Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985
23
x ^ ^ Ar-myno
VIÐSJARISUÐUR-AFRIKU
Miklar viðsjár hafa verið í Suður-Afríku að undanförnu. Myndin er tekin í nágrenni bogarinnar Durban á
vesturströnd landsins og sýnir hús svertingja í köldum kolum eftir að eldur var borinn að því.
Tanzanía:
„Falið hungur“ veld-
ur miklum barnadauða
I)ar-es-Sala«mt 23. ágúsl
STARFSHÓPAR frá Sameinuðu
þjóðunum hafa rannsakað börn úr
öllum héruðum Tanzaníu, eftir að
heilbrigðisráðuneyti landsins komst
að raun um, að barnadauði er „skelfi-
lega“ mikill eða sem nemur 131 af
hverjum 1.000 fsddum börnum.
Samtals 123.000 börn létust á
síðasta ári, og varð það til þess að
stjórnvöld, sem hafa hrósað sér af
því að geta veitt almenna heil-
brigðisþjónustu vegna hins sósíal-
íska þjóðskipulags, leituðu eftir
neyðaraðstoð hjá Barnahjálpar-
sjóði Sameinuðu þjóðanna.
Hópar lækna og hjúkrunarliðs
ferðuðust um landið í þrjár vikur
og bólusettu og skoðuðu 12.500
börn. Leiddu rannsóknirnar í ljós,
að meginhættan stafaði af vannær-
ingu.
„Yfir 56% barnanna voru van-
nærð og 8% hætt komin," sagði í
skýrslu, sem vinnuhóparnir af-
hentu Tanzaníu-stjórn.
„Ástæðurnar eru skortur á nær-
ingarríkri fæðu, slæmar aðstæður
til geymslu matvæla, léleg eða eng-
in heilbrigðisþjónusta og erfiðleik-
ar við sjúkraflutninga og læknis-
vitjanir," sagði í skýrslunni.
Þetta „falda hungur" í Tanzaníu
verður uppvíst á sama tíma og Ny-
erere, sem gegnt hefur forsetaemb-
ætti í 24 ár, er að búa sig undir að
afhenda eftirmanni sínum, Ali Ha-
ssan Mwingi, stjórnartaumana.
Forgangsverkefni hins nýja leið-
toga, sem tekur við embætti í
októbermánuði, verður að freista
þess að bæta síversnandi gjaldeyr-
isstöðu Tanzaníu, en gjaldeyris-
skorturinn hefur þegar lamað sam-
göngur í landinu að miklu leyti,
vegna þess að ekki eru til peningar
til kaupa á nýjum bifreiðum eða
varahlutum.
Sri Lanka:
Friðarviðræður
út um þúfur
Stjórnvöld neita ásökunum um hryðjuverk
('otombo, Sri Linka, 23. agusl. Al’.
VIÐR/EÐUR Sri Lanka-stjórnar og aðskilnaðarhreyfingar tamila eru farnar
út um þúfur vegna nýrrar öldu ofbeldisverka í landinu og ósáttfýsi viðræðu-
aðilanna, að því er indverskur stjórnarerindreki í Colombo sagði í gær,
fimmtudag.
Slit þessara viðræðna, sem Ind-
verjar áttu frumkvæði að og ha-
Idnar voru í Thimpu, höfuðborg
Bhútans, gætu leitt til þess, að blóð-
ug átök hæfust á ný í norður- og
austurhéruðum Sri Lanka, þar sem
Kína:
Framboð
jókst er
verðið var
gefið frjálst
Heking, 23. ágúsL AP.
ÁKVÖRÐUN kínverskra
stjórnvalda um að hætta að
skipta sér af verðlagi á opnum
vörumörkuðum bænda hefur
leitt til aukins framboðs á mat-
vælum og 65% söluaukningar,
að því er Xinhua-fréttastofan
sagði í dag, föstudag.
Verð á kjöti, eggjum, fið-
urfénaði, fiski, grænmeti og
ávöxtum var gefið frjálst í
því skyni að hvetja bændur
til að auka framleiðslu á vör-
um, sem vöntun var á, og
gera kleift að draga úr niður-
greiðslum ríkisins.
Ráðstafanir stjórnarinnar
hafa leitt til um 15% meðal-
talshækkunar á matvörum og
hafa margir orðið til að bera
fram kvartanir af þeim sök-
um.
tamilar krefjast heimastjórnar.
Viðræðunum var frestað um síð-
ustu helgi, þegar tamilar lýstu yfir,
að fjöldamorð hefðu verið framin á
tveimur stöðum í heimahéruðum
þeirra, þar sem öryggissveitir -
stjórnarhersins hefðu fellt 400
óbreytta borgara.
t dag hófu háttsettir herforingjar
í her Sri Lanka rannsókn á því,
hvort ásakanir tamila ættu við rök
að styðjast, að því er háttsettur
embættismaður stjórnarinnar
sagði, en stjórnvöld hafa vísað full-
yrðingum þessum á bug.
Að sögn embættismanna á Sri
Lanka ætlar Rajiv Gandhi, forsæt-
isráðherra Indlands, að freista þess
að fá aðila friðarviðræðnanna til
þess að setjast aftur að samninga-
borðinu.
Onæmistæring:
Tíu tilfelli
í Júgóslavíu
Zagreb, ágúst. Al*.
ÓNÆMIf?TÆRING hefur greinst í
a.m.k. tíu Júgóslövum. Þetta kom
fram í ræðu júgóslavnesks læknis á
alþjóðaráðstefnu, sem nú stendur yf-
ir í Zagreb.
Læknirinn sagði að ekki væri
ástæða til að örvænta vegna þess-
ara tilfella, en bætti því þó við að
allar líkur væru á því að sjúkdóm-
urinn mundi breiðast út í Júgó-
slavíu, enda kæmu margir erlend-
ir ferðamenn til landsins.
NYRIADA STATI0N
VÉL: 1300 CM3 72 HO. 4 GIRA
254.600
VÉL: 1500 CM3 77 HO. 4 GIRA
269.000
VEL: 1500 CM3 77 HÖ. 5 GIRA
288.800
»Cr BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
'1'On‘lll'eimtmt ivncnntiTT t • c . noo/uv c cni imcn n. 410(10
SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEELD: 31236