heldur ekki yfir í annan heim og kom aftur eins og sumir segjast hafa upplifað, heldur man ég bara sorta þangað ég komst til meðvitundar aftur. Aðalgeir kvaðst þurfa að fara suður aftur um miðjan septem- ber til frekari læknisaðgerða og ekkert vita um það hvenær hann yrði fær um að hefja vinnu að nýju. En hann er að verða full- numa sem bifvélavirki á Húsa- vík, þar sem hann býr með unn- ustu sinni, Bryndísi Sigurðar- dóttur. „Hún sat hjá mér allan tímann á sjúkrahúsinu og var minn styrki stafur,“ sagði Aðal- geir Gíslason að lokum. H.H.S. Iðnaðarbankinn: Opnar táningum aðgang að tölvubankaþjónustu Unglingar á aldrinum 14—18 ára geta nú fengið T-kort hjá Iðnaðarbankan- um sem gerir þeim kleift að njóta þjónustu tölvubankanna. IÐNAÐARBANKINN er um þess- ar mundir að taka upp nýjung í tengslum við tölvubankaþjónustu sína. Er það svokallað T-kort sem er Lykilkort ætlað táningum á aldr- inum 14—18 ára. Allir þeir sem verða 14 ára á þessu ári og eru með sparireikning í Iðnaðarbankanum geta fcngið T-kort, sem opnar þeim þjónustu tölvubankanna, að því er Hlutabréfamarkaðurinn hf: Hyggst efla hlutabréfa- viðskipti á íslandi STOl’NAÐ hefur verið í Keykjavík hlutafélag sem nefnist lllutabréfa- markaðurinn hf. Tilgangur þess er að stuðla að eflingu og þróun hlutabréfa- viðskipta og starfrækja hlutabréfa- markað. „Hlutabréfamarkaðurinn hf. hyggst einbeita sér að viðfangsefn- um, sem tengjast hlutafélögum og hlutabréfaviðskiptum og standa vonir til þess að með þeim hætti takist fyrr en ella að þróa markað fyrir hlutabréf,“ segir meðal annars í frétt frá félaginu. Þar segir ennfremur að í sam- ræmi við tilgang sinn muni félagið kaupa og selja hlutabréf í eigin nafni, aðstoða við mat á verðmæti hlutabréfa í hlutafélögum, skrá og birta markaðsgengi hlutabréfa í stærri hlutafélögum, annast eða að- stoða við útboð og sölu nýs hlutafjár í félögum, annasl milligöngu um kaup og sölu hlutabréfa, veita ráð- gjöf og aðstoð við stofnun nýrra hlutafélaga, standa fyrir fræðslu um hiutafélagaformið, ársreikninga hlutafélaga, mat á hlutabréfum, hlutabréfaviðskipti og hafa for- göngu um þær breytingar á skatta- lögum og öðrum lögum, sem æski- legar og óhjákvæmilegar þykja á hverjum tíma til að hlutafélags- formið og hlutabréfakaup njóti jafnréttis og standist samanburð við önnur rekstrarform atvinnufyr- irtækja og aðra ávöxtunar- og fjár- festingarkosti. Stjórn félagsins skipa: Baldur Guðlaugsson hrl. formaður, Ragnar S. Halldórsson forstjóri og Arni Vilhjálmsson prófessor. Varamenn í stjórn eru Víglundur Þorsteinsson framkvæmdastjóri, Árni Árnason framkvæmdastjóri og Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur. Endur- skoðandi er Stefán Svavarsson lög- giltur endurskoðandi. fram kemur í fréttatilkynningu frá bankanum. Þar segir ennfremur: „Þessi nýja þjónusta er svar bankans við eindregnum óskum sem fram hafa komið frá þessum aldurshópi sem ekki hefur aldur til að eiga tékkareikning. Hann geymir þvi sparifé sitt á spari- reikningi en er oft bundinn í skóla eða vinnu á venjulegum opnunartíma banka. í meginatriðum gilda sömu reglur um T-kort og venjuleg Lykilkort. Fyrst um sinn verður úttektarheimild á sólarhring með T-korti lægri eða kr. 3.000. Notkun Lykilkorta Iðnaðar- bankans fer stöðugt vaxandi. Korthöfum fjölgar jafnt og þétt og eru nú um þrjú þúsund. Færslufjöldi jókst um 50% milli júní og júlí. Fólk kann því aug- ljóslega vel að geta sinnt algeng- ustu bankaviðskiptum á þeim tíma sem því hentar best. í tölvubönkunum er nú hægt að taka út peninga, leggja inn, skoða stöðu reikninga, millifæra og greiða reikninga. Tölvubankar Iðnaðarbankans eru nú á sjö stöðum: í Lækjar- götuútibúi, Grensásútibúi, Garðabæjarútibúi, Hafnarfjarð- arútibúi, Akureyrarútibúi og í stórverslunum Hagkaup Skeif- unni og Vörumarkaðnum Eiðs- granda. Gunnlaugur Stefánsson fyrrv. kaup- maður látinn Gunnlaugur Stefánsson, fyrr- verandi kaupmaður, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi þann 22. ágúst sl., 92ja ára að aldri. Gunnlaugur fæddist í Hafn- arfirði 17. nóvember 1892, og bjó þar alla sína tíð. Hann hóf snemma þátttöku i atvinnulíf- inu, 14 ára gamall hóf hann störf hjá fyrstu gosdrykkja- verksmiðjunni á íslandi, Kaldá, og var orðinn forstjóri þess fyrirtækis 17 ára. Eftir það fór hann til náms í bakaraiðn og starfaði sem brauðgerðarmaður hjá Einari Þorgilssyni útgerðarmanni frá 1909—20. Síðustu árin leigði hann brauðgerðina og rak sjálf- ur. Frá 1920—56 vann Gunnlaug- ur við kaupsýslustörf og rak m.a. verslunina Gunnlaugsbúð í Hafnarfirði, sem var þekkt um allt land. Árið 1930 hóf Gunnlaugur rekstur kaffi- og kaffibætis- verksmiðju í Reykjavík og framleiddi m.a. svokallaðan G.S.-kaffibæti. Gunnlaugur stundaði útgerð um árabil, frá Hafnarfirði, Grindavík, Þorlákshöfn og víð- ar. Hann átti þátt í stofnun ým- issa útgerðar- og fiskverkunar- fyrirtækja í Hafnarfirði. Gunnlaugur var einn af stofnendum Félags íslenskra iðnrekenda og um árabil í stjórn KFUM í Hafnarfirði og stjórn Kaupmannafélags Hafn- arfjarðar. Einnig var hann um skeið í Sjó- og verslunardómi Hafnarfjarðar. Gunnlaugur kvæntist Snjó- laugu Guðrúnu Árnadóttur, en hún lést árið 1975. Áttu þau þrjú börn saman, Stefán, Árna og Sigurlaugu, auk þess sem þau tóku eina stúlku í fóstur, Sigurjónu Jóhannesdóttur. Skipstjóri Stálvíkur dæmdur sekur SKIPSTJÓRI Stálvíkur SU 1 var dæmdur sekur um ólöglegar veiðar vestur af Breiðafírði af Sakadómi Reykjavíkur í gær. Var hann dæmdur í 400 þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Dómnum verður áfrýjað. TF-SÝN, flugvél Landhelg- isgæslunnar, stóð togarann að ólöglegum veiðum skömmu eftir hádegi á miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.