Morgunblaðið - 18.09.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.09.1985, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 Veðrið: Kólnar um allt land á morgun Hjá veðurstofunni fengust þær upp- lýsingar að lægðin, sem verið hefur suð-vestur af landinu muni hreyfast með suðurströndinni f dag og snýst vindur þá í austanátt með úrkomu sunnanlands og austan. A fimmtudag og föstudag er búist við norðan og norðaustan átt og fremur köldu veðri um allt land. Skúrir eða slydduél norðanlands en þurrt og víða léttskýjað sunnan- lands. Ungfrú alþjóðleg í Tókýó: Anna Margrét komst í 15 stúlkna úrslit FULLTRÚI fslands, Anna Margrét Jónsdóttir, komst í 15 stúlkna úrslit í fegurðarsamkeppninni Ungfrú alþjóð- leg, eða Miss International, sem fram fór í Tókýó í Japan sl. sunnudag. Stúlka frá Venezuela varð hlutskörpust í keppninni, í öðru sæti varð bandarísk stúlka, en hollen.sk í því þriðja. Alls tóku stúlkur frá 40 löndum þátt í keppninni. „Ferðin var mikið upplifelsi, þetta var erfitt, en maður hafði gott af því að þurfa að bjarga sér upp á eigin spýtur," sagði Anna Margrét, en hún fór ein í ferðina. Skyggnst í Peningagjá Unramtni, 16. september. ÞEGAR þjóðgarðsgestir á Þing- völlum komu með börn sín að Pen- ingagjá á sunnudaginn var, urðu þeir vitni að fremur óvenjulegum tíöindum. A gjárbarminum var hópur manna í óðaönn að íklæðast köfunarbúningum, og að því verki loknu stungu þeir sér í djúpið. Menn þessir höfðu leyfi þjóð- garðsvarðar til að kafa í gjána sér til æfingar og skemmtunar og til að hreinsa eilítið til á botninum. Fyrsta verk kafaranna í gjánni var að fjarlægja umferð- arskilti sem þar lá til litillar prýði. Peningagjá er 6 metra djúp undir brúnni en dýpkar hratt til norðurs þar sem dýpi verður mest 26 metrar. Kafarar létu vel yfir landkostum á botni gjárinnar sem þeir segja að minni mest á hið horfna gósen- land, Atlantis. Þykkt aurlagið á botninum er mettað ótölulegum grúa smápeninga úr öllum heimshornum og frá ýmsum tímum auk kókflaska og annarra góðra gripa. Yfir þessum auðæf- um breiðir svo glitaða blæju ný- fallinnar smámyntar og marg- litra bankaseðla. Margur myndi glaður fórna konu og kristin- dómi fyrir að fá að yrkja slíka jörð. Skyldu íslendingar ein- hvern tíma fara að nýta þessa auðlind? Davíð Anna sagði að Japanir legðu mikið upp úr fegurðarsamkeppnum og bæru mikla virðingu fyrir þeim. Hún fékk tilboð frá japönsku fyrirtæki um að stunda fyrirsætustörf í Tókýó í tvo mánuði í vetur. „Ég er jafnvel að hugsa um að taka því tilboði, en ég ætla alla vega að vinna fram að jólum og sjá svo til,“ sagði Anna, en hún afgreiðir í tískuversluninni Sautján. Skattrannsóknarstjóri: Skyndikönnun á bókhaldi 400 fyrirtækja á næstunni EMBÆTTI skattrannsóknarstjóra hefur ákveðiö að fram fari skyndikönnun á bókhaldi rúmlega 400 fyrirtækja úr 27 atvinnugreinum, sem eru skyld samkvæmt lögum að gefa út reikninga í viðskiptum sínum við neytendur. Könnuð verða fyrirtæki úr þremur stærstu skattumdæmum landsins, Reykjavík, Reykjanesi og Norðurlandsumdæmi eystra. „Tilgangur könnunarinnar er kynnt. „Ef í ljós kemur að innan Anna Margrét Jónsdóttir. að fá sem gleggsta mynd af hvort og hvaða atvinnugrein sinnir ekki sem skyldi reglum sem gilda um skyldur til að skrá viðskiptin á nótur, reikninga eða önnur gögn,“ sagði Garðar Valdimarsson skatt- rannsóknarstjóri á blaðamanna- fundi þar sem könnunin var einhverra ákveðinna atvinnu- greina sé ástandið slæmt, engar nótur eða einhverjum öðrum bók- haldsskyldum ábótavant þá mun það gefa okkur tilefni til frekari rannsókna." Af þeim 400 fyrirtækjum sem skoða á er rúmlega helmingur Skúlagötusvæði samþykkt í borgarstjórn á morgun? Bókun þess efnis samþykkt í borgarráði í gær Á FUNDI borgarráðs í gær, þar sem fjallað var um fjölmörg mál, ▼ar m.a. ákveðið að vísa til borgar- stjórnar bókun varðandi Skúla- götusvæðið, með það fyrir augum að í þessari einu bókun væru öll atriði sem varða Skúlagötusvæðið, þannig að ekki þurfi að bera upp einstök atriði sérstaklega. í bókuninni segir m.a.: „Borg- arstjórn fellst á skipulagstillögu ásamt greinargerð um Skúla- götusvæðið, sem fram kom í til- lögu að deiliskipulagi... Borgar- stjórn fellst jafnframt á þá til- lögu borgarverkfræðings um gatnakerfi og skilmála varðandi bílastæði... Borgarstjórn felur borgarskipulagi að auglýsa til- löguna í samræmi við 17. og 18. grein skipulagslaga." Búist er við að tillaga þessi, í einu lagi, verði tekin fyrir á næsta fundi borgarstjórnar, á morgun, þannig að þegar málið hefur verið afgreitt í borgar- stjórn sé hægt að auglýsa tillög- una. staðsettur í Reykjavík, rúmlega þriðjungur á Reykjanesi og af- gangurinn á Norðurlandi eystra og var heildarvelta þessara fyrir- tækja 1,3 milljarður á síðasta ári. Fyrirtækin voru valin með aðstoð tölvu eftir að þeim hafði verið skipt niður eftir skattumdæmum og tekjum. Sem dæmi má nefna að af fyrirtækjum í húsasmíði, sem voru 387, fóru 57 í úrtak, almennir verktakar voru 513 og þar fóru 57 í úrtak og í fjölmenn- ustu atvinnugreininni, tæknilegri þjónustu, voru 523 og 66 í úrtaki. I máli Garðars kom fram að það væri hagur beggja viðskipta- aðila að taka nótu. Neytandans ef eitthvað kæmi upp á og fyrir- tækisins við að halda rétt bók- hald. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem tilkynnt er um könnun sem þessa fyrirfram og hvaða atvinnugreinar verði kannaðar. Niðurstöður hverrar atvinnu- greinar verða birtar í heild þegar þær liggja fyrir en ekki getið um einstök fyrirtæki. Þrettán starfs- menn frá rannsóknardeild ríkis- skattstjóra, fjórir frá rannsókn- Rússneski njósnarinn Gordievski: Engin tengsl við ísland EKKERT bendir til þess, að mál Olegs A. Gordievski, yfirmanns sovésku leyniþjónustunnar (KGB) í I.undúnum, sem í síðustu viku baóst hælis í Bretlandi sem pólitísk- ur flóttamaður, tengist fslandi. Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, fól um síðustu helgi sendiherrum fslands I Kaup- mannahöfn og Lundúnum, þeim Einari Ágústssyni og Einari Benediktssyni, að kanna hvort nokkuð það hefði komið fram I máli Gordievskis, sem tengdist íslandi. Gordievski starfaði um hríð I Kaupmannahöfn, áður en hann fór til Lundúna, og hefur Erik Ninn-Hansen, innanríkis- ráðherra Danmerkur, greint frá því, að hann hafi leikið tveimur skjöldum og njósnað fyrir vest- ræn ríki frá 1970. Að sögn Ólafs Egilssonar, sendiherra, sem nú gegnir starfi ráðuneytisstjóra I utanrlkisráðu- neytinu, hefur Einar Ágústsson fengið svar frá dönskum stjórn- völdum og greint ráðuneytinu frá efni þess. Það er á þá lund, að ekki hafi komið fram að umrædd- um manni, Oleg A. Gordievski, hafi verið ætlað að afla upplýs- inga er sérstaklega varða Island eða vitað sé til þess að upplýs- ingar skaðlegar íslenskum hags- munum hafi farið um hans hend- ur. Ólafur Egilsson sagði ennfrem- ur, að samkvæmt athugun út- lendingaeftirlitsins hefði Gordi- evski aldrei komið hingað til lands. ardeild skattstjórans I Reykjavik og einn frá rannsóknardeild skattstjórans á Akureyri vinna að könnuninni, sem hefst 23. september og stendur til 7. októ- ber, og er búist við niðurstöðum innan mánaðar. Listahátíð kvenna hefst um helgina LISTAHÁTÍÐ kvenna hefst föstudag- inn 20. september með því að gengið verður frá Ásmundarsal að Hlaðvarp- anum, Vesturgötu 3, þar sem verða útihátíðahöld. Gangan hefst klukkan 17 og verður kvennalúðrasveit í broddi fylkingar undir stjórn Lilju Valdimars- dóttur. Stutt dagskrá verður I Hlað- varpanum og hefst hún kl. 17.30. Aföstudaginn klukkan 16 verður opnuð sýning á arkitektúr kvenna I Asmundarsal. Laugardaginn 21. september verður klukkan 14 opnuð myndlistarsýning á Kjarvalsstöð- um, sem ber yfirskriftina „Hér og nú“ og þar verður klukkan 17 flutt tónlist eftir íslenzkar konur. Þá verður og I Galleríi Langbrók á laugardag klukkan 16 opnuð sýning Ásrúnar Kristjánsdóttur. Útihátiðahöldin að Vesturgötu 3, sem verða á föstudag, hefjast eins og áður sagði klukkan 17.30. Á laug- ardagskvöld klukkan 21 verða þar fluttar Reykjavíkursögur Ástu Sig- urðardóttur, frumsýning á leikgerð Helgu Bachmann. Sunnudaginn 22. september klukkan 14 verður opnuð I Gerðu- bergi sýning á bókaskreytingum og bókum eftir konur og sama dag klukkan 15.30 verður þar dagskrá um ljóð kvenna um þrjár aldir. Um kvöldið klukkan 20.30 verður frum- sýning dagskrár úr verkum Jakob- ínu Sigurðardóttur á vegum Leik- félags Reykjavíkur. Mánudaginn 23. september klukk- an 21 verður svo endurflutt dag-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.