Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 18

Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 Hræðslan við bjórinn — eftir Sigurð Pétursson Það var sú tíð, að íslendingar drukku sitt öl og höfðu ánægju af, líkt og nágrannaþjóðirnar hafa alltaf gert og gera ennþá. Og þeir gerðu sitt öl sjálfir, fyrst úr hun- angi og vatni og kölluðu mjöð, en síðan úr malti, eins og nú tíðkast með öðrum þjóðum, og kölluðu það ýmist öl eða bjór. Islenska þjóðin hefur aldrei hræðst bjórdrykkju, heldur talið bjórinn vera mein- lausan samanborið við annað áfengi, og margir fslendingar drekka hann fremur en vín, standi þeim hvort tveggja til boða. Gall- inn er bara sá, að hér á landi fæst enginn fullgildur bjór, heldur að- eins pilsner og öl með 2*4 % vín- anda í hæsta lagi og telst ekki vera áfengi, heldur léttöl. Kröfurnar, sem gerðar eru til þess réttnefnda bjórs eru þær, að hann hafi góð áhrif, sé góður á bragðið og munnfyllandi (voll- mundich). Reynslan hefur sýnt, að til þess að ná slíkum gæðum þarf bjórinn að innihalda 3-5% af vín- anda og 6-7% af maltseyði, en það eru uppleyst næringarefni úr maltinu, bæði kolvetni, köfnunar- efnissambönd og sölt, svipað og er í brauði. En svona góðan bjór fá íslendingar ekki að framleiða handa sjálfum sér né flytja hann inn. Aftur á móti mega þeir fram- leiða hann til útflutnings, og þá meðtalin erlendu sendiráðin á ís- landi, herinn á Keflavíkurflugvelli og flughafnarbúðin á sama stað. Þar geta allir ferðamenn á leið til landsins, líka þeir íslenzku, keypt íslenzkan bjór, svokallaðan Thule-bjór, sem þykir ágætur og bregst engum bjórunnanda. Þessi einstæða áfengissala er skipulögð af þeim misvitru valdamönnum íslenzkum á Alþingi og í ríkis- stjórn, sem hræddir eru við bjór- inn. Þeir stjórna einnig Áfengis- verslun ríkisins, en hjá henni geta allir íslendingar tvítugir og eldri keypt eins og þeir vilja af hvers konar áfengi, bæði veiku og sterku, allt nema Thule-bjór. Þetta veika öl, sem vér íslend- ingar búum við og réttilega á að nefnast léttöl, það leiddi að lokum til þess, að óánægðir neytendur tóku til sinna ráða. Fyrsti mótleik- urinn var einfaldlega sá, að minnka kaupin á þessum svala- drykk og kaupa heldur létt vín. Næsti valkostur var sá að fá sér bara nokkra snafsa með léttölinu. Og þriðja leiðin var að blanda léttölið með sterkum vínum. Til þessa ráðs gripu mörg veitingahús og kölluðu drykkinn „bjórlíki", en vinsældir þess urðu svo miklar, að salan bar uppi rekstur fjölda smárra veitingahúsa. Þeir sem höfðu hræðst sterka bjórinn, urðu nú nauðugir viljugir að hræðast líka bjórlíkið. Hlutaðeigandi ráð- herra varð að lokum svo hræddur, að hann bannaði bjórlíkið. Á 17. og 18. öld er brennivín orðið algengt hérlendis, en öl- drykkjan fer minnkandi að sama skapi. Fleiri tegundir af sterkum vínum bættust fljótt við og nutu hér bæði vinsælda og virðingar, eins og t.d. koníak og viskí. Drykkjuskapur fór því mjög vax- andi, svo að mörgum þótti horfa til vandræða. Þetta ástand í áfeng- ismálum mun hafa orðið hvati til þess, að Góðtemplarareglan (IOGT) tók að starfa hér um 1880. Þó að lokatakmark hennar sé að vísu algert áfengisbindindi, þá er jrfirleitt farið þar hægt í sakirnar, enda hefur henni orðið talsvert ágengt. Er það mest að þakka því heilbrigða skemmtanalífi, sem templarastúkurnar héldu uppi, s.s. dansleikjum án áfengis, sem voru vel sóttir af ungu fólki, og ekki síður af þeim, er stóðu utan regl- unnar. Sumum bindindispostulum af eldri kynslóðinni þótti hér ekki nóg að gert og heimtuðu áfengis- bann á Islandi. Þetta varð til þess að árið 1909 var bannlagafrum- varpið lagt fram á Alþingi (þing- skjal 45) opsambvkkt þsrsama Önnur var sú hætta sem Hannes benti á að staf- aði af bannlögunum, en hún var í því fólgin „að hafa í landinu lög, sem ekki er hægt að hafa hemil á, er og verður siðspillandi og eitur fyrir hugsunarhátt þjóðarinn- ar.“ Boð og bönn Mjög harðar umræður urðu á Alþingi við setningu bannlaganna. Þjóðaratkvæðagreiðsla alþingis- kjósenda um frumvarpið hafði farið fram árið 1908, og tjáðu sig 4.900 fylgjandi banni, en 3.250 voru á móti. Björn Jónsson þáverandi þingmaður Barðstrendinga, síðar ritstjóri og ráðherra, lagði frum- varpið fram, en hann var aðal- flutningsmaður þess. Var Björn allharðorður í ræðu sinni. Vitnaði hann m.a. í breska ráðherrann Gladstone (1854-1930, ráðherra 1868-74), er tekið hafði svo til orða um áfengið, að það væri „meira heimsböl en allar styrjaldir og drepsóttir, er yfir mannkynið hafði gengið". Björn vék að helztu mótbárunum sem hafðar voru uppi gegn áfengisbanni, svo sem skerð- ingu persónufrelsis, erfiðleikum við að fá lögunum hlýtt og tekju- tjóni fyrir landið. Úr þessum mót- bárum vildi flutningsmaður lítið gera. Fyrsti andmælandi var fyrrver- andi íslandsráðherra Hannes Hafstein, og var ræða hans, eins og við mátti búast, bæði málefna- leg og allhvöss. Taldi hann m.a. landið lítt fýsilegt fyrir ferðamenn „með þvingunarlögum sínum og lögákveðnu mataræði". Og Hannes hélt áfram: Við setningu laga um aðflutningsbann á áfengi til ís- lands, myndu útlendingar hugsa sem svo: „Þjóðin hlýtur að vera svo skrælingjalega ístöðulaus og hneigð til ofdrykkju, að þetta hef- ur þótt einasta ráðið til þess að bjarga henni." Önnur var sú hætta, sem Hannes benti á að stafaði af bannlögunum, en hún var í því fólgin „að hafa í landinu lög, sem ekki er hægt að hafa hemil á, er og verður siðspillandi og eitur fyrir hugsunarhátt þjóðarinnar." Hannes var líka svo framsýnn, að hann varaði við því, að innflutn- ingsbann á vini til íslands gæti beint í hættu markaðinum fyrir íslenzkan saltfisk á Spáni. (Alþt. BII1909). Frumvarpið var að lokum sam- þykkt með 18 atkvæðum gegn 6 og afgreitt sem lög nr. 44/1909. Grunur Hannesar Hafstein um viðbrögð Spánverja við bannlögun- um átti eftir að rætast. Það var á árunum 1921-1922 að Spánverjar tóku þá afstöðu, að þeir myndu hætta að kaupa saltfisk frá ís- landi, ef íslendingar keyptu ekki af þeim vín. íslendingar létu und- an og leyfðu innflutning á spönsk- um vínum, með allt að 21% vín- anda. Þar með var stíflan brostin og lítið eftir af áfengisbanninu nema nafnið. Bein afleiðing af þessu var sú, að þ. 27/6 1921 voru sett lög um ríkiseinkasölu á áfengi á íslandi, lög nr. 62/1921, en þar stóð í 1. gr.: „Frá 1/1 1922 má enginn nema ríkisstjórnin flytja hingað frá útlöndum áfengi og vínanda, sem heimilt er að flytja til landsins, og í er meira en 2'4 % af vínanda að rúmmáli. Sendimenn annarra ríkja haldi þó rétti sínum til innflutnings á áfengi." Forsæt- isráðherra var þá Jón Magnússon. Það var svo á alþingi 1935, að Pétur Ottesen, þingmaður Borg- firðinga og eindreginn bindindis- maður, ætlaði að hressa dálítið upp á bannlögin og framkvæmdina á þeim. En hér fór öðru vísi en ætlað var. Pétur flutti þingsálvkt- unartillögu í Sameinuðu þingi (þingskjal 355), þar sem lögð var áherzla á, að áfengislögunum frá 1909 skildi betur framfylgt, en gert hafði verið. Um tillöguna urðu mjög litlar umræður, nema hvað Hermann Jónasson forsætisráð- herra flutti um hana ítarlega ræðu. Taldi Hermann ekki hægt að vinna gegn áfengisbölinu í þessu landi, frekar en annars staðar, á annan hátt en með upplýsingum um hversu mikið böl áfengisnautn- in er. Aðrar þjóðir hefðu orðið að beygja sig fyrir þessu og við yrðum að gera það sama. „Að setja þessar reglugerðir, sem við erum marg- búnir að reyna, koma ekki að gagni, það er alveg þýðingarlaust." Taldi Hermann það yrði áfengis- málinu til gagns, ef flutningsmað- ur tillögunnar vildi taka hana aftur. Fór svo að lokum að umræð- um var frestað, tillagan tekin af dagskrá og var hún aldrei framar tekin á dagskrá aftur. (Alþt. D 1935). Þannig liðu bannlögin út af án þess að nokkur tæki eftir því. Afnám laganna var staðfest á Alþingi þ. 19/12 með lögum nr. 33/1935. En málinu var ekki þar með lokið, því að nú kom í ljós, að bannlögin höfðu gert í bólið sitt, og reyndist óþverrinn svo gróm- tekinn, að ennþá eftir rétta hálfa öld hefur ekki tekist að þvo þennan smánarblett í burtu. Er hér átt við þær tætlur úr bannlögunum varð- andi bjórinn, sem settar hafa verið í áfengislögin frá 1935, en þær eru á þá leið, að bannað er að flytja til landsins eða framleiða þar handa íslendingum sjálfum, öl eða bjór, sem í er meira en 214% af vinanda. Aftur á móti mega þeir drekka vín af hvaða styrkleika sem er. Er þetta ölbann hin mesta vanvirða og vantraust, sem ís- lenzkir valdamenn hafa nokkru sinni sýnt þegnum sínum, og er að nokkru leyti sprottið af þröng- sýni og þvermóðsku meirihluta þingmanna, en þó mest af hræðslu þeirra við þann hóp kjósenda sem hræðist sterkan bjór. Algengasta röksemdin gegn réttnefndum bjór hérlendis er sú, að hann leiðir unglingana út í drykkjuskap. Þetta er mikil mein- loka, enda sér maður ekki annars staðar meira áberandi drykkju- skap meðal unglinga en hér á ís- landi, þar sem ekki fæst áfengur bjór. Þeir sem dvalið hafa erlendis og heimsótt veitingastaði austan hafs og vestan, vita það allir, að þarna er alls staðar fyrst og fremst drukkinn bjór af styrkleikanum 3-5% og áberandi drukknir menn sjást sjaldan. íslendingar hafa yfirleitt ekki lært að drekka bjór, þeir neyta sterkari drykkja og verða bæði oftar og meira fullir. Uppgjöf Alþingis Undanfarna hálfa öld (1935— 1985) hafa innan Alþingis Islend- inga verið gerðar fjölda margar tilraunir til þess að bjarga þessu margumtalaða bjórmáli í höfn. Hafa verið lagðar fram bæði þingsályktunartillögur og frum- vörp til laga, en öll þessi mál hafa annað hvort verið felld eða dagað uppi. Hér verður aðeins vikið að þeim allra síðustu. Á 106. löggjafarþingi 1983-84 lögðu nokkrir þingmenn neðri deildar fram frumvarp til laga (86. mál, þingskjal 88) um að fella í burtu undantekningarákvæðið um sterka bjórinn í 3. gr. áfengislag- anna. Jón Magnússon hdl. þáver- andi varaþingmaður var flutnings- maður frumvarpsins, enda höfund- ur þess og gerði hann ítarlega grein fyrir gangi málsins. Fannst Jóni það „óneitanlega nokkuð sér- stakt að hafa áfengislöggjöf, sem bannar léttustu tegund þessa vímugjafa og að margra mati þá skaðminnstu en leyfir það sterk- asta og skaðmesta." Jón vakti athygli á því, að andstæðingar bjórsölu hér á landi hefðu sett fram alrangar staðhæfingar um stöðu bjórmála í Svíþjóð, en það var einmitt sú þjóð, sem bjórand- Björn Jónsson Hannes Hafstein Þeir voru á öndverðum meiði um bjórinn 1909. stæðingar hér vildu hafa til fyrir- myndar. Af þessum fullyrðingum hefði helst mátt ráða, að bjór væri bannaður í Svíþjóð, en það er öðru nær, því að þar eru árlega drukknir 60 1 af bjór fyrir hvert mannsbarn í landinu. Frá 1977 er um tvenns- konar bjór að ræða í Svíþjóð: annars vegar léttöl með vínanda- magni 2,8% og hins vegar bjór með 4,5%. (Hér fóru hérlendir bjórandstæðingar með ósannindi. Innskot S.P.). Síðan greinir Jón Magnússon frá skoðanakönnun, sem Hagvangur gerði hér haustið 1983 um sölu á bjór úr útsölum ÁTVR „Niðurstaðan varð sú, að þeir sem vildu að þetta yrði leyft voru 63,5% aðspurðra, en á móti voru 33,7%; 2,8% aðspurðra tóku ekki afstöðu." Málið á þingskjali 88 dagaði uppi. Á sama þingi var flutt þings- ályktunartiilaga um þjóðarat- kvæðagreiðslu um heimild til bruggunar og sölu meðalsterks áfengs öls. Tillagan dagaði líka uppi. Bjórfrumvarpið var endurflutt á næsta þingi, 1984-85, og lagði þá Jón B. Hannibalsson það fram í N.d. þ. 26/11. í greinargerð með frumvarpinu er vakin athygli á því, að öldum saman var neysla áfengs öls eða mjaðar þjóðlegur siður á íslandi, en lagðist því miður af, einkum fyrir tilstuðlan nýlenduherra Dana, sem voru langt komnir að drekkja þjóðinni í brennivíni strax á 17. öld. Stein- grímur J. Sigfússon andmælti frumvarpinu og var umræðu síðan frestað. Framhald 1. umræðu fór svo fram þ. 28/11 og var þá málinu vísað til 2. umræðu og allsherjar- nefndar. Kom það aftur á dagskrá N.d. þ. 6/5 og var samþykkt þar 23/5 með 20 atkvæðum gegn 16 og því vísað til E.D. þar var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 6 að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið og var það þannig breytt endursent N.d. — Þar var tillagan um þjóðaratkvæðagreiðsl- una felld, en nú var á þessum sama fundi þ. 19/6 líka felld 1. gr. frum- varpsins á þingskjali 88 með 20 atkvæðum gegn 12 og má það furðulegt heita, sbr. atkvæða- greiðsluna í N.d. 23/5. Hér með var bjórfrumvarpið endanlega úr sögunni á þessu þingi, og má segja að þar hafi verið um uppgjöf hins háa Alþingis að ræða. Höfundur er gerlafnedingur. ísafjörður: Sýning um endurbæt- ur á gömlum bygging- um í Bandaríkjunum MENNINGARSTOFNUN Banda- ríkjanna og Arkitektafélag íslands hafa sett upp sýningu á bókasafni Menntaskólans á ísafirði. Sýningin verður opnuð í dag og ber hún nafnið Architecture and Renewal Exhibit USA. Sýningin lýsir ýmsum endur- bótum sem gerðar hafa verið á eldra húsnæði og eldri bæjarhlut- um i bandarískum borgum. Segja má að það sé alþjóðleg vakning nú að endurbæta gömul hús og jafnvel endurbyggja þau að mestu. Sýningin er opin frá kl. 18.00 til 22.00 virka daga, en frá kl. 14.00 til 18.00 um helgar og stendur til 29. september. Aðgangur er ókeyp- is. Þegar sýningunni lýkur á ísafirði verður hún flutt til Vest- mannaeyja. (Úr frétUtilkynningu) „Bunka-shishu“ eða japanskur pennasaumur kynntur á íslandi HANNYRÐA- og listakonan Toshiko Hayashi frá Japan kemur hingað til lands í dag og mun fara víðs vegar um land næstu tvær vikurnar til að sýna nýstárlegan útsaum, sem heitir „Bunka-shishu“ á japönsku. Aðferðin við þennan útsaum er þannig, að efnið sem saumað er í er fyrst strekkt vel á tréramma. Áhaldið sem notað er við sauminn er nál með holu skafti. ísaums- þráðurinn er fínn og teygjanlegur. Hann er þræddur í gegnum nálina. Haldið er á nálinni eins og penna meðan verið er að sauma. Þess vegna hefur saumurinn hlotið nafnið pennasaumur á íslensku. Þetta er auðveldur saumur fyrir fólk á öllum aldri, konur sem karla. Frú Hayashi mun sýna penna- saum á eftirtöldum stöðum: Miðv.d. 18/9: Húsavík. Versl. Garðarshólmi, Garðarsbr. 15. Fimmtud. 19/9: Egilsstaðir. Hann- yrðav. Agla, Selási 13. Föstud. 20/9: Höfn, Hornafirði. Verslunin Laufás. Mánud. 23/9: Reykjavík. Hann- yrðav. Strammi, óðinsg. 1. Þriðjud. 24/9: Reykjavík. Hann- yrðav. Strammi, óðinsg. 1. Miðv.d. 25/9: Selfoss. Hannyrða- versl. íris. Eyrarvegi 5. Fimmtud. 26/9: Borgarnes. Hann- yrðaversl. Jórunnar Backman. Föstud. 27/9: Keflavík. Hann- yrðav. Ingdís, Hafnargötu 6. Sýnikennslan er alls staðar ókeypis. Frú Hayashi verður með fjöldann allan af gullfallegum sýn- ishornum sem gaman er að skoða. Hannyrðaverslunin Strammi hefur séð um að skipuleggja ferðir frú Hayashi hér á landi, en hún kemur til landsins á eigin vegum. (Fréttííillcynnlnv.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.