Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 37 Fjölskyldan í Lond- on. Frá vinstri, Nat- asha, Jill, Robert, Courtney og Kate. Robert Wagner og fjöl- skylda Um þessar mundir er Robert Wagner að vinna í London þar sem verið er að taka upp at- riði í myndina „Lime Street". Meðfylgjandi myndir voru tekn- ar er Robert, unnastan Jill St. John og börnin hans, Natasha Courtney og Kate, hittust í Lond- on. NÝ KVIKMYND LÁRUSAR ÝMIS ÓSKARSSONAR Vinsælasta rokkstjarna Svía með aðalhlutverkið? Joakim hefur aldrei áftur leikid í kvikmynd eða á sviði. Lárus Ýmir Óskarsson kvik- myndaleikstjóri hefur verið að vinna að því undanfarið að annað aðalhlutverkið í næstu mynd hans verði í höndum eins þekktasta rokksöngvara Svía, Joakim Thaström. Myndin ber vinnuheitið „Tre dagar i Oktober" og fjallar um tvo bræður og er ætlunin að Joa- kim leiki yngri bróðurinn. Joa- kim er meðlimur í hljómsveit- inni Imperiet sem eitt sinn kom hingað til land og lék fyrir ís- lendinga. Joaki® Tbaström COSPER 6 TO Getur hann e COSPER ekki verið kyrr í einn tíunda úr sekúndu, það nægir. íUrssur á morsun DÓMKIRKJAN: Messa í kapellu Háskólans kl. 11.00. Dómkórinn syngur. Sr. Agnes M. Siguröar- dóttir. ÁRBÆ J ARPREST AK ALL: Guösþjónusta í safnaöarheimili Arbæjarsóknar kl. 11.00 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guömundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSPRESTAK ALL: Messa kl. 11.00 í Breiöholts- skóla. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 10.00. Prestur Sr. Sól- veig Lára Guðmundsdóttir. Organleikari Guöni Þ. Guö- mundsson. Ath. sumartímann. Sóknarnefndin. ELLIHEIMILID GRUND: Messa kl. 10.00. Sr. Arelíus Nielsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Organ- isti Guöný Margrét Magnúsdótt- ir. Sr. Hrejnn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11.00. — Fyrirbænir. Organisti Arni Arinbjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriöjudag: Fyrirbænaguösþjón- usta kl. 10.30. Beöiö fyrir sjúk- um. LANDSPÍTALINN: Guösþjónusta kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. HATEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11.00 árdegis.Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. Prestur Sr. Siguröur Haukur Guöjóns- son. Organisti Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Þriöjudag 27. ágúst bænaguösþjónusta kl. 18.00. Sóknarprestur. DÓMKIRKJA Krists Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum þá kl. 14. Guöspjall dagsins: Mark. 7.: Ilinn daufi og málhalti. MARÍUKIRKJA Breiöholti: Há- messa kl. 11. Lágmessa mánu- dag — föstudags kl. 18. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Safnaö- arguösþjónusta kl. 14. Almenn guósþjónusta kl. 20. Organleikari Árni Arinbjarnarson. Samskot til kirkjunnar. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg: Almenn samkoma kl. 20.30. Minnst veröur 100 ára afmælis Sigurbjörns í Visi. Ræðumaöur Sr. Jónas Gíslason. Einsöngur Jóhanna Möller. Ávarp Siguröur Pálsson. Einnig veröa fluttir " þættir úr ævisögu Sigurbjörns Þorkelssonar (í Vísi). Tekiö á móti gjöfum i launasjóö félag- anna. Stund fyrir börnin veröur í öörum sal, seinni hluta samkom- unnar. Kaffiterían verður opin eftir samkomuna. HJÁLPRÆDISHERINN: Útisamkoma! Lækjartorgi kl. 16. Bæn kl. 20 og hjálpræöissam- koma kl. 20.30. GARÐA- OG HAFNARFJARÐ- ARSÓKNIR: Messa í Hafnarfjarö- arkirkju kl. 11. Sr. Örn Báröur Jónsson messar. Garðakórinn syngur undir stjórn Þorvalds Björnssonar. Sóknarprestar. BESSASTAÐAKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Örn Báröur Jónsson messar, Álftaneskórinn syngur. Organisti Þorvaldur Björnsson. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 14. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði: Guósþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Þóra Guömundsdóttir. Sr. Einar Eyjólfsson. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Sr. Þor- valdur Karl Helgason. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14.30 (Ath. breyttan messutima). FERMING. Fermdur veröur Jó- hannes ' Arason, Bjarkargrund 18, Akranesi. Sr. Björn Jónsson. BORGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarprestur. Borghildur Hjartar- dóttir — Afmæliskveðja Borghildur Hjartardóttir sem fæddist á Kjarláksstöðum í Döl- um, amma mín, varð sjötug á fimmtudaginn var, 22. ágúst, fædd árið 1915. Foreldrar hennar voru Hjörtur Jensson og kona hans, Sigurlín Benediktsdóttir, og bjó fjölskyld- an á Bjarnarstöðum en fluttist síðan að Hjarðarholti í Dölum. Átti amma 8 systkini og eru 6 þeirra á Hfi. Árið 1939 giftist amma afa mínum, Ásgeiri Helga Guðmundssyni. Fyrstu árin bjuggu þau á Vígholtsstöðum, sem var í eigu bróður afa, Sigurðar Guðmundssonar. Frá Vígholts- stöðum fluttu þau í Búðardal. Á meðan hús var í byggingu byrjaði amma með lítið mötuneyti, er þau fluttu var húsnæðið það stórt að hún gat einnig haft gistingu og skírði hótelið sitt „hótel Bjarg“. Ömmu minni og afa varð 4ra barna auðið og komust þrjú þeirra á legg og eru á Hfi: EHsabet Ásdís, fædd 1947, Hilmar Sæberg, fædd- ur 1953, og Huldís, fædd 1954. Frumburður þeirra lést er hann var aðeins 3ja ára. Var þá mikill harmur kveðinn að fjölsk.vldunni og ástvinum öllum. Ömmu og afa gekk vel með rekstur hótelsins. Reglulega komu sömu ferðamennirnir, sumar eftir sumar, í mörg ár. Ósjaldan heyrði ég, barn að aldri, gestina hrósa mat og heimabökuðum kökunum hennar ömmu. Allt gerði hún þetta sjálf með miklum myndar- leik. Árið 1962 brann hótel Bjarg. Ekki létu þau bugast, með traust hvort til annars og bjartar vonir endurbyggðu þau hótelið sitt og sýnir það hve mikill dugnaður býr í þessum hjónum. Nú er amma orðin sjötug. Mér þykir í rauninni erfitt að trúa því, svo vel ber hún aldurinn; eins og ung stúlka. Nú er hún búsett á Rauðahjalla 1, Kópavogi, ásamt manni sínum, Ásgeiri afa. Ég sendi ömmu minni innileg- ustu afmælisóskir. Líkt og „allt er fertugum fært“ má segja um hana „allt er sjötugum fært“. Borghildur Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.