Morgunblaðið - 18.09.1985, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.09.1985, Qupperneq 29
gaoi itsaMaTqaa gi guoAauar/fáiM.viiaAjawaíMiOM MÖRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 29 AP/Símamynd. Thatcher f Egyptalandi Margaret Thatcher, forsætisriðherra Breta, er nú á ferðalagi um miðaust- urlönd. í gær átti hún fund með Hosni Mubarak, Egyptalandsforseta, og var myndin tekin í upphafi fundarins. Moskva: Sjöttu skák- inni frestað Kínversk stjórnvöld: Hafa litla trú á af- vopnunarviðræðunum Hong Kong, 17. neptember. AP. KÍNVERSK stjórnvöld vænta ekki mikils árangurs af fundi stórveld- anna um afvopnunarmál í Genf í nóvember í haust. Deng Xiaoping, leiðtogi kínversku stjórnarinnar, sagði í vitali við kínverskt vikurit, sem gefið er út á ensku, að ekki sé mikils árangurs að vænta, nema stór- veldin séu tilbúin til að eyðileggja allar kjarnorkuvopnabirgðir sínar. Kínverjar eru einnig andvígir því að vopnakapphlaup stórveldana færist Eþíópískar orrustuþot- ur halda áfram árásum — að sögn Sómala Moskvu, 17. september. AP. SJÖTTU skákinni í heimsmeistara- einvíginu var í dag frestað að beiðni áskorandans, Garri Kasparov. Karpov hefur nú forystu í ein- víginu, er með þrjá vinninga gegn tveimur Kasparovs. Sá sigrar, sem fyrri verður til að vinna sex skákir eða fá 12% vinning úr 24 skákum. Ef jafnt verður heldur Karpov titlinum. Hvor keppendanna hefur nú frestað einni skák. Mogadisha, Sómalíu, 17. september. AP. Varnarmalaraðuneytið í Sómalíu hefur tilkynnt að orrustuflugvélar frá Eþíópíu hafí gert árásir inn í landið annan daginn í röð — 17 manns hafí látið lífíð í árásunum og 35 hús eyðilagst í norðurhluta lands- ins. Þá gerði eþíópískt fótgöngulið einnig árás á þorpið Alabaday í norðvesturhluta landsins, að sögn ráðuneytisins, en ekki var greint nánar frá atburðum. f tilkynningunni sagði að fjórar orrustuflugvélar frá Eþíópíu hefðu varpað sprengjum á Abud-Waq— hérað skömmu eftir hádegi á mánudag og 17 manns látið lífið í árásunum, 15 slasast og dælustöð vatnsveitu héraðsins eyðilagst. í fyrri tilkynningunum frá Sómalíu sagði að í árásum Eþíópíumanna á sunnudag hefðu 6 Sómalir farist og 21 særst. Ríkisstjórn Eþiópíu hefur ekki gefið út neina tilkynn- ingu varðandi ásakanir Sómalíu, en sómalskir skæruliðar sem berj- ast gegn stjórninni þar segjast hafa gert árásir á sunnudag. Eþí- ópía og Sómalía hafa átt í erjum öldum saman og styrkja ríkin hvort um sig skæruliðahreyfingar í hinu. Handsprengju kastað á eitt vinsælasta kaffihús Rómar 38 manns slösuðust, þar af 5 alvarlega - Palestínumaður sakaður um tilræðið Rómaborg, 17. œptember. AP. ÍTALSKA lögreglan handtók 27 ára gamlan Palestínumann og hefur hann verið sakaður um að hafa kastað handsprengju á eitt vinsæl- asta útikaffíhús Rómar Cafe de Paris við Via Veneto á mánudagskvöldið með þeim afleiðingum að 38 manns slösuðust, þar af 5 alvarlega. Palest- ínumaðurinn náðist eftir mikinn elt- ingarleik um götur Rómar. Hann sást hlaupa á brott frá kaffíhúsinu eftir tilræðið og náðist hann eftir eltingarleik um götur borgarinnar. Við handtökuna hrópaði Palest- ínumaðurinn, Ahmad A1 Hossein, til fréttamanns og lýsti sakleysi sínu: „Ég er Palestínumaður og berst fyrir þjóð mína, en ég er Jarðskjálfti í Skotlandi Glasgow, 17. september. AP. JARÐSKJÁLFTI, sem mældist 2,5 á Richter-kvarða, fannst við vesturströnd Skotlands í gær- kveldi. Á þessu svæði eru stöðvar fyrir kjarnorkukafbáta Breta og Bandaríkjamanna. Sögusagnir voru uppi að jarðskjálftinn hefði stafað af sprengingu, en breska varnarmálaráðuneytið bar þær til baka. Jarðskjálftinn varði í 10-20 sekúndur og er rétt yfir þeim mörkum að menn verði varir við hann. Jarðskjálftafræðing- ur við bresku jarðfræðistofn- unina sagði, að fyrr en frekari upplýsingar lægju fyrir væri ekki hægt að segja til um hvort jarðskjálftinn stafaði af sprengingu eða ekki. Hann sagði að um tylft lítilla skjálfta fyndist árlega 1 Bretlandi. Sá síðasti sem vart varð við í Skotlandi var 1 febrúar. saklaus." En ítölsk lögregluyfir- völd lýstu því yfir í dag, að Palest- ínumaðurinn væri sekur, vitni hefðu verið að því þegar maðurinn hefði kastað tveimur handsprengj- um, en aðeins önnur hefði sprung- ið. Þykir mikil mildi að síðari sprengjan skuli ekki hafa sprung- ið, því hún lenti inn í miðjum hópi ferðamanna. Sprengjurnar, sem kastað var, voru smíðaðar í Sovét- ríkjunum. Áð sögn lögreglu, kom tilræðis- maðurinn til Rómar á sunnudag og dvaldi á hóteli skammt frá kaffihúsinu. í fórum hans fannst farseðill frá Damaskus til Rómar og síðan Vínarborgar og aftur til Damaskus. Að undanförnu hafa nokkur samtök Palestínumanna hótað hefndaraðgerðum ef ítölsk yfirvöld láta ekki úr haldi sjö Palestínumenn, sem handteknir voru í nóvember síðastliðnum. Haraldsdóttír einstaklifíS ' furirtækt • Ká sem ú‘Ud- lengra ^.^Xidskennsj^ Ssskss5 0IWSLVSTAÐIK sssfiSisr Qerðuberg r. S5S35?**-1-' sbw*ss^«* sr" 17 tímanamSK BSSISSSII ___________________ 1 Ske,?2l «p' kL 'L‘,7 taugard. 21- V kL ^17. sunnud. 22. s P - I [augard. ^ kL t4_l7. út í geiminn og sagði Deng að að því gæti komið að það myndi auka Ííkurnar á styrjöld í stað þess að minnka þær. Kínverski leiðtoginn sagði þrjú meginverkefni Kínverja á þessum áratug vera: að berjast gegn út- þenslustefnu stórveldanna í þágu heimsfriðar, nýsköpun landsins og sameiningu við Hong Kong og Taiwan á nýjan leik. Samkvæmt samningi við Breta, sem undirrit- aður var í Peking í desember á síðasta ári, fá Kínverjar yfirráð yfir Hong Kong árið 1997, en hafa gengist inn á að núverandi kerfi fái að vera þar við lýði í 50 ár þar ífrá. Þá sagði Deng að Kínverjar vildu leysa deiluna um Taiwan með friðsamlegum hætti. Gengi gjaldmiðla London, 17. september. AP. DOLLARINN féll nokkuð í dag á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu og er ástæðan sú, að mörgum þykir ólík- legt, að efnahagslífíð í Bandaríkjun- um eigi eftir að ná sér verulega á strik eftir að hafa verið heldur reik- ult í rásinni þaö sem af er árinu. Gengi dollarans ýmist hækkaði eða lækkaði fram eftir degi en þegar komið var að kvöldi hafði það fallið gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum nema kanadíska doll- arnum. Þá fengust fyrir pundið 1,3422 dollarar én 1,3320 á föstu- dag. í Tókýó féll dollarinn niður í 241,25 jen en var í 243,35 á föstu- dag. Fyrir dollarann fást nú: 2,8735 vestur-þýsk mörk (2,9085), 2,3740 svissneskir frankar (2,3978), 8,7750 franskir frankar (8,8705), 1.933,50 ítalskar lírur (1.947,63) og 1,3770 kanadískir dollarar (1,3737). Gullið féll nokkuð í dag. Fyrir únsuna fengust í kvöld 317 dollarar en 320 á föstudag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.