Morgunblaðið - 18.09.1985, Síða 7

Morgunblaðið - 18.09.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 7 8é4 yflr Sólhefana. fþróttaleikhúsið er undir brekkunni Lr. Nýja vistheimilið er ofar og starfsmannahúsið til hægri. Byggjngamenn Samtaks I^góðum féiagsskap á gninni íþróttaleikhússins. F.v. Isleifur Guðjónsson, Askell Gunnlaugsson, Árni Leósson yfirsmióur. Reynir Pétur göngugarpur, Hanný Haraldsdóttir, Sigurgeir Guðjónsson og Þorsteinn Þórarinsson. Iþróttaleikhús, vistheimili og starfsmanna- íbúðir í byggingu að Sólheimum í Grímsnesi Splfossi lfi nenlpmher ^ **—* **—* ^^ Selfossi, 16. september. MIKLAR FRAMKVÆMDIR eru í gangi að Sólheimum í Grímsnesi. Hafin er uppsteypa íþróttahúss, bygging visteiningar er langt komin og unnið er við byggingu starfsmannahúss. Byggingar á staðnum eru fjár- magnaðar með gjafafé, framlögum úr framkvæmdasjóði fatlaðra og láns- fé. Söfnunarfé Sólheimagöngunn- ar er nú komið hátt í 7 milljónir króna og auk þess nema efnis- gjafir um 1 milljón. Ekki er búið að senda út alla gíróseðla til að innheimta áheit á göngumann- inn Reyni Pétur og auk þess er eitthvað ókomið inn af áheita- seðlum. Auk áheita á Sólheima- gönguna koma jafnt og þétt inn aðrar gjafir og áheit sem að sögn Halldórs Júlíussonar forstöðu- manns koma sér mjög vel. Uppsteypa veggja íþróttaleik- hússins hófst sl. sumar og unnið er af krafti við þá byggingu. Stefnt er að reisugilli í lok októ- ber og ætlunin er að halda litlu jólin í húsinu 8. desember. Af því tilefni hefur Lions-klúbbnum Ægi verið boðin aðstaða í nýja húsinu, en klúbburinn heldur árlega litlu jólaskemmtun á Sól- heimum og hefur stutt stofnun- ina mjög vel gegnum árin. Auk byggingar íþróttaleik- hússins hefur í sumar verið unnið við byggingu visteiningar sem er 320 m2 hús að gólffleti, á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni verða 4 starfsmannaíbúðir og ein á efri hæðinni auk rúmgóðra herbergja fyrir vistmenn. Ofan við nýju bygginguna stendur rúmgóð visteining sem tekin var í notkun 1983. I nýju visteining- unni verður útbygging undir gleri, en mikið er lagt upp úr því að umhverfi vistmanna sé sem líflegast og til þeirra hluta býður ódýr jarðhiti upp á mikla mögu- leika. Nýja visteiningin verður vígð 20. október og mun leysa elsta vistmannahúsið af hólmi, en það þarfnast gagngerra endurbóta. Þá er unnið við að stækka starfs- mannahús á staðnum um 60 m2. Samanlagður mun fram- kvæmdakostnaður að Sólheim- um nema tæpum 18 milljónum á þessu ári. Framkvæmdirnar eru fjármagnaðar með gjafafé að stórum hluta auk framlags úr framkvæmdasjóði fatlaðra og með lánsfé sem grípa þarf til þar sem framlög ríkisins til fram- kvæmdasjóðs fatlaðra hafa verið skorin niður. Það er Samtak á Selfossi sem er verktaki á staðn- um. Þegar staldrað var við að Sól- heimum í siðustu viku var steypuvinna í fullum gangi og vistmenn lögðu þar drjúga hönd á plóginn. A staðnum var sett upp steypustöð og óli Ben. steypustöðvarstjóri passaði upp á að hver lögun færi rétt í steypu- tunnuna. Þeir Kristján Már og Gunnar Kárason sáu um að losa sementspokana og Gunnar Magnússon um mölina i steyp- una. Með eigin steypustöð spar- ast 40% af steypukostnaði sem er drjúg hagræðing. Reynir Pét- ur göngugarpur kynnti komu- menn fyrir vinnuflokknum i íþróttaleikhúsinu og sagði að það væri alveg frábær tilfinning að sjá húsið risa. „Þó mikið sé um framkvæmdir hér núna og þær séu áberandi þá gengur okkar starf alltaf út á að annast það fólk sem hér vistast," sagði Halldór Júlíusson, forstöðumaður. „Við stefnum að því að byggja hér upp umhverfi þar sem þroskaheft fólk getur lifað og starfað þannig að þvi liði vel. Það eru ekki bara ytri aðstæður sem eru nauðsynlegar heldur og að hinar tilfinninga- legu aðstæður séu í lagi og fólk- inu sem hér vistast liði vel og það sé hamingjusamt." Undir þessi orð Halldórs er hraustlega tekið af þeim sem styrkja starfið að Sólheimum með gjöfum og framlögum sem er athyglisverð framganga. SigJóns. ASEA framleidcli fyTsta 3ja fasa raimótorinn árið 1890. í dag er ASEA MOTORS einn af stærstu mótorframleiðendum í heimi. Nýi mótorinn frá ASEA, gerð MBT, er hljóðlátur, sterkbyggður og sparneytinn á orku. Rönning á ávallt til mótora í birgðageymslum og veitir tækniþjónustu. Endurseljendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.