Morgunblaðið - 18.09.1985, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985
31
Ur sænsku kosningarbaráttunni
Olaf Palme forsætisráðherra veitir stuðningsmanni eiginhandaráritun á götu í Stokkhólmi.
„Það er ekki
til frelsi án
Samstöðu“
— hrópuðu 50.000 Pólverjar á útifundi
Cxectockowa, PólUndi, 16. september. AP.
LECH Walesa, leiAtogi Samstöðu í
Póllandi, tók í dag þátt í útimessu
50.000 manna, þar scm áherzla
var lögA á þaA, aA samtökin fengju
aA starfa að nýju. Hefur SamstöAu
ekki veriA sýndur jafn öflugur
stuAningur á þessu ári en viA þessi
hátíAahöld í dag, sem fram fóru
viA Jasna-klaustriA í Czestochowa,
um 220 km fyrir sunnan Varsjá.
„Ég vissi að við værum mörg,
en ekki að við værum svona
mörg,“ sagði Lech Walesa.
Ásamt Henryk Gulbinowicz
kardinála, sem flutti messuna,
sendi hann Jóhannesi Páli pafa
II símskeyti, þar sem sagði m.a.:
„Verkamenn hafa rétt til að
stofna óháð verkalýðsfélög, eins
og við gerðum í ágúst 1980.“
Við útimessuna hrópaði fólk-
ið: „Það er ekkert frelsi án Sam-
stöðu," og gerði sigurmerki með
fingrunum. Var borðum haldið á
loft með áletrunum um það,
m.a., að virða að vettugi þing-
kosningar þær, sem fram eiga
að fara í Póllandi í næsta mán-
uði.
Hondúras:
Hafnar beiðni
um skyndifund
Bardagar
í Trípólí
annan dagínn í röð
— allt með kyrrum kjörum við landamærin
Beirút, Lfbanon, 16. september. AP.
StríAandi fylkingar múhameAstrú-
armanna börAust meA stórskotaliAi
og eldflaugum við höfn Trípólíborgar
annan daginn í röð á mánudag og
hafa 28 manns farist og 68 smrst f
bardögum, að sögn lögreglu. MeAal
hinna föllnu eru 10 hermenn úr
annarri herdeild Ifbanska hersins
sem fórust þegar tvær sprengikúlur
lentu á herbúðunum í Kubbeh-héraði
þar sem þeir sváfu. Fjörutíu aðrir
særðust í búðunum sem síðar urðu
fyrir fjórum sprengikúlum og sex
eldflaugum. Annars staðar í Trípólí
hafa 18 hermenn og borgarar farist
og 28 særst.
Flestir þeirra hermanna sem
fallið hafa í borginni eru sagðir úr
sveitum taweed-múhameðstrúar-
manna, sem berjast fyrir stofnun
sérstaks ríkis múhameðstrúar-
Noregur:
Merkilegar tilraun-
ir í fiskeldinu
6sló, 17. september. Frí Jan Erik Laure, fréttaritara Mbl.
NORSKA hafrannsóknastofnunin er
nú að gera umfangsmiklar tilraunir
með sjóeldi ýmissa fisktegunda og
fylgir það fréttunum, að ef vel tekst
til kann norskur sjávarútvegur og
fiskiðnaður að standa á nokkrum
tímamótum.
Auk þeirra tilrauna, sem gerðar
hafa verið með eldi þorsks og
Kyrrahafslúðu, hafa fiskifræðing-
ar f fiskeldisstöð hafrannsókna-
stofnunarinnar klakið út 7000
sólflúruseiðum og 5000 sand-
hverfuseiðum. Verið er nú að flytja
sólflúruseiðin í eldisker, sem eru
þannig búin, að unnt er að stjórna
sjavarhitanum, og síðar verður
farið eins að með sandhverfuseið-
in. Bíða menn mjög spenntir eftir
árangrinum því þessar fisktegund-
ir báðar eru mjög eftirsóttir mat-
fiskar í Evrópu.
Búnaðurinn sem þarf til þessara
tilrauna er dýr, en ákveðið hefur
verið að fiskeldisstöð hafrann-
sóknastofnunarinnar verji til hans
1,5 milljónum nkr. af hagnaði
stöðvarinnar af seiðasölu.
Stofna samstarfsnefnd
þingmanna „vestursvæðisins“
Kaupmannahöfn, 17. Hept Frá Nils Jörgen Bruun,
WNGMANNANEFNDIR frá Lög-
þingi Færeyinga, Alþingi fslend-
inga og Landsþingi Grænlendinga
munu eiga fund með sér í Nuuk
(Godtháb) á Grænlandi dagana 23.
og 24. september nk. í því skyni aA
stofna samstarfsnefnd þingmanna
þessara landa, eða „vestursvæAis-
ins“ svokallaAa.
Fulltrúar frá öllum stjórn-
fréttaritara MorgunblaósiiiH.
málaflokkum landanna þriggja
munu sækja fundinn.
Fundarstjóri í Nuuk verður
Jens Lyberth, leiðtogi græn-
lensku verkalýðshreyfingarinnar
og þingmaður á landsþinginu.
Fyrir færeysku nefndinni fer
Erlendur Patursson lögþings-
maður, en Páll Pétursson alþing-
ismaður verður oddviti íslensku
nefndarinnar.
manna i Líbanon. Þeir berjast við
annan flokk múhameðstrúar-
manna, sem gengur undir nafninu
Arabísku riddararnir og nýtur
stuðnings Sýrlendinga. Hafa þess-
ir flokkar barist í tvö ár um yfir-
ráðin í Trípólí, sem er önnur
stærsta borg Líbanon.
Að sögn lögreglu og frétta-
manna eru bardagarnir, sem brut-
ust út á sunnudagskvöld, hinir
hörðustu þar síðan Arafat og her
hans var neyddur til að yfirgefa
borgina í desember 1983.
Sprengjuárásirnar hafa kveikt
elda víða um borgina og hundruð
fjölskyldna hafast við í kjöllurum
og loftvarnabyrgjum annan dag-
inn í röð. Bardagar héldu áfram
með hléum í borginni þegar síðast
fréttist.
Tegucigalp*, Hondúras, 16. sepL AP.
FORSETI Hondúras, Roberto
Suazo Cordova hefur hafnað
beiðni stjórnvalda í Nicaragúa um
skyndifund leiAtoga ríkjanna til
að koma í veg fyrir frekari landa-
mæraerjur, að sögn talsmanns
forsetans. Þrátt fyrir aA herinn í
Hondúras hafí fengiA skipun um
aö vera í viAbragAsstöAu eftir
landamæraátökin á fóstudag, létu
stjórnvöld raáliA víkja fyrir her-
sýningum og almennum hátíAar-
höldum í tilefni af þjóAhátíAardegi
ríkisins á sunnudag.
Talsmaður Hondúrashers,
sem ekki vildi láta nafns síns
getið af öryggisástæðum, sagði
að síðustu 48 klukkustundirnar
„hefði allt verið með kyrrum
kjörum við landamærin" og
vonast væri til að svo yrði
áfram. Yfirvöld segja að her-
flugvélar frá Hondúras hafi
skotið niður herþyrlu og gert
sprengjuárásir á fallbyssuvirki
í Nicaragúa eftir að her sandín-
ista skaut sprengjukúlum yfir
landamæri Hondúras með þeim
afleiðingum að einn hermaður
Hondúrashers féll og átta særð-
ust. Forseti Nicaragúa, Daniel
Ortega, segir að her sandínista
hefði verið að bregðast við inn-
rásartilraun 800 uppreisnar-
manna frá Nicaragúa, sem hafa
aðsetur í Hondúras. Suazo Cord-
ova er sagður hafa hafnað beiðni
Ortega um fundinn vegna þess
að hann telji að Contadora—
samtökin, sem Mexfkó, Venezu-
ela, Columbía og Panama eiga
aðild að og vinna að því að koma
á friði í Mið-Ameríku, séu rétti
aðilinn til að leysa deilur Hond-
úras og Nicaragúa.
ERLENT
Eínkaflugmannsnámskeið
Bóklegt einkaflugmannsnámskeið hefst 23. sept.
Uppl. gefnar í sírna 28970. - FLUGFAR HF