Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 3
Kaupmannahafnar-
flug 40 áræ
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985
3
1.600.000
farþegar
frá upphafi
FJÖRUTÍU ár eru liðin frá því
að Flugfélag íslands hóf áætl-
unarflug mÚli Reykjavíkur og
Kaupmannahafnar. Á þessum
fjörutíu árum hafa 1.600.000
manns ferðast með Flugfélagi
íslands og síðar Flugleiðum á
þessari leið.
Farkosturinn í fyrstu ferðinni,
þann 25. ágúst 1945, var Cata-
lina-flugbátur, en nú eru notaðar
vélar af gerðinni Boeing 727 og
Douglas DC-8.
Ekki verður afmælisins
minnst hér heima, en Sigurður
Helgason formaður stjórnar
Flugleiða fór til Kaupmanna-
hafnar ásamt báðum flugmönn-
unum sem flugu þessa fyrstu
ferð og vélamanninum. Þeir
munu halda blaðamannafund á
Kastrup-flugvelli í dag, þar sem
ferðinni verður lýst.
Hallormsstaður:
Krossnefur
eyðileggur
greni- og
lerkifræ
„MÁNUÐI eftir sáningu kom
í Ijós að ekkert greni kom upp
og lerkið kom upp strjált í
gróðurhúsinu. Því var talið í
fyrstu að fræið hefði verið gall-
að eins og stundum kemur
fyrir,“ sagði Sigurður Blöndal
skógræktarstjóri ríkisins, en í
vor eyðilagði krossnefur, flæk-
ingsfugl, sem berst hingað til
lands endrum og eins, um 150
til 200 þús. greni- og lerkifræ,
sem búið var að sá í gróður-
húsi skógræktarstöðvarinnar á
Hallormsstað.
Sigurður sagði fuglinn
vera með sérstaklega útbúið
nef til að klippa í sundur fræ
og sækist hann sérstaklega
eftir grenifræi. Hristir og
tætir sundur könglana,
klippir fræin í sundur en
einungis þau sem eru heil.
Við athugun á fræinu í gróð-
urhúsinu kom í ljós að fræ-
kornin höfðu öll verið klippt
i sundur nema þau sem voru
tóm, við þeim hafði ekki ver-
ið hróflað.
Rifjaðist þá upp fyrir
starfsmönnum stöðvarinnar
að ágengur fugl hefði verið á
ferðinni um það leyti, sem
sáð var og næstu vikur á eft-
ir og áttu menn í erfiðleikum
þegar farið var í gróðurhúsið
því fuglinn ætlaði að ryðjast
inn. Þetta voru nokkuð
margir fuglar, sem sáu sér
leik á borði og komust inn
um loftop í þakinu þegar
verið var að lofta út.
Krossnefur mun hafa
komið einu sinni áður að
Hallormsstað og þá allstór
flokkur að hlustlagi sagði
Sigurður. Þá var hann mjög
auðþekkjanlegur því karl-
fuglinn er skrautlegur og
hallast menn helst að því að
fuglarnir í vor hafi verið
krossnefju ungar og
starfsmenn ekki áttað sig á
hvaða fugl var þarna á ferð-
inni en talið þetta vera önu-
tittling.
Flugfargjöld hækk-
uðu í gær um 3%
Strætisvagnamidi í Hafnarfjörð um 10%
VERÐLAGSRÁÐ heimilaði á síóasta
fundi sínum 3% hækkun far- og
farmgjalda í innanlandsflugi og 10%
hækkun strætisvagnafargjalda hjá
Landleiðum.
Einstaklingsfargjöld með Land-
leiðum hækkuðu um 5 krónur, úr
50 í 55 kr. Landleiðir aka eins og
kunnugt er á leiðinni Reykjavík-
Garðabær-Hafnarfjörður.
Hækkun innanlandsfar- og
farmgjalda hjá Flugleiðum tekur
gildi í gær. Flugmiði fram og til
baka til Akureyrar með flugvall-
arskatti hækkaði úr 4.072 kr. í
4.194 kr. Til Egilsstaða kostar
miðinn 5.588 í stað 5.426 kr. og
fargjaldið til Vestmannaeyja
hækkaði úr 2.658 kr. í 2.736 kr.
BÍLASÝNING
Laugardag frá kl. 10—5. Sunnudag frá kl. 1—6
sem beðið var eftir er kominn!
Nýr MAZDA 323
árgerð 1986
Það er erfitt að gera frábæran bíl eins og MAZDA 323 betri, en það hefur verkfræðingum MAZDA nú
samt tekist.
Nú um helgina kynnum við nýjan stórkostlegan MAZDA 323, sem kominn er á markaðinn með nýju og gjör-
breyttu útliti og fjölmörgum tæknilegum nýjungum.
MAZDA 323 er nú á ótrúlega hagstæðu verði, sem enginn getur keppt við.
Sjón er sögu ríkari — Komið, skoðið og reynsluakið MAZDA 323 og þið sannfærist um að hjá MAZDA fáið
þið alltaf mest fyrir peningana.