Morgunblaðið - 18.09.1985, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.09.1985, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 Danuta Walesa: Hvetur til baráttu fyrir málstað fang- elsaðrar konu DANUTA Walesa, eiginkona Lech Wales, leiðtoga SamstöAu, hefur kvatt kvennasamtök um allan heim til að krefjast þess að pólsk stjórn- völd láti lausa úr haldi Miroslawa Grabowska, sem hneppt var í fang- elsi í júní síðastliðnum sökuð um undirróður með útgáfu tímaritsins Krytyka. Grabowska er kunnur félags- fræðingur í Póllandi, komin fjóra mánuði á leið og á við vanheilsu að stríða. „Henni er haldið í dimm- um loftlausum klefa. Hana skortir heilsusamlegan mat og hreyfingu — hvort tveggja lífsnauðsyn van- færri konu,“ segir meðal annars í áskorun Danuta Walesa og fjög- urra annarra þekktra kvenna í Póllandi. Pólsku konurnar segja, að til- raunir lögfræðings Miroslawa til að fá hana lausa úr haldi hafi brugðist. „Tilraunir okkar til að telja pólsk yfirvöld á að láta konu — móður, samviskufanga, úr haldi hafa brugðist. Þetta gerist í landi þar sem yfirvöld státa sig af að búa vel að konum," segir meðal annars í hvatningu kvennanna fimm. Talsmaður pólsku stjórnar- innar sagði við erlenda fréttamenn í Varsjá í dag, að ríkissaksóknari Póllands hefði lengt gæzluvarð- hald Miroslawa Grabowska til 31. október. Símamynd AP. Æviráðningin afnumin Félagar í 12. miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins rétta upp hönd til marks um, að þeir séu samþykkir því, að margir aldraðir forystumenn flokksins víki sæti fyrir yngra fólki. Myndin var tekin á fundi miðstjórnar- innar í Alþýðuhöllinni í Peking í gær, mánudag. Þessar breytingar, sem þýða í raun, að æviráðning kínverskra embettismanna hefur verið afnumin, eru runnar undan rifjum Deng Xiaopings, leiðtoga Kínverja, og eru gerðar til að flýta fyrir og festa í sessi þær umbætur, sem hann hefur beitt sér fyrír. Treholt segir frá fangelsisdvöl sinni 0816, 17. aeptenber. Frá Jan Erik Laure, WUariUra MorKunblaAsina. ARNE Treholt, sem ákærður er fyrir njósnir fyrir Sovétmenn í Noregi, hefur unnið til bók- menntaverðlauna að upphæð 25 þúsund norskar krónur, fyrir bók sína „Einn“, sem fjallar um tímabiliö í ævi hans frá því hann var handtekinn og þar til rétt- arhöldin vegna njósnanna hóf- ust yfir honum. Lögfræðingur hans hefur viðurkennt að hafa smyglað hluta af handriti bókar- Veður víða um heim LagM Haust Akunyri 7 •úld Amuturdsm 14 20 ukýiaó Aþsna 1« 29 « n®H/Wii r Pwrrioni 20 bsióuklrt Bsrtm 10 15 ukýjaö nrtlntil 15 U ukýjat CMcago t 25 *ýi»o Oubtin 0 17 ufcýjaí Fsnsjrjar 21 þokumóóa Frankfurt 12 17 ukýlað Qsnt 7 19 ukýiaó Halumkl 10 14 Hong Kong 27 31 halóakfrl Jarúualum 1« 29 hatóukírt Kaopmannah. 10 14 •kíiuó Lau Paimau 20 Mttakýiaó Ltusabon « 33 haióukírt London W 24 ukýiaó LáM jUlQOlH 18 31 akýjaó Lúxsmborg 15 siakýiað ppVugU 25 •býfaó bUborca 27 lótukýjaó Wami 24 29 rignbtg Montrsat S 23 haió>klrt Moafcva 10 1S rignbig Naw Vorfc 13 25 haWskfrt Oaló 2 10 •býiaó Parrá 15 18 •kýfaö Pakktg 12 23 afcýfaO Raykjavík 7 lirk. igr. Rió da Janairo 15 33 hsiðakirt Rómaborg 15 30 hsióskfrt Stokkhótmur 10 15 heióukirl Sydnoy 11 19 haMuklrt Tókýó 10 26 •ký|að Vinarborg 12 15 •kýlaé hj . .L porsnorn 9 rigmng innar út úr fangelsinu í trássi við norsku öryggislögregluna. Mikil samkeppni var meðal norskra bókaforlaga um hand- ritið að bókinni og hafði eitt þeirra boðið allt að 1 milljón norskra króna fyrir það. Treholt valdi hins vegar þá leið að senda það í samkeppni, sem Cappel- an-forlagið efndi til um heimild- arskáldsögu. Handrit Treholts vann þó ekki fyrstu verðlaun að 3,5 milljarða gervihnöttur sendir ekki GERVIHNÖTTUR, sem komið var á braut umhverfis jörðu frá geim- ferjunni Discovery í síðastliðnum mánuði, er bilaður og eru vísinda- menn vondaufir um að takist að lagfæra bilunina. Gervihnöttur- inn, Syncom IV, kostaði 3,5 millj- arða króna og átti að vera hluti af fjarskiptakerfi bandaríska sjó- hersins. Frakkland: Flug leggst niður í 2 daga París, 17. september. AP. GERT er ráð fyrir að öll flugumferð til og frá Frakklandi, sem og innan- lands, leggist niður í dag og á morgun vegna aðgerða flugumferðastjóra, sem boðað hafa verkfall til að leggja áherslu á þá kröfu sína að kaupauki launa þeirra, sem numið getur allt að 40%, verði einnig reiknaður þeim til eftirlauna. - Stærsta innanlandsflugfélagið, Air Inter, hefur aflýst flugi á öll- um flugleiðum sínum, nema til og frá Korsíku og talsmenn Air France hafa lýst því yfir að félagið muni einbeita sér að því að halda uppi flugi á lengri flugleiðum. upphæð 100 þúsund norskar krónur, heldur fékk sérstök aukaverðlaun, handriti annars rithöfundar. Lögfræðingur Treholts, Ulf Underland, segist hafa haldið að bókin yrði ekki gefin út fyrr en að réttarhöldunum yfir Treholt loknum. Hann telur sig hafa verið svikinn hvað þetta snertir, en hann er nú aðstoðarmaður tveggja lögfræðinga Treholts, sem munu flytja málið fyrir Hæstarétti. Saksóknari í Tre- holt-málinu útilokar ekki að Underland hafi gert sig sekan um lögbrot, með því að misnota aðstöðu sína, en heimsóknir og bréfaskipti við Treholt voru bönnuð á þessum tíma. í bókinni setur Treholt meðal annars fram ásakanir á hendur norsku öryggislögreglunni varð- andi yfirheyrsluaðferðir hennar. Cappelan-forlagið hefur fengið lögfræðinga til að meta hvort handritið geti haft áhrif á ör- yggishagsmuni Noregs. ERLENT Danuta Walesa E1 Salvador: Krefjast lausnar níu fanga í skiptum fyr- ir forsetadótturina Sin Salvador, El Salvador, 17. sepL AP. HÓPUR manna, sem kveóst hafa In- es Duarte Duran, dóttur Napóleons Duartes forseta, í haldi, hefur kraf- ist þess, að níu skæruliðar, sem sitja í fangelsum í El Salvador, verði látn- ir lausir í skiptum fyrir forsetadótt- urina, að því er háttsettur embættis- maður í San Salvador sagði í gær, mánudag. Embættismaðurinn kvað full- trúa stjórnvalda hafa farið til Mexíkó á sunnudag í þvi skyni að ræða við leiðtoga skæruliðaflokk- anna fimm, sem mynda FMLN- hreyfinguna í E1 Salvador. „Hópur sem kallar sig Pedro Pablo Castillo-fylkinguna kveðst hafa konuna í haldi,“ sagði emb- ættismaðurinn. Hann greindi þó ekki frá því, hvenær eða með hvaða hætti hóp- urinn hefði lagt fram kröfur sínar. „Það er ómögulegt að segja til um, hvaða skæruliðaflokki Cast- illo-hópurinn heyrir til, því að í fangelsum í E1 Salvador eru fang- ar frá öllum mögulegum flokks- brotum skæruliða," sagði embætt- ismaðurinn. Hann kvað Ines Duarte Duran hafa haft símasamband við föður sinn og sagt honum, að henni hefði ekki verið gert neitt mein. Barnið var á lífi þremur dögum eftir dánarúrskurð Coœuia, Italíu, 17. aepL AP. FIMM daga gamalt barn, sem úrskurðað var látið og flutt I líkhús sl. laugardag, var við sæmilega heilsu í dag, þriðjudag, að þvf er starfsfólk á Annunziata-spítalanum í bænum Cosenza á Suður-ítalfu sagði frétta- mönnum. Barnið, sem er drengur og var skírður Mario, fæddist á fimmtudaginn var, tveimur mánuðum fyrir tfmann, og vó aðeins fjórar merkur. Var drengurinn þegar f stað látinn f hitakassa og töldu læknar lffs- ur hans um 10%. Tveimur dögum seinna hætti hjarta Marios að slá. Og þar sem ekkert lífsmark sást með yhlt lík drengnum, var hann úrskurðað- ur látinn og fluttur f lfkhúsið. En faðir hans var ekki á að gefast upp. Hann neitaði að yfir- gefa drenginn, var hjá honum f lfkhúsinu alla nóttina og „baðst fyrir og grét“ að sögn starfs- fólksins. Á sunnudagsmorguninn sýnd- ust honum fætur drengsins bif- ast aðeins og gerði hann læknun- um þegar f stað viðvart. Var Mario litli þá samstundis drifinn í hitakassann á nýjan leik. Spitalayfirvöldin gátu enga skýringu gefið á því, hvernig þetta hafði atvikast. „Þetta er sannkallað krafta- verk, þökk sé heilögum Francis af Paolo,“ sagði faðir drengsins, 31 árs gamall bóndi, Vincenzo Arena að nafni. „Eg lofaði hon- um að láta drenginn læra til prests, ef hann fengi að lifa.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.