Morgunblaðið - 18.09.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 18.09.1985, Síða 24
24 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 Hin nýja kjötvinnslustöð Sliturfélags Suöurlands á Hvolsvelli. Hvolsvölliir: Ný og fullkomin kjötvinnslu- stöð SS tekin í notkun HvoÍHvelli, 16. september. LAUGARDAGINN 14. sepL sl. tók Sláturfélag Suðurlands í notkun nýja og fullkorana kjötvinnslustöð i Hvolsvelli. Þegar þessi kjötvinnslu- stöð er tekin til starfa eru öll slit- urhús Sliturfélags Suðurlands lög- gilt sliturhús. Vart er þess að vænta að kindakjötsframleiðsla aukist hér í þessu héraði til muna. Hins vegar mi vel búast við aukinni framleiðslu úrvals nautakjöts og þi mun stór- gripasliturhúsið í þessari kjöt- vinnslustöð koma sér vel. Kjötfram- leiðslan hefur lengst af isamt mjólk- urframleiðslunni verið ein helsta tekjulind Rangæinga. Með tilkomu þessarar kjötvinnslustöðvar mun slitrun og úrvinnsla kjötafurða aukast mjög í Rangirvallasýslu. Sú starfsemi sem mun fara fram í hinni nýju kjötvinnslustöð er hluti af framleiðsludeild Slát- urfélagsins, sem er undir stjórn Steinþórs Skúlasonar verkfræð- ings, framleiðslustjóra SS. Stöðv- arstjóri SS á Hvolsvelli er ólafur Sigurjónsson, Stórólfshvoli. Slát- urhússtjóri sauðfjárslátrunar er Skúli Jónsson, Selalæk, sem áður stjórnaði starfsemi SS á Hellu. Árni Sæmundsson, Stóru-Mörk, sem um marga áratugi var slát- urhússtjóri í Djúpadal, lætur nú af störfum vegna aldurs. Her- mann Sigurjónsson, Raftholti, verður aðstoðarsláturhússtjóri. Verkstjóri i kjötvinnsludeildinni er Guðjón Guðmundsson kjötiðn- aðarmaður á Hvolsvelli. Starfslið- ið hefur verið um 25 manns en mun nú fjölga verulega. Gert er ráð fyrir að í sláturtíðinni í haust muni starfa um 130 manns. Á Hvolsvelli hefur um tveggja ára skeið á vegum SS verið starfrækt kjötpökkunarstöð þar sem miklu kjötmagni er pakkað í lofttæmdar umbúðir fyrir smásölu og annan neytendamarkað. Sé vikið að þeim hluta vinnslu- stöðvarinnar, sem nú er tekinn í notkun, er nýja húsið samtals 3302 mz að flatarmáli, þar af í kjallara 620 m', jarðhæð alls 2213 ml, önn- ur hæð 464 m*. í kjallara hússins er vélasalur. Þar mun einnig fara fram vinnsla og verkun innmatar og ennfremur kæling á gærum. Á jarðhæð hússins er sauðfjár- og stórgripasláturhús ásamt tilheyr- Jón H. Bergs forstjóri SS flytur ræðu við vígsluathöfnina. andi aðstöðu. Hægt verður að slátra allt að 2000 fjár á dag og um 60 stórgripum. Á jarðhæð verða einnig skrifstofa og vinnu- herbergi fyrir dýralækni, slátur- hússtjóra og stöðvarstjóra. Á ann- arri hæð er matsalur og eldhús ásamt búningsherbergjum og sturtum fyrir starfsfólk. Bygging hússins hófst haustið 1982. Teikni- stofa SÍS sá um að teikna húsið en burðarþolsteikningar hefur Verk- fræðistofan Ferill hf. annast. Að- alverktakar eru Byggingarfélagið Ás og Trésmiðia Guðfinns Guð- mannssonar. Áætlaður heildar- kostnaður er um 60 milljónir. - Gils Steve Martin einn á báti I The Lonely Guy. Martin leikur Einar IWyndbönd Árni Þórarinsson Afkastamesta útungunarvél fyrir bandarískt grín hefur undan- farin ár verið sjónvarpsrevían Saturday Night Live sem send er út beint á laugardagskvöldum eins og nafnið gefur til kynna. í þessum þætti hafa nánast allir helstu kómíkerar Bandaríkjanna af yngri kynslóð stigið sín fyrstu skref til frama: John heitinn Belushi, Dan Aykroyd, Eddie Murphy, Bill Murray, Gilda Radner, Chevy Chase. Enginn af þessum hæfi- leikamönnum hefur þó enn sýnt þau tilþrif í bíómyndum, þrátt fyrir fjölda tækifæra, að þeir komist í meistaraflokkinn. Nema Eddie Murphy auðvitað. Það er eins og þessir grínistar séu of smáir fyrir stóra tjaldið, sjón- varpsrevía sé þeirra miðill. Þetta á líka við um Steve Martin sem Bandaríkjamenn hafa í nokk- ur ár bundið miklar vonir við. Eftir geysilegar vinsældir í Saturday Night Live hefur Martin leikið í nokkrum bíómyndum, sem sumar hafa borist hingað á hvíta tjaldið, eins og All of Me, trúlega besta mynd hans til þessa (sýnd í Regn- boganum sl. vetur), The Man With Two Brains (sýnd í Tónabíói) og Dead Men Don’t Wear Plaid (sýnd í Laugarásbíói). Martin hefur sýnt töluverða fjölhæfni í þessum myndum sem allar hafa byggt á góðum hugmyndum en ekki tekist að halda þeim til streitu með nægilegum krafti og uppáfynd- ingasemi til loka. Sama er uppi á teningnum í The Lonely Guy, einni af nýrri myndum Martins, gerð 1984 af leikstjóran- um Arthur Hiller. Hún hefur ekki, svo ég viti, verið sýnd hér í bíói en er fáanleg á myndbandi. Martin leikur, eins og nafnið bendir til, einmana, einangraðan náunga I stórborg sem á í mesta basli með að komast í samband við umhverfi sitt, ekki síst konur. Atarna er hugmynd að góðri tragíkómedíu. En sem fyrr tekst ekki að nýta hana nema að hálfu leyti og sú úrlausn sem efnð fær þegar Martin ákveður að skrifa bók um reynslu „einmana gæjans", slær í gegn og rýfur þar með einangrun sína, er ósköp ódýrt daður við gamla þreytta „ameríska drauminn". Handritið hikstar þannig og hjakkar á viðfangsefni sínu. En Steve Martin fær þó nægilega mörg tækifæri til að sýna breidd gamanleiks, allt frá fínlegum tímasetningum sem minna á Cary Grant til ærslaleiks af ætt Jerry Lewis. Vonandi fær hann senn verkefni sem leyfir homim að þróa þessa hæfileika sína til fullnustu. Stjörnugjöf: TheLonelyGuy ** Tvö ástar- sambönd Bandaríski bíómarkaðurinn er þess eðlis að þar eiga oft hinar ágætustu myndir erfitt uppdráttar af þeirri ástæðu að dreifingaraðil- ar telja þær ekki eiga erindi við fjöldann. Fjöldi dæma er um það að stóru kvikmyndafélögin setja myndir sem búið er að kosta til milljónum dollara ofaní skúffu og taka þær aldrei upp þaðan meir. Aðrar fá aðeins takmarkaða dreif- ingu og oft er það myndbanda- markaðurinn sem sér til þess að þær falla ekki gjörsamlega í gleymsku. Ég hef á tilfinningunni að svo sé þessu varið með kvik- myndina Love, Honour and Obey, gerð árið 1982, sem hingað hefur borist á merki Warner Home Video. Þessi mynd hefur ekki farð hátt eða fengið mikla kynningu. En þetta er að ýmsu leyti hin ágæt- asta mynd, þótt ekki sé hún galla- laus eða gróðavænleg söluvara. Love, Honour and Obey er af teg- undinni þorpsmelódrama. Hún skyggnist inn í líf nokkurra íbúa í litlu þorpi i Bandaríkjunum, gleði þeirra og sorgir eins og segir í frasanum, drauma, þrár og von- brigði. I sjónarmiðju er ungt par sem dregur sig saman snemma í myndinni: Gerðarleg og góð ung leikkona með skærblá augu, Kath- leen Quinlan að nafni, leikur stúlku sem ekki vill verða innlyksa í smábæjarþrengslunum heldur mennta sig í stórborginni i þvi áhugamáli sinu að verða ljósmynd- ari. David Keith, stæðilegur ungur leikari (An Officer and a Gentle- man, Lords of Discipline) er kær- astinn hennar sem snýr heim í þorpið eftir að hafa gefist upp við sína menntun; hann er sáttur við að vinna að sínu áhugamáli, bílum og kappakstri, heima i heiðar- dalnum. Þetta par, foreldrar þeirra og félagar eru i framlinu myndarinnar lengi framanaf. Til hliðar við og samanburðar eða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.