Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 í AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KARL BLÖNDAL Rainbow Warrior veldur Mitterrand erfíðleikum, HÁTTSETTIR ráögjafar Frakklandsforseta og yfirmadur Frönsku leyni- þjónustunnar (DGSE) eru taldir hafa veitt leyfi til þess að gripið yrði til aðgerða gegn skipi Grænfriðunga, „Kainbow Warrior". Francois Mitter- rand á nú í fyrsta hneykslismáli forsetaferils síns og er þegar farið að tala um stjórnarkreppu. Dæmdur fyrir nauðgun: Sat saklaus í fangelsi í 9 ár Fékk 275.000 dollara bætur Vancouver, kanada, 23. ágúst. Al*. MAÐUR, sem sat í fangelsi í tæp níu ár fyrir nauðgun, sem hann framdi ekki, hefur fallist á að þiggja 275.000 dollara (um 11 millj. ísl. kr.) miskabætur frá stjórnvöldum. Málgagn franska kommún- istaflokksins skellti skuld- inni á CIA. Hægri biaðið Valeurs actuelles sagði að sökin lægi hjá KGB. Og ríkisrekna útvarpsstöðin France-Inter sagði að breska leyniþjónustan stæði bak við sprengjutilræðið til að koma óorði á Frakka. Franska leyniþjónust- an bendluð viö málið En blaðamenn tímaritsins L’Express leituðu fanga heima- fyrir og fundu út að hér hefði franska leyniþjónustan víst verið að verki. Það væri enginn vafi á því að útsendarar leyniþjónustunnar hefðu komið fyrir sprengjum und- ir kili flaggskips umhverfisvernd- arsamtakanna Greenpeace, Rain- bow Warrior, í hafnarborginni Auckland á Nýja-Sjálandi 10. júlí, sökkt skipinu og verið valdir að dauða ljósmyndara um borð. Charies Hernu, varnarmáiaráð- herra Frakklands, fullvissaði al- menning um að hann væri með hreinan skjöid, sem ýmsum þótti skjóta skökku við, því að franska leyniþjónustan heyrir undir emb- ætti varnarmálaráðherra. Skömmu eftir tilræðið handtók iögreglan í Auckland karl og konu sem gáfu upp dulnefnin Sophie- Claire og Alaine Jaques Turenge og framvísuðu fölsuðum svissn- eskum vegabréfum. Öll rök hnigu að því að þau væru tengd frönsku leyniþjónustunni og hefur lög- reglan í Auckland nú tilkynnt að konan heiti Dominique Prieur, höfuðsmaður í franska hemum, en í fjölmiðlum hefur verið haldið fram að karlmaðurinn sé major við kafaraskóla franska hersins á Korsíku. Þau verða dregin fyrir dómstóla ákærð fyrir morð og hefur David Lange forsætisráð- herra Nýja-Sjálands hótað að stefna Frökkum ef aðild frönsku leyniþjónustunnar að málinu sannast. Gefin hefur verið út alþjóðleg handtökuskipun á hendur þriggja manna áhafnar snekkju sem sást í höfn Auckland. Þeir eru grunað- ir um að vera meðsekir tvímenn- ingunum. Einnig er leitað að konu sem kallar sig Frederique Bonlieu, en L’Express og fréttastofan France-Presse hafur borið kennsl á sem Christine Huguett Cabon, liðþjálfa. Hún starfaði fyrir Greenpeace-samtökin á Nýja- Sjálandi í vor, en yfirgaf samtök- in áður en Rainbow Warrior var sökkt. Samkvæmt leka úr frönsku leyniþjónustunni átti hún að hafa eftirlit og fylgjast með aðgerðum Greenpeace. Varnarmálaráðherra átti í upp- hafi auðvelt með að vísa ýkju- kenndum frásögnum franskra blaða um að kafbátur hefði flutt tilræðismennina að skotmarkinu og fleiru í þeim dúr á bug sem heilaspuna og tilbúningi. En um- fang málsins er nú slíkt að óhætt er að tala um stjórnarkreppu. í franska vikublaðinu VSD var staðhæft að Jean Louis Bianco, aðalritari Elysée hallar, og Jean Saulnier, forseti franska herráðs- ins, hefðu vitað af sprengjutil- ræðinu og jafnvel lagt blessun sína yfir það. Bianco er einn helsti ráðgjafi Mitterrand og Saulnier var ráðgjafi hans í hernaðarmái- um fram í júní. En hvers vegna hefðu þeir átt að grípa til svo róttækra aðgerða? Frakkar ætla að sprengja nevtr- ónusprengju við Mururoa kóral- eyjuna í september. Rainbow Warrior átti að sigla í fararbroddi lítilla einkabáta inn í hættusvæð- ið umhverfis eyna í mótmæla- skyni. En það er tæplega næg ástæða til að sökkva skipinu. Daily Telegraph leiðir að því get- um að geislavirkni á tilrauna- svæðinu sé meiri en leyfilegt er og franska leyniþjónustan hefði ekki viljað að Grænfriðungar gætu sýnt fram á það með mælingum. Hægri blaðið L’Express heldur fram að yfirmaður frönsku leyni- þjónustunnar, Pierre Lacoste, hafi sjálfur gefið munnlega skip- un um að sökkva Rainbow Warr- ior eftir að hafa fengið grænt ljós hjá Charles Hernu og hermála- ráðgjöfum forsetans. Hneyksli engin ný bóla Hneykslismál eru engin ný bóla í Frakklandi. Charles de Gaulle hafði ekki fyrr lýst því yfir að hann léti sendiráðsmenn sjá um utanríkispólitíkina, en ekki ábyrgðarlausar leyniþjónustur, þegar njósnarar rændu stjórn- málamanninum Ben Barka frá Marokkó. Það mál var aldrei upp- lýst. Giscard d’Estaing sagði að það væri fyrir neðan virðingu forseta að svara ásökunum blaða um að hann hefði þegið demanta frá Jean-Bedel Bokassa. Skömmu fyrir síðustu forsetakosningar varð hann að viðurkenna að hafa þegið demantana og laut í lægra haldi fyrir Mitterrand. Mitterrand var sakaður um að hafa sviðsett tilræði við sjálfan sig 1959. Það mál féll í gleymsku á ferli hans sem leiðtogi Sósíalista- flokksins og forseta Frakklands. Verður Rainbow Warr- ior sósíalistum að falli? En nú er sósíalistinn Mitter- rand, forsvari lítilmagnans, ábyrgur fyrir ríkisstjórn sem, ef að líkum lætur, ryður friðar- og umhverfisverndarsinnum úr vegi með aðstoð njósnara og sprengja. Hernu hefur árum saman verið personulegur vinur Mitterrand. Hann hefur nú þurft að aflýsa tveimur utanlandsferðum vegna þess að Mitterrand ætlar að ræða við hann um „leynileg ríkismál- efni“ (L’Express). Gaulistinn Bernard Tricot, yfir- dómari, hefur verið skipaður til að rannsaka umrædd „ríkismál- efni“ af Fabiusi forsætisráðherra. Hernu hefur þrisvar mætt til yf- irheyrslu hjá dómaranum og hef- ur varnarmálaráðherrann lýst því yfir að samviska sín sé hrein. Tricot átti að skila niðurstöðum sinum til Mitterrand í gær og hef- ur forsetinn lýst því yfir að þær verði gerðar opinberar. Finni Tricot órækar sannanir fyrir því að Hernu beri ábyrgð á hermdarverkinu gæti það haft al- varlegar afleiðingar fyrir sósíal- istaflokkinn í þingkosningunum næsta vor. Fyrr í þessum mánuði hafnaði maðurinn, sem heitir Norman Fox, boði yfirvalda og kvaðst mundu sækja lögregluna til saka fyrir málshöfðun að ófyrirsynju og vanrækslu. Miskabæturnar, sem hann hefur nú ákveðið að taka við, koma í veg fyrir, að af málsókn hans gegn lögreglunni geti orðið. Fox hafði áður verið ákærður Lundúnum, 23. ágÚNt. AP. UM 11 þúsund lestarverðir í Bret- landi greiða atkvæði um það á morgun hvort þeir fari í verkfall til að mótmæla þeim áformum stjórn- arinnar um að taka í notkun nýjar tegundir lesta. Atkvæðin verða tal- in á miðvikudag í næstu viku. Talsmaður verkalýðssam- bands járnbrautarstarfsmanna, sem um 143 þúsund félagar eru í, sagði að hann byggist við því að lestarverðirnir mundu sam- þykkja með yfirgnæfandi meiri- Panmunjom, Kóreu, 23. ágúst. AP. SUÐUR-og Norður-Kórea komust í gær að samkomulagi, sem heim- ilar gagnkvæmar heimsóknir al- mennra borgara, og er þetta í fyrsta sinn frá því að landinu var skipt 1945, sem slíkt samkomulag næst. Embættismenn suður-kóreska Rauða krossins sögðu, að sam- komulagið kvæði á um heimildir Utanríkisráðherra Kanada, Joe Clark, skýrði frá ákvörðun stjórn- arinnar í gær, en sagði að þess í stað íhugaði stjórnin nú ýmsa aðra möguleika á að auka umsvif Kanadamanna á heimskautssvæð- inu, þ.m.t. hernaðarleg umsvif. Deilurnar á milli þjóðanna hóf- ust í sumar, þegar bandarískur ís- brjótur, Polar Sea, fór um norð- vesturleiðina, án þess að sækja um leyfi frá stjórnvöldum í Ottawa. Forsætisráðherra Kanada, Bri- an Mulroney, hefur verið mikið gagnrýndur fyrir að mótmæla fyrir nauðgun og var dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar árið 1960. Hann var látinn laus 1972. Fjórum árum seinna var hann öðru sinni ákærður fyrir nauðg: un og dæmdur í 10 ára fangelsi. I októbermánuði sl. náðuðu stjórnvöld hann, eftir að sönn- unargögn, sem notuð voru gegn honum í réttarhöldunum, höfðu verið endurskoðuð. hluta tillögu, sem veitir stjórn verkalýðssambandsins umboð til að grípa til aðgerða. Ef tillagan verður samþykkt er gert ráð fyrir því að stjórnin muni ann- aðhvort boða til verkfalls lest- arvarða eða banna þeim að vinna yfirvinnu. Ríkisstjórn Margrétar Thatchers sagði 247 lestarvörð- um upp störfum í síðustu vegna þess að þeir lögðu niður vinnu til að mótmæla áætlunum stjórnar- innar. til heimsókna til höfuðborga ríkjanna, Seoul og Pyongyang, frá 20. 23. september. Enn fremur sögðu þeir, að skipst hefði verið á staðfesting- arskjölum varðandi samkomu- lagið, en það tókst eftir þrjá vinnufundi Rauða kross-emb- ættismanna frá ríkjunum báð- um í landamærabænum Pan- munjom. ekki siglingu ísbrjótsins harkaleg- ar og komu þá upp hugmyndir um að láta alþjóðadómstólinn í Haag skera úr um málið. Clark vildi ekki útiloka þann möguleika, en sagði að aðrar leiðir væru einnig í athugun, en vildi ekki farar nánar út í þá sálma. Rætt hefur verið um að smíða stóran ísbrjót, sem siglt gæti um leiðina allan ársins hring. Bandaríkjamenn halda því fram að norðvesturleiðin sé alþjóða- hafsvæði og ekki þurfi leyfi Kan- adamanna til að fara þar um. Mitterrand ásamt góðviai sfnum, Charles Hermu: „Samviska mín er hrein,“ segir vamarmálaráðherrann Rainbow Warrior marar í hálfu kafi eftir sprenginguna. Bretland: Fara lestarverð- ir í verkfali? Suður- og Norður-Kórea: Samkomulag um heim- sóknir almennra borgara Deilan um Norðvesturleiðina: Kanadamenn leita ekki til alþjóðadómstólsins Vancouver, Bresku-Kolumbíu, 23. ágúst. AP. KANADASTJÓRN hefur ákveðið að falla frá þeirri hugmynd aö biðja alþjóðadómstólinn um að kveða upp úrskurð í deilu Kanadamanna og Bandaríkjamanna um yfírráðarétt yfir norðvesturleiðinni svonefndu, sem er nyrsta leiðin milli Atl- antshafsins og Kyrrahafsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.