Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985
43
Regnbogafólkið hart dæmt
5848-3443 skrifar:
Mikið er nú rætt um náttúru-
vernd og er „regnbogafólkið" hart
dæmt. En var vanþörf á að berjast
gegn losun eiturefna í sjó, einu
mesta skemmdarstarfi veraldar-
sögu; þar sem ósvífnir iðnrekend-
ur leggja grunn að aldauða lífs í
hafinu? Islendingar hafa ekki
beitt sér ýkja mikið gegn því á
alþjóðavettvangi. Er þó vitað um
m.a. kvikasilfurseitrun í sel allt til
Grænlands.
Var vanþörf á að berjast gegn
kópadrápi í hafíslátrum norður-
hjarans, glæpsamlegasta og
ógeðslegasta athæfi manna? Sá
skelfilegi glæpur má aldrei fram-
ar leyfast. Og þykir mönnum
grindadráp Færeyinganna virki-
lega verjandi?
Baráttan gegn hvalveiðum mun
hafa verið tímabær. Það ber öllum
saman um að hópdráp þessara
dýra í suðurhöfum stefndi til út-
rýmingar; og eiga stórþjóðirnar
þar sökina.
íslendingar létu kúgast til að
samþykkja stöðvun hvalveiða og
við það átti því að standa vegna
sóma Alþingis. Að hefja veiðar
aftur er lítilfjörlegt, einkum sú
barnalega flóttatilraun frá sið-
gæðinu að skjóta sér á bak við vís-
indi. Hefði ekki verið hægt að
stunda þau síðastliðna áratugi við
Hvalfjörð? Nægðu ekki færri en
200 dýr til að svala vísindaþránni?
Eða er kannski önnur hvöt
sterkari — auragræðgin?
Selir sitja á steini. — Vonandi eru þeir þó ekki með kvikasilfurseitrun þessir,
en hana segir bréfritari hafa borist alla leið til Grænlands sunnan úr
Atlantshafi.
Við megum líka kvarta
Ný flugstöð
á Keflavíkurflugvelli
Skoðunarferðir
Almenningi er hér meö boðiö að skoöa nýju flug-
stöövarbygginguna á Keflavíkurflugvelli, laugardag-
inn 24. ágúst og sunnudaginn 25. ágúst 1985. Lang-
ferðabifreiðar munu flytja gesti ókeypis frá bílastæöi
viö verslunina Hagkaup í Njarövík frá kl. 14.00 til kl.
17.30 báða dagana.
Bygginganefnd flugstöövar á
Keflavíkurflugvelli
_Miele—
AFTUR Á ÍSLANDI
Innan skamms veröa þessar heims-
þekktu vestur-þýsku heimilisvélar
aftur fáanlegar á íslandi.
Miele
ANNAÐ ER MÁLAMIÐLUN
JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF.
43 Sundaborg 13 —104 Reykjavík
o
amin eða MASH. Það mætti líka
sýna einhverjar myndir með
Katherine Hepburn og Spencer
Tracy.
Ánægjuleg veggáritun
G.M. skrifar:
Mig langar til að kvarta yfir
þeim sem skrifaði í þennan dálk
miðvikudaginn 7. ágúst.
Hversvegna megum við krakk-
arnir og unglingarnir ekki kvarta
eins og fullorðna fólkið? Það er að
vísu nokkuð leiðinlegt þetta tal
um hvaða hljómsveit sé best en við
skrifum ekki bara um það.
Ég vil einnig þakka sjónvarpinu
fyrir Dallas. Ef ykkur langar til
að sýna góða framhaldsþætti í
sjónvarpinu ættuð þið að fá leyfi
til þess að sýna nokkra stórgóða
gamanþætti svo sem Benson,
Cospy, The Jefferson, Privat Benj-
Þessir hringdu . . .
Frábær þjónusta
9546—7954 hringdi:
Ég vil koma því á framfæri að
þjónustan á Arnarhóli í hádeginu
er frábær og merkilega ódýr. Mér
finnst að fólk ætti miklu frekar að
sækja þesa svokölluðu fínni staði
en bjórlíkiskrárnar, því þeir eru
ekki dýrari, en miklu þægilegri og
skemmtilegri á allan hátt.
Þulan til á prenti
Margrét hringdi:
Ég vil benda þessum manni frá
Akranesi á það að þulan sem hann
spurði um í Velvakanda miðviku-
daginn 21. ágúst er prentuð í heild
sinni í bókinni Raula ég við rokk-
inn minn. Sú bók er eftir Ófeig J.
Ófeigsson og kom út 1945.
Einar Ingvi Magnússon skrifar:
Þegar ég í sumarstarfi mínu
átti leið um Norðurstíginn í vest-
urbænum fyrir skömmu, kom ég
•auga á skemmtilega áritun (graff-
ity) á einum veggnum í undir-
ganginum sem þarna er. Ekki þar
með sagt að ég sé að mæla þessari
áráttu bót að skemma húsveggi,
strætisvagnabiðskýli og sæti al-
menningsvagna, svo eitthvað sé
nefnt, með kroti og krassi. En hví
ekki að velja sér önnur hugðarefni
en ódýran og einfaldan sóðaskap
bæði í máli og myndum, fyrst æði
þetta ætlar svo seint að réna.
Hann var a.m.k. smekklegur í
sér rithöfundurinn sem setti sín
viskuorð upp á vegg við fáfarna
stíginn áðurnefnda. Ég skal játa
að ég hreyfst af þessari skáldlegu
hógværð og vangaveltum, og las
eftirfarandi ljóð aftur: „Ef ég væri
skáld, væri heimurinn lambhús-
hetta og engum væri kalt.“
Vísa vikunnar
Bannað að selja bjór-
líki frá 15. septemberj
Reynslan af sölu bjórlíkis svo slæm að erfitt er að horfa j
á aðgerðarlaus, segir Jón Helgason dómsmálaráðherra |
.. ,, K... k.(. Olvun I vnvöl JAn
_____ þcir hnfn .Olvun-
nrnksTur hcfur uukiM til «
kjAlfnr fjolæinnr nmærri vi
ingnhuMoulýn^^"
nr 1 umhue<J
Mannkostirnir eru öllum ljósir
aldrei vill að nokkur hljóti böl.
Alltaf kemur ráðherrann með rósir
reynirðu að biðja hann um öl.
Hákur.
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til
Töstudaga, ef þeir koma því ekki vió að skrifa. Meóal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
GW3T&E1
Síðumúla 32 Simi 38000